Alþýðublaðið - 11.02.1945, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. febrúar 1945.
ALÞTÐUBLAÐIÐ
ANNESj
0PÖ-S
■ íiA»»
Um úthýsingarsögu í Skíðaskálanum — Bréf frá þjón
inum þar — Kvartað um mistök á verðlagningu í
hóteli — Saga um vínreikning — Nokkur orð um skipa
áætlun til Breiðafjarðarhafna.
Frá guðjóni guðmunds- i
SYNI, þjóninum í Skíðaskál-
anum, fékk ég eftirfarandi bréf
fyrir nokkrum dögum: „Fyrir
nokkru birtist í „Vísi“ bréf um
það, að mönnum hefði verið út-
hýst í Skíðaskálanum. Það hefur
aldrei, þótt fallegt hér á íslandi,
að úthýsa fólki og sízt um há vet-
ur, og það á fjöllum uppi. Er því
ekki nema eðlilegt, þó að nokkur
blettur hafi fallið á okkur, sem
störfum í Skíðaskálanum í aug-
um ókunnugra, sem kunna að hafa
lesið þessa ritsmíð. Ég vil nú biðja
þig að birta þessar Ilnur mínar, er
skýra rétt frá þessu atviki.“
„ÞEGAR UMRÆDDIR FERÐA-
LANGAR komu í Skíðaskálinn
var færð ekki slæm, en þeir voru
að koma austan af Eyrarbakka.
Þeir kvéðust hafa verið 6 tíma á
leiðinni. Svo stóð á, er þeir bomu
til okkar, að ákveðið var að starfs
fólk skálans hefði skemmtun
þetta kvöld fyrir sig og gesti sína,
en það er eina skemmtikvöldið,
sem starfsfplkið hefur leyft sér að
hafa é árinu.“
„ER FERÐALANGARNIR komu
var búið að loka skálanum til þess
að gera salina hreina áður en
skemmtunin byrjaði og þar sem
örskammt var að Kolviðarhóli,
veður gott og færð góð þangað,
skýrði ég þeim frá, hverníg á
stæði, og bað þá að fara á Hólinn.
Fannst mér hvorki vera hér um
úthýsingu að ræða, né að þeim
væri í kot vísað, að leita að Kol-
viðarhóli, en þar er vel tekið á
móti gestum.“
„ FERÐA LANGARNIR hreyttu
einhverjum ónotum í mig, en ég
svaraði því engu, enda þótti mér
leitt að geta ekki afgreitt þá og
fóru þeir við svo búið. Þeir mættu
svo bíl rétt fyrir ofan Sandskeið
ið og sögðu fólkinu, sem í honum
var, að þeir hefðu verið á leíðinni
frá Eyrarbakka í 12 tíma, svo að
ekki bar þeim alveg samann um
tímann. — Ég býst varla við, að
almenningur telji brot okkar í
Skíðaskálanum, Iþegar þetta allt
er athugað, mjög alvarlegt, enda
hefur það aldrei fyrr heyrzt um
Skíðaskálann, að þar væri illa tek
ið á móti gestum.“
Ó. S. SKRIFAR: „Mig langar
langar til að Skrifa þér nokkrar
línur vegna þess að ég er hálf
gramur út í veitingaþjóna eins
hótelsins hér í bænum, út af at-
viki, sem kom þar fyrir, og sem
töluvert er farið að bera á, að
sögn.“
„SVO ER MÁL MEÐ VEX’J’l,
að ég ásamt félaga mínum og tveim
stúlkum fórum á dansleik sem
haldinn var í þessu hóteli, sem er
eitt glæsilegusta hótel bæjarins.
Við settumst við eitt borð og pönt
uðum hjá þjóninum, sem að því
kom, bæði gosdrykki og vínflösku
og hugðumst skemmta okkur vel
sem og við gerðum. Tvisvar pönt
uðum við aftur gosdrykki að borð
inu og fegum við það.“
„ÞEGAR BALLIÐ VAR UTI
kom þjónninn að borðinu og
spurði. ég hann, hvað þetta kost-
aði nú allt saman. Hann. tók upp
blýant og blað og fór að reikna,
og segir svo, að reikningurinn sé
kr. 218.00. Mér fannst þetta nokk
uð mikið, en sagði ekkert við því,
tók úr veski mínu 250 krónur og
segi: „Þér takið 15%. Er það ekki
vanalegt?“ „Jú, takk“, segir þjónn
inn um leið og hann tekur pen-
ingana og gengur frá, að næsta
borði. Litlu seinna kemur félagi
minn, sem hafði farið að ná í
fötin. Spyr hann mig, hvort ég sé
búinn að borga og hvað mikið,
og sagði ég honum það. Varð hann
hálf hissa og fór yfír reikninginn,
sem lá saman bögglaður á borðinu
eftir þjónínn og sáum við þá að
þetta var mjög óverulegur papp-
írssnepill og illmögulegt að kom-
ast fram úr því, sem á honum
stóð.“
„VIÐ SÁUM nú okkur tíl mik-
illar undrunar, að á honum stóð
upphæð þess, sem við höfðum
pantað, sem var kr. 173 og 15%,
kr. 45, samtals kr. 218.00. Þjónn-»
inn hafðí sem sagt tekið tvívegis
drykkjupeninga af okkur. Mér
finnst þetta með öllu ófyrirgefan-
legt og vildi því, að þú aðvaraðir
menn gegn svona verzlunarmáta.
