Alþýðublaðið - 30.05.1946, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1946, Blaðsíða 3
'Fimmtudagur, 30. maí 1946. ALÞYPUBLAÐIÐ 3 ■ ■ Ofugmælaviðlal Molotovs. ■ # FYRIR NOKKRUM DÖGUM * var frá því skýrt í fréttum erlendra útvarpsstöðva og flestium blöðum heims, að Molotov, utanrikismálaráð- herra Rússa, hefði átt viðtal við hlaðamenn i Moskva og sveigt iþungyrðum að Vestur- veldunum, ekki sízt utanrík- ismálaráðherrum Breta og Bandaríkjanna. Voru um- mæli utanríkismálaráðherr- ans af svip,aðri háttvísi og sannleiksást og titt er um er- lendan áróður Rússa. Ýmis- ilegt það, sem Molotov sagði við þetta <tækifæri, hefur vak- ið undrun hvarvetna um heim, sem vonlegt er, enda var hér um fruntalegar árás- ir og furðulegar dylgjur að ræða. MEÐAL ANNARS SKELLTI MOLOTOV í viðtali þessu skuldinni á Vesturveldin á getuleysi Parisarfundarins og sakaði hann Breta um stór- veldastefnu, einkum að því er snertir Miðjarðarhafs- löndin. Enn fremur sagði Molotov, að oft væri erfitt að gera greinarmun á öryggis- ráðstöfunum og hreinni land- vinningastefnu. Mætti af þeim ummælum ætla, að sajnskipti Rússa við aðrar þjóðir byggist eingöngu á , ,öryggisráðstöfunurn1 ‘. ÞAÐ ER ÓHÆTT AÐ SEGJA, að það þurfi furðulegt virð- ingarleysi fyrir sanuleikan- um og bláköldum staðreynd- um, þegar helzti formælandi Rússa á sviði utanríkismála fer að ibrigzla öðrum þjóðum um yfirgang og landvinninga stefnu. Hvaða þjóð hefur unnið jafn markvisst að því, að aukja land sitt og einmitt Rússar í og eftir nýafstaðna heimsstyrjöld? Og hvaða lömd hafa Bretar og Banda- rikjamenn hins vegar sölsað undir sig? Rússar hafa, eins og allir vita, ,,tryggt“ landa- mæri sín allt frá Finnlandi suður að Svartahafi, auk þess sem þeir hafa seilzt til valda með uppreisnarhreyf- ingu í Iran og kröfum um ný- lendur við Miðjarðarhaf. Auk þess standa þeir að leppstjómum á Póilandi, í Júgóslavíu og víðar. MOLOTOV MINNTIST EINN- IG Á ÞAÐ í áður nefndu við- taili, að Vesturveldin vildu hafa .afskipti af athafna- og félagslífi annarra þjóða. En hverjir hafa verið athafna- samari um afskipti af innan- landsmálum annarra þjóða en einmitt Rússar, bæði með því að krefjast þess, að í ná- grannaríkjunum séu „vin- samlegar“ stjórnir við völd, og með þvií að styrkja flugu- menn sína, kommúnistana, í flestum löndum heims? ÞAD ER ALVEG ÓHÆTT AÐ FULLYRÐA, að ummæli Molotovs ^em hér hafa verið Gróður jarðar l mm «i Stöðugt berast fregnir um matarskort og yfirvofandi hung- ursneyð í mörgum löndum heims. Einkum er mikill skortur á 'kornvöru og öðrum landbúnaðarafurðum. Hér á myndinni sést danskur bóndi við vinnu sína, — hann er að leggja fram sinn skerf til þess að bæta úr skorti og neyð. Stlórn Titos 1 Jðgoslavln eliir é MW. HarSorS aðvöryn Bprezku stjórnarlnnar tii hans. — ----—»—..... ¥ UNDÚNAFREGNIR í gærkvöldi greindu frá því, að brezka stjórnin hafi sent stjórn Titos í Júgóslavíu boðskap, Jtar scm hún mótmælir harðlega andbrezkum áróðri blaðanna í Júgóslav- íu og staðhæfir, að verið sé að ala á óvild og fjandskap í garð Breta og Bandaríkjanna. Sauckel SéS ræua íólki til þrælayinnuimar. FRITZ SAUCKEL, yfirmað- ur þrælavinnunnar á Þýzkaíandi, var enn fyrir rétti í Niirnberg í gær. Leidd voru vitni, er báru það, að Sauckel hefði haft sérstaka menn til þess að veita ýmsu fólki í hin- um hersetnu Jöndum vín óg flytja það síðan ölvað og ósjálf- bjarga til þrælavinnunnar í Þýzkalandi. Sauckel bar ekki1 á móti þessu, en sagði1, að hann hefði orðlið að gera þetta vegna þess, hve mjög hefði verið þrengt að sér um öflun verkamanna. — Hdns vegar kvaðst hann hafa verið mannúðlegur í garð þessa Segir enn fremur í orðsend- ingu þessari, að mjÖg hafi bor ið á kuldalegri framkomu júgó- slavneskra stjórnarvalda í garð Breta og Bandaríkjamanna og hafi þau stuðlað að því að rýra álit engilsaxnesku þjóðanna þar í landi. — Þá er eirmig sagt, að svo virðist sem stjórn Titos vinni að því að einangra Júgóslavíu frá vestrænu þjóð- unum. Samtímis því, sem þessar fregnir berast, fréttist, að Títo og fleiiri úr stjórn hans séu komnir til Moskva og hafi geng ið á fund Stalins, eftir að Molo- tov hafði tekið hátíðlega á móti þeim á