Alþýðublaðið - 28.06.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.06.1945, Blaðsíða 6
I ALÞVÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. júní 1945 Hljomsveitarstjórínn og dætur hans var Lo-Johansson Auglýsingar, Það er Ted Steele, hljámsveitarstjóri í New York, sem er að leika á píanóið fyrir dætur sínar, Susan, 3ja og Sally, 2ja ára. Framfarír í frh. iaf 4. síðu. var 15 km. vegalengd frá kauptúninu. Þegar fjölga fór í kauptúninu, þótti ýmsum erf- itt að sækja sundnám þessa vegalengd. Þá var það, að einn útvegsm'anna á staðnum lét byggja sundlaug niðri í þorp- ínu 6X15 m. að stærð. En notast varð við kalt vatn í hcnni. En kalt vatn er ávalt nokkur hindrun í því, að sund- námið sé jafn almennt og þörf er á. íþróttafélagsmenn ásamt öðrum ahugamönnum fóru því að svipast um eftir heitu vatni i.ær kauptúninu. Fóru þeir til cg grótfu í svokölluðu Ósbrekku engi og fundu þar 29 gráðu heitt vatn. Var þá byrjað að grafa fyrir sundlaug á þessum stað. En í því sambandi vakn- aði á ný áhugi manna fyrir að 'Jeiða heita vatnið framan úr dalnum og rlota það, til að hita upp hús okkar og sundlaug, eins og ég hef áður getið. Upp- hitun húsanna höfum við þeg- ar fengið, eins og áður getur, og nú er verið að ljúka við sundlaugarbygginguna. Byrjað var á henni vorið 1942 og er hún að stærð 8X25 m. Rúnings klefar eru fyrir 50 manns. í sambandi við hana eru bæði gufu'bað og steypiböð. íþróttafélag Ólatfsfjarðar, sem kalla má arftaka ung- mennafélagsins, hefur beitt sér fyrir sundlaugarbygging- unni.“ Rafstöðin, vegasam- bandiö og hafnar- geröin. — Hvað líður raforkumálum ykkar, húsabyggingum, vega- málum og hafnargerð? „Við höfum vatnsknúna raf- stöð, 250 hestafla, og var byggingu hennar l'okið 1943. Erinþá veitir stöðin okkur nóg rafm'agn til ljósa og suðu, en sýnileg þörf er á meiri orku, vegna iðnaðar. Á s.l. ári var talsvert um byggingar á okkar mæli- kvarða. Voru þá fullsmíðuð um 10 íbúðarhús. Um vegamálin er það að segja, að vegurinn frá Ólafs- firði er nú kominn fram alla sveitina og vantar aðeins lítið eitt til, að hann bomist í sam- band við Skagafjörð og er ætl- unin að ná því takmarki í sumar. Á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar 200 þús. kr. til Ólafs- fjarðarvegar þ. e. til að full- gera veginn til Skagafjarðar. Stytzta leiðin fyrir okkur til að komast í samband við ak- vegakerfi landsins, er yfir há- heiði niður Fljótin eftir Sléttu hlíðinni og inn á Suðurlands- veginn í Skagafirði. Þá er það hafnargerðin. Eins og að líkum lætur í bæ, sem allt sitt sækir til hatfsins, er góð höfn undirstaða lífsaf- komu íbúanna. Upphaf hafnargerðar í Ólafs firði má óhikað telja bryggju- gerð, sem litvegsmenn þar létu byrja á á árunum 1921—22. Steinbryggja sú, er þá var byggð, hefur 'srfellt verið stækkuð frá ári til árs, að svo má heita. I þessu sambandi vil ég til gamans geta þass, að fyrstu steinsteypuker, sem sett voru niður við strendur landsins voru fyrs'ta stig þessarar bíyggjusmíðar árið 1922, og hafði Sveinbjörn bróðir nu'nn, forgöngu um þá framkvæmd. Nú eru þegar unnar hjá okkur stórvirkar hatfnarbætur með byggingu tveggja hafnar- garða. Annar