Alþýðublaðið - 07.01.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1947, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur, 7. janúar 1947. j^lþí}&ubía&iö Útgefandi: Alþýðuflokkurina Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Bitstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Sýnd veiði en ekki gefin. ÞAÐ FER EKKI HJÁ ÞVÍ, að það veki mikla athygli og igremju, hversu óhöndulega •hefur tekizt um hagnýtingu vetrarsíldarinnar, sem vaðið hefur að undanförnu í stór- um stíl, aðallega í Kollafirði. Var hafin söltun þessarar •síldar fyrir áramótin cg tókst sildarútvegsnefnd að selja af henni 1500 tunnur til Sví- þjóðar fyrir gott yerð, en nú eru engar .likúr á meiri sölu þangað, þar eð norska vetr- arsíldin er að koma á mark- •aðinn þar og er miklu ódýr- ari en okkar sild. Þessi síld- veiði er því hætt, en sildin he'ldur áfram að vaða á mið- unum í næstu grennd við hÖfuðstaðinn, en fyrir sjó- menn okkar og útvegsmenn er það sýnd veiði en ekki gef in. Sá, sem ábyrgðina ber á þessu sleifarLagi, er hinn kommúnistiski atvinnumála- ráðherra, Áki Jakobsson, •sem íitur á siig sem eihvalda yfir þessum málum og lætur enga aðra nærri þeim koma, nema litilmótlega hjálpar- •kokka sina og skoðanabræð- ur. Er þetta sleifarlag at- vinnumálaráðherrans sér í lagi alvarlegt vegna þess, að þetta er í annað .sinn á einu ári, sem slikar yfirsjónir heiida hann,. en öllum ,er i minni amlóðaháttur hans . varðandi sölu á Faxasildinni á liðnu hausti. Bar þó vissu- lega brýna nau.ðsymtil þess <að koma Faxasildinni og vetrarsildinni i verð, þar eð síldveiðamar í sumar brugð ust svo sem kunnugt er og sjómenn, útvegsmenn og iþjóðin jí heild varð fyrir þungu, fjárhagslegu áfalli vegna þess'. Um dansskemmtanir í framhaldsskólum og nem- endurna. — Bókavinur minnist á útgáfur. — Um vitlaus lögreglustörf og nauðsyn á stofnun lög- regludómstóls. SKÓLANEMANDI skrifar: „H. S. skrifaöi þér nýlega og kvartar mjög yfir tlansæfing- um í framhaldsskólunum og drykkjuskap á þeim. Honum finnst engin ástæða til að nem- endurnir hafi dansæfingar und- ir umsjón kennara, hálfsmán- aðarlega og vill helzt láta fella dansæfingarnar alveg niður, að undanteknum tveim skemmt unum, sem eiga að nægja nem- endunum allan veturinn. Því skyldu skólanemendur ekki mega hafa sakíausar skemmt- anir í skóianum? ÁLÍTUR II. S., að drykkju- skapur skólaæskunnar munfli fara minnkandi ef dansæfing- arnar yrðu felldar niður, og hún yrði í staðinn að sækja opinber skröll í bænum, því að vissulega er ekki hægt að halda æskunni frá dansskemmt unum með öllu. H. S. setur mjög út á eftirlit kennaranna á þessum dansæfingum. Ég get frætt H. S. á því, að á .dans- æfingum allra framhaídsskóla bæjarins, er kennari, sem hef- ur þar éftirlit. Oft er einnig kennari við inngöngudyrnar, sem sér um, að engum ölvuð- um unglingi sé hleypt inn. í AÐEINS EINL'M . fram- haldsskóla veil' ég til .