Alþýðublaðið - 03.10.1946, Blaðsíða 1
Állf meirilulans í utanríkísipianefm!
Umtalsefmð
í dag: Standa komm-
únistar við hótanir sín-
ar, að fai-a úr stjórn, ef
samningurinn veriður
samjiykktur?
XXVI. árgangur.
Fimmtudagur, 3. okt. 1946.
222, tbl.
Forystusrein
blaðsins í dag: Fara
kommúnistar úr ^tjórn
inni?
b f h r jg r
Deilan um Trieste er nú að komast á hástig á friðarfundin-
um og var hávaðafundur um málið í ítalíunefnd fundar-
ins í gaer. Hér á myndinni sézt Kardelj, fulltrúi Júgó-
slava, sem heimtar Trieste fyrir land sitt, á tali við Molo-
tov, fulltrúa Rússa.
MEIRIHLUTI UTANRÍKISMÁLANEFNDAR,
þeir Sfefán Jéh. Stefánsson, Bjarni Benediktsson,
Gunnar Thoroddsen og Jó'hann Þ. Jósefsson, birti
álit sitt ura samninginn við Bandaríkin og breytingar-
tillögur sínar við hann síðdegis í gær. Er hér um
ýtarlega gfeinargerð fyrir samningnum að ræða, og
er niðurstaða hennar sú, að með breytinguxn þeim,
sem meirihlutinn vill láta gera á honum, $é fullveldis-
réttur og úrslitayfirráð íslands yfir Keflavíkurflug-
vellinum fullkomlega tryggð og andstaðan gegn samn-
ingnum byggð á misskilningi á eðli hans og einstök-
um greinum, vanroati á stöðu íslands sem sjálfstæðs
ríkis og röngum hugmyndum um eðlileg samskipti
þjóðanna.
i
Lýkur áliti meirihlutans með tillögu uin, að.samningur-
inn verði samþykktur með þeim breytingum, sem meirihlut
inn stingur upp á og áður hefur verið frá skýrt hér í blað
inu .
JÓNAS GUÐMUNDSSON,
eftiriitsmaður bæjar- og
sveitarstjórnarmálefna, hef-
ur verið skipaður skrifstofu-
síjóri í féiagsmálaráðuneyí-
inu, og tók hann við því emb-
ætti í vær.
Jónas Guðmundsson va"
'skipaður eftirlitsmaður bæj -
ar og sveiíarstjórnarmálefno.
árið 1939' og hefur verið þaö
síðan. Verður hið gamla em-
bætti hans og skrifstofa þes.i
nú sameinuð félagsmálaráðu-
neytinu og skrifstofu þess,
sem er í Túngötu 16.
Fimm sagjðjr musiu áfrýja dóminuin, og
Keitei fer fram á aÓ verSa skotinn.
FREGN FRÁ LONDON á gær hermir, að dóm-
stóllinn í Nurnberg hafi ákveðið, að hinir dauða-
dssmdu nazistaforingjar skuli teknir af lífi 16. októ-
ber. Hinir, sem í fangelsi voru dæmdir, yerða fluttir
til Berlínar til að afplána þar sekt sína.
Óstaðfestar fréttir frá London í gær sögðu, að þrír
sem dæmdir voru til dauða, von Ribbentrop, Seyss-Inqu-
art og Sauckel, og tveir hinna, Hess og Dönitz, ætluðu að
áfrýja dóminum til herráðs bandamanna í Berlín í von um,
að dómur þeirra yrði mildaður. Það fylgdi og þeirri fregn,
von Keitel færi þess á leit, að haiin yrði skotinn, þar að
hann væri hermaður.
Þýzk blöð eru sögð gagn-
rýna það sterklega, að von
Papen og dr. Schacht skyldu
vera sýknaðir, og kefjast sum
blöðin í Berlín þess að þeir
verði. dæmdir af þýzkum dóm
stól, þótt þeim væri sleppt í
Núrnberg. Dr. Schumacher,
leiðtogi þýzkía jafnaðar-
manna, hefir og vitt það harð
lega, að von Papen var sýkn-
aður; telur hann þennan
gamla bragðaref fullkomlega
meðsekan sjálfum nazistafor-
ingjunum.
