Alþýðublaðið - 15.10.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1946, Blaðsíða 4
ALÞÝPUBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. okt. 1946. «-------------------------* fUj><)ðubtaMð Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Bitstjórn: 4901 og 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. <»------------------------* Mef í sorpbiaða- mennsku. ÞJÓÐVILJINN hefur frá upphafi þótt standa á lægstu menningarstigi íslenzkra dagblaða. Hann hefur jafnan beitt stóryrðum í stað raka og ausið andstæðinga sína per- sónulegu níði í stað þess að ræða málefni,. Mun það hafa verið flestra manna mál, að jþ.etta auvirðilega blað gæti varla sokkið dýpra í fen spill ingarinnar en orðið var í ri.t- stjórnartíð fyrirrennara Krist ins Andréssonar. En raunin hefur þó orðið sú, að Kristni, hefur á skömmum tíma tek- izt að hnekkja öllum fyrri metum Þjóðviljans í sorp- blaðamennsku. íiafi þau met ekki verið sett af honum sjálf iim, hefur hann notið dyggi- Jega fulltingis auðsveipra að- stoðarmanna og þannig tek- izt að ná því takmarki van- sæmdarinnar, sem hann hef- ur keppt að af miklum áhuga síðan honum var fali.n stjórn blaðsins. Það er vissulega ekki ástæða iil þess að undrast það, þótt Þjóðviljinn hafi forustuhlut- verk í sorpblaðamennsku. Það er sama hlutverk og k ommúnistablöi allra landa hafa valið sér og rækt dyggi- iega. En þegar betur er að gætt, «r það óneitanlega atihyglis- vert, að Kristinn Andrésson skuli hafa beitt þeim vinnu- brögðum sem ritstjóri., er raun ber vitni. Hann hefur -á undanförnum árum þótzt hafa mikinn áhuga fyrir menningarmálum og látið þau allmjög til sín taka. Kommúnistar hafa gert hann -að eins konar oddvita rithöf- ■unda sinna og annarra lista- manna. Fyrir þessa starfsemi hefur hann hlotið mörg lofs- vrði skoðanabræðra sinna, og roargt mun það hafa verið roælt af alvöru, þótt þar hafi ýmislegt verið ofsagt, svo að ; tappað hefur háði næst. Mörgum mun raunar finn- ast, að Kristinn ftaf-i, átt lítið •erindi í hóp þeirra manna, -em flokksbræður hans hafa raðað honum í; og víst er það að minnsta kosti, að Kristni hefur sem ri.tstjóra Þjóðvilj- ans á skömmum tíma tekizt -einstaklega vel að eyðileggja bað álit, sem kommúnistar að minnsta kosti töldu honum bera. Hér eftir verður varla uni það dei lt, að hann sé mun atkvæðasamari í ritstörfum um ómenningu en noQJtmngu. 'Hættumar, sem fámennið veld'ur. — Spilling kunningsskaparins. — Þegar stjórnmálaflokkar lenda í sjálfheldu. ÞAÐ HLJÓMAR kannske undarlega, en þó er það rétt er ég seg-i, að fámenni okkar veld- ur okkur margs konar örðug- Ieikum og- miklum hættum í opinberu lífi. Þar, sem hver þekkir annan og- lcunningsskap- ur tekst fljótt og auðveldlega, er hætta á, að of mikil tillits- semi komi af stað spillingu. Það er alveg óþolandi að það sé látið óátalið ef embættismaður í op- inberri þjónuslu fremur mikið afbrot. Það leiðir til þess, að smátt og smátt eykst spillingin og ungir menn, sem annars eru fullir af vilja og skyldurækni, samlagast ósómanum, dragast niður í fenið pg kæra sig koll- ótta. Það er nefnilega miklu léttara, að rölta niður brekkuna heldur en að klifa brattann. ÞEIR MENN, sem kjörnir haía verið til forustu, hafa tek- ið á sig miklar skyldur. Stjórn- málaforingjar, sem eru valdir í ráðberrastöður, eiga ekki að- eins að undirrita skjöl, sem skrifstofustjórar þeirra búa í hendur þeirra. Þeir eiga fyrst og fremst að vera samvizka þjóðarinnar. Ef þessir menn þola hneyk.slin, þegja