Alþýðublaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 4
4 ALfrVPUBLAfcHW 0 Föstudagur S. marz 1946- -----------—— ----------♦ fUj>ijðnblaðtft Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símár: Ritstjórn: 4901 og 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 49l)6. Aðsetur i Aiþýðuhusinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Alþýðuprentsmiðjan hf. Hargra ára rógsmál fær sinn dóm. ------- r ÓMUR UNDIRRÉTTAR / í Iðnómálinu svonefnda, sem frá var skýrt hér í blaðinu í gær, mun vissulega vekja mikla athygli um land allt. Með þeim dómi hefur nú, þótt seint sé, verið kveðið niður (eitt svívirðilegasta rógsmál, sem á síðari árum hefur verið búið til í íslenzkum stjórnmál- - um; og rógberarnir standa nú berstrípaðir frammi fyrir þjóð- inni. * Það er öllum í fersku minni, hvernig þetta mál var til kom- ið. Þegar hinn skipulagslegi að- skilnaður var gerður milli Al- þýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins árið 1940, varð að sjálfsögðu um leið að ráðstafa þeim eignum og fyrirtækjum, Iðnó og Alþýðubrauðgerðinni, sem sameiginlegt fulltrúaráð beggja hér í Reykjavík hafði rekið þangað til, með því að eftir aðskilnaðinn urðu fulltrúa ráðin tvö, eitt fyrir flokkinn og ' annað fyrir verkalýðsfélögin. ( Því var það, að Alþýðubrauð- j gerðinni var breytt í hlutafélag með flokksfélögunum, verkalýðs félögunum og einstökum mönn- um sem hluthöfum, en Iðnó selt hlutafélaginu Alþýðuhús Reykjavíkur, sem flest hin sömu félög og einstaklingar eru hluthafar í og í Alþýðubrauð- gerðinni. Þegar salan á Iðnó og endur- skipulagning Alþýðubrauðgerð arinnar fór fram, höfðu komm- únistar ekkert við þetta að at- huga. En síðar hugkvæmdist þeim, að hægt væri að gera þetta að pólitísku rógsmáli í stórum stíl á hendur Alþýðu- flokknum, sem hafði verið í miklum meirihluta í hinu sam- eiginlega fulltrúaráði, þegar endurskipulagning Alþýðu- brauðgerðarinnar og salan á Iðnó fór fram. Og nú var haf- inn sá söngur, sem oftast hefur verið sunginn í Þjóðviljanum og á áróðursfundum kommún- ista síðastliðin fimm ár: For- ustumenn Alþýðuflokksins eru þjófar og bófar; þeir hafa „stol- ið“ eða „selt sjálfum sér“ eign- ir verkalýðsfélaganna! Þetta hafa kommúnistar kyrjað sýknt og heilagt, en þó með sérstakri ófergju fyrir hverjar kosning- ar. Munu þess engin dæmi, þótt leitað væri í öllum pólitískt sið uðum löndum, að nokkur flokk ur hafi lagzt svo lágt, farið með svo vísvitandi og ærulausar lyg ar, sér til pólitísks framdráttar. * Kommúnistar gættu þess í lengstu lög vel, að hætta sér ekki með þessar álygar fyrir dómstólana; þeir vissu að þar myndi rógurinn fljótt verða af- hjúpaður og fá sinn verðskuld- aða dóm. Páll Sigurðsson: SjAbrarúmaskortnrinn í ÞAÐ ER KUNNARA en frá þurfi að segja, hversu gíf- urlegur skortur á sjúkrarúm- um hefur ríkt í Reykjavík und- anfarin ár. Þetta hefur verið því tilfinnanlegra, þar sem mjög er erfitt og oftast útilokað að fa nokkurra hjálp við, hús- störf. Enda þótt þetta hafi kom ið hart niður á íbúum Reykja- víkur og valdið -þeim margs konar tjóni og erfiðleikum, þá hefur það eigi að síður komið sér mjög illa fyrir sjúklinga ut- an'af landsbyggðinni, sem hafa farið til bæjarins til þess að leita sér lækninga. Má geta nærri, hvaða áhrif það hefur á veikt fólk að þurfa að bíða vik- um og jafnvel mánuðum saman eftir sjúkrahúsvist, eins