Alþýðublaðið - 29.12.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.12.1945, Blaðsíða 3
lÆugaíáagur 25. 4«& 1945. _______ALÞYÐUBLAOig __________ __________________ - » Vfðbúnir ölki. Á mynd þessari má sjá aragrúa af flugvélum Bandaríkjamanna á flugvelli einum í Japan. — Þarna eru þær til taks, ef ske kynni, að Japanar framfylgdu ekki uppgjafarskilmálunum. Myndin er táknræn um ofurvald bandamanna nú. Hún hefði tæpast getað hugsazt fyrir emu an. StirMðð heimsins taka jfirleitt vei ákvðrðnnam Noskvafnndarins. Rómaborgarblöðin felja þó ákvarðanimar aflurför frá Potsdamfundinum EINS og frá var skýrt 1 gær lauk fundi utanríkismála- ráðherranna í fyrradag og var 'birt ítarleg skýrsla um störf fundarins í fyrrinótt. Meðal ákvarðana þeirra, sem teknar voru, auk þeirra um kjamorkum dið, sem áður hefir verið getið, var sú, að bráðabirgðastjóm á lýðræðisgrund- velli yrði sett á fót í Kóreu og mun hún eiga að njóta að- stoðar fulltrúa Rússa og Bandaríkjamanna. Enn fremur munu hin þrjú stórveldi, er hér eiga hlut að máli, viður- kenna stjórnir Búlgaríu og Rúmeníu. Emest Bevin kom til London í dag frá Moskva. Stórblöð heimsins taka úrslitum þessa fund'ar yfirleitt vel, enda þótt sums staðar kenni nokk urra von'brigða. Mifelar róstar ven víðast hvar í Paiestínu í gær, eiflfean JerAsalem ------4------ Brynvarðar bífreiðir aka um göturnar til aS haEda uppi reglu. A Ð UNDANFÖRNU hafa verið miklar óeirðir víða í Palest- ínu, einkum í Jerúsalem og hafnarborginni Tel Aviv. Meðal annars var þess getið í fréttum, sem þaðan bárust í gær, að 6 lög- reglumenn hefðu beðið bana í róstum en 11 særzt. Vopnaður lög- regluvörður er nú víðast hvar á götum Jerúsalem og hermenn aka um borgina í brynvörðum bifreiðum. Er talið, að hinn svo- nefndi Stem-óaldarflokkur sé valdur að hryðjuverkum síðustu daga í borgum þessum. Lu ndú nafregnir í gær herimdu, að Bretar hefðu orðið Bevin, utanríkismálaráðherra Breta er kominn til Bretlands úr för sinni til Moskva. Hann mun dvelja um hríð á Checquers sveitabústað Attlee forsætisráð herra Breta og gefa honum þar nákvæma skýrslu um það, sem fram fór milli utanríkismálaráð herranna í Moskva. Bresk blöð taka úrslitum við- ræðufundarins yfirleitt mjög vel, en teija þó ýmsa vankanta á þeim Telja þau, að hér sé yfirleitt um ákjósanlega mála- miðlun að ræða. Hins vegar telja blöðin, að illa hafi farið um Iranmálin, þar hefði átt að taka þau fastari tökum og kveða skýrt á um hlutina. Blöðin í Washington taka yf- irlýsingu utanríkismálaráðherr anna yfirleitt vel líka., en sum þeirra drepa á, að Byrnes, utan- ríkisráðherra Bandaríkjamanna, hafi reynzt full undanlátssamur. Blöðin á Frakklandi kveða við í svipuðum tón og hin brezku og amerísku, en bera fram af- dráttarlausar kröfur um að Frakkar fái að hafa fulltrúa á öllum þeim ráðstefnum, er haldnar kunna að verða um mál efni Balkanríkjanna. Hins vegar eru blöðin í Róma borg heldur kuldaleg út af fundi þessum og segja meðal annars á þá leið, að ákvarðanir ráðherr anna tákni stórt spor aftur á bak frá Potsdamfundinum. Hér hatfi linjlega verið tekið á mál- unum. Rússneska blaðið Pravda er mjög ánægt með fundinn að því er Lundúnafregnir herma, eink- anlega um framtíðarfyrirætlan- ir um Japan og Kóreu. Byrnes, utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna lagði á- herzlu á það, er hann hélt heim að í hinni sameiginlegu tilkynn ingu utanríkismálaráðherranna væri greinilega skýrt frá öllum samkomulagsatriðum og engin ástæða væri til þess að ætla, að um neina leynisamninga væri að ræða. Sáttafundur í Kína T FYRRADAG var igreint frá * jþví í fréttum, sem borizt höfðu frá’ Chjunjgkimg, aðalbæki stöð Jdnversku stjórnarinnar, að fulltrúar tfhá kommúnistium og miðstjórnarinnar Ikinverisíku, sem sæti í Chungking, undir forustu Ching Kai-shek, hafi Sötið á fundum til hess að reyna að ræða um það, Ihvernig Ibinda* megi enda á borgarastyrj'óld þá, er