Alþýðublaðið - 27.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. júní 1945 ALÞWUBLABtÐ Skólasf jórar héraðs- og gagn- fræðaskóla vilja frjálsa úfgáfu námsbóka Þeir sátu á fundi í Reykjavík 11. til 13. júní. Sljórnmálaævi Winslon Churchills Nýjasta myndin al Churchili "TJ AGANA 11. — 13. JÚLÍ var haldinn f undur skóla stjóra héraðs- og gagnfræða skóía á íslandi. Átti fræðslu málastjóri frumkvæði að fundi þessum og áfcvað fund arefnið sem var: Frv. skó'la- mál'anefndar um gagnfræða- stigið, lauamál, námsbækur, og ýmis mál. Fundinn sátu fræðslumála- stjóri, skrifstofustjóri fræðslu- málastjóra og allir skólastjórar, er boðaðir höfðu verið, nema einn, er ekki gat komið því við að sækja fundinn. Fræðslumálastjóri setti fund- inn og lagði fyrir dagskrá hans. Fundarstjórar voru kjörnir Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Laugarvatni, og Þorsteinn M. Jónisson, skólastjóri, Akur- eyri. Ritarar fundarins voi’u skólastjórarnir Benedikt Tóm- asson, Hafnarfirði og Guð- mundiur Gísláson, Reykjum. Fruimmælandi var Ingimar Jónsson, skólastjóri, Reykja- vík, sem gerði grein fyrir frv. skólamiálanefndar um gagn- fræðanám. Fundir hófust að jafnaði kl. 1 30—2 e. h. Var gefið fundarhlé kl. 4—5 og stóðu fundir síðan fram til kl. 7—8 að kvöldi. Á morgnana stönfuðu nefndir. Öll þau má'l, sem fundurinn átti að hafa til meðferðar voru tekin rækilega til umræðu og íhugunar og síðasta daginn samþykktar ýmsar tillögur ým- íst til milliþinganefndar í skólamálum eða fræðslumála- stjórnarinnar. Þessar voru hel'ztar: I. Fundur héraös- og gagn- (fræðaskólastjóra beinir þeim tHmælum til milliþinganefnd- ar í skólamálum, að hún geri það að tillögu sinni, að mennta- skóli verði stofnaður í sveit hið tfyrsta tiíl þess að auðvelda æskumönnum • sveitanna menntaskólanám. II. Fundurinn telur, að út- gáfa kennslubóka eigi að vera frjíáls og öllum heimil, því að þann veg verði bezt tryggð eðlileg þróun í vali og útgáfu ná'misbóka, enda verði fræðslu- málastjóri jafnan á verði um. að ekki skorti nauðsynlegar kenHsIubækur. Þá telgr fund- urinn rétt, að nemendur kaupi og eigi þær bækur,. er ‘þeir nota við nám. Einnig lítar hann svo á, að æskilegast sé, að fræðslumélastjóri annist út- vegun erlendra kennslutækja og kennslubóka. III. Um 39. ' gr. frv. Setja mætti skýrari ákvæði um það, •að ýmis störf kennara, önnur cr: bein kennslustörf, megi celjast með í starfsmiánaða- fjölda hans og geti því lengt hann. IV. Um 44. gr. frv. Rétt væri að fella niður ákvæði um það, að kennarar dæmi um úrlausn- ir hveir í sinni grein við lands- próf. Skulu öll ákvæði um framkvæmd prófa vera í reglugerð. V. Um 56. gr. frv. Ákvæði vanta um bað, að nemendur í heimavistarskól’um skuli greiða húsaleigu. Geta mætti þess, að um fleiri tekjuöflunarleiðir en framlög ríkis og sveita megi vera að ræða. VI. Um 57. gr. Of lítið mun vera að ætla einn kennara á 25 nemendur í skólum, sem hafa verknémsdeildir. Mundi nær, að einn kennara þyrfti á 15—18 nemendur, eftir stærð skólanna. Þá hafa sumir fund- ■armenn sérstöðu að því leyti, að þeir tel'ja skyldunám frá 13—15 ára aldurs ekki æskilegt að svo stöddu. Ef skyldunám verður lögboðið eftir 13 ára aldur, telja ýmsir æskilegt, að því þurfi ekki að vera lokið við 15 ára aldur. VII. Fundurinn samþykkir, að upphaf 55. gr. í frumvarpi íil laga um gagnfræðanám orðist svo: „Ríkissjóður greiði allt að þrem fjórðu stofnkostn- aðar við heimavistarskóla og h eimangönguskól a. “ VIII. Fundurinn telur, að héraðs- og gagnfræðaskólar skuli ekki starfa lengur en sjö og há'lfan mánuð á ári hverju, til þess að' æskumenn þeir, er skólana sækja, slitni ekki úr tengslum við l'ífrænt atvinnu- líf þjóðarinnar, XÍI. Svohljóðandi tillaga frá Benedikt Tómassyni samþykkt með öllum atkvæðum: Fundur héraðs- og gagnfræðaskóla- stjóra, haldinn í Reykjavík li,—13. júní árið 1945, íeyfir sér að skora á hið