og hög- um er háttaö hér með húsnæði og gistihús. Það er höfuðtilgangurinn með þessari grein, að vekja at- hygli á skorti á sjúkrarúmum í almennum . sjúkrahúsum í Reykjavík. Ég get þó ekki stillt mig um að fara nokkrum orð- um um sjúkrarúm í sérspítöl- um. Undanfarin ár' hefur oft reynzt ókleift, að koma brjál- uðu og jafnvel óðu fólki í sjúkrahús. Hefur oft verið grip ið til þess ráðs, að fá lögreglu- þjóna til þess að vakta það í heimahúsum. Stundum hefur það verið vistað í Hegningar- húsinu. Verður naumast litið á slíkt öðruvísi en sem hneyksli hjá siðuðu þjóðfélagi. Væntan- lega rætist nokkuð úr þessu á- standi bráðlega. Svo naumt hefur verið undan farið um sjúkrarúm fyrir berklasjúklinga, að taka varð nokkuð af því litla húsrúmi, sem ætlað er farsóttasjúkling- um í Reykjavík, handa þeim. Varð það til nokkurra óþæg- inda, er mænusóttarfaraldurinn gaus upp í bænum á sl. sumri. Sumir hafa viljað draga það í efa, að 1 Reykjavík væri nokk- ur skortur á sjúkrarúmum í al- mennum sjúkrahúsum, en starf andi læknar í bænum hafa aðra sögu að segja. Þá kröfu verður að gera, að sjúklingar, sem þarfnast læknisaðgerðar þegar í stað, eða þegar veikindum þeirra eða heimilisástæðum er þannig háttað, að þeir þarfnast sjúkrahúsvistar strax, eigi kost á að komast tafarlaust í sjúkra- hús. — Það er nú eitthvað ann- að en þessu sé þannig háttað. Þegar slík bráð veikindi koma fyrir, verða starfandi læknar í bænum oftast að leita frá einu sjúkrahúsi bæjarins til annars og vera á þönum á milli þeirra til þess að koma sjúklingnum NÝÚTKOMIÐ HEFTI af tímariti Rauða krossins, „Heilbrigt líf“ (Ritstjóri dr. Gunnlaugur Claessen) hefur meðal margs annars inni að halda mjög athyglisverða grein eftir Pál Sigurðsson lækni, sem hann nefnir: „Sjúkrahúsmál Reykjavík- ur“. Birtist hér síðari hluti þessarar greinar, sem fjallar um sjúkrarúmaskortinn í Reykjavík. . inn. Þó gera ráðamenn sjúkra- húsanna allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að leysa úr vandræðunum í hverju einstöku tilfelli. Mér er fullkunnugt um, að oft hefur stappað nærri slys- um vegna þessa ástands, enda hlýtur að reka að því áður en langt um líður, verði ekki fljót- lega ráðin bót á þessu. Það er vitað, að skurðlækn- arnir við sjúkrahúsin í Reykja- vík telja allmarga sjúklinga koma of seint til aðgerðar, og má vafalaust rekja það að ein- hverju leyti til þess, í hve mikl- um vafningum það gengur oft að koma þeim í sjúkrahús. Á biðlista sjúkrahúsanna í Reykjavík er æfinlega fjöldi sjúklinga. Fyrri hluta árs 1944 lét Læknafélag Reykjavíkur rannsaka þetta, og reyndust á þriðja hundrað á biðlista hinna almennu sjúkrahúsa. Um mán- aðamótin október—nóvember I 1945, rannsökuðum við Gunn- ar Cortes læknir þetta. Reynd- ust 266 sjúklingar á biðlista þeirra allra. Tala sjúkrarúma í þessum sjúkrahúsum er 294. Má sjá af því, að þó að þau hefðu öll verið tæmd, var næst- um því nægilegur sjúklinga- fjöldi á biðlistum til þess að fylla þau að nýju. Eitt af þessum sjúkrahúsum, sjúkrahús Hvítabandsins, rek- ur bærinn. Á biðlista þess voru 109, eða meir en þrem sinnum sjúklingafjöldi sá, er sjúkra- húsið rúmar. Enda þótt sjúkra- hús þetta sé ýmissa hluta vegna eftirsótt, er það engan veginn nægileg skýring á þessum langa biðlista, heldur kemur héi; greinilega. í Ijós sjúkrahúsa- skorturinn. Ég þykist nú hafa fært tals- vert