Alþýðublaðið - 04.03.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1945, Blaðsíða 5
' Sunnudagur 4; marz 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Mynd af manni, sem bið þekkið — En myndina hafið þið aldrei séð — Nokkur orð um Axel Thorsteinsson fimmtugan. EGAR KLUKKUNA vantar 10 mínútur í 7 á hverjum rmorgni hringir síminn í líbúff á Itauðarárstíg 36. Snaggaralegur maður, lágur vexti en myndar- legur á velli snarast fram úr rúm inu, þrífur símann og segir: „Já, allt í lagi.“ Svo leggur hann heym artólið aftur á símann, flýtir sér fram í stofuna og að útvarpstæk- Snu, opnar það og stillir, grípur blað og blýant og leggur við hlust imar. Um leið kemur lítill bjart- leitur kútur á eftir honum innan úr svefnherberginu með blað og blýant, sest við borðið hjá pabba sinum, starir á ljósið i útvarpinu, borfir spyrjandi augum á pabba sinn, og byrjar að krota alveg eins og hann um leið og maðurinn í Eondon fer að tala. ÞETTA ER DÁLÍTIL mynd af starfi manns sem við hlustum á á hverjum mor-gni, en þessa sikemmtilegu smómynd hafið þið aldrei séð og aldrei heyrt um. Magnús, næturvörður símans vek ur Axel Thorsteinsson. Það er feann sem sest við útvarpstækið til að taka upp fréttir áður en feann fer niður í útvarpssal til að 'þylja morgunfréttirnar og það er sonur hans þriggja ára, sem er að foyrja, grafalvarlegur eins og pabb inn, að feta í fótspor hans. Þessi kiútur er vfst eini fréttaritarinn í feeiminum, sem er nýbúinn að sleppa snuðinu! AXEL THORSTEINSSON er fimmtugur á morgun, eins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Hann hefur skrifað meir en flestir aðrir og stundað fréttamennsku lengur en flestir aðrir íslenzkir folaðamenn, en hann hefur líka samið ellefu bækur og tvtö leikrit að auki og gefið út tímarit og keypt jörð og hugsað stanzlaust um. búskap og jarðrækt. Hann hef ur líka verið í gamla stríðinu og kynnst hörmungum þjóðanna sem lent hafa á vígvölluniun og það foefur gefið honirni reynslu sem sett hefur svip á manninn og markað skoðanir hans á lífinu og afstöðu hans til þess. ÉG ÞEKKI engan íslenzkan blaðamann, sem er eins seigur og Axel Tlhorsteinsson. Hann getur unnið viðstöðulaust og hvað sem á gengur er hann syndandi róleg- ur, eins og strákarnir segja, vinn- ur hæg't en markvisst og er svo mikilvirkur að undrum sætir. Ég vissi til þess einu sinni, að næst- um hVer mínúta dagsins var skipulögð hjá Axél. Aldrei var hann aðgerðarlaus. Annað hvort sat hann við skriftir eða hann var á gangi milli vinnustaðanna eða heimilis síns og þeirra með þunga ' ritvél í hendinni. Nú' er hann hætt ur að sjást með ritvélina. Hann lætur hana bara standa á sínum stað, en hann er sannarlega ékki hættur að nota hana. i RÉTT EFTIR að ég byrjaði að skrifa þessa pistla mína fyrir um það bil tíu árum eða meir, hitti ég Axel Thorsteinsson og hann sagði við mig: „Þetta er égætt fiorm. Ég hef oft hugsað um að byrja á slíkum pistlum, en af sér stökum óstæðum hefur ekki orðið af því. Ég óska þér til hamingju með þá.“ Svo að segja má, að Axel sé nokkurs konar fyrirrenn ari minn og uni ég því vel. MÉR FINNST það einmitt vel til fallið að pistillinn minn í dag sé tileinkaðiu: þessum ágæta stétt arforóður mínum. Við höfum verið góðir kunningjar í tvo 'áratugi eða meira, og ég hef grætt ó vinóttu hans. Ég þekkti hann þó löngu áð ur en ég sá hann. Ég las fyrstu smásöguna hans í Eimreiðinni. Mér þótti undur vænt um hana og mér leist vel á manninn. And- litið var svo festulegt og svo var hann með undurfagran Byron- flibba og skipti svo fallega hár- inu. Svona fannst mér að allir rit höfundar ættu að líta út! Hannes á horninu. áikriflaními Alþýðoblaðsins er 4900. Monfgomenf og Simpson við Siegfriedlfnuna A mynd þessari sjást þeir Sir Bernard Montgomery, yfirmaður hersveita. bandamanna á j liorðanverðum vesturvígstöðvunum og William H. Simpson, yfirmaður 9. hers Bandarikja- | imanna. Benda þeir ií áttina til hinn-ar friægu Siegfriedlínu, sem Þjóðverjar hafa gert sér mest , ar vonir um í vörn sinni gegn hersveitum bandamanna úr vestri. Myndin var tekin, þegar i Montgomery var gestkomandi á þessum slóðum eigi alls fyrir löngu. Hinn rain' ÍLEIKRITINU Pétur Gaut- ur eftir Henrik Ibsen eru krufndr til mergjar ýmsir van- kantar á norsku þjóðlífi og segja miá, að í aðalpersónu ieikritsins séu sameinaðdr ýmsdr þedr brestdr, sem höf- undurdnn kemur auga á meðal Norðmanna yfirleitt. Samt sem áður er Pétur Gautur ekki eingöngu