Alþýðublaðið - 30.05.1946, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1946, Blaðsíða 6
9 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur, 30. maí 194(L Fimleikasýning K.R. á laugardag. Á laugardaginn kl. 4 heldur utanfararflokkur karla úr K. R. fknleikasýningu í íþróttahúsi í. B. R. við Hálogaland. Stjórnandi er Vignir Andrésson íþróttakennari. Ferðir inn að Hálogalandi frá Bifreiðarstöðinni Hreyfli. — Eins og áður hefur verið getið er ákveðið að fimleikaflokkurinn fari til Norðurlanda og Englands 1 næSta mánuði og mun flokkurinn leggja af stað 11. júní. Sjónhverfingar. Frh af 5 síðu. rúminu sínu. Ágætt dæmi upp á bilun í taugagriplunum, — eða hvað armað? Það er þegar vóst, svo að ekki verður um efazt, að slíkar bilanir geta komið fyrir. Við vitum, að taugarnar eru starfshæfastar eftir svefninn. Við snögg áhrif vitundarstöðv- anna í heilanum vöknum við. Boð heilans til hreyfitauganna ganga miklu hraðar, þegar taugagriplurnar hafa hvílzt til fulls. Eftir því sem á daginn lið- ur verða taugarnar sljórri. Þær vinna ekki eins fjörlega og áður. Erfiðara reynist að koma boðum heilans til skila eftir taugunum. Við eigum smám saman erfiðara með að einbeita huganum; vitundarlíf- ið lamast. Eftir að áfengisneyzla hefur átt sér stað, gerir sams konar vart við sig. Alkóhólið lamar taugagriplumar, svo að boðum heilans gengur erfiðlega að komast g egn um taugarnar. Koffein, sem fyrirfinnst í kaffi og tei, lífgar aftur á móti upp á taugagriplurnar og kemur þeim tíl að vinna örar. Við háan aldur lamast ein- beitingarhæfileiki mannslikam- ans, sökum þess að taugagripl- urnar missa fyrri orku sína, eins og flestir aðrir hlutar lík- amans. Er það ekki trúlegt í hæsta máta, að þegar hæfileiki tauga- griplnanna til að leiða boð heil ans rénar, minnki einnig hæfni þeirra til að taka á móti verk- unum og flytja þær til hans. Og er það ekki eftirtektarvert, að draugar gera jafnan vart við sig þegar taugagriplurnar eru í 'hægvirku ásigkomulagi og sjáandinn er undir áhrifum svefnlöngunar eða er svefn- .þurfi af öðrum orsökum? Hjá langflestum heilbriigðum mönnum kemur það sjáldan fyrir, að taugagriplurnar lam- ist. Þó á þetta sér stað einstöku sinnum, við skyndilega og sterka taugaæsihgu, eins og þegar ég sá drenginn falla ofan úr trénu. Ég geri einnig ráð fyrir því, að taugagriplurnar geti bilað, hvort sem maður er hræðslunnar meðvitandi eða ekki. Sé maður einkar hræddur við drauga, getur hann fyrir- fram vitað hvernig afleiðingin yrði, ef hann þættist sjá slíkt. Slikar sýnir sjá margir eftir að þeir ganga til hvílu. Þær or- sakast oft af draumum, — sjá- andinn er ekki vel vakandi. Þetta ætti að útskýra nokkuð fyrir manni, hversvegna draum ar geta oft verið svo raunveru- legir. Ég er einnig þeirrar skoð unar, að dultrúarmenn, er sjá sýnir, upplifi slíkt raunveru- lega sökum sterkrar hnitmið- unar taugastarfseminnar að slíku, — svo að þeir sjá hug- myndir sinar Ijóslifandi fyrir sér jafnframt því sem þeir sjá hið raunverulega í umhverf- inu. Já, þetta er nú.min skoðun. Hverju trúið þið sjálf? Sazl að augiýsa í AlþýðubSaðinsi Tökum upp í dag: Kven-ki Telpukápur og kjóla. Bam’akjóla úr nylon og sil’ki. Einnig drengjiafrakka og húfur. K Islandsmófið í knaff- spyrnu, Knattspyrnumót ís- LANDS hófst sl. mánudags kvöld, 27. þ. m. Að þessu sinni taka sex fé- lög þátt í mótinu, tvö utan af landi, frá Akranesi og Akur- eyri. Akureyringar hafa ekkd áður verið þátttakendur í ís- landsmótinu, en hins vegar í I. fl.