Alþýðublaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 2
Sfúíku vaniar á Hóteí Borg
Upplýsingar á skrifstofunni.
nr. 57 við Langholfsveg
fæst til kaups og er laus til íbúðar nú þegar.
Húsið er einbýlishús, vel útlítandi og að öllu í
góðu ásigkomulagi. Notið tækifærið. Ekki-mun
seinna betra. Nánari upplýsingar gefur
Pétur Jakobsson,
Iöggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 4492.
Viðtalstími klukkan 1—4.
Höfum fyrirliggjandi svefnherbergis-
húsgögn úr hnotu og ljósu birki prýdd
útskurði.
Húsgagnavinnustofa
Ófafs H, Guðbjartssonar,
Laugavegi 7.
Osaiiiiindl Einars Olgeirssonar
Framhald af 1. síðu
aö stjórn Ólafs Thors settist
að völdum, og hefði uppkast
utanríkismálaráðherra að
svarinu við þeim verið sam-
þykkt í utanríkismálanefnd í
janúar 1945 með öllum
greiddum atkvæðum, en sam
kvæmt því hefðu íslending-
ar fallizt á gildi samninga
þessara fyrst um sinn, en ósk
að endurskoðunar á þeim að
styrjöldinni lokinni og að
henni yrði lokið eftir þrjú ár
frá ófriðarlokum. Þá gat ut-
anríkismálaráðherra þess
einnig, að
Vilhjálmur Þór, sem var
utanríkismálaráðherra,
þegar Iýðveldið var stofn-
að, Iýsti það tilhæfulaus-
ar staðhæfingar, að Bretar
hefðu sett skilyrði um
gildi landhelgissamnings-
ins eða annarra ^ samninga
fyrir viðurkenningu sinni
á lýðveldinu, og sjálfur
kvaðst hann hafa gengið
úr skugga um, að engin
gög^i er bentu til slíks,
væru í utanríkismálaráðu-
neytinu.
Fundargerðir utanríkis-
málanefndar leiddu þvert á
móti í ljós, að tilmæli Breta
hefðu komið fram löngu eft-
ir stofnun lýðveldisins og því
á engan hátt sem skilyrði fyr-
ir henni eins og Einar Olgeirs
son hefði haldið fram. Benti
utanríkismálaráðherra á,
hversu hættulegt það væri,
að staðhæfingar sem þessar,
er væru algerlega úr lausu
lofti grjpnar, væru fram
bornar, þar eða hér væri um
viðkvæmt utanríkismál að
ræða.
Yfirklór Einars.
Einar Olgeirsson kvaðst
sannfærður um, að hann
myndi það rétt, að Vilhjálm-
ur Þór hefði látið þess getið
á fundi utanríkismálanefnd-
ar, að Bretar væru fúsir til
að viðurkenna lýðveldisstofn
unina, ef íslendingar sam-
þýkktu gildi samninga, er
Danir hefðu gert við þá varð-
andi ísland. Hins vegar hefði
engin samþykkt verið gerð
um þetta og sennilega ekkert
urn það bókað! Fullyrti Ein-
ar, að Vilhjálmur Þór myndi
hafa heitið Bretum því fyr-
ir hönd íslendinga, að fall-
izt yrði á þetta ,,skilyrði“
þeirra, en Bretar hefðu ekki
gengið eftir formlegri af-
greiðslu málsins fyrr en
stjórnarskiptin 1944 fóru í
hönd. Spurði hann, hvort
Vilhjálmur Þór hefði) nokkuð
bókað um viðtöl sín við full-
trúa erlendra ríkja í sam-
bandi við lýðveldisstofn-
unina, en endurtólc því
næst fyrri fullyrðingar sín-
ar og álygar á stjórn Breta.
Álygar, sem spiila
fyrir málstað okkar.
Bjarni Benediktsson utan- j
ríkismálaráðherra tók aftur !
ALÞYOUBLAÐIÐ
staðhæfmgar Einars Ol-
geirssonar til þess lagaðar
að spilla fyrir sambúð Is-
lendinga og Breta, og væri
þetta sér í lagi alvarlegt,
þegar staðhæfingar þessar
væru fram bornar um sama
leyti og íslenzk samninga-
nefnd færi til Bretlands
til að leita samninga um
áframlialdandi viðskipti
landanna. Fyrir málaleit-
un íslendinga um stækk-
un Iandhelginnar væi;i
slíkar álygar að sjálfsögðu
einnig hinar skaðsamleg-
ustu.
Þá benti utanríkismálaráð-
herra á hversu fráleitt það
væri, þegár Einar Olgeirs-
son spyrði, hvort ekki væri
til í utanríkismálaráðuneyt-
inu skýrsla um skilyrði af
hálfu Breta fyrir viðurkenn-
ingu þeirra á lýðveldinu, sem
sannað væri, að aldrei hefðu
verið ''sett! Gat hann þess
einnig, að sér þætti það und-
arlegt, ef ekki hefði verið
bókáð um þetta mál í gerða-
bólc utanríkismálanefndar,
því að þar væri að finna
bókanir um smærri atriði í
sambandi við lýðveldisstofn-
unina svo sem skrif sænskra
blaða í tilefni hennar. Minnt-
ist hann og á það, að íslend-
ingar hefðu ekki leitað fyrir-
fram eftir viðurkenningu
annarra þjóða á lýðveldinu
og væri því útilokað, að fram
hefðu farið um það mál þær
viðræður milli íslenzkra
stjórnarvalda og sendiherra
Breta, sem Einar Olgeirsson
gæfi í skyn.
