Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.07.1946, Blaðsíða 8
Fimmtudagur, 18. júlí 1#4<L ALÞÝÐUBLAÐIÐ rmTTJARNARBIOníTt IMnrinss. (Frenchman’s Greek) Stórmynd í eðli'legnm lit- um eítir samnefndri. sikáld sögu eftir Daphne de Maurier. Joan Fontaine Arturo de Cordova Sýnd kl. 5—7—9. YTT: BÆJARBIO íYTY? Haf oarfirði. Ægiskelfir úthaf- anna Litkvikmynd frá sönnum viðhurðum úr Kyrrahafs- striðinu. Aðalhlutverk: ROBERT TAYLOR Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. MÁLSHÆTTIR. Safnast þegar saman kemur. Hálfnað er verk, þegar hafið er. Það verður hverjum list, sem hann leikur. Svo sem sæðið er3 svo er á- vöxturinn. Flýttu þér hægtl Sterk bein þarf til að þola góða daga. Sá er vinur, sem í raun reyn- ist. TJngur skyldi læra, það aldr- aður skal kunna. „Ég var að gráta af því að ég mundi eftir Nonna, — hvað hann var vansæll og ólánsamur. Ég hefði gétað gert svo miklu meira fyrir hann en ég gerði.“ „Hvaða vitleysa,“ sagði Henry. „Hvað hefðirðu getað gert fyrir hann?“ Auðvitað var það Jack Dónóvan, sem hafði rifjað upp þenn- an gamla harmleik. Nonni hafði legið í gröf sinni í tólf ár og Katrín hafði aldrei rainnzt á hann fyrr. Og hér lá hún í fangi hans og tár- in streymdu niður kinnar hennar. í fyrsta skipti á ævinni fann hann til óljósrar afbrýðisemi. Það var undarlegt, ótrúlegt, að Katrín, elsku konan hans, sem var alltaf svo róleg, þolinmóð og hæglát, skyldi gráta eins og lítið barn yfir bróður hans, sem hafði verið dáinn öll þessi ár. „Það er þetta bölvað slys,“ sagði hann. „Þér hefur orðið svo mikið um það. Mikið vildi ég að það hefði ekki komið fyrir. . . . Elsku Katrín mín, þú elskar mig, er það ekki? Meira en nokkurn annan í heiminum, meira en börnin, meira en Hal?“ Átveizlan uppi í námunum, hrópin, lófatakið, fagnaðarlætin, slysið hræðilega á heimleiðinni gleymdist allt og varð að víkja fyrir þrá hans eftir vissu. Ef hann tortryggði Katrínu, þá tor- tryggði hann allan heiminn. Þá væri ekki til nein trú, engin von og lífið yrði tómt og einskis virði. „Þú elskar mig?“ sagði hann. „Er það ekki. . . . Er það ekki? 4 Henry hætti við að leigja hús í Lundúnum yfir sumarmánuð- ina. Báðir læknarnir, nýi maðurinn og Villi gamli frændi héldu að það yrði of mikil áreynsla fyrir Katrínu. Og auk þess vildi Henry hafa yfirumsjón með verkamönnunum, sem voru að vinna við höllina. Hann opinberaði leyndarmál sitt fyrir fjölskyldunni í marz, og þá kom upp úr kafinu að hann hefði setið á rökstólum með þekktum húsameistara og hann hafði gert teikningar að nýrri álmu á höllina. „Ég get ekki skilið hvernig pabbi og öll systkini hans komust hér fyrir,“ sagði hann. „Elísa frænka hefur sagt mér, að þau hefðu aldrei getað boðið fólki að vera, meðan afi lifði.“ Hann brosti til konu sinnar og vafði sundur teikninguna sem byggingafræðingurinn hafði látið hann fá, ákafur eins og lítið barn með nýtt leikfang. „Viðurkenndu það, elskan mín,“ sagði hann, „að þessi nýja álma, þar sem þú og ég og gestirnir okkar eigum að búa, sé í raun- inni mjög glæsileg." Katrín brosti og tók við teikningunni. „Þetta er eins og konungshöll,“ sagði hún. „Hvað eigum við að gera við öll þessi herbergi?“ „Finnst þér ekki skemmtilegt að fá svona glæsilegt anddyri?