sterkar sannanir fyrir skorti á almennum sjúkrarúm- uni í Reykjavík, en að því sama hníga þó enn þá sterkari rök. En fyrir tveimur árum komu Alþýðuflokksmenn með krók á móti bragði og fengu það sam- þykkt bæði í verkalýðsfélögun- um'og í fulltrúaráði þeirra, for- sprökkum kommúnista þvert um geð, að þessar álygar yrðu sannprófaðar fyrir rétti. Neydd ust kommúnistar þá loksins til þess sumarið 1944, að höfða mál, en kærðu þá ekki nema söluna á Iðnó. Drógu þeir það þó svo lengi, sem unnt var og töfðu málið síðan á allan hátt til þess, að fá því frestað, að þeir yrðu afhjúpaðir frammi fyrir þjóðinni sem lygarar og rógberar lítilsigldustu tegund- ar. En nú er sá frestur á enda. Dómur hefur nú verið kveðinn upp í málinu; og samkvæmt honum hafði hið gamla, sam- eiginlega fulltrúaráð ekki að- eins fulla heimild til sölunnar J á Iðnó; frá henni var einnig löglega gengið á allan hátt, svo að ákæra kommúnista hafði ekki við neitt að styðjast. Ræki legar var varla hægt, að kveða niður róginn. ❖ 9 En slík eru þau mál, sem Kommúriistaflokkurinn hefur lifað og fitnað á hjá okkur und anfarin ár. Það er að vísu ekki þroskamerki á þjóðinni, að nokkur fldkkur skuli árum saman geta notað svo siðlaus- an róg sér til pólitísks framdrátt ar. En þjóð okkar er því betur því vön frá fornu fari, „að hafa það, er sannara reynist,“ og svo mun hún einnig gera nú, eftir að dómur er fallinn í þessu sví- virðilega rógsmáli. Forsprakk- ar kommúnista munu nú einn- ið hljóta fyrir það sinn verð- skuldaða pólitíska dóm hjá þjóðinni. Það verður að teljast rétt í þessu sambandi, að gera sér grein fyrir, á hve mörgum al- mennum sjúkrarúmum Reyk- víkingar þurfa að halda, svo að vel sé. I riti Vilmundar Jóns- sonar, landlæknis, „Skipun heil brigðismála á íslandi“, sem út kom árið 1942, er þess getið, að árið 1940 komi 6,8 almenn sjúkrarúm á nvert þúsund landsbúa á íslandi. Svipað var hlutfallið í Dánmörku 1938. Vert er að athuga þrjú eftir- farandi atriði: í fyrsta lagi, að heimilisástæðjjm á flestum heim ilum í Reykjavík er þánnig háttað, að hjúkrun í heimahús- um er svo að segja útilokuð. í öðru lagi, að læknar eru yfir- leitt sammála um það, að alla alvarlega sjúkdóma beri að taka til meðferðar í sjúkrahúsum. í þriðja lagi að sjúkrahúskostriað ur er yfirleitt greiddur-af opin- beru fé, sém hefur í för með sér allmjög aukna aðsókn að sjúkrahúsum. Af þessu leiðir, að ekki mun veita af að ætla allt að 8 rúm í almennum sjúkra húsum á hvert þúsund íbúa Reykjavíkur. Nú sem stendur eru hér starfrækt 4 almenn sjúkrahús með tæpum 300 rúm- um samtals. Af þeim eru 125 í Landspítalanum, sem starfar fyrir allt landið, og er vafa- llggnr' ieiðie | samt, hvort beri að telja hann bæjarsjúkrahús. Það telst þó- réttara að gera það. En þá verð ur að draga frá utanhéraðs- ' sjúklingana, sem dvelja í hon- um og öðrum almennum sjúkra- húsum bæjarins, sem er all- verulegur hluti sjúklinganna og; fer, eins og ég hef drepið' á áð- ur, sífellt fjölgandi. Auk þess verður að draga frá innanhér- aðs berklasjúklinga, sökumt: þess, að þeir eiga heima á sér- spítala. - Árið 1943 munu utanhéraðs- sjúklingar og innanhéraðs- berklasjúklingar í almennum- sjúkrahúsum í Reykjavík hafa tekið upp- rúm 40% af legu- dagafjöldanum. í St. Jósefs- spítala nam legudagafjöldi þess ara sjúklinga rúmlega 42%. Nú eru íbúar Reykjavíkur umt 