Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudágur, 18. júlí 1946. -----*--——----r--rr--—-------» Bærinn í dag. ♦---------------------------—I Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. N æturvörður er í Lauigavegs- apótefei. Næturafestur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. ÚTVAHPIÐ: 8,30—8.45 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegitsútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Söngdansar (plötur). 19.35 Lesin dagsferá næstu vifeu. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) Lög úr „Meyjaskemm- unni“ eftir Schubert. b) Suðrænar rósir, — vals eftir Jóhann Strauss. c) Tyr'kneskur marz eftir Midhaelis. 20.50 Upplestur: Gyðingavan'da- málið í Póllandi, bókarkafli (Gunnar Benediktsson rit- höfundur). 21.1t5 Lög leifein á orgel (plötur). 21.25 Frá útlöndum (Jón Magnús- son). 21.45 Norðurilandasöngmenn (plöt- ur). 22.00 Fréttir. Létt lög (plötur). 1 fréttinni í (blaðinu í gær um drengina, sem ■ slösuðust af völdum spreng- ingar, hafði sú misslögn orðið, að slysið 'hefði skeð í Hafnarfirði. Það skeði á Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd, en hins vegar var farið með drengina á sjúkrahús í Hafnarfirði. , Leiðrétting. í upphafi greinar Odds A. Sigur- jónssonar um Völuspárútgáfu Ei- ríks Kjerúltfs stóð, að hún hefði feomið út seint á liðnum vetri, en átti að vera snemma á liðnum vetri. Fyrirlestrar Mr. Edwin C. Bolt hefjast í Guðspékifélagshúsinu í kvöld kl. 9. stundvíslega. Fyrsta fyrirlestur sinn kallar hann: Höf- um við lifað áður á jörðinni? Næsti fyrirlestur verður svo haldinn nk. föstudagskvöld. Fólk er áminnt um að koma tímanlega, .því aðsókn mun mikil verða og alls ekki síðar en kl. 9. Ægir, mánaðarrit fiskifélagsins, 5. hefti þessa árgangs er nýkomið út. — Það tflytur m. a. greinar eftir rit- stjórann en nefnast: Nýsköpun og hafnarframkvæmdir; Yfirlit um vetrarvertíðina í Sunnilendinga- fjórðungi 1946; Álagning á fisk fluttan með flugvélum; Útvegur og utanrífcisverzlun eftir Davíð Ólafs- son; Leirhaifnarvík eftir Kristján Kristjánsson; Verkefni, sem þarf að leysa eftir Bergstein Á. Berg- steinsson; Útgerð og aflabrögð í maí 1946 og mar.gt fleira. Es. Brúarfoss fer H! Rússlands. A KVEÐIÐ ER, að e.s. Brúar- -f®- foss fari til Rússlands nú á næstunni með hraðfrystan fisk. I fyrrakvöld lagði skipið af stað til hafna Norður- og Aust- urlands til þess að sækja fisk- inn. Mun skipið taka 950—1000 smálestir fiskjar á 11 höfnum, og mun sá leiðangur taka 8—10 daga. Til Rússlands mun það fara um næst komandi mánaða- mót. Úfbreiðið Alþýðublaðið ALÞYÐUBLAPIÐ Frá aðatfundi Læknafélags Islands. Félagið leggnr til að byggt verði hæli fyrir sjúkliiga með iangvinna sjúkdóma. ------♦------ Ennfremur að Landsspítalinn verði stækk- aður til muna að reist verði farsótta- ©g sóttvarnarliiís. AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS var haldinn í há- skólanum dagana 13. og 14. þ. m. Mörg mál voru tekin fyrir og rædd og ályktanir gerðar, m. a. leggur félagið til, að reist verði hæli fyrir sjúklinga, með langvinna sjúkdóma, ennfremur að Land- spítalinn verði stækkaður til muna, að reist verði farsótta- og sótt- varnahús og að iolts, að komið verði upp fávitahæli er rúmi allt að 100 fávita. Fara hér á eftir helztu málin, sem tekin voru til meðferðar á fundinum: 1. Lögin um almannatrygging ar, einkum kaflinn um heilsu- . gæzlu. Allmiklar umræður urðu um þau, en engin ályktun var gerð. Hins vegar var kosin þriggja manna nefnd til þess að vera stjórnum læknafélaganna til aðstoðar með tilliti til fram- kvæmda þeirra. 