Alþýðublaðið - 15.10.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.10.1946, Blaðsíða 7
Þriðjuclagur 15. okt. 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturlæknir er í Læknavarð- Btofunni, sfcni 5030. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki. Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. 8.30- 12.10- 15.30- 18.30 19.00 19.25 20.00 20.30 21.55 21.20 21.40 22.00 22.30 ÚTVARPIÐ: —8.45 Morgunútvarp. —13.15 Hádegisútvarp. —16.00 Miðdegisútvarp. Dönskukennsla, 1. fl. Enskukennsla, 2. fl. Þingfréttir. Fréttir. Erindi: Friðun Faxaflóa, I (Árni Friðriksson fiski- fræðingur). Tónleikar: Kvartett í Do- hnanyi (plötur). Upplestur: Kvæði eftir Tómas Guðmundsson (frú Ólöf Nordal). Kirkjutónlist (plötur). Frétt'ir. Létt 'lög (plötur). Dagskrárlok. l¥linningarorð sfjóri og alþingismaður Einn Helsingi nefnist nýútkomið rit og er útgefandi þess Steindór Sigurðs- son skáld. Af efni ritsins má nefna: Forspjatl, Úr heiðríkju draumsins, Málslok, Svá es þat, Sakborningur þj óðf élagsins, Lauk ég mér að ljóðabrotum, Upp við jökulbrún og meðfram Ibökkum dauðahafsins, Nokkr- ir söngtaxtar, Af hugleiðum o. fl. Útvarpstíðindi, 17. tölutolað, 9. árgangs eru (komin út. Þetta efni er í ritinu: Vetrardagskráin ekki tilbúin. Skólar fyrir uppeldisfræðinga. Viðtal við Valíborgu Sigurðar- dóttur. 17. júní 1944. Ljóð eftir Kristinn Grímsson. Félag radíó amatöra. Hestar á útreið, grein með mörgum myndum. Ást El- lenu, smásaga. Raddir hlustenda. Sind-ur, dagskráin og fleira. Minning Per Aibin Hanssons. Framhald af 5. síðu. hinn bláguli sænski kross- fáni. Per Albin Hansson unni tákni hinnar alþjóð- legu jafnaðarstefnu, rauða fánanum. Og hann elskaði af heilum hug blágula fánann sænska, fána þeirrar þjóðar, er hann unni af öllu hjarta, þeirrar þjóðar er hann vann bezt og dyggilegast fyrir og veitti forystu um áratugi, þeirrar þjóðar, er í dag syrg- ir fallinn foringja sinn og sveipar minningu hans sigur- Ijóma í húmi haustsins. Ms. DRONNING ALEXANDRINE fer frá Kaupmannahöfn 25. október. Flutningur tilkynnist sem fyrst í skrifstofu Sameinaða gufuskipafé- lagsins í Kaupmannahöfn. Slcipaafg. Jes Zimsen — Erlendur Pétursson — HINN 7. þ. m. lézt hér í Reykjavík einn gagnmerk- > asti samtíðarmanna í Skaga- firði um 60 ára skeið, bænda- öldungurinn, fyrrverandi skólastjóri og alþingismaður Jósef J. Björnsson frá Vatns- leysu. Hann var fæddur 26/11 1859 að Fremri.-Torfustöðum í Miðfirði og var því nálega 87 ára að aldri. Hneigðist hugur hans snemma til náms og sigldi hann til Noregs og lauk prófi frá búnaðarskóla á Stend 1879. Tók svo verklegt fram- haldsnám í Danmörku 1879 —80 og lagði einkum stund á meðferð og vinnslu mjólk- ur og fóðrun og kynbætur sauðfjár. Hann var því einn af allra fyrstu íslendinguní, sem slíkt nám stunda og einn af þeim djarfhuga brautryðj- endum, sem núlifandi kyn- slóðir eiga svo ómetanlega mikið að þakka. Þegar búnaðarskólinn var settur á stofn á Hólum 1882,1 varð Jósef fyrsti skólastjóri | þar og aðalkennari og síðan lengst af skólastjóri. þar eða kennari yfir 50 ára skeið eða til 1934. Það gefur því auga leið, að gengi og orðstír skól- ans hafi að verulegu leyti á honum hvílt, enda viður- kennt að svo var. Jafnframt kennslunni. rak hann lengst af búskap, ýmist á Hólum eða í nágrenni og þá oft stór- bú. Var hann orðlagður á- hugamaður og afkastamikill til allra starfa. Og eftir að hann hætti kennslu 75 ára, vann hann um 6 ára skeið eins og víkingur að húsa- og og jarðabótum á eignarjörð sinni Vatnsleysu. Auk kennslu og bústarfa hafði hann á hendi fjölmörg önnur opinber trúnaðarstörf. Alþingismaður Skagfirðinga var hann frá 1908—1916. Náði kosningu 1908 sem and- stæðingur sambandslagafrum varpsins, í mjög hörðum kosningabardaga. Var hann sjálfstæðismaður þeirra tíma og vann einkum að málefn- um bænda. í yfirskattanefnd var hann um mörg ár, eínnig hreppstjóri, oddviti, sýslu- nefndarmaður o. fl. o. fl. Öll störf sín leysti hann af hendi. af alúð og kostgæfni. Var kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands, og einnig heiðursfélagi í búnað- arfélagi sveitar sinnar, Við- víkurhreppi. Ég kynntist Jósef fyrst þegar ég kom í búnaðarskól- ann á Hólum 1909 og stóð hann þá á fimmtugu. Þá var hann mjög ern og t. d. svo léttur á fæti, að við strák- arnir máttum hafa okkur alla við að fylgja honum.