45.000. Sjúkrarúmafjöldi sár sem ‘ kemur í þeirra hlut, séu þessi 40% dregin frá, er þá að- eins um 180. Koma þá 4 rúm £ Framhald á 6. síðu. C* RÉTTIRNAR af hernjósn- j *■ um Rússa vestan hafs og víðar erlendis vekja að vonum mikla athygli um allan heim, einnig hér hjá okkur. Þannig ' skrifar Vísir í aðalritstjórnar- grein í gær: i „Fyrir nokkrum vikum hófst vestur í Kanada umfan-gsmikil rannsókn á landráðamáli einu, sem svo var háttað, að hernaðar- leyndarmál höfðu verið látin er- lendum aðila í té. Við rannsókn kom í Ijós að upplýsingarnar höfðu verið gefnar erindrekum Rússa. Ráðstjórnin gaf strax út yfirlýs- ingu um að hersérfræðingur rúss- meska sendiráðsins í Kanada hefði verið hér að verki og rekið óum- beðinn erindisrekstur, enda hefði hann v-erið kallaður heim, ásamt þeim mönnum öðrum, sem við málið voru riðnir, og störfuðu við sendiráðið. Forssetisráðherra Kan- ada gaf nokkru síðar út yfirlýs- ingu iþess efnis, að menn þeir, sem lágu undir landráðakærunum hefðu farið eftir beinum fyrirskip- unum frá Moskva og látið upplýs- ingarnar í té, sem ,,-góðir komm- ■ únistar", en ekki tekið silfurpen- inga fyrir eða annáð verðmæti. Þetta virðist skýring sakborning- anna sjálfra. í fyrradag gerðust þau tíðindi í London að brezkur vísindamaður var handtekinn og er honum gefið að sök, að hann hafi einnig látið erlendum aðila hernaðarleyndarmál í té. Mun hann þegar hafa viður- kennt brot sitt, en neitar að gefa frekari upplýsin-gar að svo komnu máli. Gengið er út frá því sem g-efnu að njósnir í Bretlandi séu umfangsmeiri en þegar er komið fram í dagsljósið, enda einnig gert ráð fyrir að leikurinn berist til Bandaríkjanna fyrr en varir. Virð- ist svo, sem í ölhrni þessum lönd- um hafi ,vgóðir kommúnistar“ ver ið að verki, og gegnt hlýðnisskyld-o sinni einni saman.“ Á öðrum stað skrifar Vísir, einnig í gær, í tilefni af þessum málum: ,,Utanríkisráðh-erra Breta lýstí yfir því nýlega, að. kommúnista- flokkar um allan heim væru níi „notaðir11 af Moskva til að út- breiða óhróður og róg um brezka heimsveldið. Un-danfarnar vifcur hafa íslenzku kommúnistarnir unas ið dyggilega að þessari rógsiðju um Breta, með breiðum innrömm ■uðum dálkum í ‘blaði sín-u. Efnið er vafalaust aðsent'. Þeir, sem þekkja kommúnistana, geta skilið þettar. En m-enn standa þögulir og undrandi þegar þeir sjá, að menn gerast landráðamenn, svikarar við sitt eigið föðurland, til þess að v-era ,,-góðir kommúnistar." O-g í undrun sinni spyrja menn: Eru. kommúnistar hvarvetna á þessari „línu“? Eru þeir reiðubúnir að svíkja larid sitt og þjóð, ef þeir fá um það fyrirskipanir eða tilmæli frá yfirboðurum sínum? Er þá eng inn „góður kommúnisti“ nema sá,. sem er reiðubúinn að hlýða fyrir- skipunum, jafnvel þótt honum sé sagt að svíkja sitt eigið land? Hver þjóð mun stinga hendinnl í eigin barm og spyrja sjálfa sig, hvort -hún geti trúað slíkum mönn um fyrir velferð sinni -og hvort þeim trúnaðarmálúm, sem þeim eru fengin, sé ekki jafnóðum hvíslað í framandi eyru.“ Kommúnistar verða nú víst ekki í vanda með svarið við slík um spurningum Vísis. Þeir eru nefnilega, sem kunnugt er, hvorki kommúnistar né „góðir kommúnistar", heldur bara Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkur hér á landi. Og svo fínir menn eru'nú okki alveg að njósna fyrir föður Stal in.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.