Alþýðublaðið - 05.10.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.10.1946, Blaðsíða 7
Laugardagur, 5. okt. 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturlæknir er í Lækr.avarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 8.30—8.45 Morgunútvárp. 12.10—-13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Samsöngur (plötu-r). 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Eiri-leikor og tríó. 20.45 Leikrit: „Efasemdir Si- verts“ eftir Péter Egge (Leikstjóri: Lárus Páls- son). 21.30 M.A.-tríóið leikur á maa- dólín. 21.50 Danslög (plctur). 22.00 Fréttir. 22.05 Panslög. 24.00 Dagslkrárl-ok. Leikfélag Reykjavíkur. sýnir bið athyglisverða leik- rit „Tondeleyo annað kvöld kl. 6. — Aðgöngumiða er hægt að panta í síma 3191 kl. 1—2 í da-g, en isalan h-efst kl. 3. Forskóíi Tónlistarskólans. Börn, sem ætla að tafca þátt í námskeiðum Forskól-a Tónlist- arskólans, eru beðin að gefa sig fram -í dga kl. 5—6 Vi í skólan-' ium (Þjóðleikhúsiniu) t>g hafa iStundatöfluna sína með sér. Kennt verður með söng, blokk- flautuspili og alls konar leikj- um almenn undirstöðuatriði tón menntunar. Eftir regl-ugerð skól ans verða þau bþrn, sem eru ibyrjendur, að stunda Forskól- ann einn vetur, áður en þau verða tekin á Tónlistarskólans, og hafa þá þau, sem reynast vel í Forskölanum, forgangsrét.t að Tónlistarskólanum. Sjötug er í dag Ráðhildur Ólafsdótt ir, Selvogsgötu 9, Hafnarfirði. Dómkirkjan. , M-essað á'morgun kl. 11. f. li. Séra Jón Auðuns. Kl. 5 séra Bjafni- Jónsson. Laugarnesprestakall Messað á rnorgun kl. 2 e. h. Barnag-uðáþjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímsprestakall Messiað á morgiun kl. 2. e. h. í Austurbæjarákóíanum. Séra Sigurjón Árna-son. Hafnarfjarðarkirkja Messað á morgun kl. 5. Séra Garðar Svavarsson. Nesprestakall M-asisað í Mýrarhúsaskóla á anorgun kl. 2.30. Séra Jón Tor- arensen. Fríkirkjan. Mtess-að á mor-gun kl. 5 e. h. Séra.Árni Sigurðsson. Háskólafyrirlestur um samanburðarbókmenntir, flytur Steingrímur J. -Þorsteins- ison dósent í liátíðasal háskólans á morgun, sunnudaiginn, 6. sept. Ikl. 2 e. h. — Öllum heimill að- gangur. S.Í.S. ræður til stn Baidvin Þ« Krist- fánsson, sem verið hefur erindreki L. f. Ú. NU UM MANAÐAMÓTIN tekur Baldvin Þ. Kristjáns- son, sem undanfarið IV2 ár hefur verið erindreki Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna, við nýju starfi hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Sambandið er nú mjög að færa út kvíarnar, og gerir það að sjálfsögðu þörfina fyrir sérstakan erind reka enn ríkari en áður. Blaðið hefur í tilefni af þessu hitt erindrekann að máli og spurt hann um nær- tækustu verkefnin í hinni nýju stöðu. Kvað Baldvin höfuðmarkmið erindreksturs ins vera það, að efla tengslin milli sambandsfélaganna . og og- einstakra samvinnumanna annars vegar, en SIS hins vegar, m. a. með því að gefa hinum fyrrnefndu kost á. því að fylgjast betur en ella með starfsemi Sambandsiris. Einn ig yrði leitast við að glæða þekkingu á samvinnuhreyf- ingunni. Sagði