Alþýðublaðið - 11.01.1947, Page 4
ALÞtÐUBLABIÐ
La?ip;2rdagur, 11. jan. 1947.
^íj^Dábla&ið
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
! Símar:
Ritstjórn: símar 4901, 4902.
Afgreiðsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
! Verð í lausasölu: 50 aurar.
Sett í Alþýðuprcntsmiðjunni
Prentað í Félagsprentsm.
Hljáð úr horni.
ÞEIM, sem fylgzt hafa
með íslenzkum stjórnmál-
um undanfarin ár, kemur
það áreiðanlega ekki neitt á
ávart, þótt hljóð heyrist úr
vissu horni, þegar Stefáni
Jóhanni Stefánssyni, for-
manni Alþýðuflokksins, er
:Mið að gera tilraun tll stjórn
armyndunar í landinu; svo
alkunnugt er hið óráðs-
kennda hatur, sem komm-
únistar hafa frá upphafi
vega sinna hér sýnt í hans
garð. En á hinu hafa menn
máske ekki átt von, að þeir
misstu svo gersamlega alla
stjórn á sér við slík tíðindi,
sem blað þeirra, Þjóðviljinn,
ber vott um í gær.
Þjóðvilj’inn ræðst m-eð al-
gerlega ósæmilegum brígzl-
yrðum á forseta landsins fyr
ir að hafa ekki heldur falið
formanni Framsóknarflokks-
ins eða formanni Sósíalista-
flokksins að reyna stjórnar-
myndun, og segir, að hann
hafi með því „brotið þing-
ræðisvenjiur". Er það ekkert
annað en ábyrgðirlaust fleip-.
ur af hálfu blaðsins; því að
það er forsetans að hafa.frum
kvæði um stjómarmyndun,
■og honum algerlega í sjálfs-
vald sett, til hvaða manns
hann snýr sér í því skyni; en
það fer að sjálfsögðu eftir
mati hans á því, hver líkleg-
astur sé í hvert sinn til þess,
að geta myndað stjórn.
Hitt er vissulega að brjóta
allar velsæmisreglur, að
fara með brígzlyrði og blekk
ingar um embættisstörf for-
.setans ein^ og Þjóðviljinn
gerir, og draga persónu hans
á þann hátt niður í svað hins
pólitíska rógs, sem Sósíalista
flokkurinn elur á í landinu;
og mun þjóðin ekki kunna
neinum þakkir fyrir slíka ný
breytni um pólitísk vinnu-
'brögð.
» Það er annað mál, þótt for
ustumenn kommúnista beri
sig' illa yfir því, að svo ske-
leggum talsmanni lýðræðis-
ins og jafnaðarstefnunnar í
iandinu sem Stefáni Jóhanni
Stefánssyni, formanni Al-
þýðuflokksins, skuli hafa
veríð falið að revna að
mynda stjórn og ráða fram
úr því öngþvéiti, sem þriggja
mánaða stjórnleysi, framkall
að og við haldið af vélráðum
þeirra, hefur skapað. Vissu-
Iega hafa kommúnistar
vænzt þess, að geta lengi
enn haldið áfram að fiska í
því grugguga vatni og halda
uppþoð á sjálfum sér hjá
Þegar einingin stóð íil boða
jórnarkjörið í Dagsbrún
ALÞÝÐUFLOKKSMENN
í Verkamannafélaginu Dags-
brún hafa ávallt barizt fyrir
því, að sem fyllst eining gæti
tekizt á hverjum tíma um
málefni félagsins, og að allir
aðilar innan félagsins nytu
fyllsta lýðræðis.
Vegna þessarar margyfir-
lýstu stefnu Alþýðuflokks-
mannanna í Dagsbrún var
það, að þeir á síðastliðnu
hausti' kusu tvo menn úr
sínum hópi til þess að eiga
tal við sjórn félagsins, sem
að meirihluta er sk'ipuð
kommúnistum, um sameigin
legan lista við fulltrúakjör
tit Alþýðusambandsþings og
áframhaldandi samstarf um
málefni félagsins.
Sannarlega var ástæða til
þess að ætla, að þessir
menn, sem ávallt hafa talað
hæst um einingu, og talið
sig hina éinu kjörnu fulltrúa
einingarinnar, myndu glaðir
taka í framrétta hönd At-
þýðuflokksmannanna og
fagna því, ef raunveruleg
éining gæti tekizt um mál-
efni félagsins. Eftir allt
þeirra skrif um einingu
mátti búast við, að hægt
væri að taka þá alvarlega,
og því ekki nema eðlilegt, að
reynt væri áð ná einingu
innan félagsins.
Áður en Alþýðuflokks-
mönnunum tækist að bera
fram erindá sitt við Dags-
brúnarstjórnina, neituðu
kommúnistar allri samvinnu
og töldu engan grundvöll til
samstarfs fyrir hendi. Þann-
ig var eining þessara manna
á borði. „Nei, góðir hálsar,
við meinum ekki svona ein-
ingu. Þið vitið ekkii, hvað
eining er; við erum eining-
in.“ Á þessa lund voru svör
kommúnistanna. Það er
fyllsta eining, ef kommún-
istar eru ailsráðandi í verka
lýðsfélagi, þó svo að þau
völd séu fengin með vafa-
sömum meirihluta.
Eftir þessu að dæma virð-
ist túlkun þeirra á orðinu
„eining“ vera svipuð og lýð-
ræðiistúlkun þeirra. Þá fyrst
er fyllsta lýðræði, ef aðeins
einn flokkur fær að starfa,
þ. e. a. s. ef ílokkurinn heitir
kommúnistaflokkur, annars
er það íúlasta einræði!
í byrjun desember s. 1.
