Alþýðublaðið - 15.10.1946, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. okt. 1946.
Sýning á ý' ■
MiSvikuÚag
kl. 8 síðdegis.
eleyo"
leikrit í þrem þáttum.
AÐGÖNGUMIÐASALA í Iðnó írá kl. 3
í dag. — Sími 3191.
Ath. Aðgöngumiða er hægt að panta í
síma (3191) kl. 1—2 og eftir 4, Pant-
anir rœkist fyrir kl. 6 sama dag.
Daglega flugferðir til og frá Vestmannaeyjum.
Símar 2469 og 6971.
iOFTLEIÐIR H. F.
Mololov ier vestur
með „Queen Eliza-
belh"
UTANRÍKISMÁLARÁÐ-
HERRAR fjórveldanna áttu
onn fund með sér í gær. —
Mo'lotov, fulltrúi Rússa, mun
fara með brezku beitiskipi til
Portsmouth á Bretlandi frá
Frakklandi, en þaðan mun
bann fara til Bandaríkjanna
Nehru ræðir við
Wavell
PANDIT NEHRU, forsæt-
isráðherra indversku stjórn-
arinnar, hefur gengið á fund
Wavells lávarðar og vara-
konungs Indlands og rætt við
hann um væntanlega þátt-
töku Múhameðstrúarmanna í
stjórn landsins.
með hafskipinu „Queen Elizt-
beth“.
Skraulúlpfa af ,Fögru veröld'
Tómásar kemur úf á
■d ■ á .út; ''M - • t',
■■---:—-o-----:—
FAGRA VERÖLD, hin vinsæla ljóðabók Tómasar Guð-
mundssonar, kemur út í skrautútgáfu næstkomandi föstu-
dag. Er þetta f jórða útgáfa bókarinn-
ar, en hinar þrjár eru allar uppseld-
ar fyrir löngu ’síðan og hafa verið í
háu verði hjá fornbókasölum. Helga-
fell gefur bókina út, og er hún prýdd
fjölda mynda og hin smekklegasta á
allan hátt. Hefur Gunnlaugur Blön-
dal listmálari gert málverk af Tóm-
asi, sem prentað er framan við bók-
ina, en Ásgeir Júlíusson hefur gert
Tómas Guðmundsson fjölda mynda við kvæðatextana.
Fyrsta útgáfan af Fögru
veröld kom út 1933 cg náði
geysilegum vinsældum þá
þegar. Komu á næstu árum
út tvær útgáfur til viðbótar
eða alls um 5000 eintök, sem
er án efa mesta útbreiðs'la,
sem nokkur ljóðabók ís-
'lenzkra nútímaskálda hefur
náð. Ljóðin í bókinni hafa
verið lærð, sungin og kveðin
landshornanna á milli, og
þau gerðu Tómas brátt að
einu vinsælasta núlifandi
skáldi Íslendinga.
Tómas varð árið eftir að
Fagra veröld kom fyrst út
fyrstur íslenzkra skálda til
að hljóta sérstaka viðurkenn
ingu frá Reykjavíkurbæ, er
honum var veittur styrkur
til utanfarar.
Framian við titilblað hinnar
nýju útgáfu Helgafells á
Fögru veröld er málverk af
Tómasi eftir Gunnlaug Blön-
dal. Er það prýðilega gerð
mynd með hinum björtu lit-
um Gunnlaugs, en í bak-
grunninum eru bakkar Þing-
vallavatns og Sogsins, iheima-
avei*j Tómíi/sar. Teikíningar
Ásgeirs eru og hin mesta
prýði, en ein þeirra fylgir
hverju kvæði. Tómas hefur
sjálfur skrifað inngangsorð
að útgáfu þessari.
Fagra veröld hefur verið
þýdd á frönsku af Pierre
Naert, og kom hún út í París
1939. Einstök kvæði hafa og
verið þýdd á ensku, þýzku
og Norðurlandamál.
Von mun vera á nýrri
kvæðabók frá Tómasi á
næstunni, en ekki er ákveðið
hvenær það verður eða hvað
sú bók á að heita.
Öfbreiðið
Alþýðublaðið.
Mennlaskólinn vann
mólið í frjélsum
íþróltum.
SKÓLAMÓTIÐ í frjálsum
íþróttum var háð á íþrótta-
vellinum í Reykjavík í gær,
og lauk því með sigri Mennta
skólans eftir mjög harða og
spennandi keppni við Há-
skólann. Menntaskólinn hlaut
64 stig, en Háskólinn 62 stig.
Úrslit einstakra keppnis-
greina urðu þau, að 100 m.
hlaupið vann Haukur Clau-
sen úr Menntaskólanum,
hljóp á 11,4 sek., 400 m.
hlaupið vann Brynjólfur
Ingólfsson úr Háskólanum,
hljóp á 51,9 sek, en annar
varð Haukur Clausen, sem
hljóp á 52,1 sek., en það er
nýtt drengjamet, 1500 metra
hlaupið vann Brynjólfur
Ingólfsson, hljóp á 4:33,4
mín., 4x100 metra boðhlaup
ið vann sveit Menntaskólans,
hljóp á 46,5 sek., hástökkið
vann Skúli Guðmundsson úr
Háskólanum, stökk 1,85 m.,
sem er bezta afrek mótsins,
langstökkið vann Skúli Guð-
mundsson, stökk 6,27 metra,
stangarstökkið vann Tómas
Árnascn úr Háskóianum,
stökk 3,05 metra, kúluvarpið
vann Vilhjálmur Vilmundar
son úr Verzlunarskólanum,
kastaði 13,14 metra, kringlu-
kastið vann Vilhjálmur Vil-
mundarson, kastaði 36,53 m.,
og spjótkastið vann Tómas
Árnason, kastaði 48,96 m.
Nýr ’bókaflokkur frá Helgafelli: „Nútíma sögur“, einungis fyrir áskrifendur.
Tíu bindi, allt stór skáldverk, fyrir aðeins 350,00 í skínandi fallegu bandi.
Þessi bókaflokkur er aðeins fyrir áskrifendur, mjög lítið upplag, einungis úrvals skáldverk fyrir úrvals fólk. Áskrifta-
söfnun stendur aðeins yfir þennan mánuð og þá kemur fyrsta bindið út. Þessar bækur eru í bókaflokknum og eru meðal
þýðendanna: Haraldur Sigurðsson, Karl ísfeld, Sigurður Guðmundsson, Ólafur Jóbann og fleiri:
REMAJRQUE: Reköld. — MALRAUX: Mannfíf.
FEDIN: Bratja. — ANDERSON: Dimmur hlátur.
SANDEMOSE: Við skreyium okkur skollaklóm, — GREEN: Sigurvegarinn.
KERK: Daglaunamenn. — LLEWELLYN: Græirn varstu dalur.
MARTINSSON: Brenninetlurnar blómstra.
Hægt er að panta bækurnar hjá öllum bóksölum og umboðsmönnum Helgafells og beint frá Helgafelli. Sýnishom af bók-
unum í Helgafellsbúum: Aðalstræti 18 og Laugavegi 100 og skrifstofu Helgafells, en utan Reykjavíkur hjá tunboðsmönn-
um okkar. —
Bókaútgáfan HEL6AFELL