yfir sví- virðilegum afbrotum embættis- manna, láta sér nægja, að gefa jþeim einskisv-erða áminningu, eru þeir í raun og veru sam- sekir. Mér hefur allitaf fundizt það vera stærsti gallinn é stjórn málaforingjum okkar, að þeir hrykkju of mikið undan, hlus-t- uðu of mikið eftir duttlungu-m þeirra, sem næstir þeim standa, og gengju of sjaldan beint fram með sterkar ákvarðanir og stál- vilja. HVÍÍR SÁ stjórnmálamaður, sem sýnir hugrekki, vilja og festu, vex í áliti þjóðarinnar. Og hver sá, sem reynir sí og se að slá undan, þegja yfir því, sem miður fer, hilma yfir m-eð ó- •sómamtm, smækkar niður í gráa mergðina, týnist í þokuna og verður einskis nýtur. Þetta er •sjálfsagður hlutur, því að maður smækkar einnig í sínum •eigin augum við það, að þora aldrei að hafa ákveðna skoðun, þora aldrei að ganga beint fram- an að hlutunum. — Ég vildi óska, að stjórnmálaforingjar okkar hugsuðu um þetta svo- litla rfund. ÞEGAR ÞETTA er rifcað, veit •enginn neitt um nýja ríkisstjórn. iStjórnmálaforingjarnir ræðast við og leggja gaman tvo og tvo, en óvíst er, hvort þeir vita nokkur.t skapaðan hlut um út- komuna. En í sambandi við þessar umræður, vil ég gjarna mega segja þetta: Kommúnistar tapa fylgi og áliti hvernig svo sem þeir snúast við málunum. •Þeir tapa áliti ef þeir, sitja áfram í stjórn með hvaða hætti, sem þeir gera það, og þeir tapa einn- ig áliti, ef þeir neita að taka þátt í stjórn. Stundum geta stjórnmálaflokkar lent í svona sjálfheldu. Ástæðan er sú, að þeir spenna ibogann of hátt á vissu augnabliki. KOMMÚNISTAR spenntu bogann of hátt í flugvallarmál- inu. Þeir tóku munninn of full- an af því að þeir misreiknuðu andstæðinga sína. Þeir héldu, að þeir gætu hrætt þá. Það var ekki aðeins . ræða Brynjólfs Bj.arnasonar, þegar hann lýsti yfir því, að grundvöllur stjórn- arsamstarfsins væri br#tt fal'l- inn. Katrín Thoroddsen hefur jafnvel spillt enn meira fyrir Iþessum flokki. Hún er að verða ákjósanlegasti áróðursmaður andstæðinga kommúnista. Við bæjarstjórnarkosningarnar í vet ur, eyðilagði hún stórum fyrir flokknum. Og. við útvarpsum- ræðurnar um daginn, sló hún öll met í sóðaskap. Ég vei.t, að kommúnistum er þetta ekki ljóst, og við því er ekkert að segja. En almenningur veit þetta og það er nóg'. Hannes á horninu. „Tondeleyo”. LEIKFÉLAG REYKJA- VÍKUR hefur nú haft 10 sýn- ingar á hinum vinsæla sjón- leik ,,Tondeleyo“; 5 í vor og 5 nú í haust. Skipt hefur nú verið um leikanda í ei'nu aðálhlutverki 'leiksins og jafnframt eina kvenhlutverkinu, hlutverki Tondeleyo. Hefur Ing.a Þórð- ardóttir farið með það hlut- verk, en vegna þess, að hún er á forum af landi burt, hef- ur Herdís Þorvaldsdóttir tek- ið við hlutverki hennar og lék það í fyrsta sinn á sunnu- dagskvöldið og tókst það prýðilega. Næsta sýning leikfélagsins verður á miðvikudagskvöldið Málflutningur og orðbragð Þjóðviljans í ri.tstjóratíð Kristins Andréssonar er eins dæmi í íslenzkri blaða- mennsku, og er þá blaða- mennska fyrirrennara hans, sem þótti að vonum slæm, ekki undanskilin. Dag eftir dag hefur Kristinn titlað and stæðinga kommúnista ,,land- ráðamenn", „svikara“ og .,þjóðníðinga“. Og þegar Kristinn taldi sér trú um, að hann gæti sagt Brynjólfi og Áka að fara úr ríkisstjórn, tók hann að viðhafa þau um- mæli um þann stjórnmála- raann, sem Þjóðviljinn lof- söng rnest fyrir nokkrum vik um, að hann sé óheiðarleg- asti stjórnmálaskúmur, sem uppi hafi verið með þessari þjóð. Það verður ömurlegt vitni um innræti Kristins Ándrés- sonar, sem