Alþýðublaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYPUBLAÐIP Fúmntudagiur 3. maá 1945 Tvær ræður, flutfar á úlifundi al- þýðuiamlakanna fynta maí fU(>f!|ðnblafóð Ctgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í AI- þýðuiiúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Hitler horfinn af sjonarsviðinu. AÐ var tilkynnt í útvarp inu frá Berlín að kvöldi fcins fyrsta maí, að „foringinn“ væri látinn; hann hefði dáið sídegis þann dag „hetjudauðan- um“ í baráttunni fyrir framtíð Þýzkalands og allrar Evrópu. Það var Dönitz flotaforingi, sem flutti þýzka hernum og þýzku iþjóðinni þessi tíðdnidi; en jafnframt tilkynnti hann, að Hitler hefði fyrir andlátið til- nefnt sig til 'þess að taka við af honum. Stríðinu yrði haldið á- fram, sagði Dönitz. * Þessari fregn um dauða Hitl- ers hefir fcvarvetna verið tekið með margskonar éfasemdum, enda ómögulegt að segja, að svo stöddu, hvað hæft kann að vera i henni. Svo gersamlega hafa menn misst alla tiltrú til opin- berra yfirlýsinga í einræðisríkj um, að enginn treystir sér leng ur til að segja, hvað satt er eða Jogið í þeim. Þar við bætist, að fregnin um dauða Hitlers hafði verið undir biiin á grunsamlegan hátt. Orð- rómur hafði verið látinn berast út frá nánum samverkamönn- um hans um, að hann væri hættulega veikur eða jafnvel þegar látinn. Allt fyrir það get ur það verið rétt, að lífi hans hafi lokið í fyrradag á einn eða annan hátt. En hitt er alveg ems hugsanlegt, að hann sé dauður fyrir löngu síðan, eða enn bráðlifandi, hvar sem hann þá kann að vera niður kominn. * En ifcvað, sem því líður: Hitl er er fcorfi.nn af sjónarsviðinu; fráfall hans hefir verið tilkynnt opinberlega, svo að hann kem- ■ui ekki fram á ný. Munu fáir harma það, þó að enn sé að vísu reynt, að ala á Hitlersdýrkun- inni meðal þýzku þjóðarinnar og æsa hana upp með því, að dásama „hetjudauða foringj- ans“. En hvað tekur nú við? Það leynir sér ekki, að ráða menn, sem enn halda uppi vorn á rústum þriðja ríkisins, hafa að minnsta kosti einhverja hug mynd um það, að ekki nægi, að Hitler einn hverfi af sjónarsvið inu. Ribbentrop, utanríkismála ráðherra hans, hefir einnig ver ið látinn fara, þó að ekkert hafi verið látið uppi annað um af- drif hans. En til eftirmanns „foringjans“ hefir verið dubb- aður Dönitz aðmíráll, maður, sem stjórnað hefir hinum ’sam- vizkulausa kalfbátafcernaði Þjóð verja í styrjöldinni og verið einn af nánustu trúnaðarmönn- um Hitlers frá því að hann brauzt til valda. Og hann boð- ar, að stríðið haldi láfram. Það er hætt við því, að slíkur xnaður og fleiri verði að fjúka, áður en hin þrautpínda þýzka þjóð og þjóðir Evrópu yfirleitt geta vænzt þess að fá hinn lang þráða frið. TVÆR RÆÐUR, sem fluttar voru á útifundi alþýðU- samtakanna á Lækjartorgi 1. mái, fara hér á eftir orðréttar. Eru það ræða Sigurjóns Á. Ól- afssonar, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur, og ræða Lárusar Siguibjörnssonar, vara forseta Bandalags starfs manna ríkis og bæja. Ræða Sigurjóns Á. Ólafssonar Sigurjón Á. Ólafsson sagði: „í rúm fiimm ár fcefur myrkur grú'ft yfir mannkyninu. Hinum ógurlegasta hildarleik, sem sag an greinir, mun