Alþýðublaðið - 04.03.1945, Blaðsíða 6
ALÞÝPUBLAÐIÐ
Stmaudagur 4. ma» 1948
y -ar*
AfmæKssamta) vfÖ Axel TkorsteSnsoii:
, sem
langað til að verða bóndi
.i
AMORGUN á ednn aí
íþekktustu blaðamönnum
Reykjavíkur, Axel Thorsteins-
son, fimmtugsafmæli. Á þessu
ári hefur hann starfað við
blaðamennsku í 23 ár og er
því meðal þeirra, sem lengst
hafa verið í starfinu. Hefur
Axel verið mjög mikilvirkur og
starfssamur blaðamaður.
Af tilefni þessa afmælis sneri
ég mér til Axéls eitt kvöldið og
rabbaði við hann um störf hans.
Er ég var seztur í stoifu hans
hallaði ég mér fram á lítið og
frgurt borð og af því að það
var svo skínandi, fór ég að
strjúka það. Þá sagði Axel:
„Veiztu hvaða borð þetta er?
Það er að minnsta kosti búið að
vera í minni ætt í 140 ár. Afi
minn, Bjarni Thorsteinsson
amtmaður, kom með það heim
að afloknu námi í Danmörku,
svo átti faðir minn, Steingrímur
Thorsteinsson skáld, það, og
við það orti hann flest kvæði
áín. Eitt sinn var það heima
hjá hagstoustjóra, og er mér
sagt, að Tómas Guðmundsson
hafi einnig ort mörg ágæt
kvæði við það. Þetta er þvi
sögufrægt borð og mér þykir
vænt um það.“
— Þú er innfæddur Reyk-
víkingur?
„Já. — Eg er fæddur í húsi
föður míns, sem stóð þar sem
nú er Landssímahúsið og ég
kann alltaf vel við mig í
Reykjavík. Samt stefnir hugur
minn alltaf til sveitarinnar. —
Mig hefur alltaf langað til að
gerast bóndi — og ef til vill
gerist ég bóndi einn góðan veð-
urdag.“
— Já, þú ert jarðeigandi?
„&vo á það víst að heita —
og einhvern tíma ætla ég að
flytja vestur á Mýrar og fara að
búa.“ *
— Segðu mér það, 'sem á
daga þína hefur drifið?
„Eg var latur að læra í æsku,
en ég las allt, sem ég náði í.
Þá voru bókmenntirnar ekki
eins fjölskrúðugar og nú. Eg
las Ný félagsrit, Skírni, And-
vara og Búnaðarritið — allt
spjaldanna á milli — og hvað
eftir annað. Fyrstu afskipti mín
af blaðamennsku voru þau, að
þegar ég var í Menntaskólan-
um, tókum við_ okkur saman,
ég, Páll Kolka, Óskar. Einarsson
læknir og Haraldur Andrés-
son, núverandi forstjóri, og
stofnuðum blað. Við skrifuðum
það til skiptis og það fjallaði
að mestu um landbúnaðarmál.
Vxð vorum miklir spekingar í
þá daga. Eg skrifaði um fjölda
margt viðvíkjandi búnaðar-
háttum. Þegar ég var barn,
var stúlka vestan af Mýrum á
heimili foreldra minna og hún
sagði mér sögur úr sveitinni.
Svo fór ég með henni vestur og
þar var ég í 4 sumur. Síðan
þrái ég sveitalífið. Eftir að
hafa verið tvo vetur í Mennta-
sxólanum fór ég á garðyrkju-
og jarðræktarnáimskeið og síð-
an á Hvanneyri. Þaðan fór ég
svo til Danmerkur og Noregs
og stundaði þar verklegt nám í
landbúnaði. Þú sérð’því, að ég
aúti aldeilis að geta verið
búnaðarfrömuður“!“
— Hvenær fórstu að skrifa
og yrkja?
„Meðan Jónas Jónsson var
með Skinfaxa skrifaði ég
nokkrar sögur og orti kvæði og
íékk birt hjá honum. Er ég var
í Noregi sendi ég Valtý Guð-
mundssyni smásögu til birting-
ar í Eimreiðinni. Eg fékk bréf
frá Valtý og hvatti hann mig
til að halda áfram að skrifa og
þá byrjaði ég fyrir alvöru. Ár-
ið 1916 kom út fyrsta bók mm,
Ljóð og sögur, árið eftir komu
tvær bækur: Nýir tímar og var
það ein saga og Sex sögur. —
1918 kom svo fjórða bókin:
Börn dalanna. Maður var svo
mikilvirkur í þá daga. Þetta ár
fór ég vestur um haf. Tilgang-
urinn var sá, að læra ensku.
