Alþýðublaðið - 29.03.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1945, Blaðsíða 3
, Fimmtudagur 29. rnarz 1945 ALÞYÐUBLAÐiQ Samfelld sóki ndaríkiamanna á Hafa iekið Wiesbaden eg berjasi bæði í Frankfurt og Mannheim Herir ^lontgomerys hafa nú brotizt inrs í Ruhrhérað, teki^ Hátnhorn @g herjast í ÓKN BANDAMANNA heldur áfram með feiknahraða hvarvetna á vesturvígstöðvunum. Sækja þeir nú fram á samfelidri víglínu, )sem er um 250 km. löng og er þar um sameinaða sókn 1., 3., og 7. hersins að ræða. Bandamenn iáta enn senrfyrr lítið uppi ,um framsóknina, af öryggisástæðum, en vitað er, að þriðji her Pattons er kominn að minnsta kosti 130 km. austur af ÍRín, fyrsti herinn um 100 km. austur af fljótinu og sjöundi herinn tæpa 60 km. Þriðji herinn hefur tekið Gemiinden, sem er norðvestur af Wurzburg, en fyrsti heriim er örskammt frá Giessen. Þá hefur þriðji herinn tek- Wiesbaden og (hefur náð ihelmingi Frankfurt á sitt vald. Þá haida amnar brezki herinn og níundi ameríski her- inn áfram só'kninni á norðurhluta vígstöðvanna. Hafa þessir herir Montgomerys tekið Hambom, sem er mikilvæg stál- vimnsluborg í Ruhrhéraði og berjast nú í Duisburg. Harðir bardagar geisa einnig í Mannheim, en þar vörðust Þjóð- verjar enn af kappi í gærkveldi. Flugmenn bandamanna, sem flogið hafa yfir vígsvæðin, segja, að tæpast geti verið um undanhald að ræða lengur, heldur skipulagslausan flótta. Hvað verður um þál Hvert mannsbarn, svo að segja, þekkir nú orðið mennina tvo, sem hér sjást. Þetta eru þeir Iiitler, til hægri, og hinn illræmdi Quis- ling, tii vinstri. ÍJú þegar dregur að leikslokum, spyrja menn hverir aðra, hver verði afdrif þessara manna, sem valdið halfa svo mikilli ógæfu og raunum. Mynd þessi er tekin ekki alls fyrir löngu, er Quisling var á ferð í bækistöð Hitlers. ssar iiafa feki ffdpía en birdagar |@ls§ enn í Damig Öfiug tangsrsékfli ítoissa a® Austumki, bæði ur @g sulri / H AÐ VAR TÍLKYNNT í Lundún'aútvarpinu í gær, sam- kvæmt dagskipan Stalins, að Rússar hefðu tekið Gdynia, hina mikilvægu hafnarborg og flotastöð við Eystra salt. Við það tækifæri voru um níu þúsund þýzkir hermenn teknir höndum. Enn er barizt í Danzig, og verjast Þjóðverjar af mesta kappi, en verða að láta undan síga. Mikill hluti borgarinnar er í rústum. Tangarsókn ííússa að Austurríki á suðurhluta vígstöðvanna heldur áfram af sama krafti og áður. Verða Þjóðverjar hvarvetna að láta undan síga og viðurkenna í tilkynningum sínum, að sókn Rússa sé mjög hörð. KosRÍngamar í Flnnlandi FYRIR NOKKRIJ fóru fram þingkosningar í Finnlandi. Að þessu sinni verður varla sagt , að þær hafi farið fram „undir venjulegum kringum stæðum“, eins og það er kall að og má nokkuð meta úr- slit þeirra eftir því. Allir vita, sem á annað borð vilja hugsa og ræðá mál skynsam lega og hleypidómalaust, að þar í Iandi voru sterk öfl að verki, vafalaust með beinum eða óbeinum stuðningi utan- lands frá, sem unnu að því, að bola þeim andstæðingum frá, sem þeir