háa Alþingi að samþykkja frumvarp það um gagnfræðaniám, er itíilli- þinganefnd í skólamálum hefur iagt fram. • XIII. Fundurinn samþykikir að kjósa þriggja manna netfnd, er vinni að því við fræð'slu- málastjóra, kennslumélaráð- herra og alþingi, að laun héraðs og gagnfræðaskólakennara og kennara Eiðaskóla verði greidd eins og ákveðið er í 16. og 29. gr. launalaga, þótt kennslutími skólans sé s.tytitri en 9 mánuð- ir. Má benda á það, að skól- arnir geta að öðrum kosti bú- ist við því, að beztu kennar- arnir hverfi frá þessum skól- um og leiti sér starfs, þar sem kennslutími er lengri og árs- laun því hærri. Þá felur fund- urinn nefndinni að beita sér fyrir því, að héraðsskólakenn- arar verði færðir í sama launa ílokk og gagnfræðaskól'a'kenn- arar. í nefndina voru kjörnir samhljóða: Þórir Steinþórsson, Hannibal Framh. á 6. síðu EFTIRF 4R ANDI grein er þýdd úr enska rit- inu „Victory Digest“, sem er hátíðarútgáfa af „English Digest“ í tilefni af sigrinum. Höfundur greinarinnar er ó- þekktnr. Fjallar hún um æfi forsætisráðherrans brezka — Winston Churchills, og segir frá helstu störfum hans og gefur glögga lýsingu á persónu hans. Á ÞVÍ MUN LÍTILL VAFI, að Winston Spencer Churohill er sá maðurinn, sem mestu hefur afrekað af brezk- um stjórnmálamönnum, þótt farið sé heila öld eða meira aftur í tímann. Ef maður ætti að finna brezkan stjórnmiála- mann, sem sambærilegur væri v;ð hann, byrfti maður að leita aftur til daga Pitts; — og jaífn- vel Pitt átti ekki þá fjölbreyttn hæfileika t.il að bera, sem Churchill á. Hvílík hefur æfi hans ekki verið, — og hversu heiðarlega og göfugmannlega hefur hann ekki komizt til æðstu metorða. Horfi maður til baka, er sem manni finnist að æfi þessa manns hafi verið einn óslitinn og fyrirfram á- kveðinn undirbúningur að því starfi, sem hann tók * að sér sumarið 1940. - Það virðist næsta ótrúlegt, að hann hafi verið með Kitchener í Omdurman árið 1898. Og jafnvel fyrr var hann í liði Spánverja í Cuba; — það var árið 1895. Hann var stríðsfrétta r'tari í Suður-Afríku-styrjöld- 'nni og var tekinn til fanga af Búum. Upp frá því var stjórn- málaferill hans hinn marg- breytilegastí. Hann gjörðist þingmaðiur fyrir Frjálslynda flokkinn á hinum byltingar- rnikla tímabili kring um 1906. Ilann var aðstoðar-nýlendu- og utanríkismálaráðherra um tveggja ára skeið, forseti verzl- unarráðsins í önnur tvö ár og mnanríkisráðherra frá 1910 til 1911, en í því starfi vakti bann íyrst verulega athygli. Síðan varð hann flotamálaráðherra. í því embætti sat hann til ársins 1915 og hafði á þeim árum kom ið af stað Gallipoli-lfyrirtækinu sem fékk misjafnar undirtektir. Þessu næst var hann skipaður kanslari Lanchaster-hertoga- dæmisins, og varð svo birgða- málaráðherra árið 1917. Frá 1918 til 1921 hafði hann með í’ugmálin að gera og einnig utanríkismál að nokkru leyti. Á árunum 1921—1922 var hann nýlendumálaráðherra og var þá einn af þeim, sem und- irrituðu ensk-írska sáttmiálann, on varð þá fjlármálaráðherra og gegndi því embætti í fimm ár. Árið 1939, — tíu árum síðar, - tók hann aftur sæti í flota- stjórniinni pg tók svo við for- sætisráðherraembættinu af mr. Neville Cham'berlain sumarið 1940. Því má með sanni segja, að enginn brezkur stjórnmáia- maður, allt fram til þessa dags, hafi hlotið meiri reynslu og gleggri þekkingu á margháttuð um störfum í stjórnmálaferli símum og einmitt Winston Churchill. Þegar hann settist í forsætisráðherra’stól, átti hann óvenjuglæsilega og fjölbreytta - eynslu að baki sem stjórnmála maður. Hann var aldrei, — og er ekki enn, — neinn verulegur „ílokksmaður" í þess orðs fremstu merkingu. Hann hóf ■stjórnmálaferil sinn sem frjáls- lyndur maður, en varð með tím anum töluvert íhaldssamur; —- og óneitanlega hefur stjórn- málaferill hans verið drama- tískari og litríkari heldur en nokkurs samtíðarmanna hans. Churchill er r'íkr.air ættar; afkomandi