Alþýðublaðið - 04.05.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.05.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. maí 1945 ALt>YPUBLAPIP 5 Miklar fréttir — Vordagar — Hreyfingin nýja — und arlegar kvenbuxur — Aðvörun. MlKIL OG STÓK TÍÐINDI ger ast nú á hverri klukkustund. Hitler dauður, Göbbels dauður, Ribbentrop settur af, Göring horfinn, Berlín fallin, Hamborg íýst opin borg, Danmörk og Nor- egur loksins, að því er virðist, að losna úr fjötrunum. Friður er að komast á, og nýr heiður himinn að opnast okkur á ný. Við fögnum þessum vordögum, þó að fögnuð- urinn sé blandinn nokkrum kvíða um framtíðina, því að enn er andi yfirdrottnunar ríkjandi víða, enn eru litlar þjóðir sviftar sjálfsfor- ræði og hnepptar í fjötra. Ef það verður látið viðgangast munum við aftur heyra orrustugný á þessari öld. FYRIR MÖRGIJM ÁRUM var til félagsskapur hér, sem nefndist „Hreyfingin". í þá daga var okk- ur andstæðingum ofbeldisins hrint á götunum, sumir barðir niður, aðrir svívirtir opinberlega, og þá var ætt um göturnar í Reykjavík, og einn af stærstu skólurn borgar- innar var eins og sjóðandi víti og æstir unglingar, sem seldu „Árás- ina“ og ,,íslandið“ óðu um göturn ar öskrandi. — Það var því engin furða þó að fól'k rséki upp stór augu fyrir fáum dögum, er útvarp ið. las tiikynningar «n fundi og ræðu'höld í „Hreyfingunni“ í Hveragerði, — þeim hvildarstað rithöfunda og uppgjafa embættis- manna. Menn spurðu sjálfa sig, hvort nú væri -— við endalok naz- ismans — verið að lendurvekja ,,Hreyfinguna.“ 'EN ÞETTA er miklu saklausara — og alveg í mínum anda. Nokkr- ir ágætir, friðsamir og lýðræðis- elskandi menn í Hveragerði hafa stofnað nýja ,,Hreyfingu“ og hygg ég að hún njóti verndar og stuðnings og forustu vinar míns Kristmanns. Hún stefnir að því að útrýma öllu rusli úr þeirri borg og bera það í illyrmislegan hver sem þarna vellur og sýður dag og nótt. Befur undanfarið verið unn- ið kappsamlega að þessu og mörg vagnhlöss af rusli eru komin í hverinn. Slíkar „Hreyfingar“ ætti að stofna í hverju plássi. Sam- keppni ætti áð myndast millli stað anna um hreinlæti og snyrti- mennsku. Ég er eins mikið með þessari „Hreyfingu“ og ég var á móti hinni gömlu. ÉG SENDI tvo fíleflda karl- menn í fyrradag í búð við Lauga- veginfi. til þess að kaupa kven- buxur. Þeim var neitað um kven- buxurnar og komu aftur til míri islegnir og eyðilagðir vegna þess að erindið hafði mistekist. Þó að Stalin, kunningi minn, hafi aldrei haft þá venju að gefa út dagskip- an um það, sem mistekist ihefur, Iþá víla ég það ekki fyrir mér og Skýri þess vegna frá þessu nú. En hvaða Saga er þetta eiginlega? iHvað ætlaði ég að gera við kven- buxur og hvers vegna sendi ég piltana eftir þeim og hvers vegna fengu þeir þær ekki keyptar? / NÚ SKAL ég ségja ykkur sög- una af kvembuxunum. — í glugga búðar nokkurrar voru sérstaklega frumlegar kvenbuxur sýndar. Þær voru svartar á litinn. Á annarri skálminni stóð letrað fögrum stöfum: „Reykjavík 1945“, en á ihinni stóð: „Ég elska þig.