Alþýðublaðið - 03.03.1945, Page 7
X&ttgardagnr 3. marz 1345
ALÞÝÐVBLAOiP
> r,
Bœrinh í dag.
.'Oírí.ö ■■■;- :;;.-Uv;.”V:- ÁjKýtó
Nœturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki.
Næturakstur annast Bifröst,
sími 1508.
ÚTVARPIÐ:
8.30 Morgunfréttir.
12.10—13.00 Hédegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 . Enskukennsla, 2. flokkur-
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpstríóið: Tríó, í Es-
dúr, eftir Hummel.
20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og
tríó.
20.45 Leikrit: ,Um sjöttu stundu'
eftir Wilfrid Grantham. —
Leikstjóri Valur Gíslason.
21.15 Upplestur og tónleikar: a)
Lárus Fálsson les úr Pétri
Gaut, síðari hlutanum. b)
Lög úr Pétri Gaut eftir
Grieg, o. fl.
22.00 Fréttir.
22.05 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
„Álfhóll“
verður sýndur í Iðnó í 23. sinn
annað kvöld. — Bráðum verður
Lárus Páisson og Svava Einars-
dóttir.
næsta viðfangsefni félagsins aug-
lýst og verður þess þá nánar get-
ið hér í blaðinu.
Fríkirkjan
Messað ó morgun kl. 2. Séra
Árni Sigurðsson. Unglingafélags-
fundur í kirkjunni kl. 11. Fram-
haldssagan o. fl.
25 ára hjúskaparafmæli.
H. Rydelsborg, klæðskeri og
kona hans, Guðrún Rydelsborg,
Skóluvörðustíg 19, eiga í dag 25
ára hjúskaparafmæli.
Goðinunda iíaraldsdóttir,
,kona Þorsteins Þ. Þorsteinsson
ar skálds í Winnipeg, er nýlátin
vestra. x
Laugarnesprestakall
Messað kl. 2 e. h. á morgun.
Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra
Garðar Svavarsson.
Frjálslyndi söfnuðurinn
Messað á morgun kl. 5 s. d. Sr.
Jón Auðuns.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Messað á morgun kl. 2 e. h. Sr.
Jón Auðuns.
Hallgrímssókn
Bíirnaguðsþjónusta í Austurbæj
arskólanum á morgun kl. 11 f. h.
Séra Sigurjón Árnason. Messað
verður á sama stað kl. 2 e. h. Séra
Jakob Jónsson. Klukkan 10 f. h.
verður sunnudagaskóli í Gagn-
fræðaskólanum við Lindargötu.
Nesprestakall
Messað verður 1 kapellu háskól
ans kl. 2 á morgun. Séra Jón
Thorarensen.
Hver verða laun opin-
berra slarfsmanna!
Prh. af 6. síðu.
manna skuli fá ókeypis ein-
kennisfatnað.
35. gr. Við samning reglu-
gerða samkv. lögum þessum
svo og við endurskoðun þeirra
skal jafnan gefa Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja
kost á að fylgjast með og fjalla
íyrir hönd félaga sinna um á-
greiningsatriði þau, sem upp
kunna að korna.
36. gr. Við skipun í starfs-
fiokka og flutning milli launa-
fiokka skulu konur að öðru
jöfnu hafa sama rétt og karlar.
37. gr. Um leið og lög þessi
taka gildi, skulu niður falla
hvers konar greiðslur fyrir
aukastörf, sem rétt er að telja
til aðalstarfsins, svo og greiðsla
skrifstofufjár embættismanna,
sem ætlað hefur verið til launa
starfsfólks, er lög þessi taka
til.
Rfkisstjórnin, Bandalag starfs
manna ríkis og bæja og hæsti-
réttur tilnefna einn mann hvert
í nefnd, sem skal úrskurða um,
hver aukastörf rétt sé að telja
til aðalstarfs og hver beri að
launa sérstaklega.
Lögmælt innheimtulaun af
verðtolli, stimpilgjaldi, skipa-
gjöldum og lífeyrissjóðsgjöld-
um skulu hér eftir renna í
ríkissjóð.
Endurgreiða skal starfsmanni
útlagðan kostnað vegna starfs
hans eftir reikningi, er ráð-
berra samþykkir.
Bæjarfógetar, sýslumenn og
tollstjórinn í Reykjavík fá
gjald af innheimtum ríkis-
sjóðstekjum sem hér segir:
Af 100 þús. kr. eða minna
greiðist 1%. Af 100—500 þús.
kr. greiðist li%. Af 500—1000
þús. kr. greiðist 14%. Af 1—5
millj. kr. greiðist 1%«. Af 5—
10 millj. kr. greiðist V2%o. Aí
10 millj. og þar yfir greiðist
%o.
Héraðslæknar og prestar
taka greiðslur fyrir embættis-
verk samkvæmt gjaldskrám,
*r hlutaðeigandi ráðherrar setja.
Um leið og gjaldskrá er sett
fyrir héraðslækna, skal semja
við Læknafélag íslands um af-
slátt, þegar sjúkrasamlag ann-
ast greiðslu. Gjaldskrár þessar
skal endurskoða, þegar ástæða
þykir til, í fyrsta sinn þegar
eftir gildistöku laga þessara.
