Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÆ) Miðvikudagur 28. marz 1945 Útgeíandi Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Bjðrn Hafnfirzkur foruslumaður nnesson fimmf Flokkur auðu seðl- anna og forsefakjörið ÞAÐ er nú vitað, að Sveinn Björnsson verður í kjöri við forsetavalið í vor. Og jafn framt er það vitað að enginn annar verður á kjöri. Sveinn Björnsson verður því sjálfkjör inn forseti íslands næstu fjögur ár. Þessum tiðindum er hvar- vetna tekið feginsamlega. Flest um er orðið það Ijóst, hve margt mælir með þessum manni í æðstu tignarstöðu þjóðarinnar umfram alla aðra núlifandi Islendinga; og það vekur á- nægju, að Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálf stæðisflokkurinn skuli 'hafa beitt sér fyrir því og stillt svo til, þrátt fyrir allan stefnumun þeirra í milli, að fleiri yrðu ekki í kjöri, svo að hann mætti verða sjálfkjörinn. Á það er almennt litið sem þroskamerki og ein- ingar um það, sem mestu skift- ir, þó að deilt sé um flest ann- an. * Ein hjáróma rödd þurfti þó að heyrast um þetta mál áður en því væri til lykta ráðið. — Flokkur auðu seðlanna við for- setakjörið á Þingvelli í fyrra- sumar þurfti endilega að gefa sérstaka yfirlýsingu um afstöðu sina og gera það með þeim smekklega hætti, eða hitt þó heldur, sem honum er lagið. Ekki svo að skilja, að Sósíal- isíaflokkurinn þyrði í þetta sinn, að skera sig með öllu úr, svo bersýnilega, sem 'hann hef- ir þó langað til þess. Sósíalista- flokkurinn, segir í yfirlýsing- unni, sem birtist í Þjóðviljan- um á sunnudaginn, er að vísu „ekki fylgjandi kosningu núver andi forseta, en mun ekki beita sér fyrir framboði gegn honum.“ Og svo koma ástæðurnar, sem Sósdalistaflobkurinn færir fyrir þeirri ákvörðun: „Fjöldasamtök þjóðarinnar hafa ekki séð á- stæðu til þess,“ segir í yfirlýs- ingunni, ,,að koma sér saman um frambjóðanda, og Sósíalista flokkurinn álítur nú sem fyrr, að eigi sé brýn ástæða fyrir flokkinn að g.rípa ‘fram fyrir hendur þeirra“; og „út á við er það nokkur kos'tur,“ segir ennfremur í þessu plaggi, „með an lýðveldi vort er að festast í sessi, að sýna þá þjóðarein ingu, er fram kemur í þvi, að forseti lýðveldisins sé sjálfkjör inn.“ Svo mörg eru þau orð í yfir- lýsingu Þjóðviljans um afstöðu Sósíalistaflokksins til forseta- kjörsins. & Ef f Iokkur auðu seðlanna við forsetakjörið ,í fyrravor hefir með slíku plaggi ætlað að gera þjóðinni einhverja skiljanlega grein fyrir því, að hann sker sig nú ekki með öllu úr eins og í það sinn, þá mun honum að vísu hafa tekizt það, með Frh. á 6. síðu FIMMTUGUR verður í dag Björn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og fulltrúi hjá Bæjarútgerð- inni. Björn er Húnvetningur að ætt en fluttist ungur með for- eldrum sínum til Hafnarfjarð- ar og settist þar að, og hefir átt heima þar siðan. ( íslenzkir kaupstaðir, og sjáv arþorp, hafa á þessum árum velflestir skipt gersamlega um svip. Frá því að vera fámenn fiskiþorp, með einhæf og frum- stæð atvinnuskilyrði, hafa þau mörg vaxið upp í að verða myndarlegir bæir með fjöl- breytt skilyrði til góðrar af- komu. íbúatala þessara staða hefir vaxið og vaxið ört. „Inn- flytjendurnir“ utani af lands- byggðinni hafa þá að mjög verulegu leyti sett svipmót sitt á bæina, þvi að viða hafa þeir orðið fleiri en heimamennirnir og látið mikið til sín taka í þeirri þróun, sem þar hefir átt sér stað. Hafnarfjörður er einn þessara staða. Og hann hefir átt því láni að fagna, að þangað hafa flutt ýmsir ágætism<-nn, tekið sér þar varanlega bólfestu, kunnað hág sínum vel og lagt af mörkum nytjastarf fyrir aldna og óborna. Björn Jóhannesson er einn þessara ágætu manna. Hann kom að vísu til Hafn- arfjarðar ungur og fátækur af þeim fjármunum, sem mölur og ryð grandar, en þeim mun rik ari af áhuga og hugsjónum, sem hann, því betur, hefir séð ræt- ast, og verða að veruleik, ó- venjulega margar. Verkalýðssamtökin í Hafnar- firði voru um þetta leyti að verða til, og þar gerðist Björn strax virkur aðili, er hann hafði aldur til. Það var prxitt starf um þær mundir, svo erfitt, að þeir gera sér nú tæpast í hug- arliuid, sem ekki þekkja af eig in raun. Björn vann sér þar brátt hylli ogtraust félaga sinna og var kjörinn i stjórn verka- mannafélagsins og fonnaður þess um skeið. Fjölmörgum öðr um trúnaðarstörfum • gegndi hann einnig fyrir samtökin, í samfiinganefndum um kaup- gjald o. fl. o. fl. í • beinu framhaldi af þessu starfi, kom svo starf Björns fyr ir Alþýðuflokkinn. Þessi störf voru þá svo nátengd, að hið síðara var aðeins eðlilegt fram hald af hinu fyrra. í flokknum hefir Björn starfað allt frá stofn un hans og fram á þennan dag •og jafnan fremst í flokki. Hann var kosinn í bæjarstjórn 1926 og hefir jafnan verið endurkos inn síðan. Forgeti bæjarstjórn- ar hefir hann verið nú um mörg ár, og rækt það starf, eins og raunar öll önnur, með svo mik illi prýði, að þar hefir ekki orð ið á betra kosið, og viðurkenna það jafnt hans andstæðingar, sem aðrir. Björn Jóhannesson hefir allt af verið athafna- og fram- kvæmdamaður, og því alltaf 'lagt meira upp úr að gera hlut ina en að tala um þá. Hann hefir því átt drjúgan þátt í að hrinda af stað ýmsum þeim fyr irtækjum í Hafnarfirði, sem giftudrýgst hafa orðið fyrir al- þýðu manna þar, svo sem Bæj'- arútgerðinni og mörgu fleiru. Nú síðast hefir hann unnið mik ið að þvi að koma upp vélbáta útvegi í Hafnarfirði, og ég veit, að fátt gleður hann meira nú á þessum merku tímamótum en að sjá það mál þokast vel á leið, enda er það mikið fyrir hans atbeina. Ég ætla hér ekki að telja upp allt það, sem Björn .Jóbannes- son hefir vel gert fyrir verka- lýðssamtökin, Aiþýðuflokkinn, og Hafnarfjarðárbæ, en þessum aðilum hefir hann helgað starfs krafa sínia mikið til óskerta, því að ég vona að enn megi þar mikið og margt viðbætast áður en lýkur, og eins vegna hins, að ég veit að honum er ekkert um það gefið að orð sé á þessu gert. Sjálfur er hann ekki marg máll, en grundar þvi betur hlui ina, og leggur niður fyrir sér. Því að hann er prýðilega greind ur maður og athugull. Ég hefi átt því láni að fagna að hafa náið samstarf við Björn nú í tvo áratugi, og verð að segja, að ég hefi fáum kynixst er mér hefir líkað jáfnvel samstarfið við, hvað þá betur. Hann er á- valt boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda, enda leita