Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fixuntttáagur, 18. júU 1946. fUf><jðnblaðið Útgefandi: Allþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902. Afgreiffsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Affsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ♦-------------------------—'* Strit en ekki vit. ÞJÓÐVILJINN er nú eftir kosningarnar farinn að auka þá fyrri iðju sína að lofa stefnu Rússa og prédika lesend- um sínum málflutning komm- únista, en af skiljanlegum á- stæðuím gerði hann 'lítið að því, meðan á kosningabaráttunni stóð. Skriffinnum hans var að sjálfsögðu um það kunnugt, að íslendingar hafa vanþóknun á yfirgangi og ofríki hinna rúss- nesku valdhafa, svo og málflutn ingi kommúnista. Þess vegna reyndu þeir að breiða yfir nafn og númer fyrir kosningarnar, þóttust vera lýðræðissinnaðir og umbótafúsir og forðuðust umræður um Rússlandsmálin sem mest. * En eftir kosningarnar er horfið að hinni fyrri þjónkun við Rússa og lagt kapp á að af- saka stefnu þeirra og atferli og boða kenningar kommúnista, sem ráða lögum og lofum í flokknum, þrátt fyrir nafnbreyt inguna. Fyrir nokkrum dögum var einn af auðsveipustu þjón- um flokksins látinn skrifa langa grein í Þjóðviljann, þar sem komizt var að þeirri niður- stöðu, að alþýðan gæti ekki sigrað „á lýðræðislegan hátt“. Og nú er tekinn að birtast í sama blaði greinarflokkur eftir ungan og sanntrúaðan Rússa- dindil, sem varð sér að athlægi fyrir nokkrum árum vegna ný- stárlegrar skilgreiningar á mann fjölgunaraðferðum kommúnista. En meginefni þessa greinar- flokks hans er sá, að griðasátt- máli Hitlers og Stalíns hafi á sínujm it&ma verið hið aruesta þarfaþing og orkað miklu til .þess, að bandamenn unnu sigur á nazismanum í styrjöldinni. Kommúnistum verður varla borið hugleysi á brýn fyrst þeir áræða að minnast á griðasátt- mála Þjóðverja og Rússa og reyna að verja hann fyrir þjóð sinni. Sannleiku'rinn varðandi það mál liggur öllum í augum uppij einnig kommúnistum, þótt þeir telji það shyldu sína við húsbændurna austur í Moskvu að flíka marghröktum blekkingum sínum og lygum varðandi það. Rússar urðu ekki einu sinni hlutlausir í árdögum styrjaldarinnar, eins og marg- ir gerðu sér þó von um. Þeir gerðust samherjar Þjóðverja og framleiddu nauðþurftir þeim til handa, meðan herskarar nazism ans brutu undir sig Pólland og síðar Frakkland og ógnuðu allri Norðurálfunni. Rússar fengu líka þjónustuna við Þjóðverja dável borgaða, því að Hitler lét Stalín eftir vænan hluta af Pól- landi. Meðan vinátta Hitlers og Stalíns hélzt, var það að dómi kommúnista smekksatriði, hvont menn væru með eða imóti nazismanum, og vinna í þágu bandamanna hét þá landráða- vinna á máli þeirra. En eftir að Benedikt Gröndal: & fuDdi öngoisráðsins FYRIR TÆPLEGA ÁRI var Hunter-kvennaskólinn i New York lítt þekktur utan Bandarikjanna. Hann er tengd- ur við Columbia háskólann og byggingar hans eru í borgar- hlutanum Bronx, 45 mínútna ferð frá miðbænum á Man- hattan. Byggingarnar eru i ný- gotneskum stíl, fallegar, enda er rúmgott í kringum þær. Síðast íliðna mánuði hefur Hunter nafnið borizt um heim allan í fréttum blaðanna og út- varpsins. Ástæðan er sú, að skólinn var valinn sem aðal- bækistöð hins inýja þjóðabanda- lags sameinuðu þjóðanna. Það var rigning og súld dag- inn sem fertugasti og fyrsti fundur öryggisráðsins var hald- inn. En um klukkan ellefu að morgni komu raðir af ibifreið- um og óku að