þess,. áð kennari ,sem hefur átt að jita eftir, hafi verið á annárri hæð en dansæfingin var'-á, én þ'etta virðist H. S. álítá méginregl- luna í þessum efnum, ,H.'. S. heimtar betra eftiriit á dans- æviníngunum. Gott óg vei! — H. S. virðist bara ekki háfa gert sér glögga grein fyrir því, hvernig dansæfingarnar fara fram. Ég leyfi jnér að fuilyrða, að meinlausari dansskemmt- anir fara ekki fram hér í Reykjavík. Nei, H. S., orsök- ina fyrir drykkjuskap unglinga er ekki að finna í dánsæfing- um framhaldsskólanna, og meinið verður ekki upprætt í með því að fella þær niður.“ Emi @in nýjung frá Helgafeili: BÓKAVINUR skrifar: „Ekki get ég orða bundizí um það, að mér þykir bandið á íslendinga- sagnaútgáfu Guðna Jónssonar eigi gott. Bækurnar eru ójafnt skornar oft breiðari að ofan en neðan, hornskakkar og fremra spjaldið vísar öðruvísi en aft- ara spjaldið, rekur horn niður, en hitt rekur horn upp. Þetta er-slæmur, galli, enda hafði ég skipti og tók óbundið eintak. Annars er þessi útgáfa myndar- leg um margt. Og framhaldið er fyrirtak. Það . á að gefa út mörg fleiri fornrit en íslend- ingasögurnar einar, t. d. Sturl- • | ungu, Annála og Biskupasögur; og Eddurnar og Þiðriks sögu. Enn fremur heilan bálk af Riddarasögum. og var þess ekki vanþörf. Fer nú sjálf „Forn- j ritaútgáfa“ Nordals og Ás- björnssonar að verða í hala- , iaumi. FORNIR DANSAR eru ný- útgefnir og er sælgætisbók. En, j hvernig er með „Fagrar 'heyrði ! eg raddirnar“, sem- Einar Öl. ; Sveinsson gaf út. Þær eruj upp- ! seldar þessar fögru raddir óg mikil eftirspurn. Hvers vegna er ekki prentuð ný útgáfa? OG NÚ ER AFTUR KOMIÐ skrið á Árbækur Esþólíns, ljós- prentaðar. Og Guðbrandar- ’bibíía' Remur bráðum. En svo eru líka seinni alda' rit, sem gaman væri að fá ljósprentuð. Svo' er um „íslenzkar gátur, skémmtanir, vikivakar og þul- ur“ er Óíafúr Davíðsson 'safh- ajði er Bókmenntafélagið gaf- út. Svo er og um álián Dýra- j vininn hans Tryggva Gunnárs- sonar. Hann kóm út í 16 ár- göngum óg' er lóngu horfinn af markaði. Því ekk'i. að ljósprenta hann á þéssari bókaöld? OG. HVERS VEGNA gefur ísafoldarprentsmiðja ekki út nýjar útgáíur af þ’eim bókum, sem selzt hafá bezt hjá henni? Má ekki nefna Rit. Jónasar Framhaid. á 7. síðu. Þjóðviljinn reynir að hreiða yfir þessi émbættis- iglöp Áka Jakobssonar með því að birta fyrirferðamikla firétt siðast liðinn sunnudag, þar 'sém fullyrt er, að síldár- . söltun geti verið fastur a.t- vinnu vegur í Reykjavík Janga'h tírna árlega, en því næst er birt bréf frá atvinnu- cmálaráðherra til borgarstjór- ;ans í Reykjavík, dagsett næst síðasta dag ársins, um bætta möguleika fyrir þennan at- vinnuveg við Reykjavíkur- höfn. Lýsir þetta bréf dável vinnubrögðum Áka Jakobs- sonar og máiflutningi komm- únista. Efalaust gæti síldar- söltu.n., verið .fastur atvinnu- yegur í Reykjavík : árlega; ;það hefði að minnsta kosti j verið hægu,rinn hjjá að reka þann atvinnuveg með góðum : árangri á liðnu ári. En Faxa- síldin óð á miðunum i haust og vetrarsíldiri r Kqliafirði í vetur, án þess að