er að norðan, en hinn að vestan við bryggjuna, og koma þeir til með að mynda hina ágætustu bátahötfn. Til þessara fram'kvæmda var í fyrra varið hálfri miljón kr., og áætlað til þess nú á fjárlög- um 150 þúsund krónur, sem þegar hafa verið greiddar. * SJávarútvegur og bú- skapur. En úr því að við minntumst á hafnar- og vegamál okkar í Ólafsfirði, vil ég nota tækitfær- ið og biðja blað þitt að færa núverandi samgöngumálaráð- herra, Emil Jónssyni, þakkir okkar Ólafsfirðinga fyrir glögg- an skilning og einlægan áhuga hans á þessum framfaramál- um okkar. Slíkt hefur hann sýnt bæði sem vitamálastjóri og samgöngumálaráðherra. Við treystum því, að í kjölfar bættra hafnarskilyrða sigli aukinn skipastóll. Útvegsmenn okkar hatfa mik inn hug á að atfla sér nýrra og stórra báta. og eiga nú í Framhald á 7. síðu. Framh. af. 5. síðu ar. Kungsgatan er meitluð og markviss þjóðfélagsádeila, ske- legg vörn fyrir hina vesælustu meðal vesælla. Hún er borgar- saga, en þó í riánum tengslum við það umhverfi, sem Godnatt, jord gerðist í. Hér fjailar Ivar Lo-Johansson um börn sveit- anna, sem leitað höfðu til hö'f- uðborgarinnar og mun víða 'byggja á reynslu sjálfs sín eft- ir að hann fór að heiman og lagði leið sina til Stokkhólms. En sömu sögu er raunar að segja um allar bækur hans. !' Hann fjallar al'ls staðar um efni, sem hann sjálíur þékkir og skil , ur, byggir listaverk sin á grunni litfsreynslu og lifsþekkingar sj'álfs sín. Statarna er smásagnasafn í tveim bindum og gerist heima í ættbyggð Ivars Lo-Jo'hanssons. Það er bókin um húsmennina sænsku, stéttina, er taldi hálfa milljón manna upp úr aldamót umun og hafði búið við skort og kúgun um aldir. Myndirnar, sem Ivar Lo-Johansson dregur þar upp úr lífi stéttar sinnar, eru glöggum lesendum ógleym anleg listaverk. Hvergi hefur Ivari Lo-Johansson betur tekizt en í þessum snilldarlegu sögum sinurn af sænskum Ihúsmönn- um, hvergi eru lýsingarnar ná- 'kvæmari og snjallari, málið hvergi þróttugra og fegurra, lílfsreynslan hvergi meiri. Ó- gleymanieg er myndin af því, þegar gömlu dráttardýrin, ux- arnir, eru orðnir ónauðsynlegir vegna þess, að dráttarvólar hinnar nýju aldar hafa leyst þá af hólmi. Þá eru þeir teymdir á blóðvöl'linn og felldir eftir langa og dygga þjónustu. En svo mikil sem samúð höfundar ins er með dýrunum, er þó bók in fyrst og fremst byggð á sam úð bans með fólkinu, sem hún fjallar um. Statarna eru í senn kveðja til illrar fortíðar og heils un til betri framtíðar. Höfund- ur þeirra skilur, að húmenn- irnir standa á mótum tveggja alda. Öld kúgunarinnar, hinnar andlegu 'og líkamlegu áþjánar, er að kveðja, en öld tfrelsis og farsældar heilsar. Bókin er köld kveðja í garð þess stjórn- arfars, sem riikti i Svíþjóð allt fram á daga Ivars Lo-Johans- sons og hughlý heilsun verðandi rtfki jatfnaðarstefnunnar og sam vinnuhrey’fingarinnar, sem fell'du álagahaminn af sænskri alþýðu og gerðu þjóðfélags- drauma Ivars Lo-Johanssons óg samherja hans að veruleika. Bara en mor var síðasta skáldsaga Ivars Lo-Joíhanssons frá því fyrir stríð. Hún gerist einnig uppi í sveit og minnir um margt á Godnatt, jord og sumar sögurnar í Statarna. Hún er