“ sagði hann ákafur. „Ég hef alltaf skammast mín fyrir þetta litla anddyri, sem er varla annað en gangur, þegar ég hef komið til Andriff. Hvernig lízt þér á þennan stiga? Finnst þér hann ekki stórkostlegur? Auðvitað verð ég að kaupa mikið af góðum mál- verkum til að hengja upp. Við förum til Flórens og Róm næsta vetur og lítum í kringum okkur. En þetta þykir þér áreiðanlega vænzt um. Sjáðu, þessa stofu, handa þér einni milli svefnherberg- isins okkar og stofunnar á horninu. Og það liggja svalir frá henni yfir stóru útidyrnar Hérna er snyrtiherbergið mitt og snýr móti skóginum. En segðu að þér þyki vænt um dyngjuna? Hugmyndin er runnin frá mér einum.“ Katrín lyfti hendinni og strauk kinn hans. „Auðvitað þykir mér vænt um hana,“ sagði hún. „Það er alveg satt; mig hefur alltaf langað til að hafa litla stofu út af fyr- ir mig, þar sem ég get skrifað bréfin mín í ró og næði“ w? NÝJA E'iO YiVT flríllingshðsið. (House of Frankenstein). Hamröm draugamynd, sem engan á sinn líka. Aðalhlutverk: BORIS KARLOFF LON CHANEY JOHN CARRADINE CARROL NAISH Bönnuð börnum yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íwí gamla Bionrra í ieynifljénBstn Japann. (Beíbroyal from /the East) Ameiisk njósnamynd byggð á sönnum viðburð- um. Aðalhlulverk: LEE TRACY NANCY KELLY RICIIARD LOO. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. „Og þú færð svo skemmtilegt útsýni,“ sagði hann með ákefð, „bezta útsýnið í höllinni, yfir víkina og Hungurhlíð í baksýn. Sjáðu til, ástin mín, ef þú ert lasin þá færðu morgunverðinn til þín upp í dyngjuna og þú þarft aðeins að ganga þangað úr svefn- herberginu. í þessum nýju stofum skín sólin allan daginn. Eins og er, fer sólin héðan úr álmunni strax eftir hádegi. Ég er viss um að það er þess vegna sem þú ert svo föl.“ Hann vafði skjalið saman og tók fram annað, sem sýndi gerð þaksins og reykháfana. ,jÞú hefur ekki eins gaman af þessu,“ sagði hann, „en mér þykja skemmtilegir þessir litlu turnar og spírur. Það minnir mig Erfið Ijosmyndataka. EFTIR INGEBORG VOLLQUARTZ. „Hugsið yður, frú; ég keypti þennan fugl fyrir mörgum árum í Mexikó. Fyrst í stað sáturri við, ég og konan mín, fyrir framan búrið og reyndum að kenna honum að segja nokkur venjuleg, vingjarnleg orð. En fugl'inn þagði eins og steinn mánuðum saman. Einn góðan veðurdag komum við hingað út og heyrum fuglinn segja setningarnar, sem þér heyrðuð áðan, en ávalt með skaxnmaryrðum mínum á eftir. Þér skiljið, að þegar maður hefur sagt setningu við hann oft og mörgum sinnum og fær ekkert svar, þá getur maður orðið reiður og hreytt úr sér illyrðum. Ég haf ði hugs- að mér að láta búrið hanga í búðinni og láta fuglinn skemmta mönnum með rausi sínu; — það mundi hafa dregið við- BLE5S ME,\| THEY WAS M loup— i m PON'T STAY WHEN X HEAl? 'EM/ BUT y00 SAID YOU'VE HEARP STKANGE NOISES _..WHAT PIP THEy SOUNP j UKE ? jrÆ SHE'S RIGHT AS RAIN, SON—I NEVER <50 NEAK AN' I'M p- STILL POIN' ) FINE— J - SCOfZCHY, PON'T GO POKINÖ INTO THOSE CÁVES... LEfS <SET OUT OF HEKE/— J CELIA: Örn, vertu ekki að gá inn í þessa hella. Við skulum komast á brott héðan. MATGOGGUR: Þetta er alveg rétt hjá benni. Eg kem aldrei nálægt þeim, og mér líður prýðilega. • ÖRN: En þú segist hafa heyrt annarleg hljóð. Hvernig lýstu þau sér? MATGOGGUR: Það var ógur- legur gauragangur. Verið þið ' LOUD?.—IT CAN'T BE CAVE-BATS__CELIA WE CAN'T <SO WtTHOUT A LOOK—WE MAy NEVER GET BACK IN THIS . VALLEy AGAIN— > IT SOUNOS CRA2Y—BVT 1 THESE CAVES Mfit/ HOLP A LIWNG UNK TO PfZE-HSKXOC AG-ES___IM GÖM& IN THggg/ ekki hér þegar ég heyri þau, ÖRN: Gauragangur? Þetta geta ekki verið hellna-Ieðurblökur, Caíia, við getum ekki íarið án þess að athuga þetta. Við kom- umst kannske aldrei hingað aftur. Þetta er óðs manns æði, en hver veit nema hellarrxir geymi eitthvað lifandi, sem tengir nútimann við gráa forn- eskj-una.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.