nú senn lokið. Nazisminn er að velli lagður og það gjörningaveður, er hann hefur leitt ýfir þjöðirnar, er að stytta upp. Ekkert stendur hug okkar Sigurjón Á. Ólafsson talar nær og hverri frelsisunnandi sál, en að óska og vona, að nýr heimur skapist á þessari jörð. En, er einræðiriu með öllu útrýmt á heiminum með falli nazismans? Þeirri spurningu læt ég ósvarað, en legg hana fyrir ykkur ti‘1 rækilegrar um- þenkingar, Þessi hildarleikur, sem háður hefur verið, hefur einnig sært ökkur djúpum sárum, islenzku þjóðina, sem um margar aldir hefur ekki háð styrjöld og von- andi viíl ekki heyja styrjöld. Sjómannasléttin okkar hefur fært þjóðinni fórnir, já miklar fórnir, i. missi mannsli'fa, sem jafnast á við mannfall margra styrjaldarþjóðanna á vígvöllun- um, ef reiknað er með fólks- fjöldahlutföllum. Þessa ber okk ur að mirínast ög ekki sízt á tím um sem þessum; og um leið ber að þakka sjómannastéttinni fyr ir drýgðar dáðir, þrek hennar og þrautseigju við að flytja þjóðinni vistir og hvers konar nauðsynjar og við að afla þeirra auðæfa, sem skapað hafa þjóð- inni betra líf, en hún nokkurn tíma áður hefur búið við. Um leið ber okkur að fceiðra minn- ingu þeirra, sem fallið hafa í þessari lífsbariáttu þjóðarinn- ar. V'erkalýðsstéttin íslenzka hef ur á þessum styrjaldartímum náð fram margs konar • umbót- um í lífskjörum sínum, í skjóli nægra verkefni og mikils fjár- magns. Um leið getur hún þakk að það samlökum sínum, sem háfa verið að vaxa og þroskast allt frá hinni fyrri heimstyrj- öld. Minnumst einnig þeirra manna, sem stóðu í fararbröddi á hinum erfiðu tímum, og þökk um einnig þeim þann árangur, sem riáðst hefur með samtök- um vorum þann dag í dag. íslenzkur verkalýður er. svo gæfusamur, að eiga það frelsi, sem verkalýður einræðisþjóð- anna hefur verið sviptur um tugi ára og verkalýður fjölda lýðræðisþjóða, sem hefur verið kúgaður .af einræðisöflunum styrja-ldarárin. — Frelsi til að hugsa og álykta, tala og rita, eins og hverjum býr í brjósti. F-unda -og félagisfrelsi. Það er þetta fjöregg — lýðræð ið — sem er undirstaðan und- ir andlegri og menningarlegri þróun mannkynsins og nú er barizt fyrir í heiminum — jöfnuður líifskjaranna, skipu- lagning framleiðslunnar, starif handa öllum, sem unnið geta — ekkert atvinnuleysi framar. Þetta eru kjörorð hins nýja tíma — þetta eru kjörorð verka -lýðsþjóðanna. Lýðræðið er fjöregg verka- lýðsstéttanna, sem honum ber vel að varðveita; því þar sem lýðræði ríkir í þjóðfélagshátt- um, þar sem enginn einn get- ur skipað fyrir — þar á verka- lýðurinn sin þroska- og va&tar- skilyrði. Ejning og samstarf íslenzka verkalýðsins er sérstak-lega bundið við þetta höfuðatriði, — fcvort hann starfar og skipuleggur samtök sín á lýð- ræðisgrunni eða hneigist að öðr um stefnum og starfaðferðum. Að stríðslokum fer nýr tími í hönd. Við vitum ekki, hvað framtíðin ber í skautÞs'ínu, en sannarlega getur það komið á daginn, fyrr en við teldum æskilegt, að verkalýðurinn í landinu yrði að horfa mót örð- ugleikum, sem ráða þarf fram úr á hinn viturlegasta hátt og þann veg, sem hann geti við unað. Að lokum vil ég beina huga okkar til bræðra'þjóðanna á