framtíðin fær af lestri Þjóðviljans 1946. En þótt ritstjórn Kristins sé með mesturn endemum, sem sög- ur fara af á íslandi, mun hon- um hafa bezt tekizt að þjóna eðli og tilgangi þess stjórn- málaflokks, er valdi hann aö- alr.itstjóra raálgegns síns. Elín Grímsdóttir DEMANTSBRÚÐKAUP eiga í dag, 15. október, heið- urshjónin Árni., Guðmunds- son, fyrrv. hreppstjóri á Þóru stöðum á Svalbarðsströnd, og kona hans, Elín Gríms- dóttir. Þau bjuggu i hálfan fimmta tug ára á allri jörð- inni Þórustöðum og ennþá á nokkrum hluta jarðarinnar, þótt Árni sé nú 87 ár,a að aldji, en Elín áttræð. Árni hefur verið hinn mesti atorku- og dugnaðar- maður alla sína ævi. Hann var skipstjóri á hákarla- og fiskiskipum um langt skeið og þekktur fyrir vaskleika sinn og dugnað við það, sem og hvað eina, er hann lagði fyrir sig. Hreppstjóri var Árni samfleytt i 44 ár og gegndi sveitarstjórnarstörf- um um 18 ára skeið og var um tíma oddviti sveitar- stjórnar. Allir þeir, sem Árna þekkja, munu ljúka upp einum munni um ágæte mannkosti þessa aldna heiðursmanns. Tryggur og traustur hefur hann verið alla sína tíð. Það, sem hann einu sinni hafði sagt, það stóð eins og stafur á bók, þrátt fyrir það, að hann væri manna hlédræg- astur og stilltur vel í hví- vetna. Fastur fyrir, fámál‘1, atgervis- og athafnamaður, þannig hefur Árni ,alla tíð 4torrfið kunnin^jum fyrir sjónir: Sannur höfðingi í sjón og raun. Kona Árna, Elín Gríms- dóítír, hefur verið manni sín- um mikill og góður förunaut- ur. Dugnaðarforkur við allt sem hún gekk að, stjórnsöm' á heimili með afbrigðum, en þó alla tíð hin kátasta og léttasta í lund. Mikilsvirt utan heimilis jafnt sem inn- :an o,g höfðingi heim að sækja, enda heimilið víðfrægt fyrir gestrisni og frábæran beina. Dugnaði sínum og at- orku þurfti Elín líka oft á að halda, þegar bóndi hennar var langdvölum að heiman við sjósókn, en heimilið stórt og i mörgu að snúast. Enda oft sagt, að jafnrétti væri mikið með þeim hjónum, þar sem Elín væri að sínu leyt- inu jafn stjórnsöm og af- kastamikil við heimilisstörf- in og Árni við sjósókn sína og aðra vinnu utan bæjar. Margur bitinn og sopinn mun og liafa hrokkið af borðum þessara heiðurshjóna til handa fáteekum og lítilsigld- um og áttu lítilmagnar alltaf öruggt athvarf þar sem var Þórustaiaheimilið. Hjónaband þeirra Árna og Elínar hefur verið með slík- um ágætum, að ekki munu Árni Guðmundsson. vera mörg hjónabönd á ís- landi, sem taka því fram að innileik o.g samstilling sáln- anna, jafnt í blíðu sem striðu. Þau get,a því nú, háöldruð, horft um öxl og verið örugg um mikinn ávöxt og góðan að loknu dagsverki. Þau finna eflaust í dag ylinn, sem andar til þeirra þakklæti og biður. þeim bænar um fagurt og farsælt ævikvöld. Oskirnar um sæmd og sigur þeim til handa berast frá brjóstum allra þeirra mörgu, sem þau hafa glatt og gefið gott for- dæmi með hegðun sinni og háttprýði. Guð gefi þeim fagurt ævi- kvöld og farsæla beimkomu. S. H. Regnkápur mislitar og glærar. Enskar plastik-regn- kápur. Silkisokkar, 3. teg. Ullarpeysur, Bómullarsoklíar, Sportsokkar drengja, Drengjabuxur, ©. fl. Nýkomið. Dyngja h.f. Laugaveg 25. Vegna fyrirspurna, skal þess getið, að við seljum í lausasölu nokk ur eintök af EGÍLS sögu og Njálssögu, verð 12 kr. 10 kr. Bækurnar eru með myndum og kvæmum skýringum. Bókaútgáfa Menningar- sjóð og Þjóðvinafél. Okkur vaníar á skrifstofu Pétur Þ. J. Gimnarsson, Heildv. Landstjarnan, sími 2012.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.