Alþýðublaðið - 13.03.1946, Side 5

Alþýðublaðið - 13.03.1946, Side 5
Miðvikudagur 13. marz 1946. * * ALI»VE>ÚBLftÐ10 Sveitamaður, staddur í borginni, skrifar rómantísk bréf. — Garðyrkjuráðunautur svarar ádéilu — og verkamaður ikrifar um kjötuppbæturar. SVEITAMAÐUK, staddur í Reykjavík, skrifar þetta bréf fyrir nokkrum dögum: „Mikið er sólskinið bjart yfir Reykjavík í dag og elskulegt vor í loftinu. Það er svo yndislega fallegt að horfa austur til fjal^a núna, að ég vildi, að ég hefði vængi til að fljúga aust ur á Rangarvelli aftur. Þeim get ég aldrei gleymt. En nú er sumarið ekki svo langt undan. Það er eins og angan þess og ómar séu þegar allt í kringum mann. Og þá á gleðin að vera öllum allt. Annars álít ég að lífið væri ógurlega snautt ef engin sorg væri til. Það merkti, að enginn gæti fundið til, þætti aldrei vænt um neitt, saknaði einsk is. Sorgin skýrir gullið í sái manns. Þess vegna megum við ekki tala um hana eins og einhver leið- indi, þó að lífsgleði og ánægja séu vitanlega töfralyf, sem gefur æfi- dögunum mikið og varanlegt gildi.“ „í GÆRKVÖLDI stóð ég úti á tröppunum hérna í Eskihlíð og horfði á stjiörnuhimininn blika yf- ir Reykjavík. Ótal Aladdinslamp- ar ljómuðu í hverri götu. Kliður_ borgarinnar lét í eyrum eins og brimihljóð þungra hranna. Litir, hreyfing, ómar. í morgun var borg in grá, köld og 'hljóðlát, þangað til sólskinið kom og ibörnin fóru að leika sér að öskupokunum. Gleði þeirra var í ætt við sólskinið og stj ör nuhimininn. ‘ ‘ „FLESTA ÞESSARA LITLU anga sé ég eflaust aldrei aftur. En ég get hugsað mér að skuggar von brigða og harma eigi einhverntíma eftir að leggjást yfir sólbjörtu and- litin þeirra. Mitt í sorginni minn- ast þau fagnaðaristundanna og halda dauða'haldi í minningu þeirra. Við þekkjum þetta, sem eldri erum, og munum, að þannig * kom þroskinn.“ V „SVOLÍTIÐ UM MÍNA eigin ánægju — á kostnað annara líf- vera: -í gær var ég að elta hænsni, með Jensen, inni í Vatnagörðum. Við stungum þeim í poka og bund- um fyrir opin. Við höfðu gaman af, ‘en fuglarnir æptu af angist. Drifhvítir eins og ‘ svanirnir á Eystri-Rangá, krýndir rauðum faldi í sovét-stíl, vilji þeirra virt- ur einskis. Og vorhimininn eins og baksýn á raunsæu málverki. iSvona var það í nýafstaðinni heims istyrjöld. Sól og vor allt um kring, meðan lífið gekk berserksgang við að kveilja sjálft sig, tortíma sjálfu sér. Sólsetrið er fagurt. Esja og öll hin fjöllin loga í aftanskini Dumb- blár flóinn úti fyrir er lygn og sléttur. Dulræn kyrxð og friður yf ir Seltjarnarnessborg!“ SIG. SVEINSSON skrifar ' mér iaf tilefni bréfs, sem ég birti ný- lega: „Út af bréfi Kjartans Magnús sonar í dálkum þínum ■^jil ég taka fram eftirfarandi: Þótt sumt k-unni að vera rétt í umfæddri grein og sprottið af velvilja gagnvart börn- unum og barnaleikvöll'um, og hver og einn á vissuiega þakkir skilið er eitthvað gott leggur til þeirra mála og þykir mér vænt um skynsam- legar* leiðibeiningar samborgara iminna í _pví efni, þar sem betur mætti fara, get ég þrátt fyrir það ekkF skilið þá tilineiginigu Kjart- ans að vilja blanda í þessi mál, öðru máli, sem á engan hátt er tengt leikvöllunum, en það er slys ið er varð við Skarphéðinsgötu, og reyna að læða því inn í hug al- íhennings, að það standi eitthvað í samibandi við barnaleikvöllinn við Njálsgötu.“ „SLÍK MÁL ERU of viðkvæm fyrir aðstandendur að ástæða sé, að gera þau að opinberu blaðamáli að ástæðulausu. Að lokum þetta: Ekkert hefur komið fram í því máli að lokinni ppinberri rannsókn er behdi til þess, að slys þetta stamdi áð nokkru leyti í sam-» ibandi við umræddan leikvöll. Og varnargrind -sú er. greinarhöfund- ur minnist á var brotin af strætis-- vagni óður en slysið vildi til, enda hiefði hún ekki, þó. að heil hefði verið, jgetað afstýrt umræddu slysi.