Norðurlöndum, votta þeim sam úð vora í þrengingum þeirra, votta þeim þakkir fyrir þann eldrnóð, þrek og kjark gegn of- ureflinu, er þær hafa sýnt fyrir lýðræðis'hugsjóninni, frelsi og mannréttmdum, og óska að sá dagur sé skammt undan, að þær verði levstar úr viðjum ánauð- ar og kúgunar. Ég vil svo að lokum í nafni allra þeirra, er lýðræði, frelsi og jafnrétti unna, óska reykvísk um verkalýð og verkalýðsíhreyf ingunni um land allt árs og frið ar og bjartrar'framtíðar, og að fcenni megi auðnast að sýna manndóm, vilja og þrótt til að byggja upp landið, auka menn ingu þess og hróður, til vernd- unar hinu unga lýðveldi og ís- lenzku þjóðerni oig tungu. — Og munið að ekki var urðin sú greið að ekki var urðin sú greið til áfangans,' þar sem við stöndum, því mörgum í förinni fótur- inn sveið er friumiherjár mannkynsins ruddu þá leið af alheimsins öldum og lönd- um. Ræ9a Lárusar Sig- bförnssonar Lárus Sigunbjörnsson sagði: íslenzkir verkamenn og starfs menn andans og handanna, þið öll, sem gangið að daglegri vinnu ykkar og uppskerið laun in, hvort sem þau nú fceita dag- laun, vikulaun eða mánaðar- laun, þið öll eigið þennan dag. Fyrsti ma'í er hátíðis- óg heið- ursdagur okkar allra. Ekki þurf Lárus Sigurbjömsson um við ,að spyrja hvers vegna fyrsli mád er hátíðisdagur. Síst aif öllu í dag. í dag er svo ægi- bjart yfir þessum degi, að mold vörpu'riálir skuggalegs Niflunga fceims hljóta að skelfast, en allt sem vex mót lífi, frelsi og mann kærleika að fagna af heilum hug. Og 'hátíðisdagur er og verð úr hann okkur dagurinn, fyrsti maí, vegna þeirrar bariáttu sem fcáð hefur v-erið undir merkjum hans af þúsundunum — nú tugþúsundum — milljón- M VERT BLAÐIÐ-af öðru tek ur nú til máls út aff 'hnút- urn rússneska útvarpsfyrirlesar ans Michail Michai-lov i garð ís- lands og íslendinga í sambandi við stríðsyfirlýsingarmiálið, og eru þau öll á einu miáli, n-ema Þjóðviljinn. Tíminn segir í fyrradag. „Þess geri-st ekki iþ-örf að sva-ra ummælum -hins rú'ssneska blaða- manns mörgum orðuxn. Aðdróttan- ir hans una fasistíska afstöðu ís- len-dinga falla fljótt ómerkar; þótt ■ei'gi sé nema þess eins gætt, að saima árið og Rússar gerðu vináttu sáttmálann við Þjóðverja, neitaði íSlenzka ríkisstjórnin tilmæ'lum Þjóðverja um flugv-elli hér. Það má einnig minna á það, að sama árið -og rússneska Stjórnin neitaði að viðurkenna lengur hina iöglegu stjórn Noregs, sem var flúin und- an nazistum til Lond'on, lögðu ís- lendingar hundruð mannslífa í hættu 'til að halda uppi flutning- um á líísneuðsynjum til Bretlands.. H'erverndarsáttmálinn, sem gerð- ur var vað Bandaríkin og komm- únistar ,hér voru á móti; er einnig glöggt dæmi um afstöðu íslendinga til 'stríðsaðilanna. Frá sjónarmiði allra óhlutdrægra áhorfenda myndi þetta áreiðanilega neegja til að íslendiingum verði eklWi ibrugðið um fasisma, þótt þeir vildu eigi á seinustu stundu stríðsins bregðast langvarandi frið arstefnu sinni og birta stríðsyfir- .lýsingar, sem voru vansæmandi og líti'knannl'egar undir þeim kring umstæðum og ekki heldur á minnst a hátt til ávinnings fyrir Banda- rnenn. ísfendingar hlöífðu iíka þeim mun gilldari ástæðu til að líta