Alþýðublaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.03.1947, Blaðsíða 4
$ MiWikúdagin?, Í2. marz Í9ÍI. Útgefandi: AlþýSufiokknrinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Simar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiffsla og auglýslngar: 4900 og 4906. Áffsetur í Alþýðuhúsinu viff Hverf- isgðtu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýffuprentsmiffjunni Prentaff í Félagsprentsm. iMarkaðsöryggið og ÞJÓÐVILJINN igerlr mark aðsöryggi íslendinga að um- ræðuefni í forustugrein sinni 'á gær og leggur mikla á- kerzilu á nauðsyn þess, að við náum öruggum og mikl- um viðskiptum við Sovétrik- in og grannríki þeirra og <hjá- ilendur. Þykir Þjóðviljianum mjö.g á það skorta, að þessi vilji sé fyrir hendi, heldur séu þessar þjóðir beittar „lát ilausum oróigi, niði og ósann- ándum“ og hafðar í frammi itilraunir til að „hindra við- skiptin við þau, eins og her- ast hafi komið fram hjá forr ikólfum Alþýðuflolcksins“. Þessi ummæli Þjóðviljans eru mjög í mótsögn við stað- reyndirnar eins og raunar allur málflutningur þessa blaðs og kommúnista yfir- leitt. Eins pg alþjóð er kunn- iugt varð það eitt fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar, sem nú hefur verið mynduð undir forsæti Alþýðufolcksins, að senda samtímis viðskipta- inefndir til Engilands og Rúss lands ‘til að leita i báðum þessum döndum samninga ium sölu á íslenzkum afurðum og kaup á vörum olckur til handa. En þess lætur Þjóð- viljinn ekki getið, þegar hann gerir markaðsmálin að lumræðuefni. Hins vegar lýg- iur hann þvi upp, að Alþýðu flokkurinn villji hindra við- skipti við Rússttand og þau ilönd, sem Rússar ráða yfir ibeinlínis eða óbeinlínis. Kommúnistum væri sæmst -iað hætta munnfleipri sinu sum það, að Rússar séu beitt- ir hér „látlausum rógi, níði ■og ósannindum“. Slikt eru íulllyrðingar, sem ekki fá staðizt. Hitt er rétt, að stefna og -afstaða Rússa til ýmissa mála hefur verið gagnrýnd hér á landi, svo og margvís- Segt atferli rússneskra stjórn arvalda og þá ekld hvað sízt 3rfirgangur þeirra_ við litlar nágrannaþj óðir. í slendingar teljia sig hafa leyfi til að ræða um þessi máll og dra-ga -af þeim ályktanir. hver sem á hllut á. Og kommúnistum er óhætt að gera sér grein fyrir því' í eift skipti fyrir öll, að þeim tekst ekki að verja Rússa réttmætri gagn- rýni islenzkra mianina og blaða með þvi að fjölyrða um það, hversu fúsir Rússar :séu til að kaupa íslenzkar af- urðir! En kommúnistar ættu iað .líta sjálfum sér nær. Þeir gera sem sé anest allra Af tilefni stafsetningarinnar á Nýja stúdenta- blaðinu. — Skemmtilegt bréf um alvarlegt mál. ,,LESANDI“ skrifar á þessa leiff: „Margt er skrítið hjá kom- mum, varff mér að hugsa, er ég hafði lesið fréttaklausuna í Al- þýðublaðinu á fimmtudaginn var, um „Nýja Stúdentablaðið“ og stafsetningarbjástur þess.“ „EG SKAL EKKI NEITA því, að mig rak í fyrstu dálítið í vörðurnar að lesa grein staf- setta á þennan hátt í Alþýðu- blaðinu, en svo sá ég, að þetta var hvorki Færeyska né nesja- mál, lieldur allt í gamni, —og það er gott.“ „LGGLAUST ER ÞETTA gamansemi hjá kommunum ungu áð reyna að setja íslenzk- unni nýjar stafsetningarreglur. Þeir eru að reyna að vera . skemmtilegir. Það er von, að þeir reyni og reyni, því að kommarnir eru fáir skémmti- legir að eðlisfari." „EN ÞAÐ ER VERST, AÐ þessi tilraun þeirra tii skemmti- legheita ér ekkert frumleg. —- Björn M. Ólsen og og Bjarni frá Vogi þóttu gildir karlar á sinni tíð og vóru þó að reyna að skera sig úr á svipaðan hátt. Ekki varð þeim ágengt í því, að aðrir tækju að apa efti-r þeim, ef þeij- hafa þá nokkurn tíma ætlazt tii þess. —, Þórbergur, sá ritsiyngi maður, hrökk ein- liverntíma í viðfangsefnaleysi út af sporinu og tók að hnoða saman smáorðum. Mér skilst, að Björn Sigfússon hafi kveðið þá fipru niður í eitt skipti fyrit öll. Þó hefur einn ritdómari — málfræðingur — fallið í stafi í Helgafellinu út af þessu smá- orðahnoði. Vonandi er hann nú búinn að girða sig upp.