Alþýðublaðið - 25.11.1945, Page 5
Simnudagur 25. nóv. 1945
) .
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Kristmann Guðmundsson um heiðursfélagakjör
norska rithöfundasambandsins. — Danir kaupa
vefnaðarvöru hér í stórum stíl. — 92 smálestir áttu
að fara með Drottningunni, en ekki nema 60 smá-
lestir komust með henni.
Aftur í Port Arthur.
Þeir, sem muna stríðið milli lússa c.g Japana 1904—1905 kannast vel við Port Arthur,
hína rammlegia víggírtu flotastöð við G-uia haf, semi svo lengi var barizt, en Japanir tóku
að lokum og hafa síðan haldið ,ar til í sumar. Nú eru Rússar kominir þanga'ð aftuir og sýn
ir myndin rússneska sjóliðsmenn vera að draga rússneska fánann að hún yfir borginni.
Endaiok einræðisherranna,
Kristmajvn guðmonds-
SON rithöfundur hringdi til
mín af tilefni ummæla minna
nýlega um heiðursfélagana í
norska rithöfundasambandinu.
Kristmann, sem er félagi í sam-
bandinu, sagffi: „Hjá þeim, sem
hafa verið aff ræffa þetta mál und
anfariff — og ég hef orffiff var viff
gremju út af því aff enginn fs-
lendingur var gerffur aff heiffurs-
félaga á þessu merkisafmæli sam
bandsins, — gætir allmikils mis-
skilnings og mér sem félaga í sam-
handinu er skylt aff leiffrétta
hann.
ÞAÐ MUNU nær en'gin dæmi
til þess að norska rithöfundaisam-
bandið, hafi kjörið 'beiðursfélaga,
menn sem væru undir 65 ára aldri.
Ég held að sjaldan, eða aldrei hafi
Norðmenn kjöri'ð skáld að heiðurs
félögum, fyrr en Iþau væru í raun
og veru hætt að skrifa. Þetta er
að vissu leyti eðlilegt. Við vitum
báðir hve ofsalega er deilt um
skáld og rithöfunda, svo heiðurs-
félaigakjiör er ákaflega viðkvæmt.
ÉG SÉ EKKI hvaða íslenzkt
skáld, yfir 65 ára að aldri, Norð-
mennirnir gátu gert að heiðurs-
félaga sínum. Ég efast alls ekki um
að Norðmennirnir hafi leitað sér
upplýsinga um þetta atriði. Allir
helstu rithöfundar okkar eru nú
miðaldra, nokkrir fyrir ofan þann
aldur, og allmargir fyrir neðan.
Ég get ekki ásakað Norðmennina.
Það er sjálfsagt að vera stoltur en
það stolt má ekki byggjast á mis-
skilningi."
MEÐ DRONNING ALEXANDR-
INE á fimmtudag fór meiri pakka-
ppstur en nok'kur dæmi eru til áð
ur. Alls fóru 450 pokar af slítoum
pósti. Sýnir það að Reykvíking-
ar hafa sent vinum sínum í Dan-
mörku og Noregi' myndarlegar
gjafir að þessu sinni. — En það er
líka annað í sambandi við þetta
sem allmikið er nú rætt í bænum,
og hefur valdið nokkrum kvíða.
Með skipiruu áttu að fara 92 smé-
lestir af ýmiiskonar vefnaðarvöru,
en með því komust ekki nema 60
smélestir. Hitt verður að bíða.
HÉR ER UM vefnaðarvöru að l
ræða, sem Danir, sem hér hafa
dvalið nndanfarið, hafa keypt hér.
Er til dæmis sagt að þessir menn
hafi keypt upp heilar byrgðir af
vefnaðarvöru hjá 'heildsölum sem
ekki hafi gengið ut hjá þeim. En
auk þess munu þeir hafa keypt all
inikið í búðum af nærfötum, sokk-
um skyrtum, kjólaefni og jafnvel
fataefni, auk . tvi'nna og ýmislegs
smiávegis. Margir óttast að ef þessu
heldur áfram þá verði. fljótlega
þurrð á vefnaðarvöru hjá o'kkur.
Það verðuæ að sjálfsögðu að hafa
gætur á 'þessu. Við fáum skamm-t-
aðan kvóta í Bandaríkju-num fyr
ir vefnaðarvörur og við eyðum
dollurum okkar til að greiða þær.
Við getum ekki síðan selt öðrum
þjóðum af þessum kvóta okkar.