“ VERKAMAÐUR SKRIFAR þetta bréf daginn áður en tilkynmt var að greiðsla kjötuppbótar hæfist. En efni þess á enn erindi til okkár. „Kjötuppbætur hafa verið á dag- skrá um skeið, og nokkur er sagt, að senn verði farið að úthluta kjöt- Frh. á 6. síðu. vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrif- enda í eftirtalin hverfi: Lindagötu Bræörabörgarstígur Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. BanðaTlkiameDH á Orænlandi. VII! fá fegurðarverðlaun Eleanor Cahill heitir hún og er leikkona í New York, ættuð frá Kaliforníu. Þessa mynd af sér sendi hún blaðamönnum, sem efndu til myndasamkeppni um fegurðarverðlaun með amerískum blómarósum. Hún virðist, af myndinni að dæma, hafa haft gildar ástæður til að gera sér góðar vonir um verðlaunin. GREIN sú, sem Kér fer á eftir, er þýdd úr danska blaðinu ,,Information“. Höf- undur hennar, Ole Vinding, hefur dvalið á Grænlandi um hálfs árs skeið og m. a. heim- sótt bækistöðvar amerískra hermánna á vesturströnd- inni. Framhald greinarinnar birtist í blaðiny á morgun. Þýðingin er örlítið stytt. FYRSTA spurnimgin, sem maður heyrir, sem kemur heim frá Grænlandi, er • þessi: „Haidið þér, að Amerikumenn muni halda landinu?‘ Guð má vita, hvaðan’ fólkið hefur þá tilgátu! Til er mjög greinargóður samningur milli Dana og Bandarikj amanna varð- andi þetta, og endaþótt hann hafi ekki mátt birtast á prenti á meðan járnhælar -Þjóöv.erja skullu á götum Hafnar, hefði verið ofur auðvelt að opinbera hann, eftir að 5. maí var runn- inn upp, án þess að rjúfa með því sjáfsagða þagmælsku um milliríkjaviðskipti. Alþýðan í Bandaríkjunum hefúr aftur á móiti um langí skeið haft greiðan aðgang að honum. Hann er að finna- í yfir- litsriti uim utanríkispólitík á ár- unum 1931 til 1941; -— þar stendur á bls. 99: „Þann 10. apríl 1941 tilkynnti stjórnin, að daginn áður hefði verið undirskrifaður samningur varðaridi Grænland. í samningn um stóð, að sem afleiðing af Evrópustyrjöldinni gæti svo far að, að Grænland yrði hagnýtt sem árásarbækistöð gegn þjóð- um á meginlandi Ameríku, og tækju Bandaríkin því að sér að gæta hagsmuna GræUlands. Samningur þessi, sem augljós- lega viðurkennir rétt Dana til >yfirráða yfir Grænlandi gefur Bandarikjamönnum tækifæri til að byggja lendingarstöðvar og varnarvirki þar 1 landi.“ * í .greinargerð sinni fyrir samningi þessum hélt stjórnin því fram, að Bandaríkin hefðu ensgar»aðrar fyrirætlanir en þær, „að tryggja öryggi Grænlands og annars amerísks landsvæðis, ásamt áframhaldandi yfirráða- rétt Dana yfir landinu.“ Það er augljóst, að svo lengi sem Dan- mörk laut óstjórn Þjóðverja, voru Danir ekki í aðstöðu til að stjórna Grænlandi samkvæmt Monroe-kenningunni. Samning- urinn var undirritaður af sendÞ herra Dana í Washington. Stjórnin lýsti því yfir, að þetta spor væri stigið beinlínis, til að tryggja aldagamla vináttu Bandarikjanna og Danmerkur, að stefna Bandaríkjanna væri sú, að viðhalda yfirráðarétti Dana yfir Grænlandi, e svo að hann gæti notið sin fyllilega strax eftir að hernámi Þjóðverja í Danmörku væri lokið Skiljanlega var svo ákvæði í samningnum um það, að hinar tvær ríkisstjórnir skyldu síðan, þegar striðið væri á enda og hættan liðin hjá, hafa samstarf um iþað, hvenær ákvæði samn- ingsins væru úr gildi. Eins og sjá má af þessu, er hér ekki um nein vafaatriði að ræða, enda eru Bandaríkjamenn óðum að flytja lið sitt burt úr stöðv- um