á ferðalagi., sem farið var þá um haustið. Hann örvaði okk ur mjög til að stunda glímur og aðrar líkamsæfingar, sem hægt var að koma við, og virtist skemmta sér mjög vel ef slegið var í vinsamleg fangbrögð, þó af fullu kappi væri. Sem kennari naut hann mikillar hylli. Honum var nautn að fræða aðra. Þótti sumum hánn að vísu svifa sér heldur mikið frá efni kennslu bókanna og fyrirlagt nám því ganga hægt fram. En yfirleitt þótti okkur lærisveinum hans þær kennslustundirnar lang- skemmtilegastar, er hann fræddi. okkur um ýmsa hluti út um heim og geim, sem ekki stóðu í neinum af bók- um þeim, sem við áttum að lesa. Hann var áreiðanlega óvenju fjölfróður, miðað við skólalærdóm, og minnið frá- bærlega gott. Af öllum þeim mikla hópi námsmanna, sem nutu fræðslu hans á þeim nálega 50 árum, er hann stundaði kennslu við búnaðarskólann á Hólum, naut hann óskoraðs trausts fyrir umhyggju sína og góðvild í þeirra garð. Hann vildi vera leiðbeinandi þeirra og ráðgjafi. Eg hefi engan hans læri- sveina heyrt minnast á hann öðru vísi en með virðingu og hlýhug. Jósef var bindindismaður og yfirleitt mesti hófsmaður, alltaf glaður og reifur og svo háttvís í allri framkomu að af bar. Jósef var þrí-kvæntur. .1. konan var Kristrún Frið- bjarnardóttir frá Fyrirbarði í Fljótum. 2. Hóimfríður Björnsdóttir frá Ásgeirs- brekku og 3. ekkja hans, Hjartanlega þökkum við ölium, næ og fjær, sem með vinsemd og hlýju sýndu okkur hluttekningu sína við fráfall og jarðarför systur okkar og mágkonu, Bjarn'heiðar V. Síæmundsdóttur. Páll Sæmundsson. Una Sæmundsdóttir. Guðrún Sæmundsdóttir. Sólberg Eiríksson. Hildur, systir Hólmfríðar sem reyndist honum mjög góð og umhyggjusöm eigin- kona, og því betur, sem meira á reyndi. Jósef eignaðist alls 12 börn, og eru 7 á lífi. Kristrún gift Jóhannesi Björnssyni frá Hofsstöðum, Björn lækn- ir á Húsavík, Ingibjörg hjúkrunarkona á Kristnesi, H. J. Hólmjárn ráðunautur og Einar Reynis rörlagninga- meistari á Húsavík, af mið- hjónabandi, Hólmfríður gift í Ameríku, Margrét gift á Akureyri og Haukur verzlun- armaður í Reykjavik, ógift- ur, af síðasta hjónabandi. Öll eru börni.n vel gefin og dugleg eins og þau eiga kyn til. Hér hefur því mikilhæfur maður lokið miklu dags- verki. Rvík, 14. okt. 1946. Pétur Jónsson frá Nautabúi. Mjólkin. Frágc'gnin í blaðinu í gær um að mjólk hefði verið hellt niður, vai- að nokkru leyti á misskiln- ingi 'byggð. Mjólkin, sem skemmdist mun liafa verið sett Verklýðsfélag vítir orðbragð og skrif kommúnisía um Bandaríkjasamn- inginn. FRÁ VERKALÝÐSFÉLAGI HAFNAHREPPS hefur blað- inu borizt eftirfarandi sam- þykkt: „Fundur, haldinn í „Verka lýðsfélagi Hafnahrepps“ 6. október 1946, lýsir einróma fyHgi sínu við samþykkt samnings þess, er gerður var við Bandaríkin og samþykkt- ur var á alþingi 5. októþer 1946. Enn fremur vítir fundur- inn harðlega orðbragð þing- manna Sósialistaflokksins við útvarpsumræður sama dag og svívirðileg skrif í flokksþlaði sínu undanfarnar vikur.“ í 4. flokk, sem ósöluhæf mjólk, og send til vinzlu. En húsmæð- ur misstu af henni engu að síð- ur. Hugnæm og fögur bók eftir sjúka stúlku: EFTIR EVU HJÁLMARSDÓTTUR Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð hefur verið sjúk frá því að hún var 9 ára gömul. Næstum óslitið síðan hefur hún dvalið á sjúkrahúsum hér og erlendis og langtímum verið bundin við rúmið. En á hvítum vængjum hugans hafur hún flogið inn í draumalönd sagna og ljóða, sem eru óvenjuleg að fegurð og innileik. Með veikri hönd hefur hún skrifað — og stundum lesið fyrir vinum sínum, — og nú eru sögur hennar, ævintýri og ljóð komin út í fallegri bók. Bókin hefur inni að halda 18 sögur og ævintýri cg um 100 ljóð og lausavísur. Allt andar þetta fegurð og hlýju og jafnvel fögnuði yfir lífinu — þó að ótrúlegt sé. í formála fyrir bókinni segir séra Sveinn Víkingur, frændi skáldkon- unnar, meðal annars: , „Hún hefur sjálf valið bókinni heitið H.vítir vængir. Og víst hefur Ijóðagáfan orðið þessu fjötraða þjáningabarni bjartir vængir, — vængir, sem hafa lyft henni hátt yfir ömurleika dagsins, opnað henni hallir hugljúfra ævintýra og drauma, og borið sál hennar úr forsælu og skugga veruleik- ans út í sólskinið til „blómanna í birtu og yl. —“ Bókin HVÍTIR VÆNGIR er komin í bókabúðir. Hún mun hverjum og einum kærkomin. Efni hennar bætirog fegrar líf allra, sem kynnast því. — NORÐRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.