AHir vísa álygum
Einars á bug!
Stefán Jóh. Stefánsson
kvaddi sér einnig hljóðs um
þettaomál og kVaðst hafa von
að, að Einar Olgeirsson ját-
aði, að ummæli hans væru á
misskilningi eða misminni
byggð eftir þær upplýsingar,
sem utanríkismálaráðherra
hefði gefið. En í þess stað end
urtæki Einar álygar sínar á
stjóm Breta og fullyrti, að
Vilhjálmur Þór hefði á bak
við tjöldin fallizt á þau skil-
yrði, er Einar fullyrti, að
Bretar hefðu sett fyrir við-
urkenningu sinnii á lýðveld-
inu. Þessar fullyrðingar
byggði Einar á því einu, sem
hann þættist hafa heyrt Vil-
íjálm Þór segja, en gegn þeim
mæltu þau veigamiklu rök,
að
hvergi lægju fyrir upplýs-
ingar um, að sendiherra
Breta hefði borið fram
nein skilyrði fyrir viður-
kenningu stjórnar sinnar á
lýðveldinu, Vilhjálmur
Þór, sem hefði verið utan-
ríkismálaráðherra um þess
ar mundir, lýsti ummæli
Einars” staðlausa stafi og
enginn í utanríkismála-
nefnd né utanríkismála-
ráðuneytinu vissi til, að
Bretar hefðu sett nein
skilyrði.
Auk þess værii augljóst að
Einar fullyrti meira en hann
gæti vitað, því að hann hefði
ekki aðeins slegið því föstu,
Þriðjudagur, 18. febr. 1947.
»■■■■
Það bezta er aldrei
of gott.
Rósóttir plussrenn-
ingar
á kr. 39 meterinn,
smáteppi á kr. 49,50.
Verzlun
Jóns Mathiesen.
Sími: 9101 og 9102.
BILAEIGENDUR
Smurstöð
er nú aftur
tekfn til starfa. . 4
Verksmiðjan
Jötunn h.f.
að Bretar hefðu sett þessi
skilyrði, heldur einnig full-
yrt, að Vilhjálmur Þór hefði.
gefið munnleg loftorð um, að
íslendingar féllust á að land-
helgissamningurinn og aðrir
slíkir samningar yrðu áfram
í gildi. Með þessu væri ber-
sýnilega verið að stefna ís-
lenzkum hagsmunum í
hættu.
Bjarni Benediktsson upp-
lýsti í lok umræðnanna, að
enginn fundur hefði verið
haldinn í utnaríkismálanefnd
frá því í maí 1944 og þar til
lýðveldið var stefnað, en á
fundi nefndarinnar í maí
væri bókað um ekki veiga-
meira atriði en skrif sænskra
blaða í tilefrui lýðveldisstofn-
unarinnar en ekký minnzt á
það mál, sem Einar Olgeirs-
son þættist muna að borið
hefði á góma í nefndinni. Þá
kvaðst hann og hafa átt tal
við ýmsa menn úr utanríkis-
málanefnd og kannaðist eng-
linn þeirra við að staðhæfing
Einars hefði við nein rök að
styðjast.
Tvær íkviknanir
ígær
í GÆR var slökkviliðið
kvatt tvisvar út, í fyrra skipt
ið að bragga inn við Háloga-
land, en í síðara sinnið suður
á Kársnesbraut, en þar hafði
kviknað í hænsnakofa og
brunnu 19 hænsni inni.
í bragga þeim við Háloga-
Iand, sem slökkviliðið var
kvatt að um hádegið í gær,
er bifreiðaverkstæði „Bláa
bandsins“ og urðu nokkrar
skemmdir á einum bíl, og
ennfremur brann annar endi
braggans allmikið.
'461 tfikabii:d$l-s4.
Opinbert uppboð verð-
ur á mótum Hringbraut
ar og Njálsgötu við
Aústurbæjarbíó mið-
vikudaginn 19. febrúar
næstkomandi kl. 1,30
eftir hádegi.
Seld verður bifreiðin
R 3048. Greiðsla fari
fram við hamarshögg.
Borgarfógefinn
í Reykjavík.
Minningarspjöld Barna-
spífalasjóð Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
GOTl
ÚR
ER GÓÐ EIGN
Guðl. Gíslason
Úrsmiður, Laugaveg 63.
Garðeigendur
í Rvík og nágrenni.
Tek að mér skipulagningu
skrúðgarða eins og að und
anförnu. Enn fremur að
úða og klippa tré og önn-
ur garðyrkjustörf.
Margra ára reynsla í
starfinu.
Pöntunum veitt móttaka
í síma 1327 daglega frá
kl. 10—12 f. h. og 1—5
e. h. nema laugardaga.
Þórkelí Árnasort
garðyrkjum.
Baldvin Jónsson
hdl.
Vesturg. 17. Sími 5545.
Málflutningur. Fasteignasala.
Tökum upp í dag
mislit
handklæði.
Verzl. Holf,
Skólav.st. 22.