fánaskreyttum byggingum skólans. Það er leik- fimishúsið, sem hýsir aðalfund- arsalinn. Amerískir hermenn standa vörð við húsið og viða inni í því, og verða áhorfendur að sýna aðgöngumiða, sem stundum eru mjög eftirsóttir. Aðalleikfimissalur bygging- arinnar hefur verið gerður að fundarsal. Er erfitt að sjá, að það sé leikfimishús, _ þar sem verið er að ráða vandamál heimsins, nema helzt í kjaillar- anum. Áðalsalurinn er alger- lega byggður inn i gamla sal- inn, og er þar öllu mjög hagan- lega fyrir komið. Hinir tólf meðlimir ráðsins sitja við boga- dregið borð, og eru hljóðnemar framan við hvern mann. Fyrir aftan þá sitja ráðgjafar þeirra. Framan við aðalborðið eru minni borð, þar sem ritarar og þýðendur sitja. Gegnt þessu aðalfundarborði eru svo sæti fyrir áhorfendur og blaðamenn. Fundur settur. Allmargir áhorfendur og minni háttar embættismenn voru í fundarsalnum, þegar fulltrúar stórveldanna gengu inn. Meðal þeirra fyrstu, sem settust við fundarborðið, var van Kleffens, fulltrúi Hol- lands, hár og grannur, heldur fallega ófríður náungi, sem hefur getið sér mjög góðan orð- stír við öryggisráðið. Rétt á eftir honum komu Edward Stettinius, fulltrúi Bandarikj- anna, og fulltrúi Kína. Stetti- nius er maður glæsilegur, og er hið silfurgráa hár hans eftir- tektarvert, enda er hann enn ungur maður. Hann hélt ann- arri hendinni um öxl Kínverj- ans, og það var auðsýnilegt, að þeir voru ekki að tala um Iran- málið. Á eftir þeim gekk inn Sir Alexander Cadogan, fulltrúi Breta, heldur stífur, þaulreynd- ur diplomat, sem hefur gleraug- un neðarlega á nefinu og horfir gjarnan á menn yfir þau. Skammt fyrir aftan Bretann kom forseti þjóðabandalagsins, Norðmaðurinn Trygve Lie, igildur og broshýr. Þá komu fulltrúar ýmissa annarra landa, Póllands, Brazilíu, Mexico, Frakklands, og loks Rússinn Andrei Gromyko. Hann var al- varlegur og gekk beint til sætis. Með honum .voru ráðgjafar 'hans, prófessor Stein og Kra- silnikov, fyrrverandi sendiherra Rússa í Reykjavik. Hefur hann mjög mikilvæga stöðu sem einn fremsti ráðgjafi Gromykos. Forseti ráðsins, Egyptinn Hafiz Pasha Afifi, setti fund- inn, og var dagskrá samþykkt. Til umræðu voru einöngu til- lögur um þingsköp, svo að ó- þarft er að rekja það mál hér. Það eina, sem athyglisvert var við umræðurnar, var afstaða, sem Ástralíumaðurinn Hasluck tók varðandi inntöku nýrra meðlima í bandalagið. Vildi hann, að aðalráð sameinuðu þjóðanna hefði þar meira vald en öryggisráðið, og er þetta hluti af langri baráttu Ástralíu- manna fyrir auknu valdi smá- þjóðanna í hinu nýja þjóða- bandalagi. Sjósivarp og liprir túlkar. Það er ekki hægt að segja, að hið talaða orð sé látið fara inn um annað eyrað og út um hitt í öryggisráðinu. Hvert ein- asta orð, sem sagt er, er marg- faldlega skrásett og þýtt. Flest- ir fulltrúarnir tala ensku, en franska og rússneska eru einnig notaðar. Hvert einasta orð, hver einasta ræða er þegar í stað þýdd yfir á frönsku (eða ensku, ef hún er flutt á frönsku, eða bæði málin, ef talað er á rúss- nesku). Framan við fundarborð- ið sitja f jórir túlkar, og skiptast þeir á um að taka niður með hraðritun það, sem sagt er, og strax að ræðunni lokinni lesa þeir hana á máli því, sem þeir þýða á. Er það aðdáunarvert, hversu vel þeir þýða erfitt diplomatiskt mál, án þess að hafa nokkurn tíma til umhugs- unar. Gromyko er eini maður- inn, sem talar á rússnesku, og munu aðeins einn eða tveir aðrir fulltrúar skilja það