2. Sjúkrahúsamálið: Á aðal- fundi Læknafélags íslands 1944 hafði verið kosin 5 manna nefnd til þess að rannsaka ástandið í sjúkrahúsmálum landsins og gera rökstuddar tillögur um þau. Við athuganir sínar hafði nefndin komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri ástæða til þess fyrst um sinn að auka veru lega við sjúkrahúsrými utan Reykjavíkur, þegar lokið væri þar byggingu þeirra sjúkrahúsa, sem nú eru í smíðum eða áform- uð. Reynsla undanfarinna ára hefði sýnt að sjúkrahús víðsveg á landinu hefðu notazt illa. Nefndin taldi heppilegast, að eitt fullkomið sjúkahús verði í hverju læknishéraði og þar sem sjúkrahús væri ekki fyrir hendi, yrði komið upp sjúkraskýli er rúmaði 2—4 sjúklinga. Nefndin taldi Reykjavík þeg- ar orðna miðstöð sjúkrahús- lækninga í landinu. Myndi það fara í vöxt að sjúklingar leituðu þangað. Hins vegar væri þar til- finnanlegur sjúkrarúmaskort- ur, sem marka mætti meðal ann ars af því, að sjúkrahúsin þar skiluðu meira en 100% afköst- um og fjöldi sjúklinga væri æf- inlega á biðlista þeirra. Nefndin bar fram eftirfar- andi tillögur, sem hlutu sam- þykki fundarins: a. Stækkun verði gerð á Land- I spítalanum, þannig, að lyf- j læknisdeildin og handlæknis ? deildin rúmi 120—130 sjúkl- inga hvor og auk þess verði þar rúm fyrir 40—60 þörn. b. Komið verði upp deild eða sjúkrahúsi, er annist hand- læknisaðgerðir vegna útvort- is berkla, beinbrota og bækl- unarsjúkdóma. Hæfileg stærð mundi vera allt að 80 sjúkrarúm. í sambandi við þessa deild þyrftu nauðsyn- lega að fara fram æfinga- lækningar, unz sjúklingarnir gætu útskrifazt heim til sín eða til annarrar hæfilegrar stofnunar. c. Reist verði hæli er taki við sjúklingum með langvinna sjúkdóma, er einkum þarfn- ast hjúkrunar, en ekki vanda samra læknisaðgerða á sjúkrahúsum inni í bænum. Þar ættu að fara fram vinnu- lækningar, er gætu orðið vist mönnum til stælingar og þjálfunar, sem tengiliður milli hælisvistar og starfs. Vel mundi fara á því að þetta hæli starfaði í tveim deild- : um. Tæki önnur við fólki, er ætla má, að yrði þar lang- dvölum, en hin við fólki til skemmri dvalar, t. d. í aftur- bata eftir slys, eða skurðlækn isaðgerðir á útlimum sbr. b. Leggja ber áherzlu á, að slík hæli yrðu reist utanbæjar, en þó eigi mjög fjarri, svo að vistmenn eigi kost sem víðtækrasta starfsskilyrða. Rekstur slíks hælis ætti að geta orðið mun ódýrari en venjulegra sjúkrahúsa. Örð- ugt er að gera sér fulla grein fyrir, hve stórt slíkt hæli þyrfti að vera, en naumast mætti það þó vera minna en svo, að það rúmaði 70—80 vistmenn til að byrja með. d. Byggt verði farsótta- og sótt- varnahús, er rúmi 70—80 sjúklinga. Er þá gert ráð fyrir, að 10—20 rúm verði til ráðstöfunar fyrir berkla- sjúklinga, sem eigi er unnt að vista á heilsuhælum vegna veikinda þeirra e. Fjölgað verði sjúkrarúmum fyrir geðveikt fólk, svo að þau verði samtals allt að 400 fyrir allt landið. Auk þess vaéri nauðsynlegt að sérdeild væri komið upp vegna of- drykkjufólks f. Loks telur nefndin ríka á- stæðu til að bera, að komið verði upp fávitahæli fyrir allt landið er rúmi allt að 100 fávita. 3. Samkvæmt tillögu for- manns félagsins var ítrekuð samþykkt frá aðalfundi 1944 um ýmis hlunnindi héraðs- lækna. Á fundinum voru flutt tvö erindi. Hið fyrra þeirra flutti dr. med. Óskar Þ. Þórðarson um lyflæknismeðferð ulcussjúk dómsins, en hið síðara Kristján Þorvarðarson læknir um shock- meðferð geðveikra Fundarstjóri var Ingólfur Gíslason, en fundarritari Hall- dór Stefánsson. Stjórn félagsins var endur- kosin. Hana skipa: Magnús Pétursson, formaður; Páll Sig- urðsson, ritari og Karl Sig. Jón- asson, gjaldkeri. Allsbefjarmótið. Framhald af 2- síðu. Páll Jónsson, KR 2187 stig. Brynj. Ingólfsson. KR 2107 stig. Að mó't'inu loknu ó þriðju'- dagskvöldið vonui. verðlaunaaf- nendingar til einsta'k'liniga og KR afhentur meistaramótsbik- arinn. I kvöld' er keppendum á miótinu og starfsmönnnmi þess þoðið til kaffidrykkju að Gamla Garði. Jarðarför konunnar minnar, Jensínu Ingimundardóttur, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 19. þ. m. og hefst með hús- kveðju að heimili hennar, Ásvallagötu 