38. gr. Með lögum þessum er
úr gildi numinn II. kafli laga
nr. 71 28. nóv. 1919, um laun
embættismanna, launaákvæði
Lga nr. 75 28. nóv. 1919, um
skipun barnakennara og laun
þeirra, svo og öll önnur laga-
ákvæði, er fara í bága við lög
þessi.
39. gr. Lög þessi öðlast gildi
1. apríl 1945.
40. gr. Bráðabirgðaákvæði.
Þar til sett hafa verið lög um
réttindi og skyldur embættis-
manna og starfsmanna hins
opinbera, skal ríkisstjórnin
setja með reglugerð ákvæði
um vikulegan vinnutíma starfs
manna ríkisins í sem fyllstu
samræmi við það, sem gildir í
hverri starfsgrein í árslok
1944.
Ráðningu starfsmanna skal
einnig þennan tíma hagað á
sama hátt og verið hefur hjá
hlutaðeigandi stofnunum.
Launauppbætur greiddar ár-
ið 1944 skulu einnig greiðast
á árinu 1945, þar til lög þessi
öðlast gildi.
fjarðar 15 ára
Fimleikafél^g hafn-
ARFJARÐAR er fimmtán
ára um þessar mundir, og af
því tilefni neldur félagið hóf
að Hótel Birninum í kvöld.
Einn aðalhvatamaður að stofn
un félagsin var Hallsteinn Hin-
riksson iþróttakennari, en stofn
endur voru alls um 40.
Fyrstu árin lögðu meðlimir fé
lagsins eingöngu stund á fim-
leika, en frá því 1934 tók félag
ið einnig frjálsar íþróttir á
stefnuskrá sina og sendi þá
strax á sama árinu þrjá menn
í meistaramótskeppni í. S. í.
Voru það þeir Hallsteinn Hin-
riksson. Sigurður Gíslason og
Gísli Sigurðsson. Upp frá þvl
heíur fexagið alltaf sent menn
í meistaramótskeppni í. S. 1.
Svo sem kunnugl er, á félag
ið nú ýmsa þekkta iþróttamenn,
og má þar til nefna t. d. Oliver
Stein, sem nú er islenzkur met
hafi í langstökki (7.08) og Þor-
kel Jóhannesson, sem er drengja
methafi í stangarstökki og lang
stökki. Auk þeirra á félagið
marga efnilega íþróttamenn, er
getið hafa sér góðan orðstír.
Árið 1939 byrjaði félagið að
æfa knattspyrnu og hefur nú
háð um 80 knatfspyrnuleiki og
unnið 40 þeirra, en gert 15
jafntefli. Þá hefur félagið einn
ig æft upp handknattleiksflokk
og keppt í honum en ekki ver-
ið eins sigursælt í þeirri grein
og mörgum öðrum.
Nú á fimmtán ára afmæli
Fimleikafélgas Hafnarfjarðar
eru i því um 300 meðlimir.
Fyrsta stjórn félagsins var
þannig skipuð: Kristján Gamalí
elsson formaður, Sigurður
Gíslason og Böðvar Eggertsson.
Núverandi stjórn skipa: Jón
Magnússon formaður, Hall-
steinn Hinriksson varaformað-
ur, Guðmundur Árnason gjald
keri, Árni Ágústsson ritari,
Hrefna Árnadóttir bréfritari,
Oliver Steinn fjármálaritari og
Sveinn Magnússon áhaldavörð
ur.
Aðalkennari félagsins foefur
Hallsteinn Hinriksson verið frá
byrjun og hefur hann einkum
kennt fimleika og frjálsar í-
þróttir. Hefur hann jafnan
starfað ókeypis fyrir félagið og
er það þvi mikið starf og óeig-
ingjarnt, sem hann hefur lagt
til íþróttamála Hafnarfjarðar.
Þá kenna þær Fríða Stefáns-
dóttir, Sonja Karlsdóttir og
Bára Sigurjónsdóttir fimleika
kvenna. Aðrir kennarar félags
ins eru Þorgerður Gísladóttir
og Guðjón Sigurjónsson.
50 ára
er í dag Pétur BjömSson, Hverf
isgötu 10 í Hafnarfirði, starfs-
maður hjá hinu nýja Bæjarbíói
þar.
I.S.Í
Í.S.Í
íþrótla-
kviksnyndasýning
í Nýja Bíó á sunnudag kl.
1,15 e. h. — Sýndar verða
úrvals íþróttakvikmyndir,
erlendar og íslenzkar. Þar á
meðal sérstaklega góðar
kennslumyndir í stökkum og
hlaupum. Ennfremur: Sund
(dýfingar).
Skíða- og skautamyndir
(amerískar).
Skíðamynd Í.S.Í. 1943
(landsmótið o. fl., litmynd).
— Aðgöngmniðar seldir í
Bókaverzlun ísafoldar og
Bókabúð Lárusar Blöndal.
íþróttasamband
íslands.
Föðursystir mín
Þurföur Jónsdáttlr frá LoftsstöÓum
andaðist 1. marz að heimili mínu Ránargötu 9 A, Reykjavík.