mál. Allar umræður eru hraðrit- aðar og þegar í stað fjölritaðar. Er hægt að fá textann að hverri einustu ræðu svo sem þrem stundarf jórðungum eftir að hún er flutt. Er þetta gert í kjallara byggingarinnar, þar sem blaða- menn hafa komið sér fyrir. Var þar sundlaug skólans, en nú sést lítið nema haf af ritvélum og öðrum senditækjum. Þar eru líka raðir af símaklefum og margar símskeytaskrifstofur, Þjóðverjar réðust á Rússa, breyttist hljóðið 'í strokk komm Únista hér á landi og annars staðar. Þá varð styrjöldin frelsis stríð þjóðanna gegn fasisman- um og vinna í þágu banda- rnanna landvarnavinna. En heilvita menn geta sagt sér sjálf ir, hvort frelsisstríðið gegn fas- ismanum hefði ekki orðið skammvinnara og útgjalda- minna, ef Rússar hefðu borið gæfu til þess að gerast aðilar að því áður en Pólland og Frakk land voru brotin undir járnhæl nazismans í stað þess að bind- ast fast í hræðralag við böðl- ana í Berlín. * Kommúnistum er ekki of gott að eyða pappír og prentsvertu til að reyna að telja fólki trú um, að griðasáttmáli Hitlers og Stalíns hafi verið bandamönn- um stuðningur! Slíkt er öfug- mæli, sem margir munu henda gaman að en fáir taka alvarlega. Skriffinnar Þjóðviljans gætu eins vel reynt að telja fólki trú um, að norskir kommúnistar hefðu haft í huga stuðning við útlagastjórn Nygaardsvolds, þegar þeir báru fram kröfuna um, að þjóðin svipti hana völd- um og mynduð yrði stjórn, sem gæti náð samkomulagi og sam- vinnu við þýzka innrásarher- inn. Hvort tveggja er tilraun til að verja vonlausan málstað — strit en ekki vit. i New-Vork. svo að hægt er iað senda fréttir hvert sem er beint úr bygging- unni. Fyrst í stað var svo mikið af blaðamönnum, að ekki var nokkur leið að koma þeim öll- um inn í fundarsalinn. Var þá útbúinn allstór salur með á- horfendasætum og sett þar all- mörg sjónvarpstæki. Var um- ræðum á fundunum þannig sjónvarpað til þessa aukasalar, þar sem áhorfendur gátu fylgzt imeð því, sem fram fór. Egyptinn talar. Það er mikill munur á fund- um sameinuðu þjóðanna og fyrri alþjóða samtaka, því að nú er því nær allt gert fyrir opn- um dyrum og augum alheims- ins. Hundruð áhorfenda, blaða- menn, sjónvarp, kvikmyndavél- ar og hljómplötur fylgjast stöðugt með því, sem sagt er. Árangurinn af þessu hefur ver- ið sá, að almenningur um heim allan hefur getað fylgzt með því, sem fram hefur farið. Hef- ur oftast farið svo, að blöðin gerðu heldur mikið úr erfiðleik- um hinnar ungu stofnunar. Það eru margir, sem efast um að samiei.nuðu þjóðirnar mtuni ná tilgangi sínum, og er oft dæmt eftir atburðum í öryggis- ráðinu. í sambandi við svartsýni sumra en vonir annarra er at- hyglisvert að kynnast ræðu, sem hr. Hafes Afifi Pasha, full- trúi Egyptalands, hélt á fundi þeim, sem hér hefur verið lýst, en það var síðasti fundur hans sem forseta. „Ég er dálítið hryggur,“ sagði Afifi Pasha, „af þvá að mér finnst við höfum ekki lokið hlutverki því, sem okkur er sett á þessum mánuði, sem ég hef verið í forsæti. Ég held, að hin- ar friðelskandi þjóðir — og ég er sannfærður um að allur þorri þeirra, sem búa á þessari jörð eru friðelskandi — séu ó- ánægðar með ástandið í heim- inum einu ári eftir sigurinn. Þær eru óánægðar af því að hugsjónir þær, sem barizt var fyrir, virðast gleymdar. Þær eru óánægðar af því að þeim finnst réttlátur og varanlegur friður vera langt undan.