Alþýðublaðið - 29.11.1945, Síða 5
Fimm tudagiu', 29. nóv. 1945.
AL»»YÐUBLAPH>
5
Burt með erlend orð. — Ágæt íslenzk orð eru til. —
Um revy og stoppistöð. — Hvað um drykkjupeningana?
MENN HAFA ÁHUGA fyrir
Því, að bæta íslenzkt mál og
tína úr því orðskrípi, sem slæðzt
kafa inn í það. Ég hef fengið nokk-
ar bréf af tilefni bréfs „Kgs“ um
daginn. En hann lagði til, að í
stað „revy“ kæmi skopsjá, en í
staðinn fyrir „stoppistöð“ kæmi
orðið „biðstöð“.
SIG. KR. SEGIR: „Mér líkar
ekki alls kostar við uppástungu
„Kgs“ um að taka upp orðið skop-
sjó í sað ,.Revy“. Urti þetta vildi ég
segja þetta: Ég legg til, að tekið
verði upp orðið „spésjá“ í stað
„Revy“ og ennfremiur .skopleikur í
,JFarce“, gamanleikur í stað
„Komedie“, sorgarleikur í stað
„Tragedie" og gleðileikur í stað
„Lystspil". Mér finnst að öfLl þessi
íslenzku orð nái alveg meiningu
hixma erlendu, sem of oft eru
nptuð.“
MÁLA-MAGNÚS SEGIR: „í
samlbandi við viðkomiustaði stræt-
isvagnanna, sem þér drápuð á ný-
lega, langar mig til að segja eftir-
farandi: Á stríðstímanumi í stór-
borg einni á meginlandi Evrópu,
hitti ég dag einn íslenzkam miennta
mann á götuihorni og fórum við
að ræða um, hvað staðir þeir
myndu iheita á íslenzku, sem kall-
aðir eru „Stoppested“ á dönsku
og „Haltestelle" á þýzku.
HANN ÁLEIT bezta nafnið vera
„áfangi“ eða „áfang,astaðir“, ég ó-
leit iþað of fjarri nútímabæjaximólli
og ihélt fram að „viðkomustaður“
væri eðlilegasta orðið. Þegar ég
kom heim, var fyrsta verk mitt
að Mta á stauraspjöldin, sem stræt-
isvagnarnir nema staðar við. Eins
og geta má nærri varð ég fyrir
vohbrigðum þegar þar stóð aðeins:
„S. V. R.“. Menn voru þá ekki
lengra komnir í nafngiftunum öli
þessi ár.
SVO FÓR ÉG að hlera eftir í
strætisvögnum sj álfum. iÞá heyrði
ég að vísu tal'að uim ,,stoppistaði“
en líka um ,,viðkomiusitaði“. Nú
Sbæði geta og eiga mólfræðingar
fyrst og fremst að :læra af vörum
fólksins um þróun málsins. Álykt-
un mín er því sú, að ekki komi til
mála að kalla þessa staði amriað en
„viðkomustaði“, sem þeir þegar
muruu heita meðal margra starfs-
manna strætisvagmanna.
„SOPPPISTAÐUR“ eða ,,-stöð“
getur fyrst og fremst ekki komið
til mála af því, að það er herfilega
ljót dönskusletta. „Biðstöð“ er
mjög' óheppilegt, fyrst og fremst
af því að ‘hér er ekki um neina
„stöð“ (station) að ræða, sem allt-
af er töluvert mannvirki, heldur
aðeins um stað. Og' óheppilegt er
að rugla þannig hugtökum saman.
f öðru lagi er venja að miða við,
farartækið og það „kemur við“
eða „nemur staðar“ en 'bíður ekki.
„Biðst|öð“ minnir á stöð (dbr. bið-
sal), þar sem menn koma sér
.kyrfilega fyrir og bíða en staldra
ekki við í nokkrar sekúndur eða
mínútur."
EINHLEVPUR SKRIFAR: „Síð-
asta róðstöfun verðlagsstjóra, að
ákveða þjónustugjald á veitinga-
stöðum var ágæt í sjálfu sér. En
það er hara sá galli á, að margir
átta stg ekki á því, að þetta -gjaid
eigi 'að koma í staðinn fyrir
drykk j upeninga na. Og þó mun
þetta vera ætlunin, þótt lítið sé
gert til að auglýsa það. — Ég fékk
nú samt að vita um þetta þannig,
að þjónn neitaði að taka við
drykkj upeningum af mér. Annair,
sem spurður var svaraði eittfhvað
á þá leið, að engin skylda væri
lengur að gefa drykkjupeninga,
en þeir gætu það sem vildu.
EF ÞETTA VERÐUR ráðandi
skilningur, þá eru drykkjupen-
ingagjatfir komnar á aftur fyrr en
nokkurn varir. Ekki v-egna þess að
menn vilji endilega gefa slíka
ölmiusu við hvern veitingaskammt
sem þeir fá. — Nei, þvert á móti.