töldu hættuleg- asta, svo séþi Tanner, og not færðu sér út í æsar hina erf- iðu stjórnmálaaðstöðu, sem Finnar hafa komizt í vegna styrjaldarinnar. IHINS VEGAR hafa áróðurs- menn kommúnista, bæði er lendis og hér heima á ís- landi hafa lagt allt kapp á * það, að sanna mönnum þaðí; að Rússar hefðu ekki komið neitt þar nálægt, hvað þá heldur haft nein áhrif á inn anlandsmál Finna, eins og til dæmis kosningar. Þessum á- xóðri hefir verið hampað fram án í fólk, bæði hé'r og erlend is, til þess að sýna mönnum, að Rússar séu aldeilis ekki •að skipta sér af hlutum, sem þeim koma ekki við,. þeir virði fullkomlega athafna- frelsi og sjálfsákvörðunar- xétt annarra nágranna sinna. En þetta er blekkng og því til sönnunar er ekki úr vegi að birta hér fyrsta kaflann úr grein, sem birtist í „Norsk Tidend“, 24. febrúar s. 1. „SEM FORINGI finnskra sós- íalista (hér er átt við jafnað- armenn) hefir Vano Tanner, forsætsráðherra og síðar fjár málaráðherra, haft forystu- hlutvek á hendi í styrjöld- inni gegn Rússlandi. En enda þótt Finnlarid hafi 'tapað í styrjöldinni, vildi hann halda áfram sem stjórnmálamaður og gaf kost á sér til framboðs vð kosnngar á ný. Þá fannst Rússlandi tími til kominn að leggja orð í belg þar er raenn óskuðu ekki að fá anti-rúss- neska menn kjöma á þing Finna. RÚSSAR vildu ekki skipta sér áf finnskum innanríkismálum en létu formanninn í vopna- hlésnefndinn, Orlov, gefa í skyn ákurteisan en ákveð- inn hátt, við Paasikivi for- sætisráðherra, að Rússar litu á það með mikilli undrun, að forystumenn finnskra stríðs æsingamanna héldu áfram að halda opinberum stöðum sín ura. PAASIKIVI bað þá Tanner og starfsbræðrum hans, Vaino Salovara og ílakkila (hann kom hingað 1930) um að gefa ekki kost á sér við kosning- arnar og þeir samþykktu það. En áður en Tanner hvarf af hinu pólitíska sviði lét Allan daginn í gær streymdu^ herir bandamanna austur á bóginn og ber öllum fréttaritur um bandamanna saman um það, að hér er enganveginn um und anhald að ræða, þar sem búast megi við ákveðnum varnar- stöðvum Þjóðverja, heldur skipu lagslaus flótti. Sums staðar er þess getið, að fréttaritarar hafi átt erfitt með að fylgjast með hersveitunum, svo hratt bar þær yfir og víða var ekið fram á þýzka skriðdreka, sem höfðu orðið bensínlausir og voru þeg ar teknir hersklldi. Samfara þessum áhlaupum í vestri, sem virðast ganga óhindr uð hafa þúsundir flugvéla verið á sveimi yfir Þýzkalandi í gær. Meðal annars réðust um 400 þeirra á Berlín og gerðu harða hríð að ýmsum verksmiðjum, en um 600 réðust á Hannover. Áður höfðu Mosqu ito-flugvélar Breta ráðizt á Berlín, 36. nótt- ina í röð Óskapleg ringulreið kvað ríkja í borginni, vatnsleysi og gasleysi víðast hvar og mat vælaskömmtunarkerfið komið gersamlega út um þúfur. hann rækilega frá sér heyra og sagði, að stjórnin beitti ekki aðferðum, sem ættu skylt við lýðræði, þar sem menn væru neyddir til að bjóða sig ekki fram til þings.