Alþýðublaðið - 11.02.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1945, Blaðsíða 6
i Auglýsi ng um fyrirkomulag fiskflulninga o. fl. Ríkisstjórnin hefur ákveðið eftirfarandi regiur um fyrir- komulag á útflutningi fisks, hagnýtingu afla og verðjöfn- unarsvæði: I. Verðjöfnunarsvæði skulu vera þessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörður og Vestfirðir að Bíldudal að honum meðtöldum. 3. Aðrir Vestfirðir og Strandir. 4. Norðurland frá Hrútafirði að Langanesi. 5. Austurland frá Langanesi að Homafirði að honum meðtöldum. 6. Vestmannaeyjar og Suðurland. II. Öll skip, sem flytja út ísaðan fisk á vegum samlaga út- vegsmanna era undanþegin verðjöfnunargjaldi því, er um ræðir í auglýsingu samninganefndar utanríkisvið- skipta, dags. 10. janúar 1945, enda sé eftirtöldum skil- yrðum fullnægt. a. Samlögin séu opin öllum útvegsmönnum á samlags- svæðinu. t' ■ ■’Sfiffj b. Samlögin úthluti arði af rekstri skipanna í hlutfalli við heildarafla fiskeigenda (báts) án tillits til þess hvort afl- inn er fluttur út ísaður, lagður upp í salt, til herzlu, í hrað- frystihús, eða nýttur á annan hátt, enda geti samlagsstjóm ráðstafað afla félagsmanna (bátanna) á þann hátt er hún tel- ur henta bezt í hvert skifti, til þess að heildarafli hagnýtist sem bezt. Þeir bátar einir sem era í samlögum og hlýða regl- um þeirra geta vænst þess að verða aðnjótandi réttinda sam- kvæmt þessum reglum. c. Skip þau, er annast útflutninginn séu á leigu hjá sam- lögunum og rekin á þeirra ábyrgð, samkvæmt skilmálum, sem ríkisstjómin samþykkir. d. Að samlögin fallist á að hlíta þeim skilyrðum, er rík- isstjómin kann að setja, að öðru leyti, fyrir starfsemi þeirra. III. Verðjöfnunarsjóði hvers svæðis skal úthlutað til fiskeig- e enda á svæðinu eftir fiskmagni, eftir að frá hefur verið dregið það fiskmagn sem flutt er út á vegum samlag- anna samkvæmt II. lið þessarar auglýsingar, Greiðslan skal vera ákveðin upphæð pr. kg. án tillits til þess hvort fiskurinn er fluttur út ísaður, lagður upp í hraðfrysti- hús, herslu eða salt eða nýttur á annan hátt. Sjóður þess skal gerast upp mánaðarlega og fari útborgun fram eins fljótt og auðið er. " IV. Reglur um úthlutun á arði sem verða kann af fiskútflutn ingi þeim, sem fram fer á vegum ríkisstjómarinnar verða settar síðar. Ákvæði þessi era hér með sett samkvæmt lögum nr. 11, 12. febrúar 1940, til að öðlast gildi þegar í stað og gilda fyrst um sinn þar til öðra vísi kynni að verða ákveðið. Atvinnumálaráðuneytið, 10. febrúar 1945. Áki Jakobsson /Gunnl. E. Briem ALÞYÐUBLAÐIP__________________ Hið nýja fímarii, Yerðandi KVÁð segja hin blöðin Frh. af 4. síðu. a. m. k. 5.6 millj. kr. á þessu ári, þótt ekki verði aukin framlög til verklegra fyrirtækja. Þeim kundr uðum bæjarbúa fer stöðugt fjölg- andi, er búa í heilsuspillandi „bröggum“, en á sama tíma fjölg ar „lúxushöllum“ stórgróðamanna í bænum. Gagnfræðaskólar og iðn skólar bæjarins eiga engin viðhlít andi húsakynni, þótt aðrir kaup staðir landsins hafi reist vandaðar byggingar yfir þessa ómissandi fræðslustarfsemi. Bærinn á ekkert fullkomið sjúkrahús, þótt fyrir það sé hin brýnasta þörf. Stofn- anir bæjarins eru á hrakhólum um allan bæinn og búa við al- gerlega ófullnægjandi húsnæði, því að enn hefir bæjarstjórnin ekki sýnt þann myndarbrag að koma upp ráðhúsi, eins og hið miklu minna bæjarfélag, Hafnar- fjörður, hefir þegar gert.