Alþýðublaðið - 05.10.1946, Side 3
Laugardagur, 5. okt. 1946.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Á ÞVÍ ÁRI, sem nú er að
líða, er óvenjumikið um síma
framkvæmdir. Auk venju-
legs viðhalds og ýmissa
smærri endurbóta á síma-
kerfi landsins. eru þéssar
framlivæmdir helztar:
1. Stækkun sjálfvirku sím-
stöðvarinnar í Rvík um 1500
númer. Með þessari stækkun
kemst símatalan í Reykjavík
upp í 9000 eða um 18 símar
á hverja 100 íbúa, en það er
sama sem að sjötti hver mað-
ur hafi síma. í Hafnarfirði
hefur verið stækkað um 160
númer. Símatalan þár er þá
orðin rúm 500, eða 11,5 símar
á hverja 100 íbúa. Símtala-
fjöldinn í Reykjavík er nú
kominn upp í 13—14 símtöl
á dag á hvert númer að meS-
altali allt árið.
Jafnframt hefur jarðsíma-
kerfið í Reykjavík og Hafn-
arfirði. verið aukið að mun,
þótt ekki hafi enn verið unnt
vegna efnisskorts, að leggja
í allar nýjar götur, enda línu-
skortur einnig orðinn tilfinn-
anlegur í sumum hverfum
Reykj avíkur.
2. Jarðsími frá Hvalfirði
til Hrúíaf jarðar. í sumar hef-
ur verið unnið að því, að
leggja langlínu-jarðsíma frá
Hvalfirði til Borgarness og
þaðan norður í Hrútafjörð.
Er sú iagning nú komin nokk-
uð upp fyrir Sveinatungu í
Norðurárdal og vonandi, að
takast megi að ljúka við hana
í haust. Yfir sjálfa Holta-
vörðuheiði (20,4 km.) var
lagður sams konar jarðsími
ári.ð 1939 og var það fyrsti
þátturinn í hinni fyrirhug-
uðu og bráðnauðsynlegu jarð-
símalagningu milli Reykja-
víkur og Akureyrar.
Jafnframt langlínu-jarð-
símanum eru* einnig lagðir í
sama skurð grennri jarð-
símar fyrir héraðslínur.
3. Frá Eskifirði yfir Odds-
skarð áleiðis til Norðfjarðar
er verið að leggja jarðsíma
og mun hann komast yffir
skarðið í haust, en lagning-
unni væntanlega loki.ð næsta
ár. Er síðan fyrirhugað að
halda áfram j arðsímalágn ing-
unni frá Eskifirði til Reyðar-
fjarðar, en þar er aðalgreini,-
stöð landssímalínanna á Aust
urlandi og þangað liggur þre-
faldur fjölsími frá Reykja-
vík.
4. MiIIi Reykjavíkúr og
Hafnarfjarðar hefur á þessu
ári verið lagður jarðsími með
fram Hafnarfjarðarveginum
l¥l@f§al aBitiars |arSsimalagnliig frá
til vi.ðbótar þeim jarðsímá,
sem lá til Hafnarfjarðár um
Breiðholtsmýri og lagður var
1931.
5. Talsverðar aúkningar
hafa verið framkvæmdar á
innanbæ j ar j arðsímakerf un-
um á Akranesi, Keflavík og
Selfossi. Síðari hluta árs
urðu þó jarðsímalagnir í
kauptúnum að hætta, með
því að efni fékkst ekki. Frá
Keflavík var lagður jarðsími
til Innri-Njarðvíkur.
6. Ofanjarðarlínur. Til þess
að bæta símasambandið við
síldveiðihafnirnar í Stranda-
sýslu, var símalínan yfir Tré-
kyllisheiði milli Steingríms-
'fjarðar og Reykjafjarðar
(Djúpuvíkur) endurbyggð að
miklu leyti og settir í hana 2
eirstálvírar í stað eins járn-
þráðar, sem áður var.
Þá .var einnig settur tvö-
faldur eirstálvír í stað eins
járnþráðar í línuna yfir
Tunguheiði milli Húsavíkur
og Kelduhverfis, og veruleg-
ar breytingar gerðar á lands-
símalínunni í Axarfirði. Var
hún tvöfölduð (áður einföld
lína) og færð úr Sandinum
upp á Jökulsárbrúna og upp
í Kelduhverfið.
