Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 6

Alþýðublaðið - 13.03.1946, Síða 6
6 ALÞYDUBLAÐ1Ð Miðvikudagur 13. marz 1946. 5. bindi ai Gunnars Gunnarssonar er komiS út. ileðtimir Land- námu vitji bókanna á skrif- stofu HelgafeilS; Garðastr. 17. Bókaútgáfan LANDNÁMA Garðastræti 17. Bandaríkjamenn á Grænlandi. Frh. af 5. síðu. og mönnunum hefur reynzt erf- itt að^halda sér í góðu skapi mitt 1 þessum einmanaleik, þrátt fyrir bíómyndir, hispurs- meyjar og tyggigúmmí, — sig- arettur og annan munað. Þarna var eins og pínulítill gleymd- ur heimur, með flestum nýtízku þægindum, — í sjálfri hrika- auðn einhvers afskektasta stað- ar á jarðríki. * * / . Manni lærist að horfa á all- an þennan útbúnað sem e. t. v. nauðsynlega stríðsráðstöfun, — en við nánari kynni af landinu sjálfu fær maður ekki aukinn á- huga á því. Foringi bækistöðvanna, flug- offurstinn Eugene Rice, sagði eitt sinn í samtali: Ég skil ekki í því, að ~ við höfum hina minnstu þörf fyrir Grænland að stríðinu loknu. Við höfum reist margar bæki- stöðvar á borð við þessar og verða þær langflestar rifnar. Ef einhver óttast, að Bandaríkja menn ætli sér að halda landinu, skjátlast honum fullkomlega. Hagnýting á landinu borgar sig ekki fyrir okkur; og sá útbún- aður, sem við ekki tökum heim með okkur aftur, ætti vel að geta fallið í hendur Dana!“ Síðan þetta samtal átti sér stað, hafa Bandaríkjamenn f’ar- ið þess á leit að hafa eitthvert lið að staðaldri í Grænlandi, en það er enganveginn gert í þeirri meiningu að taka þar ráðin af Dönum. Grænland er nefhilega ekki „Lebensraum“ handa Bandaríkjunum, svo að notað sé orð, sem kveöið hefur við í eyrum manns svo mjög á ttnd- anförnum árum. í annað skipti hefur landnáms staður Eiríks rauða orðið fræg- ur í sögunni. Hann hefur nú skipt þó nokkuð um svip fyr- ir risavöxnum framkvæmdum Bandaríkjamanna þar. Þar sem áður voru fífubreiður og mýrar, teygir sig nú kílómeterslöng flugbraut, þar sem fullkomn- ustu flugtæki veraldarinnar hefjast upp fyrir'skýin. Jeppar keyra um þægilegar brautir þvert og endilangt um byggð- ina. Ekkert væri líklegra en þetta væri í einhverju öðru landi, — t. d. í Noregi, — og skammt þarna frá væri sjálf höfúðborgin með asfalt-göt- um, símakerfi, járnbrauta- flug- og skipasamgöngum. — En tilfellið er, að þessi stað ur er víðsfjarri siðmenn- ingu umheimsins. Tveim kíló- metrum fyrir utan sjálfar bæki stöðvarnar tekur við óendanleg eyðimörk grjóts og íss. Þetta Iand hafa Bandaríkjamenn hag nýtt sér á styrjaldarárunum. Eiríkur rauði hafði, ge.rt- tilraun löngu á undan þeirn, og með göbbelskri ósannsögli hafði hann dirfzt að kalla landið Græn- land, — eftir þeim fáu grænu nálum, er skutust upp úr sverð- inum, hinn örskamma supa- artíma. Honum tókst að fá menn til þess að setjast að í landinu, sem dóu svö út sökum rýrra landskosta. Síðan eru liðin þúsund ár. Nú hefur tæknin kpmið til sögunn- ar, stórfeldari en fyrr. En samt þarf að gæta allrar varúðar. endaþótt tæknin veiti margs- korjar þægindi. Strax þegar snjórinn byrjar að falla verður að hreinsa hann af flugvallar- brautinni. Birgðir verða jafnan að komast með skipum í tæka tíð. Engin