Eg fór til'New York og vann
þar ýms störf um skeið, en svo
innritaðist ég í herinn, fór til
Kanada til æfinga, þaðan til
EnglandS og svo til vígstöðv-
anna í Flandern og kom þangað
- 3 vikum áður en vopnahléð
varð. Eg lifði því skamma hríð
á sjálfum vígstöðvunum, en þó
nógu lengi til að kynnast lífi
hermannanna og sjá með eigin
augum líðan belgisku þjóðar-
innar, sem hafði orðið að þola
allar hörmungar margra ára
styrjaldar.
Þessu l'ífi mínu hef ég lýst í
smásögum mínum, sem komu
út í bókinni í leikslok. Fyrri
hluti þeirrar bókar kom út 1928.
Þessi bók hefur koimið út í þrem
ur upplögum. Síðari hlutinn
kom út 1935 og önnur útgáfa
1942. Alls hef ég samið ellefu
bækur En auk þess á ég tvö
leikrit óprentuð og koma þau
út á þessu ári.“
— Og þegar þú komst aftur
heim?
„Þá hafði ég ekkert að gera.
Ég stofnaði þá Sunnudagsblað
ið og gaf það út um skeið, en
svo tók ég við Fréttastofu blaða
manna og stjórnaði henni í
mörg ár. Óll blöðin höfðu sam
vinnu um fréttastofuna, lögðu
henni til fé og fengu fréttir í
staðinn. ,Auk þess naut hún
stuðnings Félags íslenzkra botn
vörpuskipaeigenda og einnig
Eimskipafélagsins, auk rxkis-
styrksins. FB sendi fréttir til
skipanna og sjómennirnir sendu
henni kveðjur til vina og vanda
manna utan af 'haifinu. Þá voru
og nokkur fréttafélög viða út
um land, sem keyptu fréttir,
en það var nú aðallega um þing
tímann. FB var nauðsynlegt
fyrirtæki og tel ég nauðsyn á
að hún verði endurreist, ef til
vill í nökkuð annarri mynd'. Á
þessum árum komst ég í sam-
band við fréttastofur erlendis
og stórblöð og sendi ég þá mik
ið af frlttum um landið og
þjóðina. Stundum var ákaflega
mikið að gera, eins og t. d. 1924,
er Ameríkumenn flugu hér um
á heimsflugi sinu Það var ekki
hægt að lifa af starfinu hjá
FB. Þess vegna gerðist ég fast-
ur starfsmaður hjá Vísi. Þrátt
fyrir það varð ég aldrei ann-
ars var en ég nyti sama trausts
hjá öllum blöðunum. Og þótti
mér vænt um það. Þegar Ríkis
útvarpið tók til starfa fékk það
og fréttir hjá FB. Svo gerðist
ég starfsmaður þess, en hélt á-
fram að vinna við Vísi þar til
ég var skipaður fastur starfs-
maður við útvarpið í árs'byrjun
1941. — Þegar blöðin stækk-
uðu og blaðamennskan tók svo
stórstigum framförum lagðist
FB niður.“
— Þú hefur ekki haft mikinn
tíma til að sinna hugðarefnum
þínum?
„Nei. — Ég hpf unnið mikið,
en mér hefur lika þótt garnan
Axel Thorsteinsson
að starfinu og mér þykir vænt
um stéttarbræður mína, það
hefur verið gaman að vinna
með þeim. — Ég hef ekki get-
að sinnt skáldsagnagerðinni
mikið síðustu árin, en ef til vill
gefst mér tækifæri til þess síð-
ar. — Amerískur blaðamaður
sagði eitt sinn við mig, að allir
blaðamenn, sem lengi hefðu
starfað þráðu það eitt að geta
farið upp i sveit og dregið sig
út úr skarkalanum, því eins og
þér er kunnugt eru fá störf
eins slitandi og blaðamennsk-
an. Við eigum í raun og veru
aldrei frjálsa stund. Starfið get
ur kallað jafnt á nóttu sem
degi og vitundin um það sl'ítur
manni jafnvel meira en sjálft
starfið. — Ég er vist lika hald
inn þessari þrá, því að jörðin
min fyrir vestan dregur mig til
sín og þar mun ég lenda.“
Ég hef litla trú á því, að Axel
Thorsteinsson hverfi fljótlega
úr blaðamennskunni. Hann er
óbilandi vinnuþjarkur og það
hjálpar honum ekki litið, að
hann bregður aldrei skapi, vinn
ur rólega og öruggt — og eins
og aldrei komi honum neitt á
óvart. Jafnaðargeðið er mikils
virði í slíku starfi. Axel Thor-
steinsson á myndarlegt heimili
á Rauðarárslíg 36. Hann er
kvæntur Sigriði Þorgeirsdóttur
og eiga þau tvo fagra og unga
sonu. Af fyrra hjónabandi á
hann þrjá sonu. — Við blaða-
menn óskum Axel til hamingju
með afmælið og vonum að hann
geti á komandi sumrum starf-
að að ræktun og gróðri á litlu
jörðinni sinni fyrir vestan, en
unnið meðal okkar á öðrum
tímum.