“ Já, eíkki ‘vaintar verlkefni'n í Reylkijavák. Em sízt væri það nein Æurða, iþiótt ýimísir værru f arnir að ©fajst uipi, að raúívieraindi xáðaimeinn; buöfiu.ðst'aðarinis' valdi 'þeim.. Berklaskoðunin heldur áfram og er um þessar mundir verið að skoða íbúa við Hverfisgötu. Voru í gær skoðað- ir 197 manns, en alla vikuna sam tasls 1820. Hefir ,því á þeim þrem vikum, sem skoðunin hefir staðið yfír verið skoðaðir samtals fimm þúsund og fjögur hundruð og fimm manns. ENN hefur nýtt tímarit göngu sína, í þetta sinn missirisrit. Sumir munu að vísu segja, að nóg sé fyrir af blöðum og tímaritum. En óuiriflýjanlegt er að spyrja þá hina sömu, á hvaða forsend- um þeir byggi. Tölja þeir, að talan ein skipti máli, og ef svo er, hvað er þá hæfileg tala tímarita handa þjóðinni? Eða telja þeir, að þau tímarit, sem fyrir voru í landinu, séu svo úr garði gerð, að einskis sé framar að æskja? Þessum spurningum verða þeir að svara. Sjálfur tel ég, að þau tímarit, sem í seinni tíð hafa komið hér út, séu 'langt frá að uppfylla allar æskilegar kröfur. Engan þeirra, sem ég hef heyrt á þetta minnast, hef ég vitað vera á öðru máli. Þetta er sannleik urinn, og það er ætlun mín, að sjálfir ritstjórar og forleggj arar þessara tímarita mundu allra manna fúsastir að stað- festa mál mitt. Það er óhugs- andi, að þeir séu ánægðir með rit sín. Ef ég ætlaði mér þá dul, að dæma hið nýja fyrirtæki eftir fyrsta hefti ritsins einu sam- an, mundi enginn skynbær mað ur taka mark á orðum mín- um. Það er meira að segja litlu unnt að spá um framtíð þess á þeim grundvelli. Svo mjög getur brugðið til beggja vona. Ritið getur sótt í sig veðrið, og það getur líka þok- ast niður á við. Það þarf að sækja í sig veðrið. Og svo mik ið þekki ég ritstjórann, að ég veit, að hann hefur allan vilja til þess, að láta rit sitt verða 'þjóðinni gagnlegt. Ég er sann færður um, að það eitt vakir fyrir honum méð útgáfunni. Eins og lesendur munu þeg ar hafa skilið, er ég ekki al)ls kostar ánægður með þetta fyrsta hefti af Verðandi. En þó tel ég það bezta íslenzkt tímaritshefti, sem ég hef séð í langa hríð. Það sem að mínum dómi ber af í því, er þetta: grein Guðbrands Jónssonar um Hallgrím Pétursson; pre- dikun séra Þorsteins Briem, flutt í Akraneskirkju 18. júni síðast liðinn, og nafnilaus grein um Þorstein Jónsson járnsmið. Allt er þetta prýðilegt efni og hefur varanlegt gildi. Þó er greinin um Þorstein með nökkr um smávægilegum smíðalýt- um, sem ritstjóri á borð við Björn Jónsson eða Jón Ólafs- son mundi vart hafa látið ó- lagfærð. Um þetta skiptir þó ekki miklu máli. Hitt er meira vert, að ekkert mun ;ósatt í greininni, Sum af sannindum hennar eru sögð af hreinni snild, eins og þessi orð: „Hin fagra, viðkvæma sál hans rar líkust blóminu, sem opnar blöð sín fyrir ’birtunni, y'lnum og geislum sólarinnar, en lokar þeim fyrir húmjnu og kuldan um. Og því var það, að hann elskaði allt sem var fagurt og gott.