Alþýðublaðið - 23.02.1945, Blaðsíða 5
yösludagur 23. febrúar 1945
ALÞfDUBLAÐIÐ
&
Húsbóndinn í Landsímahúsinu og starfsmenn hans —
•Q _
Lýsing á heimsókn í opinhera skrifstofu — Trúnaðar-
brot ofstækifulls áróðursmanns
SENDJMENN LANDSSÍMANS
eru all undrandi yfir afstöðu I
l»eirri, sem tekin hefur verið til
þeirra í sambandi við hin nýju
launalög. Upphaflega voru þessir
starfsmenn settir í launalögin af
nefnd þeirri, sem samdi þau, en
nú hafa þeir verið teknir út úr
frumvarpinu, og það sem furðu-
legra er, að því er sagt er, fyrir
atbeina húsbónda þeirra, pósts- og
símamálastjóra. Hvernig stendur á
þessari afskiptasemi þessa manns,
sem í raun og veru ber að gæta
hagsmuna og öryggis þessara
starfsmanna sinna? Starf þeirra er
mjög áríðandi og vitanlega eiga
þeir kröfu á því, að geta lifað af
þeirri atvinnu, sem þeir stunda
og að hún skapi þeim það öryggi,
sem aðrir starfsmenn við sömu
stofnun njóta.
HÚSBÆNDUR, er þannig haga
sér gagnvart svokölluðum undir-
mönnum sínum, munu ekki verða
vinsælir meðál þeirra og þeir
rnunu sízt a-f öllu njóta trausts
þeirra. Er þó líkleg't að nauðsyn-
2egt sé við ríkisstofnanir, eins og
önnur fyrirtæki, að góð sambúð sé
milli yfir- og undirmanna, fullur
trúnaður og traust. En ef til vill
er fullyrðing sendimannanna um
þetta ekki rétt og getur þá póst-
og símamálastjóri hrundið af sér
ámælinu, en ámæli er þetta og það
alliþungt.
SIGRÚN SKRIFAR: „Fyrir
nokkrum dögum átti ég erindi í
eina af skrifstofum ríkisins, ég
hafði rétt áður talað við skrifstofu
stjórann og var honum kunnugt
um komu mína og erindi. Er ég
kom í áðurnefnda skrifstofu, var
skrifstofustjórinn ekki viðstaddur,
en mér var vísáð inn til fulltrú-
ans og sagt um leið, að honum
hefði verið falið að tala við mig,
fyrir hönd skrifstofustjórans.
ÞEGAR ÉG KOM inn í skrif-
,stofuna,»gat að líta fulltrúann sitj
andi letilega á stól og hafði hann
komið fótum sínum fyrir af mik-
illi náfcvæmni uppi á borðinu, og
hélt að sér höndum. Ég bauð góð-
an dag, hann leit ekki upp, en
umlaði eitthvað óskiljanlegt og
ihreyfði sig ekki. Ég bar upp erindi
mitt, en fékk luntaleg og -.ógreið
svör. Hann spurði meðal annars,
hvort ég gæti komið á morgún eða
seinna.
ÉG VIRTI FYRIR MÉR mann-
inn af nokkuru lítillæti og mikilli
forvitni. Hvort mundu fætur hans
vera lamaðar, og.skyldi háls hans
vera óhreyfanlegur? Því að hann
hafði ekki ennþá litið é mig, en
þar kom þó, að hann dró að sér
fæturna, vegna þess að hann þurfti
að fá sér blað til þess að skrifa á,
viðvíkjandi erindi mínu, ög sá ég
þá, að líkami hans mundi hreyfan
legur sem annarra manna.
SEM BETUR FÓR var mínu
stutta erindi lokið, svo að fulltrú-
inn gat ihorfið aftur til sinnar
fyrri ,,iðju“, en ég varð þeirri
stundu fegnust, er ég andaði að
mér hreinu lofti, utandyra á ný.
Finnst þér nú ekki, Hannes minn,
að þörf væri nokkurrar nýsköp-
unar á hegðun skrifstofuliðs ríkis-
ins, efcki síður en í atvinnumál-
um vorum?“
FLESTIR MUNU vera svo gerð
ir að þeir svíki sízt þann sem
treystir þeim. Enda eru trúnaðar-
brot verri en flest önnur brot.