6 klukkan 1 eftir hádegi. At'hö'fninni í Fríkirkjunni verðux útvarpað. Guðlaugur Ingimundarson. Kðia deyr a! brana- NNUR KONA SU, sem brenndist í Grímsey á laug ardaginn, er prímus sprakk, lézí af sárum sínurn í fyrradag. Konan hét Guðrún Indriða- dóttir og var 67 ára að aldri. Eins og skýrt var frá í blað- inu á sunnudaginn, voru kon- urnar tvær, sem urðu fyrir brunasárum og voru þær flutt- ar í ílugvél til Akureyrar og lagðar þar í sjúkrahús. Sjávarútvegssýning' Reykjavík síðari EÐ BRÉFI dagsettu 17. apríl sl. skipaði Áki Ja- kobsson, atvinnumálaráðherra, fimm menn í nefnd til að standa fyrir sjávarútvegssýningu, er ákveðið hefur verið að stofna til í Reykjavík síðari hluta sum- ars, Sýningu þessari er einkum ætlað að skýra fyrir almenn- ingi þýðingu sjávarútvegsins fyrir þjóðina, sögu hans og nán- ustu verkefni þjóðarinnar til eflingar þessum atvinnuvegi. Fiskimálanefnd hefur sam- þykkt að leggja fram fé til sýn- ingarinnar, allt að 50 þús. kr. Þessir menn voru skipaðir í nefndina: Halldór Jónsson, framkv.stj. Fiskimálanefndar, formaður, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Jakob Hafstein, framkvæmda- stjóri L.Í.Ú., Oddur Oddsson, vélstjóri og Gils Guðmundsson, ritstjóri. Til að annast uppsetningu sýningarinnar hefur verið ráð- inn Jörundur Pálsson, teiknari- Nefndin gerir ráð fyrir að | sýningunni verði skipt í þrjár | megingreinar, fortíð, nútíð og framtíð, en þær skiptist síðan í ýmsar undirdeildir. Síðar mun verða gerð nánari grein fyrir tilhögun sýningarinnar í ein- Stökum atriðum. Sýningarnefnd beinir þeim tilmælum til manna, víðs vegar um land, sem kunna að eiga í fórum sínum álitlega sýningar- muni, að þeir snúi sér til nefnd- arinnar, og láti hana vita um gripina og láni þá, meðan á sýn- ingunni stendur. Koma þarna jöfnum höndum til greina ýms- ir gamlir hlutir, sem fyrst og fremst hafa sögulegt verðmæti, og model, teikningar eða lýs- ingar á nýjum iðjuverum sjáv- arútvegsins, skipum, hafnar- gerðum og öðrum mannvirkj- um. Þeir, sem koma vilja orðum til nefndarinnar, eru beðnir að snúa sér til Jörundar Pálssonar, Auglýsingaskrifstofu „E. K.“, Austurstræti 12, Reykjavík. Fyrsti báfurínn frá Landssmlðjunni að fara á síldveiðar. P YRSTI BÁTURINN af f jór * um, sem eru í smíðum hjá Landssmiðjunni er nú kominn á flot, og er verið að húa hann til síldveiða. Hann mun, að öllu forfallalausu, fara héðan norð- ur í kvöld. Við mælingu reyndist hann vera 66,21 smálest. Hann er 20,4 m. langur, 5,16 m. breiður og 2,59 m. djúpur. í bátnum er 193 ha. Allan diesel-aðalvél og 18 ha. Lister hjálparvél, (ljósa- vél), vökvastýri, og allur frá- gangur bátsins eins fullkominn og kostur var á. Báturinn hefur hlotið nafnið Valur, E.A. 766. Eigandi báts- ins mun verða h/f Ægir, Dal- vík. Framkvæmdastjóri þess, Ryel og skipstjóri bátsins, Berg ur Lárusson munu veita honum móttöku nú þegar. Landssmiðj- an hefur alls samið um smíði' 12 báta af þessari stærð. j Félagsiíf. 1 Ferðafélag Islands rá'ðgerir að fara 2 skemimti- ferðir um næstu helgi. Að GuJilfoss og Geysi. Laigt af stað ‘íd. 8 á sunnudagsmorg- 'uninn. Ek’ið austur Hellis- heiði að Gui'ifossi og Geysi. Ko.mlið við að BrúarMöðíuim. í bakaléið fari.ð austur fyrir Þingvallavatn um Þingvölil til Reykjaví'kur. Sápa 'látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. Farmiiðar séu iteknir fyrir kl. 6 á föstudag. Hin ferðin er austur í Þórs- imörik. Laigt af stað 'kl. 3 síðd. á laugardag og ekið að Stóru- Mörk undir EyjafjöRuimi og gis't þiar í ftj'ö'Iduan. Snemma á sunnudiagsmorgu'n verður far- ið ríðandi i.nn á Þórsanörk og komið þaðan seinni part dags. Ekið til 'Reykjaví'kur. Tjöld, viðleguútbúnað og mat þarf fólk að hafa imeð sér. Panitað- ír far.miðar séu teknir fyrir kl. 4 á fösfudag í skrifstofu Kr. Ó. Skagfj'örð, Túngötu 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.