flugvelli í Moskva. fólks, iséð vel fyrir því um matvæli, það hefði verið tryggt og fleira nefndi hann sér til varnar í þessu sambandi. gerð að umtalsefni, eru með því ósvífnasta, sem heyrzt hefur. Á sinum tírna vildu nazistarnir þýzbu láka ,,tryggja“ landamæri sín, eins og menn muna, enda innlimuðu þeir „þegjandi og hljóðalaust" ýmis nágranna- ríki sín á mjög svipaðan hátt og Rússar gera nú, um leið og þeir saka aðra um „landvinn- ingastefnu“. Bandaríkjastlórn seedir skip til Spánar til að sækja pýzka nazista ■» -----— Hún kreíst þess, að Francostjórnin fram- selji 2205 nazista í giencSnr hernáms- yfirvaldanna f Þýzkalandi. -------*------- FRÁ Washington er símað, að Bandaríkjastjórn muni innan fárra daga senda amerískt skip til Bilbao á Spáni til þess að sækja þangað þýzka nazista, er leitað höfðu hælis á Spáni, og flytjá þá til Þýzkalands. Segir í fregninni, að hér gefist yfir- völdum Francos tækifæri til þess-að losna við menn þessa, sem Bandaríkjastjórn krefst, að verði framseldir á hernámssvæði Bandaríkjanna á Þýzkalandi. Skip það, sem hér er um að ræða, er væntanlegt til Bilbao innan viku og getur það flutt 915 farþega. Bandaríkjastjórn vlill fá framselda samtals 2205 þýzka nazista á Spáni og verða þá 915 þeirra væntanlega flutt ir þaðan nú á næstunni. Mun Francostjórnin eiga erf- itt með að neita að verða við kröfunni um framsal þeirra, þar sem hún heflir borið við skorti á skipakosti til þess að flytja þessa menn frá Spáni. Flnm ára áæflun um viSreisn atvinnu- veganna á Frakk- landi. SAMKVÆMT Lundúna- fregnum hefur Felix Gouin, forsætisráðherra Frakka, lýst yfir því, að franska stjórnin hafi gert fimm ára áætlun um alhliða vxiðreisn atvinnuvega iliandsins. Hefur franska stjórnin fengið stórlán í Bandaríkjunum að upphæð 300 millj. doilara, er verður varið til þessara fram kvæmda. Koliverkfalllnu í íandaríkjunum að Ijúka FRÉTTARITARI brezka út- varpsins símar frá Was- hington í gærkvöldii, að náðst hefði samkomulag milli kola- námumanna og Bandaríkja- stjórnar, í námum þeim, er stjórnin lætur starfrækja. — Hækkar kaup námamanna um 18 Y2 cent á klukkustund. Hins vegar eiga námaeigend ur eftir að samþykkja kröfur verkamanna eða gefa endaleg svör, en John L. Lewis, leið- togi ClO-verkamannasambands ins, Iieíir sagt, að ekkert sé að vanbúnaði af hálfu námamanna að h fja þegar vinnu á ný, er náðirií hafi samkomulag við at- vinnu rekendur. YFÍRÝÖLDIN á hernáms- svæðum Breta og Banda- ríkjamanna á Þýzkalandi hafa nú samþykkt að leyfa samfylk- ingarflokk sósíaldemókrata og * :< mmúnista á nefndum her- námssvæðum. Hussebi Ala bamaðar pólifískar alhafnir. REGNIR frá Teheran í igær greindu frá því, að iranska stjórnin hefði iagt fyrir Hussein Ala, sendiherra sinn í Washington, að hafast ekkert að í Iranmálinu áður en örygg- isráðið hefur afgreitt það. Hins vegar segir i fregninni, að Hus- isein Ala muni eiga að halda á- fram að vera sendiherra Irians í Washington, þar til öðru visi verður ákveðið. Er litið á þetta í London, sem Hussein Ala hafi raunverulega verið vikið frá sem sendiherra, en ekki er þess igetið, hverjar orsakirnar muni vera, en menn grunar, að hér gæti áhrifa Rússa. Thailendingar kæra Frakka, THAILENDINGAR hafa nú sent Tryggve Lie, aðalrit- ara hinna sameinuðu þjóða, kæru vegna landamæradeiln- anna og óeirðanna.við Frakka í Franska Indó-Kína. Segja þeir, að enri hafist franskir herflokk- ar frá Indó-Kína við innan landamæra Thailands. 28 Dachaubððlar voru hengdlr í gær. TILKYNNT var í London í gær, að 28 af fangavörð- unum og starfsmönnum í hin- um iilræmdu fangabúðum í Dachau hefðu verið teknir af lífi í gær. Voru þeir hengdir og framkvæmdu amerískir og þýzkir menn áftökurnar. Meðal þeirra, sem teknir voru af lífl voru Karl Weich, yfirmaður fangabúðanna og lækniir, er hafði drepið um 1200 manns við ýmislegar tilraunir. Shinwell alhugar kola- nántur íRuhr. T LONDON er tilkynnt, að Shinwell, eldsneytismála- ráðherra Breta, sé nú staddur í Ruhrhéraði á Þýzkalandi. Hann er þar staddur til þess að skoða kolanámur þar og athuga, hvað unnt sé að gera til þess að auka kolavirmslxma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.