Alþýðublaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAPIÐ Föstudagur 8. marz 1946. Byggingafélag símamanna. Stofnf iindur Samvinnubyggingafélags símamanna verður haldinn fimmtudaginn 14. þ. m. kl. 21 í nýj'a Landssímahúsinu, Sölfhóls'götu 4 (fundarsalnum 4. hæð). UNDIRBÚNINÓSNEFNDIN Sjúkrarúmaskorfurinn í Reykjavík Hálíð Ijóssins auslur á Indlandi. Framh. af 5. síðu. heill hópur af Indverjum um- hverfis okkur; þeir voru kátir, klöppuðu á bak mér og sögðu Tik Hai, Sahib, en enginn þeirra var samt ibetlari. Ég hélt áfram eftir strætinu og virti fyrir mér Kali-líkneski, rakéttur, fólkið í verzlununum, og mætti að lok- um stórum hóp manna með geysilegum fagnaðarlátum. Svo var ég allt í einu staddur á Ohandni Chowk á ný. Ég leigði mér annan vagn og reyndi að hafa upp á Kali-bæna húsi. Á leið minni sá ég, að öll einkaíbúðarhús voru Ijósum skreytt að utan og innán; garð- amir umhverfis einnig. Ég kom að bænahússhliðinu, en við bænahúsið var tjald eitt á vinstri hönd, allstórt. Utan við tjaldið voru börn að tendra bál ,og leika sér að vindblöðrum. í innsta hluta tjaldsins var har- móníum og ýmis önnur hljóð- færi. Kaðall hékk niður úr miðju loftinu: öðrum megin við hann sátu rnenn, — hinum meg in konur. Öll sungu iþau Kali lof og dýrð við undirleik á hljóð færin. Frá tjaldinu gekk ég að tröpp um ibænahússins. Þar varð ég að draga skóna af fótum mér. Ég gekk upp tröppurnar og kom i stóran forsal, en sjálft var bænahúsið frekar lítið. Fyr- ir miðju var líkneski af Kali með svart andlit, — ég sá and- litið álengdar, strax er ég kom inn úr dyrunum. Á gólfinu um- hverfis var matur og ávextir i körfum, sem fórn til gyðjunn- ar. Blómsveigur var um háls hennar. Prestar og bænahúss- þjónar voru að færa fórnirnar og tilbiðja Kali. Prestarnir voru i þykkum, gömlum sloppum. Umhverfis sat hópur kvenna. í Iþví er ég kom inn, birtist prestur nokkur innarlega i bænahúsinu, fór úr sloppnum og kom þá í ljós að hann var klæddur hvítri skikkju er nefn- ist dhoti. Hann vék sér að mér og fór að tala við mig. Hann sagði mér, að Kali væri gyðja sköpunar og frjósemi, að ‘hún bæri sverð i hendi sökum þess, að sköpun og eyðing fylgdust jafnan að, að Indverjar tilibæðu hugtakið en ekki skurðgoðið, —r og að hugtakið fæli í sér hinar skapandi orkusveiflur sem séu frumvaldar alls lífs; — hann sagði, að enginn Indverji til- bæði skurðgoðið. Hann sagði, að í staðinn fyrir orðtæki krist- inna manna „I upphafi var Orð- ið“, segðu Indverjar „í upphafi var Kali, —: afl lífsins“. Þann- ig hélt hinn kurteisi og róm- þýði Indverja-prestur áfram að tala við mig á meðan ég virti fyrir mér Kali-myndina. Ég skildist við þennan prest sbömmu síðar, en þó ekki fyrr en hann hafði tekið stórt trjá- lauf og sett á það ávexti, — epli og banana, —- og gengið með Iþað að helgidóminum. Síðan rétti hann það að mér sem gjöf fyrir hönd Kali. Ég spurði hann hvað stæði til. Hann svar- aði, að konur þær, sem þarna væru, hefðu fastað allan dag- inn og fengju í dögun næsta morgun ávextina til að eta. Mig minnir, að hann segði þær all- ar vera’ ekkjur. Ég þakkaði hon um að síðustu fyrir móttökurn- ar, gekk niður tröppurnar, setti skóna á fætur mér og steig í vagninn, með ávextina mina í fanginu, þá sem gyðjan sjálf hafði veitt mér. Á leiðinni það- an fannst mér sem allir álitu mig vera miður æskilegan gest á þessari hátíð. En alls staðar var mér sýnd mesta kurteisi. Þannig kom „Dewali“ mér fyr- ir sjónir, -4- hin mikla índ- verska hátíð ljóssins. Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavíkur 40 ára. Afmælisins minnzt með samsæti íkvöld. Kvenfélag fríkirkju- SAFNAÐARINS í Reykja- vík varð 40 ára þann 6. þ. m., og minnist félagið afmælisins í kvöld með samsæti að Tjarnar- café. Félagið var stofnað 6. marz 1906 og var fyrsti formaður þess prestfrúin Guðríður Guð- mundsdóttir, en núverandi for- maður félagsins er frú Bryndís Þórarinsdóttir og tók hún við j formennskunni af frú Guðríði. * Félag þetta hefur jafnan starf að að því, að styrkja söfnuð sinn og kirkjuría og allt safríáð arstarfið, með gjöfum og fjár- framlögum, en jafnfrámt hefur félagið lagt nokkurn skerf til , hjálpar- og líknarstarfsemi. Auk þsesa hefur svo Kven- félag Fríkirkjusafnaðarins gef- ið sig að almennum áhugamál- um og fél§gsmálum kvenna. Starfsemi félagsins hefur orð ið Fríkirkjusöfnuðinum ómetan legur stuðningur öll þau ár sem það hefur starfað. Félag þetta mun vera eitt hið fyrsta sinn- ar tegundar, en síðan hafa ver- ið stofnuð svipuð félög innan ýmissa safnaða landsins. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaou1' í nóv- ember 1899 og er því oröinn 47 ára. Á fyrstu árum hans starf- aði annað kvenfélag iruian safn aðarins, en það var lagt niður eftir tveggja ára starfstímabil, og var þetta félag síðan §tofnað og hefur það nú starfað sam- fleytt 40 ár, eins og áður segir. Háskólafyrirlestur. Séra BJörn Magnússon dósent flytur fyrirlestur í hótiðasal há- skólans sunnudaginn 10.. marz n. k. er hann nefnir: „Héiimsmyndin og Guðstrúin”. Fyrirlesturinn híefst kl. 2 e. h. og er öllum ríeimili að- gangur. Frh. af 4. síðu. almennum sjúícráhúsum á hvert þúsund bæjarbúa, en það er aðeins helmingur þess, sem gert er hér ráð fyrir, að þörf sé fyrir. Ætti þá enginn að þurfa að furða sig á því, að sjúkra- húsaskorturinn hér í Reykjavík sé áberandi. Eins og ég hef bent á í fyrsta kafla þessarar greinar, var fyrstu sjúkrahúsunum hér á landi komið á fót fyrir atbeina einstaklinga. Næst koma svo til sögunnar erlendar nunnuregl- ur og innlend líknarfélög. Hafa konurnar átt drjúgan þátt í því að koma hér upp sjúkrahús’um. Má í því sambandi benda á Landspítalann og sjúkrahús Hvítabandsins. I Eftir því sem kröfur um auk- inn sjúkrahúskost hafa færzt í vöxt, hefur starfsemi þessi færzt á herðar hins opinbera, ríkis, bæjarfélaga og sýslufélaga. Nú er svo komið, að tæpir 4/5 hlut ar allra sjúkrahúsa á landinu eru í opinberri eign. Af því, sem ég þegar hef sagt má sjá, að Reykjavíkurbær hefur til I þessa furðu lítið lagt af mörk- | um til sjúkrahúsbygginga. Að- í eins einu sinni, eftir því sem ég bezt veit, hefur harín boðið fram