VSV
HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN’
Frh. af 4. síðu.
segja, að no'kkuð oft hefðum
við mátt breyta um afstöðu til
ófriðarins, ef við hefðum átt að
fylgja öllum hringsnúingum
hans.
*
Þjóðviljinn gerir mál þetta
enn að umtalsefni í gær. Þykir
honum nú sýnilega mikils við
þurfa og spai'ar hvergi stóryrð
in. Kemst hann þannig að orði
í upphafi þessa máls síns:
„Atfturhaldsblöðin — Tíminn,
Vísir og Al'þýðublaðið — hafá und
anfarið verið barmafull af þvætt-
ingi, rógburði og stórskaðlegum
fullyrðingum um afstöðu íslands
í utanríkismálum. Framkoma þess
ara blaða er svo fyrir neðan allar
hellur, að þjóðinni stafar stór-
hætta af þvaðri því, sem þessi
blöð eru full af, ef einhverjum
mjálsmetandi mönnum erlendis
yrði á að taka þvætting þeirra
sem rödd íslenzku þjóðarinnar.
ípvættingur þessara blaða er út
af tilboði því, sem ísland á að
hafa fengið um þátttöku í ráð-
Hinn raunverulegi Pétur Gautur
Framh. af. 5. síðu
bið skjótasta er þangað var
komið. Þegar hann kom niður
í bröftu. hláðina, fyrir ofan
Hágá-bæina, runnu skiði hans
svo vel, að hann lét sig renna
allt niður til Brandsvoll. Þar lá
eitthvað þversum yfir brautina,
en Pétur stökk yfir það. Síðan
labbaði hann upp að Hágá aft-
ur, með skíði sín á öxlunum og
kom þangað um leið og jóla-
grauturinn var settur yfir eld-
inn. En þá hafði Pétur farið
ails um 100 km. á mjög stuttum
tíma.
Það var nú karl í krapinu
hann Pétur í Hágá! Hann hvað
hafa verið efnaður líka, mikils-
rretinn maður og þótti öruggt
að.leita ráða hans.
Umrenningarnir voru hin
mesta plága í gamla daga, —
og þegar þeir komu á afskekkta
staði, þar sem þeir töldu sig
órugga, beittu þeir oft ofbeldi
og yfirgangi. Umrenningahóp-
ur einn var frægur um allan dal-
inn, — og raunar um allan Nor-
ar —, þegar Pétur Gautur var
upp á sitt bezta. Það voru um-
renningarnir hennar Grísillu.i
Hún var hið mesta skass, sem
fair þorðu að etja kapp við,
því umrenningar þessir þóttu
göldróttir, og þegar Grísilla og
hópur hennar kom á bæ, voru
menn í mestu vandræðum. En
Pétxxr Gautur hafði skotið
Griísillu skelk í bringu, hvernig
sem hann annars hafði farið að
því, og hún var svo hrædd við
Pétur, að hún þorði ekki fyrir
nokkurn mun að stíga fæti á
landareign hans. Það orð fór
af Pétri Gaut, að hann kynni
ekki að hræðast.
Það var sennilega þetta, sem
olli því, að huldufólkið gat
aldrei látið Pétur óáreittan. —
Hvar sem hann fór, rakst hann
einhvern veginn á það. Eitt
sinn var hann á leið til Fi&ke-
dals og lagði leið sína um
blíð, og sá þá brúðargöngu
huldufólks framundan sér á
stígnum. Menn sátu þar og
hvíldu sig á kletti við stíginn.
Pétur kærði sig ekki um að
verða á vegi þessa fólks, fór út
af veginum, en skildi byssu sína
eftir við vegarbrúnina. Þegar
brúðargangan hélt af stað aftur,
stefnunni í San Francisco. Eru
blöð þessi með alls konar kviksög
ur um meðferð þess máls og af-
stöðu ýmissa manna og flokka í
því og yfirlýsingar, er þau í algeru
óleyfi telja sig vera að gefa fyrir
þjóðarimiar hönd. Hefðu þessi
blöð haft einhvern snefil af á-
byrgðartilfinningu eða velsæmi,
þá hefðu þau þagað, þar til yfir-
lýsingar komu frá þingi og stjórn."
Fróðlegt væri að fá úr því
skorið, 'hvaða ummæli það eru
.í sambandi við blaðaskrifin um
þessi mál, sem skriffinnar Þjóð
viljans telja þjóðhættuleg. —
Og víst er þjóðin búin að bíða
nógu lengi eftir yfirlýsingu frá
þingi og stjórn út af þessu máli.