7. Notendasímar í sveitum.
Búið er að leggja á þessu ári
notendasíma til nálega 200
sveitabæja og gert ráð fyrir,
að um 50 bætist við á þessu
hausti. Af þeim bæjum, sem
þegar er búið að leggja til,
var notaður gúmstrengur,
plægður niður til 80 bæja,
alls um '90 km. að lengd,
en til hinna bæjanna hafá
verið lagðar loftlínur. Alls
mun isími, nú vera .kominn á
ca. 2000 sveitabæi.
8. Flug-radíóþjónusta. í
byrjun ársins var opnuð
radíóþjónusta fyrir flugvélar
(aðrar en herflugvélar), sem
lenda á Keflavíkur-flugvell-
inum, pg starfar sú þjónusta
allan sólarhringinn og af-
greiðir vi.ð flugvélar svo og
við erlenda flugvelli í Ame-
ríku, íslandi, Frakldandi, Sví
þjóð og Danmörku o. V. Um
Aðgön.guimiðar seldir í
Bankastræti, sími 3048,
3135.
þriðjud-aginn 8. október kl.
7.15 í Gamlá Bíó.
Við 'hljóðfærið:
Dr. V. Urbantschitsch.
Riitfangaverzlu'n ísafoldar,
og hjiá Eynnu'ndsson, sími
18 loftskeytamenn starfa við
þessa þjónustu. Vegna henn-
ar hafa 10 all-stórir radíó-
sendar verið settir upp á
Stuttbylgjastöðinni við Vatns
enda og um 20 viðtæki í Gufu
nesi. Teleprintersambandi
var komi.ð á milli Gufuness
og Keflavíkurflugvallarins og
enn fremur hefur til vara
verið komið á últra-stutt-
bylgju-sambandi þar á milli.
Allmörg loftnet og möstur
hafa verið sett upp vegna
þessa, svo og lagðar símalín-
ur. Þannig hefur veri.ð lagður
jarðsími frá Keflavíkurstöð-
inni út á Keflavíkurflugvöll-
inn, og annar jarðsími frá
Gufunesi að Grafarholti.
Alveg á næstunni mun
landssíminn einnig taka við
radíóþjónustu , fyrir Reykja-
víkur-flugvöjlínn í samvinnu
við flugmálastjórnina.
9. Talsamband við útlönd.
Strax að Evrópustríðinu
loknu, eða 18. júní 1945, var
talsambandið apnað aftur við
Danmörku og skömmu seinna
við hin Norourlöndin, en sú
þjónusta hafð.i legið niðri. í
stríðinu. Við England var tal-
sambandið ekki opnað aftur
fyrr en 19. ágúst þetta ár.
Enn fremur er nú langt
komið undirbúningi til þess
að koma á beinu talsambandi
við Ameríku. Hefur verið
settur upp senair af nýrri
gerð, svonefndur „Single-
si,deband“-sendir, sem nú er
að ryðja sér til rúms um allan
heim. Af Norðurlöndum hef-
ur Noregur nýfengið slíkan
sendi, en Svíþjóð og Dan-
mörk eiga að fá hann á þessu
hausti. Viðtæki tilheyrandi.
þessu kerfi heíur verið sett
upp í Gufunesi, enn fremur
talbrú og Ieyndarbúnaður á
símstöðinni í Reykjavík. Próf
anir á þessum tækjum og
sambandinu, eru að hefjast
þessa dagana. Þetta kerfi ger-
ir mögulegt að hafa 2 símtöl
samtímis, ef nauðsyn krefur.
Með þessu kerfi á talsamband
ið að verða miklu betra, sér-
staklega þegar skilyrði eru
slæm. Til að byrja með verð-
ur það aðeins notað við Amé-
ríku, en síðar væntanlega
einnig við Bretland og Dan-
mörku.
• 10. Talstöðvar og ioft-
skeytastöðvar í báta og skip.