Ennfremur vil ég að reikningar
séu prentaðir og greinilega á þá
skrifað, svo að hver og einn geti
áttað sig á því, hvað hann á að
borga.“
ÚT AF BRÉFI frá Breiðfírðingi
hér. í pistli mínum nýlega, þar
sem kvartað er undan ónákvæmri
og óskiljanlegri áætlun frá Skipa
útgerð ríkisins hefur Skipaútgerð
in sent mér þessa áætlun. Sam-
kvæmt henni er bréf Breiðfirð-
ingsins byggt á misskilningí. Á-
ætlunin er prentuð á tvö laus blöð,
sem síðan eru heft saman. Á fyrra
blaðinu er óætlun um ferðir skipa
friá Reykjavík til Breiðafjarðar-
hafna, en á hiiiu síðara eru prent
aðar áætlanír um feðrir skipa frá
Breíðafjarðarhöfnum og til R'eykja
víkur. Svo virðist, sem bréfritar-
inn hafi aðeins fengið í hendur
síðara folaðið.
Hannes á horninu.
Erkíbisknpinn, sem varð ríkissljóri
Samkvæmiskjólar
Fjölbreytt úrval
Ragnar Þórðarson & (o.
Aðalstræti 9 — Sími 2315
Myndin sýnir Damaskinos erkibiskup, hinn nýkjöma riíkisistjóra Grikkja, við hátáðahöld í
Aþenuborg til minningar um fallna Grikki og Breta í baráttunni fyrir frelsi Grikklands.
Gleymdur hermaður frjálsrar hugsunar
O AGA mannkynsicis væri
^ ekki öldungis glæsíleg,
hefðu aldrei verið til 'menn,
sem trúðu því, að bægt væri að
bjarga mannkyninu frá villu
þess vegar og leiða það á betri
brautir.
Fátt getur hrært jafn mikið
mannlegar tilfinningar eins og
frásagnir af þeim mönnum,
sem einir sér hafa barizt harðri
baráttu í þágu mannanna, en
orðið að þola að launum al-
menna mótstöðu og tómlæti,
aiulk þiBBSi öem iþeir haifa mieð bar
áttu sinni lagt líf sátt og mann-
orð í hættu oft og tíðum og orð-
ið að þola verstu kvalir af hálfu
þjóðfélagsins eða yfirvaldanna.
Nöfn margra slíkra manna eru
þó igíLeymid og igraifin, þrátt fyr
ir alJt, eða um þau er furðu
hljótt. Einn slíkur maður var
Seibaisitf'an CaistalMó, lærður
maður en mjög fátækur, en sem
með óbilandi kjarki og dugnaði
sigraðist á örðugleikunum, sem
stöðugt mættu honum á lífs-
leiðinni. Lundarfar haris, —
umburðarlyndið, gjóðgirnin, og
skapskyggnin voru í beinni mót
setningu við hugsunarhátt þess
tíma, sem hann íifði. Fastheldn
in í hugsunarhátt aldarinnar
var honum fjarri skapi, en
svipti hann aftur á móti hinu
veraldlega gengi í lífinu, unz
hann lézt á bezta aldri. Hvar
hann var grafinn, veit enginn.
Sebastían Casitelltíó var fædd
ur í Daiupihinie árið 1515, o.g
gekk í háskólann í Lyon. Síðar
valdi hann sér það verkefni að
snúa biblíunni á latínu og
frönsku. Hann hafði rýrar tekj-
ur til þess að framfleyta sér og
fjölskyldu sinni, enda hafði
hann engu sérstöku embætti að
gegna svo heitið gæti. Hann
lifði mestmegnis á endurritun-
um, kennslu, þýðingum og fyr-
irlestrum, en þó var þetta mjög
stopul og illa launuð atvinna.