Ríkisútvarpið verður oft og tíðum
að treysta trúnaði starfsmanna
sinna. Þannig mun útvarpsráð eða
réttara sagt starfsmenn þess, sjald
an lesa erindi manna, sem hafa
fasta þætti og hafa oft komið fram
í útvarpinu, enda eru þeim mjög
vel kunnar reglur útvarpsins, þær
hafa verið sagðar þeim og þeir
vita nákvæmlega hvar takmörkin
eru. Fyrir getur það komið, að fyr
irlesara sé ékki ljóst, að hann hafi
farið út fyrir reglurnar og að hann
segi hluti og komi með meiningar,
sem honum sjálfum finnst ekfci að
sé áróður þó að öðrum finnist það.
ÞESSU ER ÞÓ EKKI til að
dreifa með það trúnaðarbrot, sem
Sverrir Kristjánsson framdi gegn
ríkisútrvarpinu og hlustendum í
síðasta erindi sínu um Grikklands
roálin. Vísvitandi gerist hann á-
róðursmaður fyrir vissa stefnu í
þessu erindi sínu og lýgur að auki.
Menn, sem staðnir eru að því, að
læðast inn í útvarpið með ósann-
indi og áróður í skjóli þess trúnað
ar, sem þeim hefur verið sýndur
eru ekki færir um að gegna störf-
um fyrir slíka stofnun. Slíkir
menn falla á sjá'lfs síns bragði.
Hannes á horninu.
Undirritaður gerist hérmeð áskrifandi að
„BÓKINNI UM MANN1NN“
í skrautbandi kr. 200.00, í Rexinbandi kr. 150.00 heft kr.
125.00. (Strykið út það sem þér viljið ekki.)
Nafn ..........................................
- i
Heimili .......................................
Til Bókasafns Helgafells.
Pósthólf 263, Reykjavík.
iazf aS iBfðýsa f áltöablaHtw.
Kínverjar njóta, eins og kunnugt er mjög stuðnings Ameríkumanna í hernaðinum ó móti
Japönum. Myndin sýnir kínverska og emeríska liðsforingja í amerískri bækistöð í Kína,
þar sem stórskotaliðsæfingar fara fram.
Ameríkumenn í Kína
Grasið er
SAGNFRÆÐINGAR hafa
með rannsóknum sínum
leitt í ljós, 'hvernig Nebúkad-
nesar konungi tókst að gera
h.fuðbong rikis síns, Babylon,
að reglulegri undraborg á
iþeirra tíma mælikvarða, fyrir
ca. 2500 árum síðan. Sömuleið
is er frá því skýrt 'í gömlum
bókum, að eftir að hafa unnið
að miklum framkvæmdum og
lagt á' sig mikið erfiði, hafði
konungurinn dregið sig út úr
þijóiðlífinu log „nærzt á grasi
iíkt oig nautpeningur.“
CÞað er svo sem engin furða,
þótt fólkið hafi álitið hann svo
’lítið skrýtinn á tímabili!
Aftur á móti telja núlifandi
manneldisfræðingar, að gamli
maðurinn hafi ekki verið eins
illa á sig kominn andlega, eins
og samtíðarmenn hans hafa að
sjálfsögðu álitið.
*
Það hefur upplýstst á síðari
tímum, að ferskt grængresi
inniheldur mörg þau bætiefni,
sem nauðsynleg eru mönnun-
um til þess að þeir haldi
iheilsu. Siaimt sem áður ei gras
ið sem almenningsfæða svo að
segja jafn óalgengt og árið 600
fyrir Kristsburð. Tilraunir tii
þess að útbreiða gras sem fæðu
tegund, t. d. í pylsurn o. f 1.,
liafa yfinleitt mætt andstöðu
og tómlæti fjöldans. „Halda
þeir að við séum skepnur, eða
ihlvað?“ hefur blessað fólkið
sagt. — Auðvitað er svarið já.