Talstöðvum'landssimans hef
ur fjölgað um 95 á þessu
ári. Þar af 43 í sænsku bát-
ana og 3 í báta frá Dan-
mörku. Þessar 46 stöðýar
eru smíðaðar erlendis en 49
hér á radíó-verkstæði lands-
símans. Alls hefur lands-
síminn nú 580 talstöðvar og
lofískeyíastöðvar í skipum,
bátum og íiugvélum og á ,af-
skekktum stöðum. Þá hetur
lándssíminn pantað 35 lo’ft-
skeytastöðvar og talstöövar í
hina nýju togara, sem nú
eru í smíðum, svo og í nokk-
ur önnur skip.
11. Símum í kaupstöðum
og kauptúnum utan Reykja-
endurtekur
^jna í Garnla Bió í kvöld (laugardagskvöld)
fclukikan 11.30 e. h.
Jónatan Ólafsson, píanóleikari aðstoðar.
Nýjar gamanvísur. — Skrítlur. — Upplestur.
Danslagasyrpur.
Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfæraverzlun Sig-
ríðar Helgadóttur.
vantar til að bera Alþýðublaðið til áskriíenda í
eftirtöldum hverfum.
AuSarstræti
Norðurmýri
Skólavörðustíg
Þingholti
Tjarnargötu
Tóngötu
Kleppsholti
Lindargöíu
Talið við aígreiðsluna.
víkur og Hafnarfjarðar hefur
fjölgað allmikið eða um 1450
á árunum 1945—1948. Alls
eru nú á öllu landinu um
14 850 símar, en það sám-
svarar því, að níundi hver
maður. í landinu haíi sima.
Mun ísland þá hafa náð 8.
eða 9.. sæti meðal þjóða
heimsins, að því er sima-
fjölda snertir í hlutfabi við
höfðatölu. Þó mun ísland
vera ennþá framar að .bví er
símanotkunina, þ. e. síintala
fjöldann, snertir.
12. Byggingar. Snemma á
þessu ári var lokið við, smíði
birgðahúss landssímans í
Reykjavík, en það var a'ö
miklu léyti tekið til notkrm-
ar á árinu 1945.
Þá er á þessu ári hafin
smíði á nýju póst- og síma-
húsi í Vestmannaeyjum og
undirbúningur hafinn að
póst- og símahúsum i Borg-
arnesi og Hrútafirði, viö
brúna yfir lirútafjarðará, en
þangaö á að flytja ritsíma-
stöðina á Borðeyri, enda
verður þar aðal-línuskipting
milli Suður-, Norðuiv og
Vesturlands. Loks héfun á
þessu ári farið fram allmik-
il breyting .á póst--'og síma-.
húsinu á Selíossi og i Hvera-
gerði.
13. Við Súgandafjarðarlín-
unni, milli Ísaíjarðar og Súð-
ureyrar; liefur landssíminn
tekið á þessu ári, svo og
rekstri stöðvanna Suður-
eyri og Botn í Súgandafirði.
Þetta var síðasta millistöðv-
arlínan og síðustu símastoðv
arnar, sem voru í einkaeign.
14. Loftskeytanámskeið, 9
mánaða, hélt landssíminn frá
okt. 1945 til 'júní 1946. Nám-
skeiðið *sóttu ,alls um 80 nem
eridur, þar af útskriíuðust
63 og voru 2 af þeim stúlk-
ur.
15. Tenginganámskeið fyr-
ír jarðsímatengingamenn
hélt landssíminn fyrri hluta
þessa árs og sóttu það 11
menn. Hafa þeir síðan starf-
að að tengingum við jarð-
símalagninguna frá HvalfirSi
til Iirútafjarðar.
Af. stórvirkum vinnuvél-
um á' landssíminn nú: 3
skurðgröfur, 1 dráttarbíl
með jarðýtu. 1 stáuraborvél
og 2 vírplóga. Hins vegár er
síminn í mesta hraki um
hentuga flutningabíla og liéf
ur að mestu orðið áð bjarg-
ast við herbílaræksni.
Loks skal þess getið. að
kröfur manna um síma hafa
með aukinni velmegun _ og
auknu athafnalífi vaxið gif-
urlega. Þannig sækja nú um
síma nálega allir sveitabæ ir
á landinu og mikill fjöldi
manna í kauptúnum. Eru
þvi miður engin tök á að full
nægja þessum kröfum á einu
ári eða örfáum árum. Til
þess þarf marga milljónatugi
króna í stofnfé, en. auk þess
er bæði efni og vinnukraft-
ur af skornum skammti.