“ „EN HVERNIG NÁ MENN stílnum? — Við höfum öll les- ið bréf og ýmísleg ritverk — prentuð og óprentuð — eftir óskólagengið fólk og höfum ckki fundið annað, en þar væru setningar sagðar eins og segja átti þær. Hitt sést okkur yfir, þó að stundum sé í fyrir y og ý fyrir í, eða þó að “sumir hafi ekki komizt á zeturnar. Þetta þykir engum sanngjörnum manni neitt tiltökumál. Og' ef eitthváð af þannig löguðum rit- vérkum er prentað, koma prent- afarnir og prófarkalesarar til skjalanna. Það er nú þeirra fag. En það, sem ég vildi sagt háfa, ér' þetta: Þrátt fyrir ágalla í stafsetningu og réttritun, getur stílsmátinn ekki leynt sér, né heldur verður dauður.og and- laus ritháttur að list, þó að beitt sé ýtrustu nákvæmni í réttritún.“ „VIÐ KJÁNARNIR, sem ekki erum fæddir með þeirri eðlis- gáfu að geta skrifað, verðum að vera næstum að segja barðir til bókar. Líkamlegar barsmíðar eru að vísu lagðar fyrir róða, en lexíurnar látnar skapa að- haldið. En einhvern veginn er illa á málinu haldið, ef móður- málsnám getur orðíð þungur vöndur nokkurum nemanda.“ „MENN ERU AÐ SEGJA, AÐ stafsetningarstaglið sé leiðin- legt og andlaust og hin fyrir- skipaða stafsetning of þung. Það hefur verið talað um kín- verska stafsetning og nú væri páfinn genginn af trúnni! — Ritstýrendur „Nýja Stúdenta- blaðsins“ hafa nú tekið sér fyr- ir hendur að bíta hausinn af skömminni og gera þetta allt saman einfaldara og aðgengi- legra öllum almúga. Þetta er sjálfsagt vel meint hjá þeim og allt í framfara- og lýðræðisátt.“ „EN MÁ ÉG SPYRJA? — Vilja þeir þá ekki einnig gera okkur lífið allt einfaldara og að- gengilegra? Afhverju er aðeins ein niðurstaða rétt í hverju reikningsdæmi? Af hverju má Framhald á 7. síðu. manna að því að dómfella aðrar þjóðir í ræðu pg riti ; og þá ekki hvað sizt þær, I sem við höfum átt við mest ; og bezt viðskipti. En þær umræður bera ekki svip rök- | studdrar gagnrýni. Þær eru : fyrst og fremst álygar og | getsakir í garð þjóða, sem : þelr ihafa vanþóknun 'á, ! vegna þess -að þeim finnst ! þær vera Rússum óþægir 1 iljáir í þúfu. Þess er skemmst ! að minnast, að um sama leyti I og sendinefndirnar fóru héð- 1 an itiil Bretlands og Rúss- : lands, notaði Einar Olgeirs son tækifærið til að ber,a Breta þeim upplognu sökum á aáþingi. að þeir hefðu neit- að að viðurkenna íslenzka llýðveldið nema það gengizt undir það að samþykkja Ipnd helgissamning Breta og Dana frá 1901, er gerður var að okkur íslendingum forn- spurðum og við viljum um- fram allt fá niður feHdan. Öllum er kunnugt um lygar og getsakir kommúnista í garð Bandaríkjanna og skrif Þjóðviljans um þau fyrr og síðar. En niðið og ósannind- in um Vesturveldin er áldrei igert að umræðuefni í Þjóð- viljanum, það er ekki hæt'tu- ilegt viðskiptum og afurða sölumálum íslendinga. Sé hins vegar sagður sannleik- urinn um Rússa heitir það „þjóðhættuílegt starf“ á máli Þjóðviljans. $ Þjóðviljiinn hefur gert mik ið að því að undanförnu að ræða markaðsmál, og þing- ■menn kommúnista hafa lagt mörg orð í þann belg. Blekk ingar þeirra og fuHyrðingar í þvi sambandi hafa verið hrabtar lið fyrir ilið svo til samtímis. Þó heldur Þjóð- viljinn lygunum. og blekking unum áfram. Það er gamla aðferðin að endurtaka lyg- ina, ef hún kynni á þann hátt að verða að sannleik í ein- hverra vitumd. vantar í Uppl. hjá verkstjóranum. — Sími 2467 og 7261. ■vantar til íiskpökkunar í Hraðírystihúsið fsbjöminn. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Sími 2467 og heima 7261. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs er hérmeð óskað eftir tilboðum í laxveiði í Elliðaánum veiðitímabilið 1947. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 25. marz. Rafmagnsstjórinn í Reykjavík. Athygli garðleigenda skal vakin á því, að leiga fyrir matjurtagarða bæjarins fellur í gjald- daga 15. þessa mánaðar. Þeir garðleigendur, sem enn eiga óg'reidda leigu fyrir 1947, og óska að halda görðum sínum áfram, eru því beðnir að greiða hana nú þegar í bæjarskrifstofunum H AFN ARSTRÆTI 20 (Hótel Hekla, inngangur frá Hafnarstræti).’—- Skrifstofan er opin daglega kl. 9—12 og 1—3 nema laugardaga, aðeins kL 9—12 f. h. Bæj arverkf ræðingur. Sfúlkur vanfar að Hótd Borg. Upplýsfngar í skrifstofunni. Útbreiðið ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.