allríflega fjárhæð til að reisa sjúkrahús í Reykjavík. Það var um aldamótín síðustu. En þá strandaði málið hjá al- þingi. Til skamms tíma hefur bærinn ekki haft yfir að ráða öðru sjúkrahússrúmi, en ófull- nægjandi farsóttahúsi. Nýlega eignaðist hann þó, að miklu leyti sem gjöf, sjúkrahús, er líknarfélag hér hafði komið upp og rekið með mikilli ósér- plægni, um nokkurra ára skeið. Þetta tómlæti bæjarstjórnar- innar í sjúkrahúsmálum á vafa laust sínar eðlilegu orsakir. Má telja Ííklegt, að hún hafi á undanförnum áratugum talið sig hafa í nægilega mörg horn að líta bg unað því vel, að láta bæinn vera lausan við kostnað og umstang af sjúkrahúsa- rekstri. Nú munu vera hafnar og standa fyrir dyrum nýbygging- ar og stækkánir allmargra sjúkrahúfea víðs vegar á land- inu, og má því gera ráð fyrir á næstunni nægilegum, almenn- um sjúkrarúmum víðast hvar á landinu annars staðar en í Reykjavík. Ég tel þó ekkí lík- legt, að það.stöðvi sjúkliríga- strauminn þangað. Ég óttast fremur, að svo kunni að fara, að sum af þessum sjúkrahúsum standi að einhverju leyti auð í framtíðinni, svipað eins og átt hefur sér stað með sjúkrahús Stykkishólms, sem skilaði að- eins 9,7% afköstum árið 1940. En það telst hafa 40 sjúkra- rúm. Með auknum samgöngum við útlönd, sérstaklega flugsam- göngum, er stórlega aukin hætta á því, að erlendar far- sóttir berist til landsins. Með þetta fyrir augum. meðal ann- ars, ætti ríldð og Reykjavikur- bær í sameiningu að koma hér upp hæfilega stóru farsótta- og sóttvarnahúsi. Mun landlæknir þegar hafa vakið athygli á þessu. Auka þarf sjúkrahúsa- kost handa fólki með geðsjúk- dóma og berklaveiki. Enn sem fyrr hafa konurnar sýnt fórnfýsi og ósérplægni í sjúkrahúsmálum, með því að safna fé til barnaspítala. Má gera ráð fyrir, að hann verði reistur hér áður en langt um líður og þá væntanlegá í sam- bandi við eö;; sem deild af al- mennu sjúkrahúsi. Hér er allt of fámennt til þess, að rétt sé að reka slíkan spítala sem sjálf stæða stofnun. Auk þess veikj- ast börnin yfirleitt af sams kon- ar sjúkdómum og fullorðið fólk. Hins vegar er æskilegt og gott að hafa þau út af fyrir sig. Nú er verið að reisa fæðinga- deild við Landspítalann, og má vænta þess, að hún taki fljót- lega til starfa. Eftir er þá að sjá bæjarbúum fyrir almennum sjúkrarúmum, það sem á vant- ar. Ég hef þegar bent á, að nú sem stendur vantar um 180 al- menn sjúkrarúm í Reykjavík til þess að ná því marki, sem æskilegt verður að teljast. Nú má gera ráð fyrir, að bæjarbú- um fjölgi á næstu áratugum. í greinargerð sinni um aukningu vatnsveitu Reykjavíkur gerir Sigurður S. Thoroddsen verk- fræðingur ráð fyrir því, að íbúa tala Reykjavíkur verði árið 1950 komin upp í 50.000. Árið 1960 upp í 64.000 og árið 1970 eða eftir aldarfjórðung upp í 82.000. Þessa áætluðu mann- fjölgun miðar hann við fimm ára tímabilið 1936—1940, en ekki hernámsárin. Eftir þeim útreikningi ættu íbúar Reykjavíkur að þurfa á 400 almennum sjúkrarúmum að halda árið 1950, eða 1960, 512 og árið 1970, 656. Hverjum ber að sjá borgur- unum fyrir