hlífð er veitt frá náttúrunnár hendi. * Bækistöðvarnar munu grotna niður eftir því sem frá líður, ef mannshöndin vérður hvergi nærri til þess að halda þeim við. Náttúruoflin munu enn einu - sinni leggjast á verkin manh- anna, Rústirnar á staðnum munu verða tvennar, — banda- rískar og íslenzkar, — me'ð þús und ár á milli sín. (Framhald á morgun) I Follveldi «o Frh. af 4. síðu. efndir þessara 'samninga. Eftir að einstaklingsfrelsið hafði ver- ið afnumið á meirihluta megin- lands Evrópu og einræðisstjórn ir seztar að völdum, voru samn- ingar virtir að vettugi, smærri og stærri ríki tekin með valdi og þjóðirnar undirokaðar. Það stórfellda umrót, sem orðið hefur meira og minna um heim allan, á sér vafalaust marg ar og djúpar rætur og þær að verulegustu leyti í Evrópu. Þær verða vitasku^d ekki raktar hér, en eigi að skygnast-fram á veg, er nauðsyn að kynna sér fortíð- ina og nutíðina sem bezt. Það er t. d. mjög eftirtektarvert, hversu þjóðirnar í Evrópu, sérstaklega- í Þýzkalandi og Ítalíu, fórnuðu pólitískum réttindum sínum án verulegrar baráttu. Það er og eftirtektarvert, að alþýða manna í fleiri löndum hafði glatað mestu af sínum forna áhuga fyr ir þessum réttindum. Hverjar gátu orsakirnar verið?’Sé þess gætt, að þjóðirnar í Evrópu og Nórður-Ameríku höfðu vongóð ar tálið sig byrja nýtt og bjart líf eftir fyrri heimsstyrjöld í ríkjum sem hylltu hið frjáls lýð ræði, en að erfiðleikar þeir, sem steðjuðu að þjóðunum á næstu árum með atvinnuleysi og ör- birgð, hlutu að kæfa- hinar björtu framtíðarvonir manna, þá verður það skiljanlegt, að pólitísk réttindi yrðu léttvæg fyrir þá, sem ráfuðu um at- vinnulausir, svangir og klæð- litlir og sáu enga von um úrbæt ur. Þótt fleiri ástæður en ofan greinir hnigi í sömu átt, þá munu 'þær þó vera veigamest- ar. Þessi vandamál eru svo sem ekki úr sögunni, þau blasa við enn. Með st'erkum stjórnum — einræðisstjórnum — eins og var í Þýzkalandi og Ítalíu og Rúss- landi, var vinnuafl þjóðanna tekið í notkun — atvihnuleysið hvarf og þótt fólkið afsalaði sér einstaklingsfrelsi sínu, möglaði það lítt, því að ráðin var bót á mesta bölinu, atvinnuleysinu. Annað mál er það, að óvíst er hvort fólkið hefur vitað fyrr en um seinan, að orka þess var not uð til framleiðslu og fram- kvæmda, sem miðuðu að tortím ingu. annara þjóða og fól í sér tortímingu þeirra sjálfra. í kjölfar breytihga þeirra, sem, ofan greinir, sigldi svo yfir- gangsstefna voldugra ríkja gegn varnarlitlum ríkjum og barátta um líf og dauða af .joeirra hálfu, sem ekki vildu þofa yfirgang, ofbeldi og ánauð og er sú saga svo ný, að óþarft er að rekja hana hér. Einna iherkilegasta og lær- dómsríkasta fyrirbrigði frá þess urn tímum er valdaafsal brezku þjóðarihnar til handa ríkisstjórn inni á fullkomlega lýðræðisleg- an hátt. — Þegar þjóðin var í dauðans hættu, þá fórnuðu borg ararnir af frjálsum vilja ein- staklingsfrelsi sínu og fólu rík- isstjórn sinni óskorað fram- kvæmdavald, til þess að sam- ! oina alia krafta þjóðarinnar til I samstilhra átaka. Nú hafa að vísu sum þau lönd, ! kem undirokuð voru á stríðsár- unum af árásarríkjum, fengið irelsi sitt aftur, en í alþjóðamál