hann einstak ar framkvæmdir eða fyrir- æt-lanir SÍS og samvinnumál almennt, verða rædd við sambandsfélagana jöfnum höndum. Fundahöld og sýn- ing samvinnukvikmynda, þar sem skilyrði leyfðu, yrðu helzti þátturinn í starfsem- inni til að byrja með, en síð- ar kæmi væntarilega fleira til greina, sem of snemmt væri að segja nokkuð um ennþá. Fyrsta verkefni sitt sagði erindrekinn verða það, að, ræða við samvinftumenn landsins um Framkvæmda- sjóð SÍS og hlutverk hans, og kanna að nokkru undir- tektir þeirra viðvíkjandi lán um í sjóðinn. Eins og kunn- ugt væri, hefði SÍS þegar mörg járn í eldinum, en verk- efnin yrðu samt enn fleiri. Flestar framkvæmdirnar krefðust mikils fjár, og þess vegna væri SÍS nauðsynlegt og hagkvæmt að geta eflt framkvæmdasjóðinn sem mest. Nýlega hefði Samband- ið ,lagt allmikið fé fram til samvinnufélagsskapar um tryggingar og olíukaup; -— allir vissu um hið nýja og glæsilega skip, Hvassafel, — og ýmsar fleiri fram- kvæmdir væru i uppsigl- ingu, eins og fcrstjóri SIS hefði vikið að í ræðu á síð- asta aðalfundi Sambandsins. Baldvin stundaði nám að Núpi í Dýrafirði veturinn 1927—28 og næstu tvo vetur í Samvinnuskólanum og lauk. þaðan prófi 1931. Þá hlaut hann námsstyrk sænska sam- vinnusambandsins árið 1937 og fór þá utan til náms við samvinnulýðháskóla í Sví- þjóð. Nýjar bækur frá ELDKI DANSARNIS í G.T. húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar * kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355. BÓKAÚTGÁFA Pálnla H. Jónssonar á Akureyri, hefur nýlega gefið út nokkrar bæk- ur, en útgáfa þessi hefur fjölda bóka í undirhúningi og mun þeirra von sumra hverra innan skamms. Litli Kauður er stutt skáld- saga eftir hinn heimsfræga, ameríska rithöfund .John Steinbeck, og er þetta sjötta bók hans, sem út kemur í ís- lenzkri þýðingu. Hinn frægi ameríski bókmenntafræðing- ur Arthur Calder-Marshall hefur í ritgerð um skáldsög- ur John Steinbecks talið Litla B.auð -beztu sögu hans og eina beztu smásögu á enskri tungu. Þvðing sögunn ar. er gerð af Jónasi Krist- jánssyni. Einkabréf einræðisherr- anna hefur að geyma bréf þau, sem Hitler og Musso- lini fóru á milli frá 4. janúar 1940 til 3. maí 1943. Er það Michael Chinigo, er árum saman hefur verið forstöðu- maður Alþjóðlegu fréttastof- unnar í Róm, sem á heiður- inn af því, að þessi sögulegu bréfaskipti komust fyrir al- mennings sjónir. Hannes Si, fússon þýddi bók þessa úr sænsku. Pólsk bylting er eftir sænsku skáldkonuna Mariku Stiernstedt, en hún er af pólskum ættum og fjallar þessi bók hennar um Pól- land og viðhorfin þar eftir styrjöldina. Þýðing bókarinn ar er gerð af Gunnari Bene- diktssyni, en Kristmann Guð mundsson ritar formála. Frá liðnu- vori er fyrsta Ijóðabók Björns Danielsson- ar og hefur að geyma 34 kvæði. Af bók þessari eru að- eins gefin út 300 tölusett ein tök. Þá hefur bókaútgáfa Pálma H." Jónssonar keypt Erinda- safnið og mun gefa það út framvegis með svipuðu fyr- irkomulági og hingað til og eru 6. og 7. heftið nú komin út. Hefur 6. heftið að geyma síðari hluta erinda séra Sig- urbjarnar Einarssonar um Indversk trúarbrögð, en þau vöktu á sínum tíma mikla athygli. Hins vegar hefur 7. heftið að geyma hin snjöl’lu erindi Sigurðar Einarssonar Austur og vestur á fjörðum. 