“ Frh. á 6. sí8u. TÍMINN í gær gerir í er- lendu yfirliti þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Póllandi að umræðuefini í tilefni af ræðu þeirri, sem foringi pólska bændaflokksins og varaforsæt- isráðherra Póllands, Mikolaj- czyk flutti síðast liðinn Sunnu- dag, en þar krafðist hann þess, að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði dæmd ólögmæt, þar eð margvís- legum þvingunum hefði verið beitt. Segir svo í þessari grein Tímans: „Þegar samkomulag náðist um •það milli Bandamanna og Rússa fyrir rúmu ári síðan, að myniduð yrði ný stjórn í Póllandi, varð Mikola j czyk varaforsætisráðherra hinnar nýju stjórnar, en að öðru leyti var hún slkipuð fieistum sömu mönn-um og leppstjórn sú, sem •Rússar höfðu áður sett á iaggirnar. Mikol'ajczyk hafði áður verið for- sætisráðherra útlagastjiórniarinnar í Lon<ion, en látið af því starfi, ér honum þótti samstarfsmenn sínir þar verða of fjandsamlegir Rúss- um. Mi'kolajczyk hefur jiafnan lagt áherzlu á, að samhúð Pólverja við Rússa yrði að vera vinsamleg. Fljótlega eftir heimkomu Mikoliajczyks, tók að skerast í odda milli ihans og hinna ráðherranna. M. a. 'Undi Mikolajczyk því illa, að nýir menn voru komnir til valda í Bændafiokknum, en hann hafði verið ei-nn helzti 'leiðtogi hans fyr- ir styrjöldina. Mikol-ajczyk taldi iþessa menn vera verkfæri komm- únista og stofnaði hann því nýj- an ibændaflokfc. Þessi flokkur safn- aði -strax um si-g miklu fyl'gi og er taiinn 'lan-g-fjölmennasti stjórn- málaflofckurinn i Póllandi. Meðráðhierrar Mikolajczyk litu þennan flokk strax i-llu auga og for ustumenn hans urðu fyrir ýmsum ofsáknum. Sambúðin versnaði þó fyrir alvöru, þega-r Mikolajczyk neitaði að taka þátt í kosninga- bandalagi með hmum' flokkunum á þeim grundvelli, að aðeins yrði lagður fram einn aisti og fiokkarn- ir skiptu þingmönnum milii sín fyrir kosningarnar. Þetta leiddi einnig til þess, að ákveðið var að fresta kosningunum, en annars áttu þær að fara fram í vor. Munu hinir flofcfcarnir hafa óttazt hið m-ifcla fylgi, sem flokkur Mikoiajczyk myndi fá.“ Og enn segir svo í þessari grein Tímans: „í stað þjóðaratkvæðagreiðsluxm ar va-r h-orfið að því ráði, að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðsiu um þrjár spurningar. Fyrsta spum ingin var um hvort þingið sfcyldi v-era itvær -máistofur. Önnur var þess efni-s, hvort menn' væru sam- þykfcir jarðaskiptingunni, sem foú- ið er að framkvæma, en sú þriðja, ihvort menn væru samþykkir hin- um nýju vesturlandamærum Pól- lands. Um- seinni spurningamar voru allir flofckarnir sammála, en efcki um þá fyrstu. Flokkur Mikolajczyk var fyl-gjandi þremur málstofum, en hin-ir flokkarnir vildu hafa þin-gið eina málstofu. Úrslit atfcvæðagreiðslunnar urðu þau, að miki-li mei-rihluti var með einni málstofu. Það eru þessi úrslit, sem Mifcolajczyk hefur mótmælt. iFyrir atk'væðagr-eiðsluna var svo 'komið, að búið var að baxma bændafliofckinn í öllum fjölmexm- ustu borgum og hér-uðum landsins. Flest blöð hans vor,u iika bannuð. Hann gat því litlum sem engum áróðri komið við og víða vissu menn ekiki um afstöðu hans. Ýms- -um þvingunum og hótunum var liika beitt við kjósendurna. Margt þykir ibenda til, að hinir stjórnmál-afLokkarnir, sem eru raxmar ekki annað en leppfiokkar kommúnista, vilji nú láta til skarar skríð aí .baráttuxmi við Mikolajczyk Sjálfur býst haxrn við hinu versta og hefur sent fjölskyldu sinmi, sem dvelur í London, þá kveðju, að hann búist við handtöfcu sinni á Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.