Alþýðublaðið - 09.11.1946, Blaðsíða 8
Veðurhorfur
í Reykjavík í dag: Uæg
viðri. Suais staðar þoka
regn eftir
Branner.
21.30 Lnðrasv. Reykja-
20.30 Leikrit: „Nætur-
vikur.
nov.
Tillögur um að samræma fram-
burð og auðvelda stafsefningu,
■-------♦-------
Athyglisverðisr háskólafyrirlestur dr.
Björns Guðfinnssonar á morgun.
------------------—,-------
DR. BJÖRN GUÐFINNSSON DÓSENT flytur á morg-
un fyrir'lestur í háskólanum, þar sem hann leggur til að
stafsetning íslenzkunnar verði auðvelduð til muna og staf-
setningarkennslan í landinu stórum endurbætt. Telur hann
ástand stafsetningarkennslunnar svo bágborið, að e. t. v.
hafi það aldrei verið verra.
Dnieprstíflan endurreist.
BorgeyJarsSysið s
Gengið á fjöntr
í Homafirði.
ÞAÐ ER MIKIL SORG á
Hornafirði vegna Borgeyjar-
slyssins og ganga menn dag-
lega á fjörurnar ef svo færi,
að lík þeirra, sem fórust,
ræki. En svo hafði ekki orðið
í gærkvöldi, er blaðið hafði
tal af Gunnari Snjólfssyni
hreppstjóra.
Lítið hefur verið hægt að
rannsaka flakið, sem rak úr
skipinu, þar sem sjór var
fallinn upp að því, er hrepp-
stjóri og menn hans komu á
staðinn.
Flakið er af framhluta
bátsins, og brotnaði hann um
fremri lestarkarm. Var ber-
sýnilegt, að skipið hafði lið-
azt sundur við samskeyti.
Ekki var unnt að sjá, hvort
skipið hafði li.ðazt sundur
meðan það var að sökkva
eða eftir að það var sokkið.
Ólafur T. Sveinsson skipa-
skoðunarstjóri ætlaði að
fljúga austur í gær, en flug-
veður var ekki, og mun hann
fara með öðrum sérfræðing-
um strax og unnt er.
Danskt kvöld í Odd-
fellow á miðviku-
NORRÆNA FÉLAGIÐ og
Danska íélagið hér efna ti-
dansks kvölas í Oddfellovv-
húsinu á rníðvikudaginn kem-
nr kl. 8,30 s. d. Síðar í vetur
munu. \ eiða haldin skemmti-
kvöld með svipuðu sniði fyr-
ir ölj hin Norðurlöndin.
Á danska kvöldinu flytur
Martín Lar-sen sendikennari
erindi, og mun hann ræða
um samvinnu íslendinga og
Dana. Bjarni M. Gislason, rit-
höfundur, sýnir lit-skugga-
myndir frá Danmörku, og
mun hann útskýra þær. Þá
syngur Ragnar Stefánsson
majór með undirleik dr. Páls
ísólfssonar og að lokum verð-
ur dans.
* Efni hins almenna fyrir-
lesturs, sem Bjiörn flytur i
hátiðasal háskólans kí. 2 á
morgun, verður „Sameining
islenzks framburðar og und-
irbúningur nýrrar stafsetn-
ingar.“ Hefur Björn mörg
undanfarin ár starfað að
rannsóknum á framburðin-
um og er nýlega komið út
fyrsta bindið af bók hans,
,,Mállýzkur“, um þær ranm
sóknir. Stafsetningarkennsl-
unni er hann vel kunnugur
af langri kennslu og nám-
skeiðum fyrir aðra kennara
og af ferðalögum um landið.
Björn mun i fyrri hluta er-
indis síns gera nokkra grein
fyrir niðurstöðum framburð-
arannsókna sinna og lýsa
öllum helztu mállýzkum í
landinu, eðli þeirra, uppruna
og útbreiðslu. Leggur hann
síðan til, að jramburður
verði samræmdur að meira
eða minna leyti og framburð-
arkennsla tekin upp í öllum
skólum. Björn segir frá því,
að aðrar menningarþjóðir
leggi hina mestu áherzlu á
samræmingu og fegrun fram-
burðar, og stöndum við ís-
lendingar þeim, mjög að baki
i þessu efni.
Um stafsetningarmálin seg
ir. Björn, að kennsla stafsetn-
ingar taki víða meginhluta
þess tíma, sem ætlaður sé
móðurmálskennslunni allri,
en árangurinn standi ekki i
neinu réttu hlutfalli við
tímaeyðsluna. Segir hann, að
óreiðan og virðingarleysið
fyrir stafsetningunni fari
vaxandi og megi svo segja
um móðurmálið í heild.
Til þess að bæta úr þessu
ástandi vill dr. Björn Guð-
finnsson að stafsetningin
verði auðvelduð til muna og
gerð vel viðráanleg. Mundi
þá vinast tími til þess að
kenna betur málið sjálft og
bókmenntirnar, og. væri það
stórum auðveldara til að auka
rkilning r.emenda og ást á is-
’enzkri tungu.
Hjónaband
í dag verða gafin saman í
hjóna’oand.af séra Árna Sigurðs-
syni ungfrú Lára Antonsdáttir
C'% Valur Guðmundsson. Heim-
ili þeirra er á Framnesvegi 31.