snilldarleg þjóðlí'fslýsing og flytur alvarlega og tímabæra boðun á sérstæðan og óvið.iafn anlegan hátt eins og allar aðrar ar 'bækur Ivars Lo-Johanssons. II. Bækur Ivars Lo-Jo,hanssons bera menningarbaráttu sænskr ar alþýöu þessarar aldar glæsi legt vitni,. Jvar Lo-Joihansson hefur eigi aðeins sótt sér yrkis efni í líf og starfsheim allþýðu stéttanna. Hann ritar og á máli þeirra, hótt hann hafi. lyft því á hærra stig snilldar sipnar og frásagnar. Hinn sjálfmenntaði húsmannssonur af Sörmanlandi sem háð hefur stranga lífsbar- áttu, hefur á tvei.m áratugum unnið það mikla afrek að kom- ast í itölu snjöllustu og mennt- uðustu rithöfunda þjóðar sinn ar. En jafntframt er hann ske- leggasti fulltrúi og málsvari al- þýðu Sviþjóðar i hópi sænskra rithöfunda. Hann hefur unnið sér viðurkenningu bókmennta- fræðinga þeirrar þjóðar, sem á sér glæsilegustu bókmenntir Norðurlanda. Og vinsældir þær, ,sem hann nýtur meðal alþýðu- stétta þjóðar sinnar, 'bera þess glögg vitni, að sænsk alþýða Skann fullkomlega að meta þenn an málsvara sinn í hópi. rithöf- unda þjóðar sinnar og þýðingu bóka hans fyrir menningu sína og frelsisbaráttu. Því er ekki að neita, að bæk ur Ivars Lo-Johanssons eru flestar þungar i vötfum. En fáir sænskir rithöfundar skrifa hon um fegurra og þróttmeira mál né beita honum meiri tækni í stíl og frásögn. Ivar Lo-Johans son hefur vaxið af hverri nýrri bók, sem frá honum hefur kom ið. Enginn sænskur rithöfundur lýsir betur en hann lífi og starfi fólksins, sálarlífi þess og hugsunarhætti, vonum þess og kröfum. Hann er snillingur skáldlegra lýsinga og iþróttugr- ar frásagnar. En jafnframt er hann hinn glöggskyggni raun- hyggjumaður og róttæki jafn- aðarmaður. Hann ,er pólitískt skáld, þótt bækur hans flytji ekki áróður fyrir sérstakan stjórnmálaflokk. Þær flytja á eftirminnilegan hátt skoðanir og stjórnmálastefnu kynslóðar Ivars Lo-Johans'sons — kynslóð arinnar, sem frelsaði húsmenn ina og verkamennina í Sviþjóð úr fjötrum kúgunar og kyrr- stöðu og gerði land sitt að ríki, jafnaðarstefnunnar og þjóð sina menntaða, stórhuga og framtaksdjarfa. Þros'kaferill Ivars Lc-Johans sons er vissulega merkilegur. Hann fór ungur út í heiminn til þess að hevja harða baráttu og vinna sigra. Hann stóðst raun þeirrar baráttu með einstæð- um hætti.. Hann af.laði sér rnarg víslegrar lífsreynslu og' fjöl- þættrar menntunar. Hann kynntist eigi aðeins kröppum kjörum stéttar sinnar og þjóð- ar. Iiann kynntist og kjörum verkalýðsins á Bretlandi og Frakklándi ei.ns og fyrstu bæk ur hans vitna um. Og hann dró af öllu þessu mikla lærdóma sem maður og verðandi rithöf- undur. Sem heimsborgari og jafnaðarmaður hvarf hann aft- ur heim til þjóðar si.nnar og helgaði sig köllun sinni. En heimsborgarinn Ivar Lo-Johans son bar aldrei Svíann Ivar Lo- Johansson otfurli.ði. Ivar Lo- Johansson gleymdi aldrei draumum sinum frá æskuárun um heima á Sörmanliandi. Þess vegna ihvarf hann aftur heim til þess að velja sér yrkisefni og verkefni úr lífi og starfsheimi stéttar sinnar og feðra sinna. Þess vegna varð hann hið mikla skáld og glæsilegi málsvari sænskra verkamanna og smá- bænda. III. Ivar Lo-Johansson hefur í snilldarlegum þætti, úr sjálfs- ævisögu sinni lýst því, er hann um jólaleyti á fyrstu árum sín um I Stokkhólmi stóð á mót- um Horns'götu og Hringbrautar og seldi jólatré. Síðar frétti hann, að þá hefði annar maður, er síðar varð samherji hans og vinur, staði.