þann ig á, þar sem því var strax yfiriý'st af sendiherrum Breta og Banda- ríkjanna, að þessar þjóðir myndu láta íslendinga alveg einráða í þessu máli og ákvarðanir íslend- inga í því hafa heldur engri gagn j um manna og kvenna. Minn- umst í dag þeirra fóma, sem færðar hafa verið til þess að vér mættum búa frjálsir að þess um degi. Minnumst ailra þeirra, sem fallið hafa á vigvöllunum, látið hafa lífið í fangabúðun* eða pyntingarklefum til þess a6 sá dagur mætti renna upp, sen* vér öll þráum, og sem vissa- lega virðisl, ekki langt undan — dagur sigursins, þess sigurs, sem á að færa alþýðu allra þjóða frelsi, svipia hana óttan- um við skortinn, trygga lýðræði ií fceiminum. En minnumst þá ■um leið þeirra íslenzku manna, sem gengið hafa hér á undan oss ekki aðeins 1. maí í fyrr®: og hitteðfyrra heldur öll hin ár in meðan fylkingin var þunn- skipuð og höfð að 'spolti af anid úðaröflum máttar- og verkalýðs samtaka. Það voru þessir for- ystumenn islenz'krar alþýðu, sem tryggðu þau kjör, sem vér eigum nú við að búa. Bandalag starfsmanna og rík is og bæja er nýr hlekkur í keðju félagslegra samtaka hér á landi. Með fullum skilningi é þýðingu bandalagsins hefur Alþýðusamband íslands boðið ókkur enn í dag að vera aðillá að hátiðahöldunum í dag eins og undan fari,n ár. í ujmboði bandalagsins færi ég Alþýðu- isamlbamlinu þakkir og vænti íþess að með þátttöku banda- lagsins í hátiðahöldunum í dag eins og undanfarin ár sé aðiM bandalagsins til fullrar þáttöku Framh. á 6, sdðu. rýni sætt í Bretlandi og Banda- i-íkjunum, svo kunnugt sé.“ Svo imörgum orðum svarar Tíminn fcnútum hins rússnesika útvarpsfyririlesara í okkar /garð. En um framlkomu Þjóðvilj ams ií (þessu imiáli skrifar fcann: ,,Þótt íslendingar kunni að von- um iila missögnum og rönguim get gátum hins rússneska blaðamanns, verður hitt þó að teljast stórum alvarlegra, að til iskuli vera menin í landinu, sem taka þessuim er- lendra áróðri tveimur höndum í stað þess að taka upp varnir fyrir málstað þjóðarinnar. Slíkt sýnir slíka óþjóðhollustu og undirgefni við erlent vald að undrun sætir. Þetta hefir málgagn Kommún- istafliokksins, Þjóðviljinn, þó gert. Með þessu háttaiagi hafa 'komm únistar afhjúpað sig jafnvel enn greinilegar en nokkru sinni fyrr sem a’igerar undirlægjur Rússa. og algera 'svikara við íslenzkanj málstað. Og ekki gerir það hlut þeirra betri; að rangfærslur hins rúss- neska blaðamanns eru eins og ai- veg teknar upp úr skrifum Þjóð- Viijans um istríðsyfirilýsmgarmél- ið. Er lika næsta sennilegt, að grieinar 'hans séu þýddar og send ar austur og þar sé hann talinn miklu merkara blað en hér. Niður' staðan verður sú, að rógi hans um íslendinga er útvarpað meðal einnar fjölmennuistu þjóðar heims ins!“ Já, það er einkennilega farið þjóðerniskennd þeirra manna, sem taka iþvi með þökkum, að þjóð okíkar sé. riægð og borin ó'sönnuim sökum á erlendium vettvangi, og Iieggjast meira að segja á eina sveif með rógberan um á mióti þjóð sinni.. Þeir fcefðu sagt ejittfcvað, herrarnir við Þj'óðviljann, ef það .hlefði ekiki vierið í Rúss'landi, sem þannág var á okkur ráðizt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.