Alþýðublaðið - 06.12.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.12.1945, Blaðsíða 6
« ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagminn 6. des. 194S> Hin nýja ítffáfa íslend- inga- sagna B«SrP' sa 'vaf m m Ajllir íslendinga hljóta’ að vera á einu máli um það, að íslendingasögur séu dýrmætasti bókmenntaarfur, sem þjóðinni hefur hlotnazt. Meðal þessara sagna eru mestu snilldarverk, sem henni hefur auðnast að skapa og standast samanburð við höfuðrit heimsbókmenntanna. Þær setja henni fyrir sjónir djarflegustu manndómshugsjónir forfeðranna, fullkomnasta íþrótt frásagnar og fegurst mál. Þær eru henni nákomnari, auð- lesnari og skemmtilegri aflestrar en nokkur Önnur fornrit. Það er fjarstæða, að þær skuli ekki vera til í fallegri heildarútgáfu á hverju ís- lenzku heimili. Takmark hinnar nýju útgáfu er að bæta úr þessu og bæta úr því undir eins. MUNIÐ ÞETTA: 1) Útgáfuna annast einn reyndasti og kunnasti fornritafræðingur landsins, magister Guðni JSnsson. * •.* 2) AOLLAR sögur og þættiir, sem máli skipta, eru teknar meO, sumar alveg ókunnar almenningi. 3) Sami smekklegi svipurinn á allri útgáfunni, sama letur og sami pappír, vel vandað til alls. 4) Kaupendum verður tryggt bæði fallegt og ódýrt band. 5) Áætlað er, að útgáfunni verði lokið á aðeins einu ári, svo að ekki þarf að bíða von úr viti e tir henni. 6) Verðii er ótrúlega lágt, jafnvel þó að borij sé saman við bókaverð fyrir stríð, 12 bindi, sem innihalda 110 sögur og þætti, fyrir einar 300,00 krónur. 7) Ágætar undirtektir almennings hafa pega: sýnt, að þessi útgáfa bætir úr brýnni þörf, og hver nýr áskrifandi, sem bætist við, tryggir betur góðan framgang þessa nauðsynjaverks. Kjörorð vort er: ÁLL&iS fSLENDENGA SÖ6UR INN Á IIVERT ÍSLENZKT HEIMBLI. íslendingasa útgáfan Eg undirrit.......gerist hér meÖ áskrifandi að hinni výjú útgáfu íslendingasagna. Nafn Heimili Póststöð Hr. mag. Guðni Jónsson, Pósthólf 523, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.