margir til hans, þegar þeim er vandi á höndum; en það vil ég meina að lýsi hverjum manni einna bezt, og hans innræíi, hvernig hann bregzt við vand- Björn Jóhannesson kvæðum og vandamálum sam- borgara sinna og meðbræðra. Björn er kvæntur Jónínu Guð mundsdóttur frá Urriðakoti vjö Hafnarfjörð, hinni ágætustu konu, og eiga þau tvo syni, Guð mund lækni, sem nú dvelur í Ameriku, og Hafstein gjaldkera Bæjarútgerðarinnar. Ég veit að gestkvæmt' muni verða á heimili þeirra hjóna í dag og að Björn muni finna hlýhug til síin frá mörgum vin- um og samborgurum fyrr og siðar. Fyrir hönd Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og félaganna þar færi ég honum hugheilar þakkir fyrir störfin og óska þess að hon um endist erin lengi aldur til góðra verka. Emil Jónsson. Iþágu bæjarfélagsins og flokksins Enginn íslenzkra kaup STAÐA er jafnvel við því búinn og Hafnarfjörður að mæta komandi tímum. Þetta er staðreynd, sem eng- inn reynir að vefengja. • Fjárhagur bæjarins er nú svo traustur sem bezt verður á kos ið. Sameign bæjarbúa allra hef- ir vaxið ár frá ári og mest hin síðustu. Er hún hvorttveggja í senn: þýðingarmikill varasjóð- ur og örugg undirstaða vax- andi framkvæmda. Hvað veldur þessu? Er það tilviljun ein, eins konar faapp- drættisvinningur? Þvi fer fjarri. Þet.ta er árangurinn af margra ára þrotlausu starfi og baráttu sfórhuga, framsýnna hugsjóna- manna, manna sem „treystu meir á fjöldans frama en fárra auð og völd.“ Manna, sem i önnum og erfið- leikum hinnar daglegu baráttu aldrei misstu sjónar á markinu og ávallt héldu sömu stefnu, á hverju sem gekk. Manria, sem fólkið í Hafnarfirði ár eftir ár fól meðferð sameiginlegra mála bæjarbúa. Því Hafnarfjörður hefir jafnan verið verkamanna- 'bær og lengi Alþýðuflokksbær. Einn í þessum hópi, Björn Jóhannesson, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, er fimmtugur í dag. Saga hans síðustu áratugina er um leið saga Hafnarfjarðar og saga bæj arins saga hans. Það er eftirtektarvert og lær- dómsríkt að athuga i hverri röð verkefnin hafa verið tekin fyr- ir i Hafnarfirði. Fyrst er undirstaðan, byrjað á því að tryggja atvinnu fólks- ins. Bæjarútgerðin er fýrsta stórfyrirtækið, sem í var ráðizt. Þá var þó bæTÍnn févana og lánstraustið af skornum skammti. En hún hefir jafnan síðan verið undirstaðan undir lifi og velgengni bæjarbúa. Næst er fræðsla fólksins. Barnaskólinn nýi. Gagnfræða- skólinn, sem gnæfir yfir bæinn, „máittugt afrek (huga og handa, hugsjón greypt í stein,“ er reistur á timum atvinnuleys is og fjárhagsörðugleika. Og um sama leyti kaupir bæriim Krísuvikurland með 'jarðhita- réttindum öllum. Næst kemur sundlaugin, hit- uð, opin sjólaug með gufuböð- um. Síðan ráðhúsið, sem jafn- framt er leikhús og kvikmynda. Og nú eru það hafnarbæturn ar, bygging fiskibátaflota og fjölgun togaranna, sem bæjar- stjórnin hefur til meðferðar, undir forsæti Björns Jóhann- essonar. Þær starfsaðferðir, sem beitt hefir verið i Hafnarfirði, og ég hefi drepið á, lýsa Birni betur en orðmörg upptalning'. Ekki svo að skilja, að hann hafi ver- ið hér einn að verki eða öllu ráðið'. En hann hefir jafnan ver ið einn af ákveðnustu forustu- mönnum í þessum aðgerðum og ekki þótt ráð ráðið nema hann legði sitt til. Og enginn maður er betri til samstarfs og félags- skapar en Björn. Hófsemi, skapstilling og þrek lyndí, þetta eru eiginleikar, sem koma hverjum manni í hug, er hann kynnist Birni. Hann er bókstaflega talað „þéttur á velli og þéttur í lund.