ÞAÐ SJÁ ÞAÐ líka allir,
að þó að danskir m-en-n kaupi hér
upp vefnaðarvönu þá rruun það
hrökkva skammt til þess áð fylla
upp þarfir diötnsku þjóðarinnar. Þó
að Magasin du Nord til dæmis
hafi sent hin-gað mann og bann
hafi keypt um 50 smiá’lestir af
vefnaðarvöru, þá er ekki -gott að
sjá hvernig danskur alm-enningur
á að verða aðnjótan-di þessara
vara. Það er barizt um hverja flík
í Danmörku og þó að dálítill
slatti komi, mun ekki hægt annað
en að miðla því bakdyramegin til
'kunninigja. Það er því, 'hvernig
sem á málið er litið, alveg þýðing-
arlaust að leyfa útflutning á vefn
aðarvör-u hér. Auk þess, sem við
getum ekki -undir neinum kring-
umstæðum misst þessa vöru.
HIN takmarkalausa bjart-
sýni og sjálfstraust eru ein
höfuðeinkenni hvers einræðis-
herra. Hann trúir því, að hægt
sé að bæta úr öllu, hversu ó-
viðráðanlegt sem ástandið kann
að vera. Trú Hitlers á sigur
ha-ns virtist aukast eftir því,
sem herir bandamanna nálguð-
ust Berlín meira. Þetta er þó
ekki séreinkenni á einræðis-
herrum nútímans. Napóleon,
hinn mikli lærifaðir Hitlers,
átti til að bera sams konar ó-
takmarkaða sjálfstraustið. T. d.
skrifaði hann bréf til Maríu
Lovísu keisarafrúar, þ. 11. nóv.
1812, á tímum rússnesku gagn-
sóknarinnar, og í því standa
þessi orð:
„Eg hveilf nú til Póllands til
þess að setjast að 1 vetrar-
bækistöðvum mínum. Veðrið er
fyrirtaks gott, heilsan góð og
allt gengur samkvæmt áætl-
un.“
Raunveruleikinn var samt
allur annar. Hinn geysistóri
her Napóleons var ekki einung-
is á flótta, heldur allur tvístr-
aður. Meðan keisarinn sat í
tjaldi sínu og skrifaði frúnni
um það, hversu allt gengi vel,
féllu hermennirnir ýmist af
hungri og kulda og alls konar
öðrum vesaldómi, eða þeir
voru drepnir af kósökkunum
og líkin ótin af úlfuim. Bart-
sýnin, sem kemur fram í bréf-
inu, er sönnun fyrir oflátungs-
æði hans, sem gjörði honum ó-
fært að horfast í augu við
staðreyndir. Það, sem einræð-
isherrann óskaði sér, sat ofar í
huga hans en sjálfur veruleik-
inn.
„Minningar Goulancours“
innihalda einnig athyglisverða
hluti um þetta mál. Goulan-
cour, sem var einn af hirð-
mönnum Napóleons, var stadd-
ur á -fundi einum, sem Napó-
leon hélt með herforingjum
sinum, eftir að hann hætti að
geta veitt Rússum mótspyrnu.
— Þér skuluð, sagði keisarinn
við einn herforingjann, — fara
norður á bóginn með her yðar,
bækistöðvar og liðsforingjaráð.
— Herra, svaraði hershöfð-
inginn. Her minn er ekki til
lengur. Bækistöðvar mínar
eru tveir eldhússtólar, og ungi
liðsforinginn, sem stendur hér
á bak við mig, er sá eini, sem
eftir er af yfirmönnurn úr her
mínum.
1
FTIRFARANDI gtrein 1
um nokkra af frægustu
einræðisherrum veraldarsög
unnar er skrifuð af G. F.
Lilbenthal, og er þýdd úr
sænska tímaritinu „Allt í
fivkfarmat“.
Napóleon svaraði afundinn:
— Hvers vegna segið þér
þetta, þegar þér vitið, að þetta
fer í taugarnar á mér?
Ekki einu sinni fullkominn ó-
sigur Napóleons og handtakan
gátu komið honum til að hætta
að trúa á dagdraumana. Eftir
orustuna við Waterloo, þegar
hann var fluttur um borð í
B-elleplhoron, sem átti að flytja
hann til St. Helenu, skrifaði
vingjarnlegt bréf til hrezku
stjórnarinnar og mæltist til
þess, að það yrði tekið á móti
sér sem háttvirtum gesti í
Englandi.' — Lengra gat sjálfs-
blekking hans tæplega leitt
hann.