“ Bux- urnar kostuðu 30 krónur, og var elkki horfandi í þær krónur þó að dýrt væri drottins orðíð. — Eitt- hvað mun hafa verið selt af bux- unum, en upp úr hádeginu á mið- vikudag var hætt að selja þær og þær teknar úr glugganum. % ÞESSAR KVENBUXUR eru framleiddar hér af íslenzkri konu, að líkindum ætlast hún til að her- menn kaupi þetta og s'endi stelp- um erlendis. Fáar munu þó hafa lemt í höndum erlendra manna, því að nokkrum íglendingmn mun hafa þótt hér um svo merkilegan minjagrip að ræða um menning- arástandið á þessu ári, að þeir hafa viljað eignast 'hann og keypt hann. Að uninnsta kosti vildi ég kaupa, er ég heyrði um þessi ó- sköp. Það ætti að birta nafn fram- leiðandans og það ætti að auglýsa kaupmanninn sem seldi. En af því að svo virðist sem hér sé um bjálfa að ræða þá er bezt að þegja. Maður er eitthvað svo góður í sér, og það er ekki venja að vera að hirópa upp um. aumingjaskap og fíflsku ómerkilegs fólks. EN ÞAÐ VILDI ÉG SEGJA, að mér finn'st nóg um snýtu- klútaframleiðslu ýmissa brask- ara á undanförnum árum; og tel ég að það sé engin þörf á því að au^lýsa Sbepnuákap ok'kar öllu meira. —■ Ég vil því aðvara kven- buxnaframleiðandann pg 'einnig þá kaupmenn, sem taka að sér sölu á framleiðslu, sem er á borð við þettá. Hannes á horninu. Innköllun bóka fer fram 2.—15. maí. Lántak- endur beðnir að skila sem fyrst. Bækur mótteknar í útlánssan kl. 1—7 daglega. Landsbókavörður. Hreyfillinn fer í gang. / Cf’ - Þessi mynd var tekin um borð í amerísku flu gvélamóðurskipi, þegar flugvél af tegundinni Vough Corsair var að hefja sig til flugs. Snúningar hreyfilsins hafa náðst óvenjulega vel. Vopaverfcsmiðjur Krupps í Essen: lóð oq iárn Bed að augíýsa í Alþýðublaðinu. ÞEGAR herir bandamanna sóttu inn í Rínarhéruðin miðja vegu milli Nijmegen og Rörmund, féll þeim í hendur fyrsta vígið í iðnaðarhveríi Krupps, — því þarna voru ein- hverjar stærstu vopnaverksmiðj ur Evrópu. Næsta takmark bandamanna voru iðnaðarborg irnar Duisburg, Rúhort og Ham born, — en aðeins 20 km. austar var Essen. Um leið og Essen féll í hend ur bandamönnum var endi bundinn á sögu Kruppverksmiðj anna, — en sú saga hefur raun verulega verið saga hinnar þýzku hernaðarstefnu allt fr’á dögum Ottós von Bismarcks, er stofnaði hið þýzka keisaraveldi fyrir um 70 árurn síðan. Um 1800 var Essen í raun og veru sveitaþorp, með á að gizka 4000 íbúum. Að þýzk- franska ófriðnum iloknum, 1870 til 1871, var íbúatala Essen komin upp í 50,000. Og nú, — eða öllu heldur fyrir nokkrum vikum síðan, — er íibúatalan yfir 650,000; en árið 1939 unnu a. m. k. 120,000 í Kruppsverk- smiðjunum. í miðri bor^inni reis verk- smiðjuhverfi Krupps. Verk- smiðjur þessar voru bæði fúll- komnar og fjölbreyttar, og fram leiddu fyrst og fremst vopn. SMpasmíðastöð í ÍZ iel, er einnig var í eigu Krupps, smíð- aði fyrsta kafbátinn 10 árum fyrir fyrri heimstyrjöldina. Brátt eignaðist Krupps Ihluti í stærstu járn- og. stálverksmiðj unum í Efri-Slésíu (sem Rússar hafa nú tekið). Auk bess hafði hann ítök í ýmsum öðrum verk smiðjum og iðnaðarstöðvum, til dæmis í Austurríki, auk náma og iðjuvera á Sþáni og skipa- smíðastöðva 1 Hollandi. Með klækjabrögðum hafði fyrirtæk ið náð sambandi við hergagna- verksmiðjur í Svtíþjóð og árið 1939 höfðu stjórnendur Krupps verksmiðjanna sendiboða og njósnara svó að segja í hverri hergagnaverksmiðju og iðju- veri um heim allan. Sumsstað- ar voru menn þessir# opinberir sölufulltrúar fyrir Kruppsverk smiðjurnar og fengu að vita um hernaðarleg leyndarmál ann- KEIN sú sem hér birtist, er um hinar þekktu Kruppsversmiðjur í Þýzka