Mannslíkaminn er líkami vissr
ar dýrategundar, — svo mörg
eru þau orð. Hann þarfnast
samskonar fæðutegunda og
meltingarstarf hans fer fram
eftir sömu lögmálum. En yfir
leitt þarfnast maðurinn tiltölu
lega breytilegri fæðutegunda
heldur en flest önnur dýr, og
jafnvel tilitölulega meira efni-
magns. Samt sem áður fylgja
þarfir mannsins á fæðutegund
um sömu reglum í öllum meg-
inatriðum, eins og lægri dýra-
tegundirnar, t. d. hvað snertir
vitamínstegundir. Og maður-
inn þarf vatn og steinefni eins
ilvalið til
ÍQ.REIN ÞESSI hirtist upp
haflega í enska tíma-
ritinu „Macdonald College
Joumal“ í Quebec, en var
síðar tekin upp í „World
Digest“. Segir hér frá því,
hversu vísindamenn nútím-
ans hafa sannað með ná-
kvæmum rannsóknum sín-
um, að ýmsar grastegundir
séu hinar tilvöldustu fæðu-
tekundir jafnt fyrir menn
ina sem dýrin.
og þau o. s. frv. o. s. frv.
Nýtt grængresi inniheldur
mikil og góð fjörefni, til dæm-
is mikið af A-vitamíni, B-1
vitamíni, og C,- G,- og K-vita-
miínum, auk ýmissa annarra
efna, t. d. inniheldur það tals
vert af kalki, fosfór og járni.
Samkvæmt nýgerðum rann-
sóknum hefur það komið ó dag
inn, að gras sem vaxið hefur
á vel ræktuðum landsvæðum
og þar á meðal smárinn, inni-
heldur 25% af helztu bætiefn-
um þeim, sem maðurinn þarfn
ast. Það skyldi enginn halda,
að grasið með öllum þeim bæti
efnum, sem í því eru, sé ein-
göngu borðandi fyrir jóturdýr-
in, — það er, eins og áður er
sagt, hið bezta manneldi, ef
rétt er með farið.
Vel ræktað gras inniheldur
mikið joðefni, nema ef til vill á
þeim stöðum, þar sem lítið joð
efni er í jarðveginum, þar sem
það vex. Hvað dýrin snertir
þurfa þó t. d. þær kýr, sem
mest mjólka, að éta kornmeti
auk grænmetisins til þess að
mjólka það vel, að þær teljist
fyrsta flolcks mjólkurkýr.
*
Erledis !hafa menn góða reynslu
af því, að nýtt gras, sem ekki
er enn fullþroskað, sé einkar
hentug fæðutegund fyrir ali-
fugla. Talið er, að það auki
manneldis.
vöxt þeirra, og auk þess hafi
það hin beztu áhrif á eggja-
klakið., Þeir alifuglar, sem lif-
að hafa á mýrgresi, eru oft
hinir eftirsóttustu af vandlát-
um kaupendum, — sömuleiðis
égigin. Hagfræðlega séð er gras
ið mjög hentug fæðutegund
fyrir alifugla, síðan hverskon
ar eyðsla á fcornvörum hefur
verið takmörkuð og skömmtuð
og kornið hækkað í verði.
Það sem hér hefur verið
sagt um naéringargildi grasteg
undanna og vitamínsinnihald
þeirra, einkum hins unga grass,
á ekki ýið grasplöturnar eftir
að frjókornin hafa myndast eða
þroskast til fulls. Það hefur
sýnt sig, að næringarinnihald
grasplantnanna, frá því þær
eru Óþroskaðar, unz þær hafa
fullþroskazt, hefur breytzt á
þeim tíma þannig, að næring-
argildið hefur minnkað úr 20%
niður í 3 eða 4%. Gras sem
hefur 80% næringangildi að
vori til hefur ekki nema 65%
næringargildi skömmu eftir
mitt sumar.
*
Það er alþekkt, að súrhey sé
gefið skeppnunum að vetrinum
til, og helzt þá bætiefnainni-
hald heysins að mestu yfir vet
urinn, þrátt fyrir það þótt
það sé geymt svo lengi. Það
er sérstakt einkenni á óþrosk-
uðu grasi, hversu auðugt það
er af „Carotene“ (litaréfni),
sem breytist í A-vitamín við
meltinguna hjá dýrunum, en
sem við mennirnir féum t. d.
í þorsklifrinni. Þetta vita-
vitamínsefni er einkar nauð-
synlegt við mjólkurframleiðsl-
una. Og með hjálp þess hald-
ast dýrin heilbrigð og ná vexti
og viðgangi.
Ef geyma skal fæðutegund
með A-vitamíni í, þarf hún að
geymast í vissu sýrumagni, t.
d. komið nógu fljótt í súrheys-
gryfjuna. Viðhald á bætiefn-
um heysins er tryggt með því
að bæta stöðugt við súrefnis-
Frarxái. á 6. síðu.
_--u