Alþýðublaðið - 24.04.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. apríl 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ —.-i Myndin sýnir hina frœgu götu, Under den Linden í Berlín. sem Rússar eru nú sagSir nálgast að austan. Myndin er tekin rétt innan við Brandenbqrgarhliðið, sem.er fyrir vesturenda götunnar. Húsið, sem sést næst til hægri er hið þekkta Hótel Adlon. Didrlk Arup Seip rekior sloppinn irá Þýikalaneii Er komieisi tii Sví- þjóðar "C* REGN ,sem blaðafulltrúa Norðmanna í Reyltjavík hefir borizt frá Stokkhólmi, hermir, að þangað séu komnir frá Þýzkalandi Didrik Arup Seip prófessor, rektor háskól- ans í Oslo, og Kristian Wel- haven, sem var lögreglustjóri í Oslo fyrir stríð, Þeir voru báðir teknir fastir af Þjóðverjum skömmu eftir innrásina í Noreg, sviftir em- bættum sínum og settir i fang- elsi á Grini, utan við Oslo. En síðar voru þeir fluttir til Þýzka lands og settir þar í fangabúð- ir. Seint og síðar meir var Seip rektor þó látinn laus úr fanga- búðunum fyrir háværar kröfur vísindamanna viðsvegar um heim; en honUm var bannað að fara frá Þýzkalandi, og fyrir- skipaður dvalarstaður einhvers sfaðar í Suður-Þýzkalandi. Hvernig þessir tveir þekktu Norðmenn hafa sloppið frá Þýzkalandi nú til Svíþjóðar, segir ekki í fréttinni. En það mu vekja almennan fögnuð Norðmanna, að þeir skuli vera sloppnir þaðan og heilir á húfi. OIN HRAÐA SÓKN 5. og S. hers bandamanna á Ítalíu heldur viðstöðulítið á- fram og eru framsveitir Jþeirra nú komnir norður að ánni Pó. 5. herinn hefir farið fram hjá Modena, en 8. herinn berst þeg ar í úthverfum borgarinnar !a vanda- niáii í S« Francisco Sfettiniusy Eden og i¥l©i©t@v foyrfuiu að ræða það strax þegar k@m M 'OLOTOV, utanríkismálaráðherra Stalins, ltom til Washing- ton á sunnudagskvöldið til þess að sitja ráðstefnuna í San Franciseo. Hafði hann flogið þangað yfir Síberíu og Kanada. Molotov gekk strax á fund Trumans forseta, en því næst ræddi hann til miðnæííis við Eden, utanríkismálaráðherra Breta, og Stettinius, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Talið er af öllum að umræðuefni þeirra hafi verið Póllandsmálin. I sambandi við þetta var frá því skýrt í London í gærkveldi, að pólska stjórnin þar hefði' sent' stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna, skilaboð um að hún væri enn reiðubúin til samn inga við Rússa um öll ágrein- ingsefni, en leggi höfuðáherzlu á, að tryggðar verði frjálsar kosningar í Póllandi, sem allir Pólverjar gætu tekið þátt í einnig pólsku hermennirnir á hinum ýmsu vígvöllum og það fólk, sem með valdi hefði verið flutt burt úr landinu, bæði til Þýzkalands og Rússlands. En bent er á þau vandkvæði, sem skapazt hafa við vináttusamn- y ing þann, sem sovétstjórnin hef ir þegar gert við Lublinstjórn ina í Póllandi til tuttugu ára. Pólska stjórnin í London Iæt ur í skilaboðum sínum að end- ingu í ljós, að hún telji sig beitta miklu ranglæti, að henni skuli ekki hafa verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna í San Francisco til þess að gera þar grein fyr-ir málstað Pól- lands. Ferrara. Þjóðverjar eru nú hvar ▼etna á skipulagslitlu undan- handi á Ítalíuvígstöðvunum- Nazisfar s@gja: Hið norska vígi verðor Blóðugir bardagar eru háðir í ausf H r ríkjsmanna og Básie Þýzkaiands er iryggðíir! I T“r larðs|ír@sigsMr vífís- v@gar sjiidir Ösio ©g Bergen O ÆNSK BLÖÐ segja frá ^ því, samkvæmt fregn, er blaðafulltrúa Norðmanna í Reykjavík hafir borizt, að fjöl- mennur flokksfundur þýzkra nazista,, haldinn í Oslo þ. 20. þ. m., hafi lýst yfir því, að Nor- egur skuli* varinn, „þar til Þýzkaland hafi unnið fullan sigur.