geisað hefur lí Kína að undan fömu. En eins og kunnuigt er, hafa* kommúnistískiar hersveit- ir reynt að má á sitt vaM kí*n- verskum héruðum, einkum i igrend við hinn fræiga kínversiba múr 0|g hefir iþar komdð til* mik- ila átaka, eins og kummuigt er af fyrri f.ré.ttum. Rétlarhöld yfir jap- öaskun hershöfð- ingjum. INÆSTA mánuði munu hefjast í Singapore réttar- höld í málum japanskra hers- höfðingja. Meðal þeirra, sem leiddir verða fyrir rétt, er Ani- mura hershöfðingi, en hann hafði umsjón með stríðsföngum í Austur-Indíum og víðar. Mun Yamashita hershöfðingi einnig hafa verið leiddur fyrir rétt, ef hann hefði ekki þegar verið dæmdur í Manila fyrir ým isleg hryðjuverk á Filippseyj- um. að tflytja meira herlið tiil Jerú- salem og fleiri stórlboiiga Palest ínu til þess að reyna ajð koma í veg fyrir frekari ihryðjuverk og skemmidairstanfsemi. Meðál amnai’s hefir skemmdarverka- mönnum tekizt að eyðileggja inokkrar aðal-iögreiglustöðvar lamdsins. Bi*ezk yfirvöld hafa meðal annars orðið að gripa til þeirra ráðstafana að setja á umferð- aiibann *í Jerúsailöm í iþeim hverf um, þar sem mest (hefir verið um róstur og árásir að undan- fömu. Matvælaráðherra Breta fer vestur um haf. AÐ va*r tiilkymmrt; í Lundiúna freknum í gær, að Sir Ben Smith, matvælaráðherra ÍBreta væri á förum vestur um haf. Mun hann þar eiga viðtal við ýsma áhrifamenn iBandaríkj- anna um öflun matvæla til' BretLands, er þar, ieins og kurrn ugt er, enn imikill skorttur á ýms um matvælum, ekki sízt vegna þess, að Bretar hafa isent rnilkl- ar ibirgðir til margra landa á meginlamdimu, sem eiga í vök að verjast eftir hörmunigair styrjaldarinnar. Eimmig veldur það miikilu um matvælaskorit á iBretlandi, að hörgull er á skipa kosti* til Iþess að flytja þangað matvæli. Sir Ben Smith hefir ibirt á- vanp til brezikra húsmæðra, þar sem þeim er þakkað það afrek, er þeir hafa uminið með spar- íeyitni og útistjónarsemá á þess um háskalegu styrjaldarárum. Er Ibúizt við, að úr matarskort- inum muni rætast innan skammis, etf vel er á málunum haldið. Brauðskömmtun fekin upp á Frakklandi Uppskerubrestur í landinu. AÐ var tilkynnt í London í gær, samkvæmt tilkynn- ingu frá París, að brauðskömmt un yrði aftur tekin upp á Frakk landi frá og með ,1. janúar næst komandi. Fyrir nókkru var hætt við brauðskömmtun *í landinu, en Obreytt sfefna brezku sfjórnarinnar í Indó- nesadeilunni C AMKVÆMT Lundúnafregn ^ um í gær, er viðræðufund um þeim, er forsætisráðherra og utanríkismálaráðherra H!oI- lendlnga hafa átt við brezku stjómina, lokið. í þvi isambandi er því lýst yfir, að brezka stjómin muni framvegis halda láfram á þeirri braut, er hún hefir til þess haft í deilumálunum við Indónesa. Birezka stjómin imuni, enn sem fyrr, leitast við að jafna deilumar og ikoma á ifriði og spekt á Java og öðrum eyjum í Austur-Indíium. lí sömu fregn var þess getið, að Clement R. Attlee, forsæt- isráðherra iBreta, hafi borizt aragrúi af jólakveðjium til bú- staðar hans í Downing Street 10. Þýzkur hershöfðingi dæmdur til dauða ÝZKUR hershöfðingi, Kurt Meyer að mafni, hefir verið dæmdur til dauða af einum dómstóli ibamdamanma. Hánn reyndist isekur um að hafa gef- ið iskipun um að lífláta Ikana- diíska herfanga, er teknir vom í Normandie, á siínum tima. Fárviðri á Suður-Eng landi T GÆR igeisaði mikið fár- viðri i iSuður- og iSuðaustur Englandi og olli það miklum skemmdum. í Luimdúnafregn- um uan þetta var þess meðal lannars getið, að skipaferðir á Ermar undi hefði lagzt miður vegna þess og mikil samgöngu vamdræði hefðu orðið. Seint í gærkveldi var veður tekið að slota. nú hafa stjórnaxvöldin séð sig knúin til þess að faka hana upp á ný. Orsakir til þessarar ráð- stöíunar munu aðallega vera iþær að uppskerulbresu'rtur hef- ir orðið á Frkklandi og eins hef ir minna iborizt af komvörum frá Bandaríkjunum, ®akir skipa sfcorts, en ætlað var.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.