Alþýðublaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fhnmtuðagxir, 27. fchr. 1947 Kápur og pelsar. Kjólar. Veski. Undirföt. Hanzkar. Sloppar. Barnakápur og ýmislegt fleira. Og einnig taubútasala. KÁPUBÚÐIN Laugavegi 35. Sigurður Guðmundsson. U þátttakendur í flokkaglímu Reykjavíkur annað kvöld. Glfmt verður í fjórum þyngdarflokkum. : 10 drengir glíma í drengjaflokki. FLOKKAGLÍMA REYKJAVÍKUR fer fram í íþrótta- Kúsinu við Háloga’land annað kvöld kl. .8,30. ARs verða þátttakendur í glímunni 24, og er það meiri þátttaka en verið hefur i opinberri kappglímu hér um langan tima. Glímt verður i fjórum þyngdarflokkum, 1. f'lokki, 2. flokki, 3. flokki og drengjaflokki, en í þeim flokki glima 10 dreng- ir á aldrinum 14—16 ára, Eins og nafnið á glímu- mótinu bendir ti'l', eru glímu- mennirnir eingöngu úr Reykjavikurfélögunum. Ár- mann sendir til glímunnar 5 fullorðna glímumenn og 2 drengi, KR 8 fullorðna og 3 drengi og Ungmiennafélag Reykjavikur 1 fulílorðinn og 5 drengi. I 1. þyngdarflokki' glíma þessir. menn: Einar Ingi- mundarson Á, Friðrik Guð- mundsson glímukappi KR og Guðmundur Ágústsson Á, glímukóngur. Má búast við Kvenregnkápur áður kr. 72, nú 45. Kvenvetrarkápur áður kr. 385, nú 290. Kvenleðurveski frá kr. 25. Kjólablóm kr. 5 pr. stk. Barnaútiföt áður kr. 104, nú 75. Selskapsveski frá kr. 50. Bleyjubuxur, gúmmí, áður kr. 5, nú 2. Barnasloppar, dökkblá ull, áður kr. 45, nú 28, o. fl. Vefnaðarvörubúðin Vesturgötu 27. mjög harðri keppni i þessum flokki. í 2t þyngdarflokki keppa Ágúst Steindórsson KR, Kristján Sigurðsson Á, Rögnvaldur Gunnlaugsson KR, Sigurður Sigurjónsson KR og Sveinn Jónsson KR, í þessum flokki er einnig spáð harðri keppni. Kristján Sigurðsson, sem er meðal keppendanna í þessum flokki hlaut önnur fegurðarverð- laun á skjaldarglímu Ár- manns um daginn, og er mjög góður glímumaður, en hann á i þessum flokki hættu lega keppiríáuta. í'3. þyngdarflokki eigast við Aðalsteinn Eiríksson KR, Andrés Sighvatsson UMFR, Einar Markússon KR, Ólafur Jónsson KR og bræðurnir Sigurður Hallbjörnsson og Sigurjón Hallbjörnsson, báð- ir úr Ármanni. Sigurjón Háll- björnsson er gamalkunnur glimumaður, en hefur nú um nokkur ár ekki tekið þátt í opinberum kappglímum, en kemur nú á ný fram á svið- ið. Sigurð þekkja állir, sem fylgzt hafa með glímunni, en hann er sá af íslenzkum 'glimumönnum, sem mun vera búinn að glima flestar kappglímurnar. í drengjaflokknum glíma þessir drengir: Ármann J. Lárusson UMFR, 14 ára. — Hann er sonur hins góð- 'kunna glímukappa Lárusar Sallómonssonar. — Bragi Guðmundsson KR, 16 ára. Gunnar Ólafsson UMFR, 15 ára. Haraldur SVeinbjarnar- son KR, 16 ára. Hilmar Sig- urðsson UMFR,^ 14 ára. Jón Antoníusson, Ármann, 16 ára. Sigurður Magnússon UMFR, 14 Tára. Sigurður Sæmundsson UMFR, 16 ára. Valdimar Eiriksson KR, 16 ára, og Þorsteinn Kristjáns- son, Ármann, 16 ára. - Það er UMFR og KR, sem standa fyrir glimunni. Ferð- ir verða frá B. S. f. og hefj- ast þær kl. 7 annað kvþld. , Mfnningarorð Olafur Jónsson fyrrver. oddviti, Hvalskeri í Rauðasandshreppi. HINN 19. febrúar síðast liðinn andaðist að heimili sínu, Hvalskeri í Rauðasands hreppi, Ólafur Jónsson fyrr- verandi oddviti, rúmlega 93 ára að aldri. Hann var fædd- ur í Króki á Rauðasandi 26. des. 1853. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, bóndi á Sjöundá, Sigmundssonar bónda í Króki, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir, Ein arssonar bónda á Hvalskeri. Hann ólst upp í foreldra- húsum og stundaði í æsku öll venjuleg störf á sjó og landi. Á æskuárum mun hann lítillar fræðslu hafa notið ánnarrar en fermingar undirbúnjings, svo sem títt var um alþýðumenn á þeim árum. En fróðleikslöngurí hans var afar mikil og með þyí að nota hvert tækifæri til að auka þekkingu sína hafði honum tekizt að afla sér méiri og staðbetri mennt unar en almennt er um al- þýðumenn, enda var hann ágætum gáfum gæddur. Hinn 10. okt. 1879 kvongað- ist hann Guðbjörgu Árna- dóttur Thoroddsen bónda áð‘ Hvallátrum og vorið 1885 reistu þau bú að Króki á Rauðasandi. Búnaðist þeim vel og var hann talinn með betri bændum sveitar.innar. Þau kjón eignuðust 9 börn, 4 náðu fullorðinsaldri: Sigur jón Árni, alþingismaður og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Ölavía, gift Stefáni hreppstjóra Baldvins syni í Stakkahlíð í Loðmund arfirði, Sigríður Sæbjörg, gift Stefáni Magnússyni tré- smíðameistara í Reykjavík, og Stefán bóndi á Hvalskeri1, giftur Valborgu Pétursdótt- ur Jónssonar fræðimanns frá Stökkum. Stefán dó 3. maí 1942. Ólafur heitinn missti konu sína 31. júlí 1892. Næstu tvö árin hélt hann áfram bú- skap, en brá búi í fardögum 1894. Éftir að hann hætti bú ! skap starfaði hann á sumr- 'Um að ýmsum störfum, ým- Jíst á sjó eða landi, en á vetr- !um stundaði hann um langt Attlee boðar Framhald af 1. síðu flokksins í þessum efnum. Ásakaði Eden stjórnina fyrir að hafa gefið þjóðinni rangar upplýsingar um hið iraunverúlega ástand í elds- neytismálunum. Var Eden stórorður i þessum efnum og skoraði nú á brezku stjórn- ina ,að gefa réttar upplýsing ■ar um ástandið í kolamálun- um. Áður höfðu 'talsmenn stjórn arinnar greint frá þvi, hvers vegna skortur hefði verið á kolum. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókavorzlun ísafoldar og hjá Éymundsen. Ólafur Jónsson. Þessi mynd var tekin af hon- um miðaldra. skeið umferðarbarnakennslu. En auk þess voru honum af sveitungum sínum oftast fal- in þau trúnaðarstörf, sem mest reið á, að vél væru af hendi leyst. Þeir vissu, að réttsýni, drerígskapur og sanngilrni mundi halda velli, þar sem hann fékk að ráða. Hann sat þannig um fjölda ára í hreppsnefnd, og nokkru eftir aldamótin voru honum falin oddvitastörf, sem hann gegndi um langt skeið. Forð'agæslumaður sveitar sinnar var hann í mörg ár og í fasteignamatsnefnd Vest ur-Barðastrandasýslu var hann skipaður 1930. Ólafur heitinn var afburða vinsæll maður. Ég, sem þetta rita, ferðaðist einu sinni með honum bæ frá bæ um Rauðasandshrepp og hvar sem við komum var honum fagnað með svo miklum innileik, að ég þekkii þéss vart önnur dæmi. Hann var hreinn og heill og velviljað- ur í garð allra og það skap- aði honum vinsældirnar, en jafnframt gat hann haldið fast á málstað_sínum þegar því var að skiþta. Hann var hár maður vexti, þrekinn. og gjörfulegur, svipurinn hreinn og góðlegur. Vakti hann al- ’ menna athygli, hvar sem hann fór. Síðustu æfiár sín dvaldi Ólafur heitinn á heimili Stefáns sonar síns að Hval- skeri. Eitt einkenni hans var órjúfandi átthagatryggð. Hann hafði alla æfi átt heima í Rauðasandhreppi og hefði áreiðanlega hvergi get að unað sér annars staðar, og var það því sérstakt gleði- efni að hann fékk þar ör- uggt athvarf á elliárunum. Fyrir allmörgum árum missti hanrí sjónina og varð honum þá erfitt um fótaferð og síð- ustu 3 árin lá hann alveg rúmfastur. En allan þann tíma anríaðist tengdadóttir hans, Valborg Pétursdóttir, hann með frábærri um- hyggju og fórnfýsi. Jarðarför hans fer fram í dag að Saurbæ á Rauðasandi, þar sem eiginkona hans og flest börn hans hvíla. M. GÓÐ, O'DYR ; drengja ; w • Jakka- og blússuföl! á 5—12 ára. : ■ • m - m V E R Z L U N I EGILL JAKOBSEN} Laugavegi 23. ■ KlllllfffCliHilllll. Nýkomnir ■ Skautar ! ■ skrúfaðir fastir undir skó. ■ ■ ' Stærðir: 25, 25 y2, 26, 27, [ 28, 29 og 30 cm. ■ ■• .- Skrúfum skauta undir skó : Austurstræti 4. Sími 6538. : Enskir barnavagnar nýkomnir, 3 litir. VERZLUNIN RÍN Njálsgötu 23. Sími 7692. Ullar karlm. nærföt. | — Barnabolir. « — Sokkar. j — Peysur. : ■. * ■ Verzlun 1 ■ • ■ ' * Ben. S. Þórarinsson I Sími 3285. — Laugavegi 7 ; stofuskápur, hentug- ; ' ■ ■ ur í herraherbergi, og : sængurfataskápur. ■; ■ - u- Upplýsingar á Reykjavík ■ ■>. urvegi 4 B, Hafnarfirði, : sími 9096. Fokheld hús i ■ Efri hæð og rishæð í : fokheldu húsi í Máfa ■ hlíð og fokhelt hús : við Sörlaskjól, er til ■ ■ - sölu. : B- *-• BALDVIN JÓNSSON hdl. [ Vesturgötu 17, sími 5545.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.