“ Þessi boðskapur er ekki að- eins uppistaðan í því, sem að- alræðumaðurinn á fundinum, Best, trúnaðarmaður þýzku stjórnarinnar í Danmörku sagði,. heldur og í heillaóskaskeyti, Fnh. á 6. síöu I_J ERIR ZHUKOVS OG KONIEVS hafa brotizt gegnum 1. JL varnir Þjóðverja norðan, austan og sunnan við Berlín og eru vel á veg komnir með að umkringja borgina. Eru hersveitir Zhukovs komnar vestur yfir ána Havel norð- vesíur af Berlín og háfa tekið Oranienburg, þar sem naz- istar hafa haft illræmdustu fangabúðir sínar. En hersveitir Konievs eru komnar langt vestur fyrir Berlín að sunnan, til Potsdam og Treuenbrietzen, og eru þar aðeins 30 km. frá framsveitum Bandaríkjamanna við Dessau. Sagt er, að bil- ið milli hersveita Zhukovs óg Konievs vestan við Berlín sé ekki nema um 20 km. breitt. Samtímis hafa hersveitir Rússa brotizt inn í Berlín bæði au'stan og suðaustan, og eru þar nú háðir blóðugir bar- dagar. Sagði í tilkynningum Rússa í gærkveldi, að fram- sveitir þeirra væru ekki nema 2V2 km. frá Alexanderplatz eða um 3 Uú km. frá Unter den Linden að austan, en. stór- skotahríð væri þegar haldið uppi.á flugvöllinn í Tempelhof. Hitler er sagður vera í Berlín og hafa tekizt á hendur að stjórna sjáifur vörn borgarinnar. Var því að minnsta kosti yfir- lýst af Göbbels í útvarpsræðu, sem hann flutti. til borgarbúa í gærmorgun til þess að hvetja þá til vamar. Sænskir frétlaritarar, sem enn eru í Beiiín, segja að á- standið í borginni 'sé ægilegt og fjöldi fólks reyni að flýja út úr henni í vesturátt, gegnum bilið, sem þar er enn opið; en aðrir bíði þess, sem verða vill, algerlega sljóir, i kjöllurum og loftvarnabyrgjum. Hótað er af heryfirvöldum nazista, að skjóta hvern þann, sem láti hvíta fána sjást í gluggum sínum. Á öllu svæðinu milli Berlín-. ar og Dresden nálgast fram- sveitir Rússa og Bandaríkja- manna nú með hverri klukku- stund, sem líður, og er búizt við, að þær muni þá og þegar ná höndum saman. Hersveitir Hodges hafa nú hrakið Þjóðverja alveg úr Dessau við Elbe, en þaðan eru aðeins 30 km. norðaustur til Treuenbrietzen, sem Rússar hafa tekið. Svipað bil er á milli Rússa og Bandarikjamanna norð an við Dresden, þar sem Banda ríkjamenn hafa tekið Wúrzen, austur af Leipzig, en Rússar Múhlberg við Elbe, norður af Dresden. Sagt er að allrar var- úðar sé nú gælt af báðum til þess, að skjóta ekki í ógáti á bandamannaskriðdreka eða hersveitir. Sunnar á vígstöðvunum hef- ur 3. her Pattons nú náð hönd- um saman við 7. her Patch, sem er aðein-s 40 km. frá Regens burg. Enn sunnar hafa hersveit ir úr 7. hernum brotizt suður yfij- Donau norður af Augsburg Framh. á 6. aáðu. Bandamenn vara Þjóð verja við að níðast á föngum eða er- lendum verka- CHURCHILL, TRIIMAN og STALIN gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Þjóðverjar voru varaðir við öllimi misþyrmingum eðá hermdarverkum á föngum frá hinum sameinuðu þjóðum, eða á erlendum verkamönnum í Þýzkalandi. Fylgdi það aðvöruninni, að hver einasti maður, hátt eða lágt settur; sem sekur gerðist um slíkt myndi miskunnarlaust verða látinn sæta ábyrgð fyrir það. Lokaður fundur í sænska þinginu ídag P REGN FRÁ STOKK- HÓLMI í gærkveldi hermir, að lokaður fundnr hafi verið boðaður. í sænska þinginu í dag. Ekkert hefir verið látið uppi um tilefni eða umræðu efni fundarins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.