um ríkir fullkomin óvissa um framtíðina og smáríkin eru í raun og veru ekki nema að nafn inu til fullvalda. Framtíðin? Líklegt er, að þróunin innan hinna einstöku ríkja gangi í þá átt, að framkvæmdavaldio verði gert sterkara en áður var á frið artímum í lýðræðisríkjum og að meiri áherzlua verði lögð á skyMur einstaklinganna við þjóðfélagið. Spurningin er, \ hversu tekst að gera miðlun milli einstaklingsfrelsisins og framkvæmdavaldsins. Á sama hátt má gera ráð fyrir strangari kröfum til einstakra ríkja um -skyldur við hið alþjóðlega sam starf en áður var. Sjálfsákvörð- unarréttutinn verður ekki eins þungur á metaskálunum og áð- ur. Þegar „Ráð hihna samein- uðu þjóða“ tekur til "starfa, munu ákvarðanir þess verða sama og lög fyrir einstök ríki,' sem þau vetða að fara eftir. — Ríkin verða að gera sér ljóst, að þau Verðá raunverulega að af- sala nokkru af fullveldi sínu í hendur ráðinu, Með auknu al- þjóðlegu starfi og alþjóðabanka, gæti þessi skipun málanna orð- ið mjög svo eðlileg. Fullveldis- hugtak það, sem almennt hefur verið talað um hingað til mun þá breytast mjög mikið. — Ráð ið mun kveða á um það, hvaða skyldum ríkjunum beri að full- nægja við hið alþjóðlega sam- starf og yfirstjórn. Þær skyldur geta verið margskonar eftir at- vikum, en þar mun bera mest á fjárgreiðslum til sameigin- legra þarfa og svo getur orðið um að ræða kvaðir eða ítök á landi tiltekins ríkis. Þar sem um kvaðir eða ítök á landi yrði að ræða, Væri „Ráð ið“ að vísu æðsti valdhafi, hvað kvaðirnar og ítökin sriertir, og á vegum þess væru þær fram- kvæmdar, en framkvæmdirnar gætu orðið á þann veg, að þær væru í höndum fleiri ríkja og líktust að því leyti nokkurra að- ila yfirstjórn (Coimperium), hvort sem þeir aðilar deildu land inu í svæði hver fyrir sig eða væru saman. Oftast hafa margra aðila yfirráða gefizt illa og væri því eðlilegt, að þau ríki, sem stöðu sinnar vegna ættu slíkt á hættu, reyndu að gera sér það Ijóst hleypidómalaust, hvort betur mundi gegna í framtíð- inni, slík samstjórn eða samn- ingsbundið samband við einn nægilega sterkan aðila, sem menningarlega og viðsktptalega tryggði sjálfstæði viðsemjand- ands, svo sem bezt yrði á kos- ið, ef um slíkt gæti verið að ræða. Það sem einkuni hefur verið talið réttlæta að viðurkenna full veldi smáríkja er þetta: Að þjóðin tali sérstaka tungu, eigi þjóðlega menningu og búi á til- greindu landssvæði, enda hafi hún óskað þess að vera sjálf- stætt og fullvalda ríki (sjálfsá- kvörðunarréttur), auk þess sem nú að sjálfsögðu verður að full- nægja nauðsynlegum skilýrð- um, sem krafizt verður af ríki sem aðila að þjóðarétti. Það er viðurkennt, að smá- ríkin í Evrópu, svo sem Belgía, Danmörk, Holland, Noregur og Svíþjóð hafi lagt ómetanlegan skerf til framfara í alþjóðamál- um, auk þjóðlegrar menningar leg menning, sérstök tunga og þjóðerni, ekki nægja til við- halds sjálfstæði þeirra og full- veldi. Reykjavík í des. 1945. J. Ólafsson. Ritsafn kvennt: Sérstakur bókaflokkur ætlaður kvenþjóð- inni BÓKAÚTGÁFA Guðjóns Ó„ Guðjónssonar hefur efnt til útgáfu á sérstökum bókaflokki, er ber heitið Ritsafn kvenna» Annast konur val allra