atvinnu- málaráðherrann hæfist handa um hagnýtingu þessara mikiu veirðmæta.fýrr en um seinan, eins og bezit. sést á því, að augu haiis opnast ekki ívrir auðnum, sern bíður mahri- anna uppi í Kollafirði vikunv saman, fyrr en næst síðastá dag arsins, og þegar farið er að leita fyrir sé,r um áölu sildarinnar, -er það ekki gert fyrr en ; norska vetrarsíldin kemur á sænska markáðinn og býðst fvrir mun lægra verö én íslenzka síidin. Það virðisit þvi nærri sanni að á- lykta, að síldarsöltun gæti verið fastur atvinnuvegur í Reykjavík, svo og annars istaðar við Faxaflóa, ilangan tíma árlega, ef þjóðiri væri Ol+Jhi nú.;A;;m;Æíri 'þö 'losuð við Áka Jakobsson sem atvinnumalaráðherr a. : Það er viástilegá hárt fyrir sjómerin okkar og útvegs- merin’ ;og þjóðiha i heild, áð ekki skyldi vera gefín sú mikla og dýrmaeta veiðí, sem sýnd var á rriiðunum við Faxá flóa í 'haust og' í Kjolláfirði nú í vetúr, végna þess að í skrif stofuþyggirigu í höfuðstaðn- um situr maður í embætti at- v innumá lar á ðh e r r a ri s, -sem ekki'. er þeim vándá .vaxinii. Áki Jákoþssón héfur að sörinú kornið auga. á þáð, að síldarsöltun gæti verið fast- ur atvinnuvegúr i Réykjavík. langan tima áriega. En hann virðist eklci hafa áttað sig, á því, hvers vegna 'hið tilvalda tæki|æri var látið óno'tað í haust og vetur, því að ella væri hann á bák og burt úr stjóirnarráðinu eða héfði gert raunhæfár ráðstafanir til ,að bæita fyrir yfirsjónir sínar og mistök. Flokkur skáldverka og ljóðabóka eftir unga, «r íslenzka höfunda, suma óþekkta, aðra þegar vel kunna. Fyrstu tíu verkin koma út innan skamms og verða aðeins seld áskrifendum. Þau kosta öll kr. 175,00 og eru hin fegurstu. Koma tvær bækur á mánuði, ein skáldsaga og ein ljóðabók. Fyrstu tíu verkin verða þcssi: Ingvi Jóhannesson: Skýjarof, ljóð. Jón Björnsson: Heiður æítarinnar, skáldsaga. Jón frá Ljárskógum: Gamlar syndir og nýjar, ljóð. Sigurður Gröndal: Dansað í björtu, skáldsaga. Heiðrekur Guðmundsson: Arfur öreigans ljóð. Oddný Guðmundsdóttir: Veltiár, \ skáldsaga. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Við vötn- in ströng, Ijóð. Elías Mar: Eftir örstuttan leik, skáldsaga Bragi Sigurj ónsson: Hver er kominn úti? Ijóð, Óskar Aðalsteinn: Þeir brennandi bvunnar, skáídsaga. Helgafell boðar hér til skáldaþings, þar sem fyrst og fremst koma saman hin yngri skáld Öllum lesendum bókanna'Verður gefinn kost- ur á að taka þátt í umræðum um Hina ungu höfunda og verk þeirra, Verður í hverri bók hins nýja flokks eyðublað, þar sem lesendur geta látið í ljós skoðanir sínar. á verkunum og höfundum þeirra, og sent þau síðan til for- lagsins. Eyðublöðin verða tölusett og síðan drpgin 25 úr þeim, sem berast, og sendendum þeirra gefnar ókeypis 10 næstu bækur flokks- ins. Kynnizt hinum yngrl riíhöSundum Tekið á móti áskrifendum hjá öllum bóksöl- um og umboðsmönnum Helgafells — og Garðastræti 7, Aðalstræti 18, Njálsgötu 64, Laugaveg 100.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.