hertogans af Marl- borough, sem hann líktist að mörgu leyti allmikið. Skoðanir Churchills á flokksstarfsemi er nokkuð sérstæð og hefur alltaf samræmzt afhöfnum hans í hvívetna, Hann álítur flokkana tæki til að finna leið- ir og ná að markmiðum. Þessi markmið eru svo öill á þann veg að efla Bretaveldi sem mes-t á allan hátt. Ohurehill er íyrst og fremst Breti. Það er raunar staðreynd, að móðir hans var amerísk; — en Chur- chill hefur á allan :hátt reynzt sannur Englendingur um ætfina Það hefur aukið gildi bans framar flestu öðru í nýafstað- inni styrjöld. Ekki sízt hefur frjiálslyndi hans, — og jafn- framt þekking og , samstarfs- vilji, — haft mikið að segja nú undanfarið, þegar brýn nauðsyn hefur verið á nánu saim'starfi milli Bretaveldis og Bandarikja Norður-Ameríku. Churc'hill hefur jafnan sýnt fyllsta skilning á ameríiskum hugsunarhætti. Sem tákn upp á hið nána og góða samstarf millum þessarra stórvelda var hinn einlægi og náni kunnings skapur Churchills og Roose- veits forseta; -— en Roosevelt var einmitt sá maðurinn, sem einna mestar þakkir á skildar fyrir unninn sigur. Churchill er í flestra áugum hinn alþýðlegi persónuleiki; og gegnir sama máli um það, hvort heldur er í Bandaníkjun- um t. d. eða um gjörvallt Bretaveldi. Ameríkumenn dást að. Churchill fyrir það, hversu r.annur Englendingur hann er. Hann er að öllu leyti sérkenni- ægur sem Breti, bæði í sjón og reynd (eftir því sem hægt er að benda á Breta sem sér- staka ,,manntegund“.) Chur- chill er mjög sérkennilegur maður, jafnvel í ytra útliti: þybbið vaxtarlagið, hraust- legt andlit og þreklegar herð- ar, —allt bendir þetta á sterka byggingu líkamans og sálar. * Enginn stjórnmálamaður í aliri sögu Bretaveldis hefur horfzt í augu við ömurlegra út- iit í heiminum en Churchill gerði, er hann settist í forsætis- ráðherrastólinn. Hersveitir Þjóðverja ruddust inn í Belgíu og Norður-Frakkland. Því mið- ur hiötfðu þeir ekki „misst af strætisvagninum" í Noregi, — eins og komizt var að orði af fyrirrennara Churchilils. Hið trygga og öfluga bandaríki Breta, Frakkland, var orðið svo illa útleikið í viðureign- inni við Þjóðverja, að það vírt ist á barmi algjörrar glötunar. Eretar stóðu einir uppi og bjuggust á hverjum degi við inmrás í heimaland sitt. Hvar- vetna voru þjóðir og fulltrúar þeirra að reyna að koma sér í mjúkinn við hina sigursælu nazista. Það reyndi á kraftmikinn huga, sterkar taugar og skarpa íhugun að vera leiðandi maður Bretaveldis á þeim hættutím- um. En Churchill var þeim vanda vaxinn. Hann hvikaði aldrei frá settu marki. Hann sýndi þjóð sinni fram á það verkefni, sem beið henn- ar. Hann taldi henni ekki ein- ungis trú um það, að hún gæti sigrazt á öllum örðugleikum, aðeins, ef hún vildi eitthvað á s:'g leggja, heldur kom hanri nazistum til þess að hafa sömu skoðun á Bretanum, sem þeir höfðu fram að þessum tíma, iítið hræðst. „Aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mik- ið að þakka,“ * Orustan um Bretland var að miklu leyti unnin fyrir hug- rekki og vasklega ftamgöngu hinna ungu flughersmanna Englands. Og það var einmitt forsætisráðherrann, sem taldi í þá kjark, beindi áhuga þeirra fram á við og sýndi þeim sig- urtakmarkið. Hann ól manna mest á því, að hlutverk þeirra væri fyrst og fremst að sigrast á hinum þýzka flugflota. Jafnframt þessu talaði Churchill kjarkinn í þjóð sína á hinum erfiðu tímum í fjöldan- um öllum af ræðum, — meðan hún stóð ein, — allt þar til Sovétríkin og U.S.A. gengu í lið með Bretum. Ræður Chur- chills munu löngum verða taldar sígildar ræður sinnar tegundai'. Churchill var aldrei myrk- ur í máli og horfði raunsæjum augum á ástand og vfðhorf líð- andi stundar og framtíðarinnar. „Blóð, erfiði, tár og sviti . . Lýkillinn að álhrifaafli Ghur- Framh. á 6. síðu. Salirnir opnir í kvöld og næsfu kvöld Tjarnarcafé hJ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.