'M Frjálslynda safnaðarins í Reyhjavík verður haldinn í Fríkirkjunni kl. 8.30, mánu- daginn 7. október n. k. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2,Rætt um safnaðarslit. 3. Rædd væntanleg ráðstöfun eigna safnaðarins. 4. Önnur mál. Óskað er eindregið eftir, að allir gjaldskyldir sáfnaðarmeðlimir mæti. Sijórnin. Amerískir í miklu úrvali, teknir upp í dag. Venl. Egill Jacobsen, Laugavegi 23. óskast í 2 — 3 mánuði. paúfgerð ríhisins. skýlum fjðlgað við 1 Nú fer hver að verð’-a síð- 1 astur að skoða í sýningarskála listarmanna. mynd SÝNINGIN VERÐUR AÐ EINS OPIN FRAM YFIR IIELGI. A SIÐASTLIÐNU ARI var hafin smíði á nýjum skip- brotsmannaskýlum að Foss- fjöru og Nýjaósi, sem nú hafa verið úthúin að vistum og eru tilbúin til notkunar. Þá var og eyðibýlið, hið forna prestsetur að Þönglabakka í Þorgeirsfirði tekið á leigu af ríkinu, dubbað upp á bæjar- húsið sem uppi stóð og kom- ið þar fyrir vistum og fatn- aði. Nú í sumar hefur verið unnið að því að koma upp nýjum vis-tabirgðum í Nausta vík við Skjálfandaflóa, Látr- um í utanverðum Eyjafirði, í Ilvanndölum imilli Héðins- fjarðar og Ólafsfjarðar er verið að láta reisa -nýtt skýli. Allir þessir staðir eru nú auðir að fólki, en sums staðar hús uppi standandi, svo sem í Naustavík og að nokkru ley-ti í Látrum. í hinni af- skekktu býggð í Héðinsfirði hefur Slysavarnafélagið unn- |ið að þvi að koma upp tal- stöð_. ,svo að sjómenn, er þar leita hælis í óveðrum, ..geti látið vita af sér. Byggð á Rcrnströndum er alveg að leggjast niður, og fluttu síðustu íbúarnir frá llcrnvík þaðan í haust. Telur Slysavarnafélag íslands, að þarna verði að koma upp kerfisbundnum skipbrots- mannahælum til öryggis á þessari hættulegu og eyði- legu strönd, og er félagið nú að senda þangað fatnað, Ijósmeti og vigtir á þrjá staði, Fljótavík, Hælavík og Horn- vík. Verður í yetur reynt að notast við þau hús, sém þar leru fyrir, og hafa eigendur Atlastaða í Fljótavík og Hafnar í Hornvík góðfúslega veitt afnot af húsum sínum í þessu skyni. í Hælavík eru ríkisjarðir, og hyggur félag- ið að fá þær leigðar til þess- ara afnota, og jafnvel einnig ríkisjarðirnar í Barðsvík og Smiðjuvík, en þar eru nú mgin hús lengur uppistand- andi. fýr þjóðréltarfræð- ingur ?lð ufanrikis- UTANRÍKISMÁLARÁÐU- NEYTINU hefur bætzt nýr sérfræðingur í þjóðréttar- máíum, og er það Hans An- dersen, sem nýlega hefur verið skipaður ráðunautur i þeirn efnum. Stundaði hann nám í þjóðarétti við háskóla í Bandaríkjunum, eftir að hann lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands. Þá hefur verið skipaður nýr fulltrúi í utanríkismála- ráðuneytinu. Er það Harald- ur Kröyer, sem einnig hefur nýlölcið námi vestra. GOTT EIl GÓÐ EÍGN GuðL Gíslasön ÚRSMWÐDR LADGAV. 6S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.