“ Á ÞENNAN VEG er kaflinn í greki „Norsk Tidend“ um „afskiptaleysi“« Rússa af inn anlandsmálum Finna og má hver sjá, hvar fiskur liggur uní|ir steini EN SAMT, þrátt fyrir hinar ólýðræðislegu aðferðir og FulMar Noregs á San Francisco-ráðstefn- unni ákveðnir Wf ORSKA STJÓRNIN í Lond on hefur nú skipað full- trúa Noregs á ráðstefnuna í San Francisco, er hefst 25. apríl n. k., eins og kunnugt er. Þeir em þessir: Tryggve Lie, utanríkis- málaráðherra, formaður, C. J. Hamibro, stórþinlgsforseti, Wil- helm Morgenstierne, sendiherra (am'bassadör) Noregs í Washing ton, dr. juris Arnold Ræstad, aðalhankastjóri Noregsbanka í London og dr. Arne Ording frá utanríkisráðuneytinu norska í London. Ráðgjafar nefndarinnar eru: Lars Christensen ræðismann, en hann er kunnur útgerðar- maður hvalveiðiskipa, Ingvald Haugen, formann norska sjó- mannasambandsins og Jorstad, siendisveitarráð í Washington. (Frá norska blaðafulltrúanum). alla þá undirferli, sem hér var beitt, tókst sarnt Alþýðu flokknum finnska að verða sterkasti flokkur þingsins og má það sýna, að enn hefir ekki tekizt að brjála dóm- greind finnskrar alþýðu, hverju afli, sem annars hefir verið beitt. Og í annan stað sýnir þetta, að áróður kom múnista um þessi mál er hel ber ósannindi, en þau þykja oft einkar handhæg þegar mikið þykir \rið þurfa að blekkja þá, sem ókunnugir eru því, sem er að gerast. Her Konievs sækir fram af miklum þunga frá Slésíu og stefnir inn í miðja Tékkósló- vakíu, til iðnaðarhéraðanna þar. Teflir Koniev þar fram mörg hundruð skriðdrekum og ýmiskonar vélknúnum hergögn um og fá Þjóðverjar ekki að gert. Er hér um mikla tangar- sókn að ræða, þar sem Koniev stefnir yfir Tékkóslóvakíu úr norðri, en herir Malinovskys og Tolbukins úr suðri. Enn geisa harðir bardagar í Ungverjalandi, norðan Balaton vatns, en þar munu framsveitir Tolbukins vera um 25—30 kps* fró landamærum Austurríkis.. Er mikill uggur í Þjóðverjum þar og er mikill straumur flótta fólks á vegum úti undan her- sveitum Rússa. Enn er barizt af mlkilli heift í grend við Königsberg og taka Þjóðverjar á öllu því, sem þeir eiga til. Rússar kreppa samt æ meir að setuliði borgarinnar, en talið er mjög óvíst, að Þjóðverj um takizt að koma liði þessu undan og er fall borgarinnar talið yfirvofandi. Lítið er um varnir af bálfu Þjóðverja og lofthers þeirra gætir lítið sem ekkert. '$iÆ ARTHA, kona Ólafs krón ^ prins Norðmanna, varð 44 ára í gær. Hún dvelur nú í Bandaríkjun um, ásamt þrem börnum þeirra og er Ólafur krónprins einnig staðdur þar nú. Martiha krónprinsessa er dótt ir Karls Svíaprins, bróður Gust afs Svíakonungs. Hún hefur jafnan verið ástsæl mjög með Norðmönnum, enda -hispurslaus og bláft áfram. Hún hefir reynzt Noregi hinn bezti fulltrúi vestra og áunnið sér vinsældir(manna og virðingu þar. Á sjötugsaf- mæli Hákonar konungs kom hún til London og var þá sæmd æðsta heiðursmerki Norðlmanna fyrir störf sín, Stórkrossi St. Ólafsorðunnar. (Frá Norska blaðafulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.