*
Rennum nú augunum ennþá
lengra aftur í tímann. Júlíus
Cæsar reyndi án efa allt hvað
hann gat til þess að verða keis-
ari yfir Rómaveldi, enda þótt
Shakespeare láti hann í leikrit-
inu afneita konungsdæminu
þrisvar sinnum. Cæsar vissi, að
efnt hafði verið til mótspyrnu
gegn honum, en lét það samt
ekki á sig fá, heldur fór í guð-
anna nafni á hina merkilegu
samkomu þ. 15. marz árið 44 f.
Kr. — Enginn skyldi þora að
berjast gegn honum sjálfum,
— Cæsari! En örlaganornirnar
klipptu á lífsþráð hans, rétt sem
þeim sýndist, þrátt fyrir allt.
Undrandi yfir því, að sjá bezta
vin sinn í hópi andstæðinganna,
hrópaði hann upp þessi frægu
orð: „Jafnvel þú, Brútus minn“
og hné siðan niður við Pompei-
minnismerkið með djúpa hnifs-
stungu. Aldrei hafði honum
komið til hugar, að nokkur
hinna nánustu vina hans kynnu
að vera annarrar skoðunar en
hann eð-a vildu ráðia hann af
dögum.
Sjálfselskan og innhverfan í
sálarlífi einræðisherrans eru
oft mjög áberandi þættir í því.
Þegar fór að sjá fyrir end-
ann á fyrri heimsstyrjöldinni,
var það ýmsum mönnum ráð-
gáta, hvað Vilhjálmur keisari
myndi taka til bragðs. AUa
sína tíð hafði sá maður verið
eins og toppfígúra á leiksviði.
Hann hafði jafnan álitið sig
„hinn mikla keisara,“ frelsara
heimsins og þann, er bezt kæmi
fram við mennina samkvæmt
vilja guðs. Hann var æðsta
persóna Þýzkalands þess tíma,
er var gegnsýrt af hetjuóperum
Wagners og ofurmenniskenn-
ingum Nietzsches.
Að minnsta kosti eftir eigin
hyggju, var keisarinn mjög
skarpvitur maður, —- tilvalinn
herforingi, hugmyndaauðugur
og diplómatiskur stjórnmála-
maður, smekkmaður á listir,
hljómlist, leikmenningu og
bókmenntir, — og þess vegna
einkar tilvalinn sem einræðis-
herra yfir þessu öllu saman. Að
þessu leyti minnir hann mjög
á Hitler. Einhver skyldi ætla,
að maður með svo háar hug-
myndir um sjálfan sig hefði
svo staðið sig eins og hetja,
þegar keisararíkið hrundi í
rústir.
Aðdáendur hans gerðu ráð
fyrir þvi, að á síðasta augna-
bliki myndi hann klæðast
hvítum einkennisbúningi, setja
hjálminn með gyllta arnar-
merkinu á höfuð sér, draga
sverðið úr slíðrum í fremstu
viglínu og falla eins og hetja í
W agnersóperu.
Eftir uppgjöfina þ. 11. nóv.
1918, biðu menn árangurslaust
eftir hetjudáðum keisarans. En
þegar hann sá, að allt var kom-
ið í kalda kol, brá hann sér í
einka-járnbrautarlest til Hol-
lands og keypti þar myndarlegt
sveitasetur, Doorn, aff greifa
einuim Bentinch að nafni. Þar
bjó hann til dauðadags, dró sig
í hlé og eyddi tímanum með
því að kljúfa spýtur í eldinn.
Að lokum kvæntist hann ekkju
einni, sem hann hafði þekkt vel
árum saman.
❖
Hver eru svo endalok ern-
ræðisherranna? Til að svara
þeirri spurningu, þarf ekki að
fara ýkja langt aftur í tímann.
Mússólíni og Hitler eru báðir
ágæt dæmi þess.
Segja má, að sögu Mússólínis
hafi lokið er hann var hand-
Frh. á 6. síðu.
Hannes á horninu.
Sendisveinn
óskast
í ritstjórn Alþýðublaðsins. — Vinnutími kl.
1—7. — Gott kaup.
Upplýsingar í ritstjórnarskrifstofunni í dag
frá kl. 1.
vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif-
enda í eftirtalin hverfi:
Austurstræti
Hverfisgata,
Bræðraborgarstígur,
Tjarnargata,
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. — SÍMI 4900.
_________________Alþýgublagig._________