Má það furðulegt heita, ef blöð
in verða sótt til saka fyrir það
að reifa lítillega mál, sem er á
allra vörum og varðar svo mjög
land og þjóð sem þetta. Og sú
var tíðin, að Þjóðviljinn vildi
ekki, að viðkvæmum utanrikis
málum væri haldið leyndum
fyrir þjóðinni. En nú ærist
hann af ótta við að þögnin um
þetta mál verði rofin. Þessi af
staða Þjóðviljans gefur vissu-
lega til kynna að afstaða komm
únista til þessa máls sé ekki
líkleg til vinsælda, enda mun
það koma í ljós, verði yfirlýs-
ing birt um þetta mál, að það
er mjög skiljanlegt að skriffinn
ar Þjóðviljans temji sér fúkyrði
í stað mka í þessum umræð-
um.
sáu þátttakendur byssuna hans
og einn þeirra sagði: „Þarna er
nú byssan hans Péturs Gauts,“
— en þeir snertu hana ekki.
Þeir þekktu þó bæði Pétur og
byssuna hans. En síðan hefur
kléttur einn í Ljósuhlíð verið
kallaður Brúðarbekkurinn.
Eitt sinn bar svo við, nærri
Atna-vatni, að Pétur villtist
inn í kirkjugarð til huldufólks.
ÖH minnismerki á leiðunum þaí*
voru úr hreindýrahornum. Með
Pétri var ungur piltur, sem
fannst þetta vera í meira lagi
óhugnanlegt, en Pétur gekk
milli grafanna og las á mdnnis-
merkin eins og hann væri í
kirkjugarðinum heima í Söde*
orp. Álfkonurnar voru mjög
fjáðar eftir Pétri, er hann var
uppi til fjalla. Ein þeirra elti
einkurn skotmenn og fiskimenm
Pétur hefur sennilega verið
fríðleiksmaður og hinn gjörvi-
legasti, —- en það voru einmitt
þess háttar menn, sem hún
vildi. Hún átti það til að lokka
menn með fagurgala, — eða hún
beitti hótunum, ef annað dugði
ekki betur, — en Pétur lét
hvorki lokka sig né hræða. —
Eitt sinn var hann við Atna-
vatn og fékk ekki bröndu í net
sitt, enda þótt gnótt hafi verið
fiskjar í hverri vík. Pétur varð
bálreiður, sem von var. Allt f
einu var rekinn upp skellihlát-
ur að baki honum, — og þá
skildi hann, hvernig í öllu lá:
Það var huldukonan, sem var
að beita hann bellibrögðum.
Þá tók Pétur að grátbæna
hana, — um að fá veiði, eins
cg hann væri vanur, en hún
glotti hæðnislega.
„Hvað villtu mér þá?“ spurði
hann að lokum.
„Má ég vera stúlkan þín?“
spurði huldukonan.
Jú, — hann féllst á það, —
en hún yrði að koma daginrt
eítir, — þá gætu þau talað bet-
ur saman, en nú yrði hann að
veiða.
Og nú veiddi hann svo, að
um munaði.--------
Daginn eftir kom huldukon-
an aftur og var nú einstaklega
blíð og góð, — en þá fór Pétur
undan í flæmingi. Að lokum
gekk hún beint til verks og
spurði, hvort hann myndi ekki,
hverju hann hefði lofað daginn
áður. En Pétur bölvaði sér upp
á, að hann hefði ekki lofað
reinu, — og þá varð huldukon-
an skelfd og hætti allri áleitni
við Pétur.
En síðar komst Pétur oft í
kast við huldukonur og þær
gerðu honum margan grikkinn.
Kvöld nokkurt ,er hann ætl-
aði að sjóða sér graut í veiði-
kofanum við Atna-vatn, lagðist
huldukona ein yfir reykháfinn
svo að honum lá við köfnun af
reyknum. En hann vissi, að
huldukonur þola ekki lyktina af
sviðnu brauði, og þegar hann
kastaði brauðbita á eldinn, þaut
hún burtu, svo honum tókst að
sjóða grautinn.
Mörg slik æfintýri eru sögð
af Pétri og viðskiptum hans við
huldukonur og ýmislegar for-
ynjur og virðist hann jafnan
hafa borið hærra hlut í viður-
eignum sínum við'slíkt hyskí.
En, eins og sjá má af sögum
þessum, sem verið hafa á allra
vörum, mann fram af manni í
Frons-bygd hefur Pétur Gaut
ur verið afbragðsmaður og rat-
að í ýmislegt, alveg eins og
Pétur Gautur Ibsens. Jafnvel
þótt sögur þessar hafi verið
orðum auknar, eftir því sem
tímar hafa liðið, benda þær
samt sem áður á glannaskap,
þol og dirfsku, en það eru eig-
inleikar, sem ekki hvað sízt
einkenna fólkið, sem býr í dol-
um og upp við fjöll Noregs.