“ Fyrir þau kynni, er ég hafði af Þorsteini, varð hanin e.imin iþeirra mamma, sem ég hefi mest dáð og borið hlýj astan hug til. Hvenær, sem ég sá hann, minntist ég járnsmiðs ins hans Longfe'llows. Þarna var hann lifandi kominn — og meira að segja enn járnsmið- ur. En hvað átti það að þýða, að vera að prenta þenna vísna peðring séra Jóns Þorláksson- ar, valinn algerlega af handa- hófi? Var ekki einstætt að vísa heldur í úrval dr. Jóns Þor- kelssonar, sem er enn á mark aðinum? Og úr þvi að prentuð var vísan „Hjaltalíns er heiði níð“ þá mátti geta þess, að séra Jón á ekki nema botninn í henni, því að fyrri helming- urinn er eftir Jón Espólín. Bókmenntaþáttur er í heft- inu og þenur sig svo vítt að af minna tilefni kom Matthí- asi í hug þriðja sólkerfið. Mjög er öslað á hundavaði og gusurn ar því ekki litlar, en þó er það ekki efamál, að þetta er skásti bólkaimienmitaþáíttiuribm, sem ’sézt hefir hér i tímaritum um margra ára skeið, og margt er þarna vel sagt og réttilega. Þó er of mikið talað út í bláinn, of fá dæmi dregin fram. Og að „gala út í eilífan hláinn“ er vita-ganisilaust. Sem dæmi um hundavaðs- hátt höfundarins (þetta er ekki ritstjórnargrein) má geta þess, að þegar hann tekur sér fyrir hendur að greina frá afrekum íslenzkra hókmenntafélaga um langt skeið (og segir þá ýmis- legt athugavert og losaralegt), veit hann ekki um tilveru ann ara en Sögufélagsins og Bók- menntafélagsins. Fræðafélagi'ð hefir hann aldrei vitað að til væri , og getur þó vart á tveim séu afrek þess mest. Ef þögnin á að réttlætast með því, að hér eru nú bækur félagsins að heita má uppseldar, þá er líka ýmis legt uppselt af því, sem hann telur fram hjá hinum félögun- um. Heldur þykir mér höggið geiga þegar hann slær til Bryn leifs Tobíassonar fyrir að gera bók sína Hver er maðurinn? svo broslega sem ‘hún er. Hann virðist ekki háfa skilið það, að Brynleifi (sem er dálítið kím- inn) muni hafa verið dillað er hann las hin kátlegu framtöl, og hann ekki tímt að kasta svo ósvikinni gamansemi á glæ. — Hvers vegna skyldi það ekki geymast, öldum og óbornum til skemmtunar, að maður segist ei|ga í 'pofeaíhionnijnu fiimmitíiu ó- prentuð ileikrit eftir sjálfan sig — einkum ef eitt skyldi hafa komist á prent og þó ekki reynst prentsvertunnar vert? Eða hitt, að lagförull maður hefir teikn að sjötiu 'hundaþúfur, sem orð ið hafa á vegi hans? Um marka skrárnar er það að segja, að þær eru stórum verðmætari bækur en sumt það, er land- sjóðslaun hafa verið goldin fyr ir, og smærra verk en marka skrá heililar sýslu hefir sam- viízlbuisaimuir prófessor (íeikki af gæsalöppuðu tegundinni) talið fram í öðru riti — riti útgefnu fyrir alþjóðar fé. Hitt er fremur vitavert, enda þótt Brynleifur hafi aldrei verið fyr ir það víttur, að nöfnum er ekki raðað eftir stafrófi. En lík lega er það einmitt vegna þess að bókin var æiluð til skemmti lesturs. Það er m'ín skoðun, að skyn samlegt sé að styðja þetta nýja tímarit unz fullséð er, hverjum þroska það tekur. Reynist hann heillavænlegur, hefir stuðning- urinn verið veittur gagnlegu fyrirtæki. Fari á hinn