Allir óska helzt að hafa hreina
reikninga. —■ En hitt er rétt, að
menn liorfa ekki í að greiða lítils-
Iháttar aukaþóknun í eitt og eitt
skipti, ef mienn halda að til þess
sé ætlazt. 0,g svo er þaö orðinn
siður fyrr en nokkurn varir.
ÉG HEF ORÐIÐ VAR VIÐ, að
sumir iskoða þjónustugjaldið sem
aðeins ‘grímubúna hækkun á veit-
ingum. Meiniugin sé að koma
drýkkjupeningunum á aftur. Nú
hefur veitingaskatturinn verið líka
lagður ofan á veitingarnar og hon-
um þar með velt aílveg yfir á neyt-
endurna. — Nú spyr ég: — Vegna
hvers heyrist ekkert orð um þessi
mlál frá veitinigamönnum eða
þjónium? — Mér finnst það satt
að segja dáMtið einkennilegt.“
Hannes á horninu.
vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif-
enda í eftirtalin hverfi:
Greffisgaia
AMstasrstræti
Hverfisgata,
Bræ^rab®rgarstlgi&r,
Tfaraargata,
TALH) VIÐ AFGREIÐSLUNA. — SÍMI 4900.
Alþýðubiam
Ferðasaga Jðrgen Petersen um Mið-Evrópu:
aapmansahðfn til Hamboraar,
ÞAÐ var tilviljun ein, sem i
réði því, að ég, á 6 vikna j
ferð um tfimm lönd Mið-Evrópu, j
varð sjónarvottur að ýmsu, sem
hlaut að hafa svo sterk áhrif á
mig, að ég líklega aldrei síðar
mun veroa íyrir slíku. Jafnvel
atburðirnir í sambandi við hand
töku mína 1944, yfirheyrslurn-
ar og fangavistin, standa mér ó-
ijósar fýrir hugskotssjónum en
áhrifin xrá þessari ferð um lönd,
þar sem fótspor blóðugrar styrj-
aldar báru vott um takmarka-
lausa eyðileggingu þjóða og
mannvirkja, þar sem lífsþróttur
og trúin á réttlætið virtust
hverfandi og lífsskilyrðin eru
orðin ámóta og tíðkast í fanga-
búðum.
Seint í sumar tók ég að mér
— um stundarsakir — vinnu
hjá sendiráðinu í Kaupmanna-
höfn. Þegar Lúðvík Guðmunds-
son skólastjóri, sem ferðazt
hafði um meginland Evrópu
sem fulltrúi íslenzka rauða
krossins til þess að hafa uppi á
íslenzkum ríkisborgurum og
veita þeim alls konar aðstoð og
ef til vill gera ráðstafanir til
heimferðar til íslands, kom til
Hafnar, ræddi ég oft við hann
um þetta viðfangsefni hans, og
vairð það úr, að hann fól mér
að útvega hentugan bíl til ferð-
arinnar og bað mig að aka hon-
fyrir sig á ferðinni. Vegna góðra
undirtekta einnar deildar
dönsku frelsishreyfingarinnar,
heppnaðist að fá á íeigu hentug-
an bíl. Þegar við svo, með mik-
illi fyrirhöfn, höfðu fengið árit-
uð vegabréf okkar hjá fulltrú-
um hinna hlutaðeigandi landa,
ákváðum við brottfarardaginn,
föstudaginn 14. september.
Ferðin suður eftir Danmörku,
þar sem uppskeran var í full-
um gangi, gekk eftir áætlun.
Skjóna (en þannig höfðum við
skírt bílinn) fylltum við af
benzíni í Padbórg og kl. 3 á
laugardag vorum við komnir að
þýzku landamærunum hjá
Krusaa. Gek-k afgreiðslan á
landamærunum greitt og kl.
3,15 vorum við aftur seztir inn
í Skjóna og ókum inn í Þýzka-
land. Hvað .mig snertir, var ég
fullur eftirvæntingar og óvissu-
kenndar, er ég ók inn í Þýzka-
land.
í fyrstu virtist ástandið mjög
líkt ástandinu í Danmörku; en
þegar í Flensborg varð munur-
inn auðsær. Þessi hálfdanski
bær, sem fyrrum hafði svo létt-
an blæ yfir sér, hafði aukizt
nijög að fólksfjölda. Á götum
og gangstéttum úði og grúði af
fólki; konur sem karlar, gamal-
menni og börn, —allir drógust
áfram með handvagna eða stóra
böggla. Flest var það sæmilega
til fara, þó t. d. væri undantekn
ing að sjá kvenmann í sokkum.
Flóttafólkið hefur margfaldað
íbúatölu bæjarins og þýzkur lög
regluþjónn sagði mér frá því,
að rupl og þjófnaður væru á
hæsta stigi þar. Hann áleit, að
6—7 manns byggju að jafnaði í
LÞÝÐUBLAÐIÐ flytur í dag fyrsta þáttinn úr ferða-
sögu Jörgen (VoIIa) Petersen um Mið-Evrópu. Haim
skrifaði ferðasöguna fyrir Alþýðublaðið, en ferðina fór
hann með Lúðvíg Guðmundssyni á vegum rauða krossins.
til að leiia uppi og aðstoða íslendinga í Þýzkalandi, Tékkó-
slóvakíu og Austurríki.