ð tíu skref frá hon- um og safnað fégjöfum handa atvinnuleysingjum borgarinnar. Það var Eyvind Johnson. Þessi skyndimynd af hinum tveim mönnum, sem síðar urðu fræg- ustu alþýðuskáld Sviþjóðar, er vissulega táknræn. Ivar Lo-Jo- hansson er önnum kafinn i bar áttunni fyrijr daglegu brauði. Eyvind Johnson er önnum kaf- sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, fyrir kl. 7 aS kvöldi nn við að veita nauðstöddum samborgurum sínum hið eina fuJltingi,, sem hann fékk við komið þá stundina. En senni- lega hefur þeim báðum verið ljóst, að meira þyrfti með ef vel œtti að vera en selja jólatré og safna nokkrum aurum meðal vegfarenda handa hinum at- 'vinnulausu. Og 'báðir breyttu þeir samkvæmt þeim skilningi. Þeir fylktu alþýðu lands síns og kenndu henni að gera mikl- ar kröfur til annarra og sjálfr- ar sín. Og árangurinn af því startfi er vissulega mikill. Al- þýða Sviþjóðar var sem heild á mótum nýrrar aldar eigi síð- ui’ en Ivar Lo-Johansson og Ey- 'vind Johnson sem einstakling- ar, þegar þeir stóðu á mótum Hornsgötu og Hringbrautar- Alþýða Sviþjóðar bar gæfu til þess að taka völdin í sinar hend ur og velja sér framsýna og skelegga foruslumenn. Og hún eignaðist sín snjöllu skáld og mikilhæfu menningartfrömuði. í þeim hópi starida þei.r Ivar Lo-Johansson og Eyvind John- son fremstir allra. IV. Það er vissulega ilrla farið, að bókmenntir hinnar yngri skáldakynslóðar Svíþjóðar skuli 'lslendingum svo ókunnar sem raun ber vitni. Það e.r þjóðinni, sem byggir sögueyjuna, Mtið menningarvitni, að rithöfundar eins og Ivar Lo-Johansson og Eyvind Johnson, Vilhelm Mo- berg og Harry Martinsson hafa verið henni svo að segja óþekkt fyrirbæri. En góðu heilli virð- ist nú vera úr þessu að rætast. Skáldsaga Ivars Lo-Johanssons, Kungsgatan (Gatan), er ný- komin út. í islenzkri þýðingu og skáldsaga Mobergs, Mans kvinna (Eiginkona), birtist þessa mánuðma í einu af blöð- um okkar. Báðar vekja þessar bækur-miklá athygli meðal ís- lenzkrar alþýðu. Og Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að fleiri snilldarver'k hinna sænsku fjórmenninga verði hér á boðstólum. Það má teljast til tíðinda, að íslenzkt blað flytji langan greinaflokk eflir erlendan rit- höfund slikan sem Ivar Lo-Jo- hansson. Slíkt skáld er ekki unnt að kvnna í stuttri blaða- grein þannig, að því séu þau skil gerð, sem verðleikar standa til. En trúlegt er, að íslenzk al- þýða og aðrir lesendur Alþýðu blaðsins telji það nokkurs um vert að lesa greinaflokk Ivars Lo-Jobanssons og vilji gjarna hafa atf honum nánari. kynni að þeim lestri loknum. Því að Ivar Júo-Johansson er rithöfundur, sem grelndir alþýðumenn og frjálslyndir menntamenn lesa, skilja og imeta mi'kils. Hann er glæsilegur fulltrúi. norrænna al þýðuskálda, sem fyrir löngu hefði átt erindi til íslands — ekiki vegna sín heldur vegna okkar. Helgi Sæmundason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.