veginn, þá er ætíð auðveílt að kippa að sér hendinni. Sn. J. Gteymdur bermaður.. Frh. aí 5. aíðn,. hafa verið frekar lítill, — og því hafa frjálslyndu mennirn- ir fengið að kenna á. Aldrei bom Castellíó til hugar að taka aftur ásakanir sínar á hendur Calvín, og hann var aldrei á báðum áttuna í baráttunni gegn hinum æsingafulla andstöðu- manni. Castellíó stóð svo að segja einn í baráttu sinni. Þessu Sunnudagur 11. febrúar 1945. Nýkomið: Kápu-efni og UIIárk]óla-efni H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035 olli, hversu mikil ítök og völd Clavín hafði yfir hiugarsljóum almúganum, sem ekki þorði að ' hreyf a andmælum gegn hoaum. Illa launuð kennarastaða við háskólann í Basil voru einu launin, sem Castellíó hlaut fyr- ir snilldarþýðingu sína á Bibl- íunni, bæði á latínu og frönsku, — það var allt og sumt sem honum tókst að nota hæfileika sína og meininitun til. Þannig kjör varð hann að búa við til dauðadags. $ Ofsúttur af fjölda óvina og mótstöðumanna, niðurbeygður af fátækt og slæmum lífskjör- um, en ótrauður bardagamað- ur, — slíkur var hann til dauða dags. Hann þurfti ekki lengi að framfleyta sér á hinum litlu og auðvirðilegu launum sínum. Hann 1-ézt árið 1563, aðeins fjörutíu og átta ára að aldri. fjölskylda hans fékk engin eft irlaun að honum látnum, held ur dró fram lífið með hjálp góðgerðastofnana. í dánarbúi Caisitelilíós farans ien|gin íhlu'tuir úr, silfri eða öðrum dýrum málmi og svo að segja engir verðmætir munir. Þetta var þó Hin margendurteikna saga um mestu fátækt og eymd með al þieirra, s'em sýndu stærisitu af rekin eða gerígu fram sem göf- uglyndustu mennirnir, — sú saga kemur hverjum manni til þess að finna til blygðunar, svo átakanleg er hún. Hin hrylli- .lega eymd, sem Castellíó átti við að búa, er með gleggstu dæmunum um afleiðingar harð stjórnar og ódæðisverka yfir- valdanna, sem varpa skugga á sögu mannlegs hugarfars. Orð Naylors, fyrirliða Cromwells, þau er hann mælti á dauða- stund sinni, gætu vel átt við . Castellíó. Hann sagði: „Sá andi, er til, sem ekki hef- ur til hineigkugu til þ'eisis lað gera neitt það, sem rangt er,’ en stenzt allar mótbárur lífsins .... Von hans er að yfirvinna alla reiði, allar þrætur; sömu- leiðis að útiloka alla hugaræs- ingu og grimmd .... Hann skilur sorgina og þolir hana jafnvel án þess að hljóta samúð nokburs annars manns. Og hann æðrast ekki, þótt hryggð og ánauð knýi á dyr . . .... Ég fann þetta sjálfur, þeg ar ég var einn og yfirgefinn af öllum .......“ Viðta! við RagnbeKi Jónsdóitur Frh. af 4. síðu. oig rithöifunda og iaRá þá, isem á einn eða annan hátt vinna að útgáfu bóka. Ég hef alltaf, síðan ég var 5—6 ára og varð bókfær, lesið af brennandi á- stríðu og tekið lesturinn fram yfir allla aðra skemmtun. Hver ruý bófe, 'Siem berisit mér ií 'herud- ur eftir góðan eða óþekktan höfund, vekur ‘hjiá mér ólýsan lega unaðskennd, svo að sól- bliki bregður fyrir, jafnvel í svartasta skammdeginu. Ég sypgi igóðskiáidi'n ©iinis og kæra vini, er þau hndga í valinn og það ekki síður þó að heimshöf in skilji milli mín og þeirra.“ V S V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.