Enda þótt gáfur Castellíós og
mannkostir hans, væru viður-
kenndir af öllum þeim, sem
þekktu hann, varð andstaða
hans móti grimmd og prettum
aldarfarsins til þess að stemma
stitgru t&yrir því, að honum lilotn
aðist nolckru sinni hin minnsta
upphefð eða opinber viðurkenn
áTj. KEIN ÞESSl er þýdd úr
enska tímaritinu „Mont-
ly Record“ (útgefið í Lon-
don). Segir hér frá æfi og
starf Sebastians Castellíós
sem var andstöðumaður Cal-
víns í trúmálum. Greinin er
eftir Marjorie Bowen.
ing. Fyrst og frem-st skapaði
það honum óvild og reiði John
Calvíns, einræðisherrans í
Genf.
*
Calvín hafði alla tíð stjórnað
Genf með harðri hendi. Þeim
sem steittust á móti lögum og
reglum hans var refsað harð-
lega og jafnvel líflátnir, -—
fangelsanir og pyntingar alls-
konar vor.u. tíðir viðburðir. En
þegar Calvín gekkst fyrir því,
að Migniel SeriTOtuis var brencí
ur saklaus á báli, hreyfði Seb-
astían Castellíó svo að segja
einn mótmælum gegn þeim
verknaði. Undir naÆ.nin Mairttin
us Bellíus gaf hann út De arte
dubitndi, s&m prenuð var í
Basle en sem sagt var að prent-
uð væri í Magdeburg. Castellíó
hafði haft með höndum skóla-
stjórastöðu í Genf. Hann hafði
samið glöggar og fræðilegar
skýringar á Gamla testament-
inu og var mjög langt kominn
með það verk, þegar Calvín
skipaði honum að fara burtu úr
borginni og rak hann Ur stöð-
unni. Síðan ritaði Castellíó mót
mæli sín gegn harðstjórninni og
kröfur um fullkomið trúfrels:
og ilmburðarlyndi varðandi trú
arskoðanir manna.
Brátt komst Calvín að því,
hver þessi nýi mótstöðumaður,
„Bellíus", var, og svaraði með
óhreinlypdri sjálfsréttlætingu,
sem vár í senn sambland af ó-
sönnum ummælum og lymsku-
legum tilraunum til þess að
geta komið Castellíó fyrir katt-
arnef eins og hann olíi Servet-
us bana. Calvín sagði, að „Bell-
íusisminn“ væri hrein villutrú,
lagði bann á .bók Castellíós, og
fékk Theódóre de Béze til þess
að hreyfa andmælum á röng-
um grundvelli. Svar Castellíós,
Contra libellum Calvini, naut
sín tæpast sökum gagnráðstaf-
ana Calvíns, en hann lagði fljótt
banin á bókímai. Samit sem áður
hafði Castellíó tekizt að varpa
þremur spurningum, sem hann
skftrskotaði til fólksins að
hugleiða og svara eftir beztu
getu. Þessar spurningar voru:
„Hvað er villutrúarmaður?“ —
,.Á hugsanafrelsið ekki rétt á
sér í Evrópu?“ — og í þriðja
lagi’: „E5f KrMur raiunvehu
lega stjórnar slíkum verknaði
sem gjörðum Calvíns, — hvað
er þá eftir handa þeim illa til
þess að framkvæma?"
*
Á öldum, sem minna voru
niður sokknar í ófrelsi og hugs-
anavillu heldur en sextánda
öldin var, hafa verið uppi ýms-
ir menn, sem hafa lagt líf sitt
í hættu vegna þess að þeir hafa
hreyft mótmælum gegn yfir-
gangi og villutrú. Þessi dæmi
eru mörg og áberandi, ef mað-
ur les manrikynssöguna. Aftur
á móti hefur starf Castellíós
allmikla sérstöðu og skarar
fram úr á margan hátt. Það fer
ekki hjá því, að maður komist
að þeirri niðurstöðu, ef maður
;kynnir sér rækilega alla mála-
vexti. Á öld hans voru tiltölu-
lega fáir menn uppi, sem hægt
var að telja frjálslynda menn.
Aftur á móti mun sagan geta
birt okkur nöfn fjölda manna,
sem beittu sér fyrir afturhaldi
á flestum sviðum og börðust ein
dregið gegn skoðanafrelsi og
neyttu ýmissa bragða til þess
að fá vilja sínum framgengt.
Aðstaða Ca!s.teíliDíós var á mairgain
hátt freffnur niðiurlægijiandi.
E'ftir dauða hains sitóð fijölskylda
hans uppi bláfátæk og smáð af
öllum. Castellíó átti aldrei
neinnar frægðar von, — hann
vissi, að h»num myndi aldrei
verða launað á annan hátt en
rneð ofsóknum. En ævi sinni
helgaði fharm' haráttiunni gegn
harðstjórn og yfirgangi.
Á slíkum tímum sem þeim,
er Castellíó lifði, hlýtur tilveru
möguleiki hugsanafrelsins að
Frauah. a S. sí&u.
I