Bjamey Bjamadóttir.
Okkar hjartkæra eiginkona og dóttir
Guöbjörg Þórunn Eggertsdóttir (Didda)j
andaðist í VJfilsstaðahæli, fimmtudaginn 1. marz.
Jón Þorsteinsson, Halldóra Jónsdóttir og systkini.
Viðta! við Dr.
Sigurð Þórarinsson.
Framhald af 2. síðu.
síðan var þeim skipt. Það þótti
heppilegra. Flóttamennirnir
hafa skapað Svíum ýmsa erfið
leika, en þeir hafa ekki talið
þá eftir sér. Öllum hafa þeir
tekið vel — nema nazistum.
Sumum þeirra hefur verið vís-
að heim. Fg skal geta þess, að
íslenzkir flóttamenn frá Dan-
mörku eru þeir einu sem strax
hafa fengið að vera frjálsir
ferða sinna i Svfþjóð."
— Ástandið í Svíþjóð?
„Dýrííðinni er haldið í skefj
um og það hefur óvíða tekizt
eins vel. Þar er og nóg vinna og
kyrrð í þjóðfélaginu. Rólegt
hefur ætíð verið á vinnumark-
aðinum síðan stríðið hófst, þar
til núna upp úr áramótunum,
að bera tók á verkföllum og
nokkurri ókyrrð. Sviar standa
eins og veggur um þá stefnu
ríkisstjórnarinnar, að halda
þjóðinni utan stríðsins. Hlut-
leysistefna hennar á óskoruðu
fylgi að fagna. Að vísu eru til
menn, sem heimta að Svlþjóð
gerist virkur styrjaldaraðili,
en þeir eru tiltölulega fáir. All
ir flokkar standa að ríkisstjórn
inni nema kommúnistar.“
— Græða þeir ekki á því?
„O-jú. Ég hygg að svo muni
reynast.“
— Og nú tekur þú til starfa
hér heima?
„Já, vonandi fæ ég verkefni
við jarðfræðirannsóknir. Ég er
búinn að vera úti síðan 1939.
Eg tók þannig próf, að ég sótti
um dósentsembætti og fékk
það, en ég hef ekki snúið mér
að því. Eg yil starfa hér — og
vona að geta fengið konu mína
og barn heim þegar líða tekur
á sumarið. Það er gott að koma
heim eftir öll þessi ái* og alla
þessa atburði. Þrátt fyrir allt
hernám, er hér lítið breytt.
Það er mikill munur að tala
við fólk hér eða erlenda flótta
menn í Svíþjóð. Danir og Norð
menn eru merktir menn, en
hér gætir stríðsins ekki.“
Kjarvalssafn.
Frh. af 2. síðu.
vík sýningarsal og íbúð. Skal
ríkisstjórnin á 60 ára afmæli
Jóhannesar Kjarvals næsta
haust bjóða honum að búa og
starfa í þessu húsi og gera
jafnframt ráðstafanir til þess
að þar verði komið upp til varð
veizlu og sýnis sem fullkommn
ustu safni af málverkum eftir
þennan listamann.
ASalfundur Skákfé-
lags Hafnarf jarðar
SKÁKFÉLAG Ilafnarfjarð-
ar og Taflfélag Hafnarfjarð
ar hafa nýlega sameinað starf-
semi sína og starfa nú fram
vegis sem eitt félag.
Síðastliðinn þriðjudag hélt
félagið aðalfund sinn og voru
eftirtaldir menn kosnir í stjóm
þess: Eggert ísaksson formað-
ur, Bergsteinn Björnsson ritarí,
Frímann Eiríksson gjaldkeri,
Kristinn Andrésson gjaldkeri,
og áhaldavörður var kosinn
Þórarinn Símonarson.
Taflæfingar fara fram í ráð-
húsinu öll þriðjudags- og föstu
dagskvöld. Þeir sem ’hafa í
hyggju að gerast félagar, geta
snúið sér til ein’hvers í stjórn-
inni fyrir næstkomandi þriðju
dagskvöld.
Happdrætti Hallgrímskirkju.
Konur í Kvenfélagi Hallgríms
kirkju eru vinsamlega toeðnar að
gera skil fyrir seldum happdrætt
ismiðum fyrir þriðjudagskvöld til
frú Halldóru Ólafsdóttur, Grettis
götu 29, frú Önnu Ágústsdóttur
Bjarnarstíg 9 eða frú Jónínu Guð
mundsdóttur Barónsstíg 80. Nefnd
ina langar til að dráttur fari fram
á afmæli félagsins 8. marz.
Sunnudagaskólinn
í háskólakapellunni hefst aftur
á morgun kl. 10 f. h.
cc a oÁciLUJcujean 3.
Opón
Áí. /0-/2 si
2-'/ c/ac%'ée^a- sitm 3/22
TIMINN
Þeir, sem fylgjast vilja
með almennum málum verða
að lesa Tímann.
Áskriftarverð í Reykjavík
og Hafnarfirði er 4 kr. á mán-
uði. Áskriftarsími. 2323.
fitbreiðið Albíðobi