áttu kommúnistar í stjórn
Dagsbrúnar tal við mig og
Árna Kristjánsson, og létu í
það skína, að nú væru þeir
fúsari til samstarfs við Al-'
þýðuflokksmenn heldur en í
haúst.
Ef um einhverja stefnu-
breytingu hjá kommúnistum
væri að ræða, þá skyldi ekki
standa á Alþýðuflokksmönn-
um til samstarfs. Því var
það, að við Árni ásamt Hall-
grími Guðmundssyni vorum
kosnir af Dagsbrúnarmönn-
um til þess að eiga viðræður
við Dagsbrúnarstjórnina og
vita, hver samvinnutilboð
þeir hefðu að bjóða.
Áttum við síðan nokkra
viðræðufundi við fulltra
stjórnarinnar, sem því mið-
ur ekki sýndu neina veru-
lega stefnubreytingu hjá
kommúnistum frá því í
haust. Að vísu buðu þeir
okkur að eiga fuiltrúa í
stjórn félagsins og vissa, tak
markaða tölu manna í trún-
aðarráði; en ekki kom til
mála, að þeir menn, sem í
stjórnina færu, yrðu þar
fullgildir fulltrúar félagsins
'inn á við og út á við, m. a.
sem fulltrúar félagsins á
þingum Alþýðusambandsins.
Samt sem áður töldu sum-
ir stjórnarmenn af þeim,
sem við áttum tal við, það
ekki óeðlilegt, að stjórnar-
meðlimir félagsins ættu sæti
á Alþýðusambandsþinguna,
en slíkar skoðanir voru bann
færðar af réttlínumönnum
stjórnarinnar; og þegar svo
ber undir, verða hagsmunir
félagsins að víkja fyrir
stefnu kommúnista. Hjá
þeim er það flokkurinn, sem
er nr. 1, en félagið nr. 2.
Hefur það þráfaldlega kom-
ið fyrir, að hagsmunir verka
manna hafa verið fyrir borð
ibornir, þegar póMtískt valda
íbrölt kommúnista hefur lent
I í hættu, og má í því sam-
bandi minna á síðasta verk-
fall Dagsbrúnar, þegar því
var skyndilega hætt eftir
fyrirskipun ráðherra komm-
únista vegna þess, að þeir
I óttuðust um sæti sín, ef verk
jfallinu héldi áfram.
{ Fremstur í flokki þeirra
I manna, sem ákveðnast neit-
juðu þessu hógværa skilyrði
l okkar um setu á Alþýðusam-
j bandsþinginu, var Eðvarð
j Sigurðsson, og er þessi grein
Frh. á 7. síðu.
báðum borgaraflokkunum,
eins og þeir hafa gert und-
anfanið. En nú óttast þeir,
að endi verði bundinn á slíka
svikamyllu og heilbrigt
stjórnarfar afíur rétt við í
landinu uftdir forustu Al-
j þýðuflokksins, þess flokks,
j sem aldrei hefur léð neins
! máls á því að vera með í
i hinum ábyrgðarlausa leik
jþeirra um framtíð þjóðarinn
j ar.
' Hvaða furða þess vegna, þótt
! forsprakkar og blað kommúri
jista velji Stefáni Jóhanni
' nú hin verstu orð og stimpli
!stjórn hans, ef mynduð yrði,
j íyrirfram sem „afturhalds-
stjórn, hversu róttækri
; stefnuskrá, sém hún kynni
’ að veifa framan í almenn-
: ing“, eins, og Þjóðviljlnn
kemst að orði í gær? Hitt er
| svo annað mál, hvort það
j.er tíklegt til ávinftings fyrir
j kommúnista meðal hins
jvinnandi og hugsandi fólks
jí landinu, að auglýsa svo
jfíflslega þann ásetning sinn,
j að vera á móti stjórn, sem
j Stefán Jóhann Stefánsson
j myndaði, hvað svo sem
j stefnumálurn hennar liði og
framkvæmdum. Hingað til
hefir það aldrei þótt sigur
stranglegt að bera góð mál-
efni fyrir borð af sturluðu
pólitísku hatri til andstæð-
ings. Og sízt mun þjóðin
vera þeirrar skoðunar í
dag, eins og komið er póli-'
tískum högum hennar eftir
þriggja mánaða stjórnleysi
og. ‘ áðgerðafeýai- um aökall-
andi vandamál, að nokkur ís
lenzkur stjórnmálaflokkur
geti leyft sér slíkt.
ÞORS-CAFÉ
Sunnudaginn 12. jan. klukkan 10 síðd. — Að-
göngumiðar í síma 6497 og 4727. — Miðar
afhentir frá kl. 4—7.
Ölvuðum möntium bannaður aðgangur.
ELDRI DANSARNIS í G.T.-húsinu
í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar
kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355.
í Alþýðu'húsinu við Hverfisgötu í kvöld
hefjast kl. 10.
Aðgönigumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826.
HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur.
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur.
ámskcið
Kenni að sníða og taka mál, kven- og barna-
fatnað.
Tízkuteikningar og kjólaskreytingar.
Herdís Maja Brynjólfs.
Laugavegi 68. Sími 2460.
- Suðurnesjamenn
Áætlunarferðir á leiðinni Reykjavík—Sandgerði
verða framvegis:
Fr^Reykjavík kl. 10 árd. og kl. 1 s. d.
Frá Sandgerði kl. 1 og kl. 5 s. d.
Farþegum skal sérstaklega bent á hina hentugu
ferð frá Reykjavík kl. 10 árd.
BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS.
áyglýsið í álþýðuhlaðínu
vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í
eftirtöldum hverfum.
Njálsgötu
Auðarstræti
Norðurmýri
Ilvcrfisgötu
Grettisgötu
Bræðráhorgarstíg
Lindargötu
Talið vi.ð afgreiðsluna.