“ Hitt vita þeir einir, sem bezt þekkja harui, hver.su mjög honum vex þrek og kjarkur. jafnan, þegar á reyn ir og í harðbakka slær. • Einn galla hefir Björn. Hann. er hlédrægur um of. Það hefir valdið því að erfitt hefir reynzt að fá hann til, að taka að sér trúnaðarstörf utan Hafnarfjarð ar. Þó hefir hann látið íil leið- ast, að taka sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins. Nýtur hann þar sama álits og hjá starfs- bræðrum sínum í Hafnarfirði. Eg vil þakka Birni Jóhann- essyni fyrir óslitið og erfitt starf að málefnum Alþýðuflokks ins almenningi til hagsbóta, og samfagna honum með þann ó- venju mikla árangur, sem þeg- ar er kominn i ljós, um leið og; ég flyt honum beztu árnaðar- óskir. „Trú á lífið, trú á manninm., trú á þroska hans“ hefir einkennt öll störf Björns- Verði honum að trú sinni. Haraldur GuðmundssoM. Arfur átthaganna MÍNAR BEZTU ÞAKKIR sendi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og margskonar árn- aðaróskum á 50 ára afmæli mínu, þann 25. þ. m. Sigurður Ólafsson. Hverfisgötu 71. „Norðurstranda stuðlaberg stendur enn á gömlum merg.“ (G.Th.) INN úr Húnaflóa gengur fjörð ur, sem heitir Miðfjörður. Suður af honum er samnefnd sveit. Hún er mörgum minnis- stæð, vegna nokkurra afreks- manna, sem þar hafa fæðst og alizl up p, og harm- sögu þeirra. Þar Stóð vagga Kormáks Ögmundssonar að Mel, Grettis Ásmundssonar að Bjargi, Guðmundar Andrés- sonar að Bjargi, sem skrifaði um stóradóm og var fluttur fangi d „Bláturn“ i Kaupmanna höfn (dó 1649). Þar var og fæddur og uppalinn fornkunn ingi minn, Jón Sigfússon Berg- mann að Króksstöðum, er telja má í flokki mestu atgervis- manna hér á landi um og eftir síðustu aldamót. * Á síðustu 20 árum 19. aldar- innar var oft hart á Norður- landi, og margur átti við þröng an hag að búa. Björn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði er fæddur 28. marz 1895 að Spena, sem nú er nefndur Litli- Hvammur, í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Elinborg Elísabet Jóhann- esdóttir og Jóhannes Sveinsson. Félitil voru þau, en veitul, hiálpsöm og dugleg, svo að af bar. Árið 1906 fluttu þau hjónin með börnum sínum til Hafnai*- fjarðar. Eftir að þau settust að i Hafnarfirði mátti segja áð heimili þeirra væri opinn dvalar staður fyrir heimilislausa Mið- firðinga, sem þar voru á ferð, enda leituðu þangað márgir, er í vanda voru staddir. Ekki létu þau hjónin mikið yfir góðgerð- um sínum, voru þó sumar til- tektir Jóhannesar Sveinssonar með eins dæmum, svo að vart verður við jafnað á því sviði. Jón Bergmann var ölkær maður, og leitaði oft til húsa hjá Jóhannesi. Eitt sinn var hann ráðinn háseti á slcip í Hafnarfirði, sem lá við bryggju albúið til fiskveiða, en Jón fyr- irfannst hvergi. Þegar leystar Franfh. á 6. s48u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.