landi, sem eru einhverjar stærstu vopnaversmiðjur álf unnar, en eru nú gjöreyðilagð ar. Greinin er þýdd úr norska tímaritinu „Fram“ og hirtist seinni hluti hennar í blaðinu á morgun. arra ríkja með lítilli fyrirhöfn, bæði hvað snerti landher og flota. m í úthverfi Essen, á fögrum stað, sem bar hátt yfir reykinn og sótið frá verksmiðjunum, 'höfðu verksmiðjustjórnarinar skrifstofur sínar. Þar voru á- kvarðanir teknar og áætlanir gerðar, — áætlanir, sem áttu eftir að leiða böl og ógæfu yf- ir milljónir manna, — en sem óðfluga juku auðæfi Krupps og fjolskyldu hans. Kruppsverksmdðjurnar voru ekki fyrst og fremst venjulegt fyrirtæki, voldugt og fullkom- ið. heldur ein'kum og eér í lagi ,,'þjóðleg istofnun,“ svó notuð séu orð Vilhjálms I. Þýzkalands keisara. í fyrraveiur, mitt í umróti og vafátri styrjaldarinnar, gaf Hitler sér tíma til' að lýsa yfir því, að Kruppsverksmiðjurnar skyldu alltaf verða í eigu Kruppsættarinnar, en 1 áður höfðu þær verið ríkiseign. Svo var um hnútana búið, að þessi ákvörðun þyrfti ekki að hagg- ast. Verksmiðjurnar ættu æfin lega að vera undir stjórn og í eigu Krupps-ættarinnar en engra annarra, — en ef svo i'lla skyldi til takast, að Kruþpsætt in dæi út, væri nýi eigandinn skyldugur til að taka upp ætt- arnaifnið Krupp. Um leið og Hitler tók þessa sérstæðu á- kvörðun, gaf hann f j ármálaráðu neytinu 'þá fyrirskipun, að Kruppsverksmiðjurnar skyldu j ekki borga,nein opinber útgjöHd 1 undir neinum kringumstæðum. Sögu Krupps má rekja aftur til Napóleons-tímaibilsins, þegar England var fremst í stáliðnað inum. Einstaka iðnstöðvar í Vestur-Þýzkalandi gerðu þá til raunir með framleiðslu not- hæfs steypustáls. Einn þeirra manna, sem þessar tilraunir gerði, var Friedrich Krupp, en hann var kaupmannssonur frá Essen. Heppnin fylgdi ekki til- raunum hans, og er hann féll frá, voru samstarfsmenn hans gjaldþrota. Fjölskylda hans var þó ekki á nástrái, því í eigu settarinnar voru gömul óðul, sem forfeðurnir höfðu eignazt fyrir liítinn pening einhvern t'ímá á 16. öld, þegar farsóttir gengu um landið og jarðeignir féllu í verði. Þegar Alfreð Krupp tók við starfi föður s'íns, var útlitið ekki gott, — tækin til smíðanna lítil sem engin og engum kunnáttu- manni* til að dreifa. Árið 1839 tókst honum þó að komast til Englands til náms. En ihann skorti tilfinnanlega fjármagn og átta sinnum sótti 'hann um styrk til prússnesku stjórnarinnar en jafnan neitað um hann. — Fyrirtæki tóans 'hafði nefnilega ekki ennþá haf ið smiíði á vopnum. Alfreð Krupp steig fyrsta skrefið tii vinfengis við stjórn- málamennina, er hann gat feng ið Vilhjálm krónprins til þess að heimsækja verksmiðjurnar í Essen. Það var árið 1859. Þá hafði Krupp gert tilraunir með smíði á fallbyssum. Og krón- prinsinum ieizt einkar vel á iþær tilraunir og kvað upp úr um það, að starf Krupps hefði alþjóðar þýðingu, Fyrir rlkisins 'hönd gerði hann pöntun á 300 fallbyssum. * Já, — upp frá þessú urðu Kruppsverksmiðjurnar sá aðili í þjóðfélaginu, er einna mest þótti um vert. Árið 1862, er nokkrir fyrirmenn í Essen sendu skjal til Vilhjálms kon- ungs þess efnis, að þeim liíkaði etkki athæfi Bistmarcks, er færi sínu fram án samþvkkis ríkis- þingsins, vantaði nafn eins á- 'hrifamannsins á piaggið. Það Framh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.