Vaxtabréf in:
Tæpar fimm mill-
VAXTABRÉF stofnlána-
deildar sjávarútvegsins hafa
nú selzt fyrir samtals 4 mill-
jóirr og 634 þúsund krónur.
í gær seldust vaxtabréfin
í Reykjavík og Hafnarfirði
fvrir 310 þúsund krónur, þar
af fyr’r 44 þúsund í Hafnar-
flrði, og í fyrradag nam sala
vaxtabréfanna á sömu stöð-
um 313 þúsund krónum, þar
af 45 þúsund í Hafnarfirði.
Dnieprstíflan, hið mikla mannvirki á Suður-Rússlandi,
sem Rússar sprengdu í loft upp, er Þjóðverjar sóttu inn í
land þeirra sumarið 1941, hefur nú verið endurreist, og
voru þýzkir stríðsfangar látnir vinna að viðgerð hennar.
Hér á myndinni sést stíflan eftir nð viðgerðinni var lokið.
Kíu sambandsfélög í Lands-
sambandi blandaðra kóra
------<,----
Efnt verður tll nátnskeiða fyrlr þáy sem
vrlja taka að sér söngstjórn.
Níu sambandsfélög eru nú í Landssambandi blandaðra
kóra. Þar af gekk eitt félag, Samkór Tónlistarfélagsins, í
landssambandið á ársþingi þess, ssm haldið var í Reykja-
vík dagapa 20.—22. september síðast liðinn.
Ljósatími ökutækja
er frá klukkan 16.50 að degi
til klukkan 7.30 að morgni. —
Ökumenn eru áminntir um, að
hafa ljósaútbúnað ökutækja
sinna í lagi.
Þingið sátu 10 fulltrúar, en
auk þeirra formenn þriggja
félaganna í sambandinu, þrír
sambandsstjórnarmenn og
tveir söngstjórar.
Á síðasta ári hefur L. B.
K. varið kr. 9,762,50 til söng-
kennslu, en sjálfir hafa kór-
arnir lagt fram kr. 3,350,00 í
sama skyni; svo að alls hefur
því verið var’ð til söngkennsl
unnar rúmlega 13 þúsund
krónum.
Á þinpihu var samþykkt
það nýmæl'. að efna til nám-
ske:ðs fvrir þá, er taka vildu
að sér að stjórna kórsöng, en
fyndu sig ekki hafa næga
kunnáttu til þess. Var í fjár-
hassáæf]un fyrir næsta ár
gert ráð fyrir nokkurri uop-
hæð til þessa og söngmála-
ráði falið að undirbúa slíkt
námskeið.
Undanfarin starfsár hefur
L. B. K. veitt sambandskór-
unum styrk aðeins til söng-
kennslu og raddþjálfunar, en
nú var á þinginu samþykkt
að einnig mætti vei.ta styrki
til kennslu í nótnalestri og
stafrófi söngfræðinnar, þar
sem það er nú talið meðal
nauðsynlegrar kunnáttu söng
manna.
Formaður Landssambands
blandaðra kóra var kpsinn
^Tón ÁJexandersson, en for-
inaður sqiigmálaráðs var kos
i.nn Björgvin Guðmundsson
tónskáld.
j i ’LUGVA.LLARGERÐINNI
! í Vestmannaeyjum er nú lok-
j ’ð, og; tekur fiugmálastjórnin
formúega við rekstri hans á
morgun, cg verður völlurinn
þá cpnaður til afnota.
Af þessu tilefni býður
ílugmálastjóri ýmsum gest-
um til Vestmannaeyja á
sunnudaginn til að vera við-
stgddir athöfnina, þegar flug-
völlurinn verður vígður.
NÚ MUN margt nefið
gleðjast, því að danska rjól-
ið Brödrene Braun, sem ekks
hefur sézt hér frá því fyrir
stríð, er aftur komlð á mark-
aðinn.
Kom fyrsta sendingin af
þessu vinsasla neftóbaki til
Tóbakseinkasölunnar með
síðustu ferð Dronning Alex-
andrine, og er það nú komið
í verzlanir hér í Reykjavík
og verður einnig sent út um
allt land.
11, þing S.U.J, hefsl
ídag
ELLEFTA ÞING sam-
bands ungra jafnaðarmanna
verður sett í Breiðfirðinga-
búð klukkan 2 í dag.
Gunnar Vagnsson, forseti
sambandsins, setur þingið, en
að lokinni þingsetningu fer
fram kosning forseta þings-
ins og annarra. starfsmanna
þess. Þá flytur Hélgi Sæ-
mundsson, ritari sambands-
ins, skýrslu samhandsstjórn-
ar, en því næst fer fram kosn
ing fulltrúa sambandsins á
20. þing Alþýðuflokksins.
Fulltruar á þinginu eru
beðnir að skila kjörbréfum í
skrifstofu Alþýðuflokksins í
Alþýðuhúsinu fyrir hádegi í
dajg.
-----—c*E3s—-----
Aðaifundur $lú-
dentafélags Alþýðu
flokksins.
STÚDENTAFÉLAG AL-
ÞÝÐUFLOKKSINS hélt að-
a'lfund sinn í gærkvöldi.
Ragnar Jóhannesscn, sem
verið hefur formaður félags-
ins baðst undan endurkosn-
ingu, og var Benedikt Grön-
dal blaðamaður kosinn for-
maður í hans stað. Aðrir í
stjóminni eru Jón P. Emils
og Friðfinnur Ólafsson.