bók- anna, og verða þær allar eftir konur. Einnig munu konur ann- ast þýðingar erlendra bóka, sem teknar verða upp í bókaflokk- inn. Verða gefnar út fjórar bæk ur ár hvert af Ritsafni kvenna, ein árbók, tvær skáldsögur og, ein ævisaga eða ferðasaga. Árbók bókaflokksins nefnist Handbók heimilisins og flytur margvíslegt efni, sem varðar kvenfólkið og heimilið. Skáldsögur bókaflokks þessa í ár verða Jenny eftir Sigrid Und set og Wuthering Heights eftir Emily Bronté. Er þar um að ræða mjög frægar og vinsælar skáldsögur tveggja heims- kunnra kvenrithöfunda. Norska skáldkonan Sigrid Undset er sem kunnugt er ein þeirra kvenna, sem hlotið hafa bók- menntaverðlaun Nobels, og hlaut hún þau fyrst þeirra. Enska skáldkonan Emily Bronté gat sér heimsfrægð fyrir bók sína Wuthering Heights, enda hefur verið um hana sagt, að lún 'væri bezta skáldsaga, sem kona hefur skrifað. Aðalbjörg Sigurðardóttir þýðir Jenny,. en Sigurlaug Björnsdóttir Wuther ing Heights. Fjórða bók þessa árs hefur enn ekki verið valin, en það verður ævisaga eða ferðasaga. Ungfrú Drífa Viðar hefur á hendi ritstjórn bókaflokksins. Áskrifendum mun verða safn að að Ritsafni kvenna, og verð- ur árgjaldið 100 krónur. smnar. ■ Óeigingjarnt starf borið fram al hugsjónum og göfugri rétt- lætiskennd, verður að vera styrkur smáþjóðanna í milli- ríkja starfi, ef vel á að fara. Að vísu geta einstakir menn, sem ekki vinna beinlínis á vegum ríkisstjórnar sinnar, gert mikið' O'T gott starf, svo sem kunnugt, er um starf Norðmannsins Frit- hjof Nansens eftir fyrri heims- styrjöld, en það er st,aðreynd, að starf hans gerði nafn Noregs frægt í alþjóðamálum. ! Smáríkjum, sem halda vilja fullveldi sínu, mun í—náinni framtíð verða enn meiri þörf á því en áður að gætá þess að fara svo með málefni sín i.nn á j við og út á við, að nokkur fyrir- ; mynd sé að. — Bregðist þetta j' eða verði jafnvel svo að til vam aðar mætti telja, þá mun sögu- Hánnes á liorninu. Framh. af 5. síðu. styrkjum. Aðdragandinn virðist ætla að verða langur. Undirbúníng urinn úr hófi mikill. Mér ihafa ver ið tjáðar orsakirnar, sem sé skrif- finnskan úr hófi fram. Úrvalslið einnar ríkisstofnunar situr' mefF sveittan skallann fyrir 15 kr. um tímann í eftir- og næturvinnu, við að blaða í drengskaparýfirlýsmig- um borgaranna um kjötát.“ „HEFÐI EKKI MÁTT hafa þetta einfaldara? Hefði þurft að gefa nokkra' drengskaparyfirlýsingu? Hefði ekki mátt borga uppbæturn ar samkvæmt kjiötskrá, eða hvað hún hpitir skruddan sú arna? Rík- ið hefði þá iosnað við þennan skrif finnskukostnað og óþarfa vafstur. Hefði ekki séð langt að byggja yf- ir fátækustu húsnæðisleysingjana fyrir kjötstyrkina, að viðbættum þessum gífurlega vinnukostnaði?“- „EKKI ER ÉG hlynntur vísitöiu ,fölsun, en gjarnan vildi ég fyrir mitt Jeyti gefa eftir kjötuppbæt- ur, ef trygging fengist fyrir því, að iþeim væri varið til að hlynna að bágstöddustu húsnæðisleysingj- unum. Viltu hefja áróðuir gegn þessu kjötstyrkjauppbótafyTir- komulagi? Það er engum til lofs né dýrðar nemá þeim, sem maka krókinn við að blaða í drenigskap- aryfLplýsingunum.“ Hannes á Horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.