sínum ásamt öllum útbúnaði þess. Ætlunin er samt, að hafa þar áfram veðurathugunarstöðvar í þjónustu alþjóðlegra veðurat- hugunastofnana. * Bandaiikjamenn komu upp tveim höfuðbækistöðvum á Grænlandi sem liðum í þeirri keðju af bækistöðvum, er þeir reistu allt frá íslandi til Kyrra- hafsstrandarinnar. Þær, sem stærri voru, „Base 8“, voru þó minna notaðar en hinar minni. Þær síðarnefndu, „Base West 1“, voru í Skovfjord í Suður-Græn- landi, Þær voru jafnan miklu meira notaðar, og svo er enn í dag. Ennþá biða ca. 1000 her- menn eftir því að komast heim. Sumir þeirra hafa dvalizt þarna stanzlaust siðan bækistöðvarnar voru fyrst reistarf Það sem Bandaríkjamenn hafa við komið á tæknislégu sviði með uppsetningu bæki- stöðva sinna á Grænlæandi, er næsta undravert. Þarna var allt miðað við þarfir stríðsins, og ekkert horft í kostnaðinn. Þetta skýrist fcezt við það, að fram- kvæmdir ílandaríkjamanna á Grænlandi munu hafa kostað uppundir hálfan milljarð doll- ara, en það samsvarar nokkurn veginn 500 ára fjárhagsáætlun Dana varðandi Grænland, mið- að við normaltíma. Fyrir ellefu árum kom ég á staðinn þar sem Base 1 er. Þar var þá auðn með rústum af bæ Eiriks rauða og einstakir kofar manna, sem áttu kindur. — Laridslagið þarna er mjög hrika- legt, —háir, klettaveggir, djúp- ir, þröngir dalir, fossandi elfir, fja-llavötn og háir fossar. Á ein- um tveim árum hafa Banda ríkjamenn reist þarna höfn. Ein bryggjan kostaði um millj- ón dollara. Aðra milljón kostaði vegurinn til bækistöðvanna frá höfninni, — þar að auki vár gífurlegur kostnaður við flug- völl, geysistóran, með öllum nýtízkuútbúnaði og þægindum. Þar er heiit þorp með raflýs- ingu, sjúkrahúsum, gildaskálum, íhúðarhúsasamsteypum, kvik- myndahúsum, birgðaskemmum, flugvélágeymslum og bifreiða- skýlum. Bærinn, sem þarna hef- ur sprottið upp á einu ári, er miklu stærri en Segelfoss í sögu Hamsuns, og óx upp á tuttugu sinnum skemmri tíma. ❖ Þetta er amerískt og fraimandi evrópískum hugsunarhætti. Og þegar það hefur svo komið i ijós að allt erfiðið, öll lausnin á vandamálunum varðandi tækni- legar framkvæmdir í jafn ó- blíðu landi og Grænland er, var unnið til litils eða einskis gagns, hafa Bandaríkjamenn búið sig undir að yfirgefa staðina og mannvirkin. Manni er ljóst, að þörfin á öllum þessum viðbún- aði var ekki svo ýkjamikil. Að sjálfsögðu gætu Bandaríkja menn hagnýtt sér auðæfi Græn- lands öllum öðrum þjóðum fremur. Þeir gætu aukið vél- tækni þar gífurlega, hagnýtt sér fiskimiðin til hins ýtrasta, kom- ið upp hótelum fyrir laxveiði- menn og annað ferðafólk, unnið námur og gert hvaðeina annað, sem þeim sýndist. En þá kemur það til athugunar, hvort Ame- ríkönum myndi finnasit allt það starf og allur sá undirbúningur svara kostnaði. — Bandaríkja- mönnum myndi að líkindum þykja óráð að leggja út í slíkt. Og þar við sæti. Tilgangurinn með því að reisa „Blui West 1“ var sá, að taka á móti og senda á brott her- flokka og birgðir. Bækistöðvar þessar eru fyrir botni hins mílu- langa Skovfjords, umluktar há- um hamrabeltum og skerjum í fjarðarmynninu, sem ekki eru greind á kortum. Enginn þýzkur kafbátur gæti sloppið inn í fjörð inn og engin þýzk flugvél flogið þar nálægt án þess að verða fyrir heiftugri árás. Allur mannskarinn hefur líka komizt hjá því að lenda í orr- ustu. Hann hefur raunverulega ekki komizt í kynni við stríðið sjálft heldur unnið hin tæknis- legu störf sín án þess að hleypa nokkru skoti á óvin eða bíða nokkurt tjón af hans hálfu. Vet urnir tveir hafa liðið ofurhægt, Framhald á 6. síffu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.