Þessi fyrsta grein Petersen segir frá ferðalaginu frá
Kaupmannahöfn til Hamborgar.
„Skjóni“ við landamæri Danmerkur og Þýzkalands hjá Krusaa.
Fólkið á miyndinni er, talið frá hægir: Wedell-Wedellsiborg hasr-
ónsfrú, Lúðvíg Guðmundsson og ungfrú WedelI-Wedellsbocg,
dóttir barónsfrúarinnar.
hverri 2ja herbergja íbúð. Þrátt
fyrir allt flóttafólkið, hefur
Flensborg allt annan svip yfir
sér en aðrar þýzkar borgir. Vel
viðhaldin hús eru þar í stað
rústa annarra þýzkra borga.
Öryggi í stað örbirgðar og ó-
vissu. Matvælaástandið er hér
betra en annars staðar, og hægt
er að fá allar þær vörur, sem
kaup eru leyfð á samkvæmt
skömmtunarseðlunum. Flótta-
fólkið, sem flest er austan úr
Prússlandi, hefur allt aðra skap
gerð en íbúarnir í Slésvík yfir-
leitt, og heíur alveg breytt lif-
sgurðum gamla konu til vegar
og brátt safnaðist múgur um bíl-
inn. Með alvörusvip virti fólklð
okkur fyrir sér og ung stúlfea
segh' við hliðarmann sirna:
„Þessir geta það. Þeir eru út-
lendingar og fara sjálfsagt fljótt
heim aftur — og svo eru þeir
með bílinn fullan af mat.“
Undir kvöld komum við til
Lúbeck, og eftir nokkra leit
fundum við KÖrnerstrassel8, en
þar býr Árni Sveinsson. Tóku
þau hjónin okkur tveim hönd-
um, og vildi svo vel til, að frú
Þóra Bjarnadóttir, sem við átt-
inu í borginni. Þrátt fyrir hið j um að leita uppi, var stödd hjá
tiltölulega öryggi, er ríkir
Flensborg, er brosið á andlitum
fólksins horfið. Jafnvel svipur
barnanna ber merki viðburða
síðustu ára, og þungi hlífðarleys
isins gleymist þeim enga stund
dagsins. Þrátt fyrir allt er Flens
borg sjálfsagt sá bær Þýzka-
lands, sem hefur mestan mögu-
leika á að veita íbúum sinum
viðunandi lífsskilyrði.
Ferðin hélt áfram um Slésvík
og Kiel til Lúbeck. í Slésvík eru
litlar skemmdir af völdum
sprengjuvarps, og fyrst er til
Kiel kemur, sjáist veruleg ume
merki stríðsins. Öll bygging
umhverfis höfnina, á margra
ferkílómetra svæði, er gjörsam-
lega horfin. Höfnin var troðfull
af skipum, er öll voru meira og
minna sködduð. 90% af búðun-
um eru lokaðar vegna vöru-
skorts. Bæjarbúar hraða göngu
sinni og líta undan, er þeir fara
framhjá rústahaugunum. Við
AUiLISIÐ t álÞYDUiláDINU
Rústir eftir loftárásimar á Lúbeck.
Arna í heimsókn.
Lúbeck var ein hinna þýzku
borga, er fyrst varð fyrir stór-
árás úr lofti. Á að gizka einn
fjórði bæjarins eyddist; sérstak
lega varð jniðbærinn illa úti.
Unnið hefur verið af kappi við
ruðning í rústunum frá þvi
árásin var gerð; þö er ennþá
hægt að finna hverfi, þar sem
rústirnar liggja ósnertar, þar
sem húsarústir og steinahrúgur
þekja göturnar. Þar eð mest
voru notaðar íkveikjusprengjur,
fórst ekki svo margt manna í
Lúbeck. Tala íbúa í Lúbeck er
nú eitthvað um 300 þúsundir
eða nálægt helmingi hærri en
fyrir stríð. Brezku hernaðaryf-
irvöldin hafa lagt undir sig
talsvert húsnæði fyrir lið sitt
og skrifstofur, en þessu virðist
þó hafa verið stillt mjög í hóf.
Húsnæðiseklan er í Lúbeck, eins
og hvarvetna í Þýzkalandi,
ískyggileg.
í býti næsta morguns er ég
ók um bæinn til þess að svipast
um, átti ég tal við unglingspilt,
er um nóttina hafði laumað sér
yfir takmarkalínuna millí
brezka og rússneska hernáms-
svæðisins. Tekinn og horaður,
þjáður af erfiðleikum flóttans,
skýrði hann mér frá síðustu
tveim sólarhringunum. Hann
hafði verið í nágrenni Berlínar
frá því-er stríðinu lauk, en fjöl-
skylda hans bjó nálægt Ham-
borg. Hafði hann farið fótgang-
andi alla leiðina og laumað sér
yfir í næturmyrkrinu. Niðri í
skurði, blautur upp að mitti,
komst hann framhjá varðliðinu.
Ég spurði hann um ástandið á
rússneska svæðinu, en hann
Framfhald á 6. síðu.