-móti og staðið sig þar vel. Mótið var að þessu sinni sett með Viðhöfn. Lúðrasveitin Svan- ur lék, og öll kappliðin sex, gengu fylktu liði inn á völlinn undir félagsmerkjum sínum, en íslenzki fáninp gleymdist, sem sannarlega hefði átt að berast fyrir hinni fríðu fylkingu. íþróttafulltrúi ríkisins flutti setningarræðuna, en hátalari var enginn, langsamlega megin hluti þeirra þúsunda, sem þarna voru, heyrðu ekkert hvað hann sagðþ Veður var mjög gott, en sól háði leikmönnúm nokkuð í fyrri hálfleik. Þegar að setningu mótsins lokinni, hófst fyrsti leikur þess, milli Akurnesinga og KR. Leikurinn hófst þegar á sókn KR., sem var hrundið. En er um 12 mínútur voru af leik, tókst KR. að skora sitt fyrsta mark, og er fáeinar mínútur voru eftir af hálfleiknum, skoruðu þeir annað, og lauk hálfleiknum þannig með 2:0. í þessum hálfleik var dæmd vítaspyrna á KR., en hún var klaufalega framkvæmd, og því næsta auðvelt markmanninum að verjast henni, sem hann og gerði. Síðari hálfleik lauk éinnig með sigri KR. 2:1, svo að KR. vann leikinn með 4:1. Leikur þessi var langt frá því að geta talizt skemmtilegur eða vel leikinn, því að hraðinn og harðneskjan var allt of áber- andi. Hraði og harka án tækni og umhugsunar, er ekki líkleg til árangurs í þá átt að skapa góðan knattspyrnuleik. — Lið Akurnesinga er skip- að duglegum og þolnum leik- mönnum, sem að vísu geta hlaupið þindarlaust, en skortir vissulega mjög á um knattmeð- ferð og skipulag; vörnin var allt of opin, framherjar mót- herjanna fengu því að leika lausum hala fyrir framan mark þeirra, óvaldaðir. Bezti' maður- inn þeirra var markvörðurinn. Framlína þeirra var einnig í molum og skipulagslítil í sókn- um. Sending knattarins upp í háloftin og ónákvæmar og til- viljanakenndar langspyrnur voru of tíðar. En þetta má vissu lega allt laga með réttri þjálfun, og því mun betra þegar áhugi og vilji er fyrir hendi. Lið KR. lék að vísu mikið betur, en yfirburðdr þess hefðu átt að vera ótvíræðir, þegar þess er gætt, að hér er um reyndan flokk að ræða, sem marga rimmuna hefur háð, og þar að auki þegar móthei-jarnir léfcu eins opið og óvaldað eins og raun var á. Frarnherjar KR. áttu ótal tækifæri til mark- skota, sem þeir fóru illa með og másnotuðu herfilega. Vörnin var aliörugg og mark- maðurinn, þó ungur sé, stóð sig vel. Aðalmarkmaður KR., Sig. Jónsson, keppir ekki með að þessu sinni, þar sem hann er ekki í bænum. Ebé. vTrrrrmtYirriTriYrmTri Úlbreiðið AlþýðöblaðiS Hjartardegar þakkir og beztu ámaðaróskir tii allra vina minna nær og fjær, sem sýndu mér vinarhug með heimsókn, skeytum og höfðinglegum gjöfum á sextíu ára -afmæli miínu. Andrés Eyjólfsson, Síðumúla. Sérleyfisleiðir. Breytingar á ferðaáætlnnum sérleyfisbifreiða. Á leiðinni Reykjavík —- Keflavík — Hafnir — Gerðar — Sandgerði — Stafnes verður ferðaáætlun frá 1. júní 1946, sem hér segir: ' . i ■ •. . ( 1. Bifreiðastöð Steindórs: Tvær ferðir á dag. Frá Reykjavík: Alla daga 'kl. 10 og fcl. 13 Frá S'andgerði: Virka daga kl. 13 og kl. 17 óvirka daga kl. 13 og kl. 18,30 Frá Kef'lavík: Virk’a daga bl1. 14 og kl. 18 óvirka daga bl. 14 og kl. 19,30 2. Keflavíkurhreppur: Tvær ferðir á dag. Frá Reykjavík: Virka daga kl. 16 og kl. 19 óvirba daga' M. 16 dg bl. 21 Frá Sandgerði: Virba daga bl. 8,30 og bl. 9,30 óvirba daga bl. 9,30 Frá Keflavíb: Virba daga bl. 9,30 og kl. 10,30 óvirka daga kl. 10,30 í ferðinni kl. 19 frá Reykjavík er ekið ti'l Stafness ’all'a virka daga og til Hafna mánudaga, miðvibudaga og föstudaga. Frá St'afnesi er ekið a'lla virka daga bl. 9 og frá Höfnum er ekið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga M. 9. Áæilunarbfíar Eeflavíkurhrepps Bffrefðastðð Steiödórp Taxíi vðkmnama i sklpmn i EafnfMi Frá og með 1. júní 1946 og þar til öðruvísi verður ákveðið er kauptaxti vökumanna í skipum sem hér segir 1. í skipum, sem eru í rekstri, það er fyrstu 2 sólár- hringana eftir að þau koma í höfn, kr. 2,85 pr. klst. í dagvinnu. Eftirvinna greiðist með 50% álagi. Nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. 2. í skipum, sem eru í viðgerð eða stoppa lengur en 2 sólarhringa í höfn, kr. 34,00 fyrir hverja 12 stunda vöku. Vökumenn skulu eiga frí 7. hverja nótt, en sé hún unnin, greiðist hún með kr. 68,00 fyrir 12 stunda vöku. Á íaxta þá, sem hér að ofan greinir, skal greiða fulla dýrtíðaruppbót samkvæmt dýrtíðarvísitölu kaup- lagsnefndar. Hafnarfirði, 30. maí 1946. Stjórr« Verkamannafélagsins Hlífar. M IðlSi til hreingerninga i skrifstofum, 2—3 tíma á dag. Umsækjendur tali við okkur sem fyrst. Samband isl. samvinmifélaga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.