óviðfeldin persóna. Yfir honum hvilir og mun hvila þjóðlegur æfintýrablær í norsk- um skáldskap. Fyrirmynd Ibsens að Pétri Gaut var sömuleiðis nokkuð æfintýralegur maður, og enn í dag ganga manna á milli frá- sagnir um hinn raunverulega Pétur Gaut heima í byggðarlagi hans í Guðbrandsdal. Það er mjög trúlegt, ,að frásagnir P. ,Chr. Asbjöpnsens í „Alfasög- um“ hans, þar sem hann ræðir m. a. um Pétur Gaut, hafi haft áhrif á Ibsen, er hann mótaði persónuna Pétur. Gaut í sam- nefndui leikriti. Ásbjörnsen vann að æfintýrum sínum kring um 1840, og út komu þau á ár- unum 1845—1848, — en Pét- ur Gautur (Ibsens) var aðal- umræðuefnið í bókmenntaheim- inum kringum 1867. Hinn raunverulegi Pétur Gautur var bóndi að Nyðri,- Hágá í Söderorp á Nord-Fron. Bærinn liggur hálfrar klukku- stundar leið frá brautarstöðinni Vinstra. í hinu ágæta landlýs- ingariti Ivars Kleivens, „Frons- bygdin“, sem veitir hvers kyns upplýsingar um land og þjóð frá þessum tímum, er frá því sagt, að mjög erfitt sé að fá nákvæmar upplýsingar um það, á hvaða tíma Pétur var uppi og hvernig ævi hans hefur ver- ið. En í kirkjugarðinum að SMerorp er legsteinn með á- letruninni: Per Gynt. Per Olson Hágá 1732 — 1785. Hvernig Pétur þessi hlaut Gauts-nafnið, vitum vér ekki. Fróns-byggð í Noregi iL eru ennþá til sögur og mxmnmæli um hina nafn- kunnu skyttu og veiði- mann, Per Olson Hágá frá Södorp, sem hvorki hrædd- ist umrenninga, huidufólk né neins konar óvætti. I eftir- farandi grein segir A. Röed frá þessum manni, en grein- in er þýdd úr norska tíma- ritinu „Fram“. Gautur getur þýtt „sérkenni- legur“ og „úrillur“, en eftir þeim sögnum af Pétri, getur það varla staðizt. Vel getur verið, að það sé uppnefni, en það getur líka verið gamalt ^ettarnafn. Að minnsta kosti var Gauts-nafnið ekki óþekkt í byggðarlaginu. Nafn' þetta má finna í gömlum lénsreikningum Akerhus-fylkis . fyrir árið 1557 til 1558, har sem nefnt er, að imaður noifckur að nafni Jonn Gynnthe“ hafi tekið landareign að leigu og horgað dal fyrir. Því miður er ekki getið um naf n þessarar eignar, en vera má, að þetta hafi verið Nyrðri-Hágá eða hluti þeirr-ar jarðar. Jonn þessi Gynnthe á að hafa verið af aðalsættum, en enginn veit með neinni vissu um ættina. Þó hefur verið sagt, að hún eigi að hafa flutzt til landsins frá Sví- þjóð á sínum tíma. Hvort Pétur Olson Hágá hafi verið af þeirri ætt, er ekki unnt að upplýsa, en það er rétt, að hann hafi fæðst í Söderorp-kirkjusókn. Ivar Kleiven segir: „Menn hafa ekkert við annað að styðjast en sögusagnir í sveitinni, sem gengið hafa frá manni til manns og þær eru venjulega nærri sanni, a. m. k. um svo merka menn og Pétur Gaut. En menn vita hvernig þetta fer oft; sum- ir bæta einhverju við, aðrir draga eitthvað frá, og að lokum er ómögulegt að vita upp né niður í neinu. En hvort heldur Pétur Hágá hefur verið aðalbor- inn eða af venjulegum hænda- ættum, var hann ósvifcinn fjallabúi, afbragðs skytta, sem' skaut jafnt bjarndýr og hrein- dýr. Auk þess var hann fiski- maður mikill, einfcum var hann fengsæll við Atna-vatn. Þá var hann oft við Furuvatn, stund- um við Ronde-vatn og var á hreindýraveiðum við Rondane. Hvort Pétur hefur veitt í Vin- ster-vötnum, er ekki vitað, en það er ekki ólíklegt, því þar var veiðisælt mjög.“ Slíkur fjallabúi sem Pétur hlaut brátt að fá á sig einhverja æfintýrahulu, bæði í byggðar- lagi sínu og í næstu byggðum. Mörg af afreksverkum hans hafa sjálfsagt verið skálduð •inn í sögu hans, löngu eftir að Pétur sjálfur var kominn undir græna torfu, og loks hefur saga hans orðið af æfintýrum, eins og Astojörnsen heyrði þau um 1840. „Og ekki urðu æfintýrin lakari við það, að tveir miklir rithöfundar fjölluðu um þau“, skrifar byggðasöguhöfundurinn, sem ritar nokkrar af sögum þeim, er hann hafði heyrt um Pétur Hágá. Pétur var óviðjafnanlegur skíðamaður. Eitt sinn, á jóla- dagsmorgni, kom liðsforingi einn, sem átti heima í Skoe, og fýsti mjög að fá Pétur til þess að fara með sér til fjalla, þar sem hann væri manna kunnug- astur öllum leiðum þar um slóð- ír. Liðsforingi þessi mun hafa verið viðriðinn manndráp og honum var mikið í mun að kom- ast sem fyrst yfir til Reyráss, enda ekki seinna vænna. En hann var ókunnugur þar um slóðir og þess vegna reið hon- um á að fá kunnugan leiðsögu- mann. Pétur steig á skíðin og fylgdi liðsforingjanum upp á báfjallið. Þaðan mátti sjá leið- ina til Reyráss. Pétur sneri við Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.