sjúkrahúsum? Eins og ég þegar hef bent á, hefur bað meir og meir færzt yfir á hið opinbera, og virðist það eðlilegast. Þegar sjúkrahúsareksturinn er orðinn eins stórfelldur og hann er nú, er útilokað, að ein- staklingar eða líknarfélög geti annazt hann að öllu leyti, enda naumast æskilegt. Sjúkratrygg ingarnar munu vilja hliðra sér hjá því, að reisa og reka sjúkra- hús. Hins vegar valda þær því, að sjúkrahúsarekstur ætti ekki að vera fjárhagslega hættuleg fyrirtæki. Það virðist ekki standa öðrum nær en ríki, bæj- arfélögum og sýslu- eða sveit- arfélögum, að reisa og reka sjúkrahús. I Reykjavík ber bæj- arfélagipu tvímælalaust sið- ferðileg skylda til þess að sjá um, að nægileg sjúkrarúm í viðunandi húsakynnum séu æf- inlega fyrir hendi, þegar á þeim þarf að halda handa bæjar- búum, Ég þykist nú hafa sýnt fram á það með gkýrum rökum, að ekki verði komizt hjá því, að fjölga almennum sjúkrarúm- um í Reykjavík allverulega á næstu árum. Má fastlega gera ráð fyrir, að bærinn hefjist handa um framkvæmdir í þessa átt mjög bráðlega. Hvernig þeim framkvæmdum verður hagað sé, ég enga ástæðu til að gera neinar ákveðnar tillögur um. ! / Eg læt alveg liggja á milli hluta, hvort reistur verður sér- stakur bæjarspítali eða ríki og bær stækka Landspítalann í sameiningu. Það verður að teljast sann- gjarnt og eðlilegt, að rík-'ð styrktí byggingu almenns sjúkra húss í Reykjavík ríflega, sökum bess. að gera má ráð fyrir,, að siúkVngar hvaðanæva af land- inu sæki það. Loks vil ég eindregið leggja 1 að skipuð verði nefnd til : hess að athuga sjúkrahúsmál Revkjavíkur með tilliti til sjúkrahúsmála ríkisins í heild, og beri hún fram tillögur um framtíðarskipulag þeirra. í nefríd þessari ættu að vera full- trúar frá Reykjavík, ríki og Læknafélagi ísh.nds. ÍÁI Vil kaupa Miðstöðva- eldavél. Uppl. í síma 3009. Takið eftir- Kaupum notuð húsgögn og lítið slitin jakkafötj FORNVERZLUNIN Grettisgötu 45.' Sími 5691. GOTT UR ER GÓÐ EIGN GuðK Gíslason tTRSMIÐUR LACGAV. 63 Barnaspítalasjóðs Hrings im fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 yÁV-, ÍQL SMIP/IUTCiERÐ I KIMISvlWIS ,ÁRMANN“ Áætlunarferð til Snæfellsness hafnar óg Flateyjar. Vörumót- taka í dag. Fimmfa umferð skák- mótsins. Fimmta UMFERÐIN í landsliðskeppninni í skák, var tefld á miðvikudagskvöidið. Úrslit í umferðinni urðu, sem hér segir:' Árni Snævar vann Óla Valdimarsson. Eggert Gilf- er vann Benóný Benediktsson og Guðmundur S. Guðmunds- son vann Magnús G. Jónsson. Jafntefli varð milli Guðmúndar Ágústssonar og Jóns Þorsteins- sonar. Sjötta umferðin átti að fara fram í gærkvöldi, og var henni ekki lokið, þegar blaðið frétti síðast. jársöfnun Rauða krossins gekk vel á öskudaginn. JÁRSÖFNUN Rauða kross *• ins á öskudaginn gekk mjög vel, en Um niðurstöðutölu söfn- unarinnar er ekki kunnugt enp- þá. Margir eiga eftir að skila fyr ir solu merkjanna hér í bænum; og utan af landi hefur skila grein fyrir gjöfunum ekki bor- izt ennþá. En fregnir herma, að sala merkjanna hafi hverhvetna gengið vel. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.