Hinir bezku dómarar Núrn
bergréttaiiins, þar á xneðal
forseti réttarins, komu heim
til Englands í gær, og áttu
blaðamenn strax tal við þá.
Nefndarálit meiirihlutans
fer hér á eftir orðrétt (letur-
breytingarnar eru gerðar af
Alþýðublaðinu):
„Tækni nútímans hefur ger
breytt aðstöðu íslands. Áður
var'ísland úr alfaraleið. Nú
er það þýðingarmikill áfangi
í samgöngukerfi heimsins.
Áhnif þessa komu margvís
lega fram í síðustu heims-
stýrjöld og leiddu meðal ann
ars til herverndarsáttmálans
frá 1941. Vafalaust hefði
flestir eða allir íslendingar
kosi.ð, að ástand heimsins og
aðstaða íslands hefði verið
slík. að á þvílíkum samningi
jhefði ei verið þörf. En svo sem
ÖÍl atvik voru er það áreið-
anlega sannmæli, sem í þeim
sáttmála segir af hálfu íslend
inga, að hann var ^erður ,,í
samræmi við hagsmuni ís-
lands.“ Hefur reynslan óve-
fengjanlega sýnt, að svo var.
Aðferðin við þá samnings-
gerð var þó slík, að þáver-
andi forsætisráðherra, Her-
mann Jónasson, gerði samn-
inginn án vitundar utanríkis-
málanefndar og alþingis-
manria, en einungis með sam-
þykki ríkisstjórnarinnar og
þéirra manna, er sérstaklega
voi’u kallaðir til. Samningur-
inn var þá íyrst lagður fyrir
alþingi, er þer Bandaríkjanna
var komiinn hingað, og aldrei
var hann ræddur í utanríkis-
málanefnd.
Þrátt fyrir það þótt sátt-
málinn frá 1941 væri vel at
hugaður af þeim, sem um
hann fjölluðu, miðað vi.ð að-
stæður allar,. hefur raunin
orðið sú, að tvenns konar
sbilningi hefur verið haldið
fram um það, hvenær herinn
skuli fara af landi brott. Öðr-
um af hálfu íslendinga, hin-
um af Bandaríkjunum. Þessu
tjáir eigi að neita né heldur
því, að fyrir -allra hluta sak-
ir er það æskilegast, að vin-
samleg lausn þeirrar deilu
náist.
Verður að telja ólíkt
skynsamlegra og betur í
samræmi við hagsmuni ís-
lancls að Ieiða þann ágrein-
ing til lykta með friðsam-
legu samkomulagi heldur
en að hef ja kærur á hend-
ur Bandaríkjunum, sem
sennilega niundu leiða til
þess, að ísland drægist enn
frekar en orðið er inn í
Framhald á 2. siðu.
á hernámssvæði
Breta á Þýzkalandi
FREGN FRA PARIS í gær
kveldi hermdi, að Franz vo i
Papen, sem ,var einn þeirra
þriggja, er sýknaðir voru í
Nurnberg, hefði látið þá ósk í
ljós, að fá að setjast að á her-
námssvæði Breta á Þýzka-
landi.
von Papen er sagður hafa
fært þá ástæðu fyrir þessu,
að hann gæti ekki farið til
heimilis síns á hernáms-
gvæði Rússa, því að þýzkir
kommúnistar væru búnir a5
ræna öllu þar og rupla.
andi Pófíandsfoi-
seii látinn.
MOSCI.CKI, fyrryerandi
forseti Póllands, lést í fyrra-
dag að heimili sínu í Syiss-
þar sem hann hefur lifað-
landflótta síðan haustið 1939.
Moscicki varð þá að flýja
frá Póllandi, er vörn pólska
hersins ’hafði verið brotin á
bak aftur af innrásarherjum
Hitlers og Stalins. Fór hann
fyrst il Rúmeníu, en komst
fljótlega þaðan til Sviss.