Alþýðublaðið - 26.03.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.03.1947, Blaðsíða 8
C7 Veðurhorfur í Reykjavík í dag: Norðanátt, gola fyrst, en síðan kaldi. Úr- komulaust og léttskýj- að. 0 Miðvikudagur, 26. marz 1947 Otvamlð 20.30 Kvöldvaka: Erindi, kvæði kvöldvökunnar og frásöguþáttur. Aukinn áhugi aimennings fyrir ir ViðtaS vi® Háhén Biarnasou skógræktarstjóra, „ÁHUGI ALMENNINGS hefur á undanförnum árum um aukizt mjög fyrir skógrækt og landgræðslu hér á landi, sem bezt má marka af því, að á árunum 1940 til 1945 liafa einstaklingar, skógræktarfélög og önnur félög lagt um 1 milljón og 300 þúsund krónur til skógræktar og land- græðslu. Til samanburðar má geta þess, að á sömu árum hefur liið opinbera lagt til skógræktar rúmlega 1 milljón og 400 þúsund krónur, eða litlú meira, en einstaklingar og einstök félög.“ Þetta sagði Hákon Bjarna son, skógræktarstjóri í við- tali við blaðið fyrir skömmu. Til mun vera á öllu land- Inu milli 800 og 1000 fer- kílómetrar skóglendis, kjarr lendis og lands með skógar- kvisti í jörðu, sagði skógj- ræktarstjóri enn 'fremur. En af þeim hafa ekld verið friðaðir néma samtals 36 fer- kílómetrar, eftir rúmlega 40 ára skógrækt á íslandi. Mjög mikið af því skóg- lendi, sem nú er ófriðað með íjllu, telur skógræktarstjóri, -að megi breýta í jafn fagran skóg og nú er t. d. á Vöglum •eða á Hallormsstað, en til þess að þetta geti orðið, þarf að leggja fram enn meira fé, en gert hefur verið til frið- unar skóglendanna. Skógrækt ríkisins elur nú árlega upp á annað hundrað þúsund plöntur, en innan skamms er talið að fram- leiðslugeta gömlu stöðvanna að Múlakoti, Hallormsstað og Vöglum verði á 200. þús- und plan’tna á ári, þegar .stækkanir á þeim eru komn- ar í rækt. Loks er svo verið BARRTRJAA OG L AUFTR J ÁARÆKT Skógrækt ríkisins vill leggja mikla stund á ræktun erlendra trjátegunda, sagði skógræktarstjóri, einkum barrviða, sem vaxið geta upp skjóli birkiskóganna, svo að af þeim megi hafa gagnviði í framtíðinni. Fyrir um 40 árum var byrjað á tilraunum með gróðursetningu erlendra barrtrjáa hér, og verður nú ekki lengur dregið í efa, að sl^ilyr^i eru hér góð fyrir barrtrjáarækt. Á Hallorms- stað og nokkrum öðrum stöðum, þar sem skógarfur- ur frá Norður-Noregi, síber- ískt leri og amerískt blá- greni hefur verið sett í sjóli birkiskóga eða kjarrs, hefur árangurinn komið æ betur og betur í ljós. Nokkur blá- grenitré á Hallormsstað eru nú orðin 10 metra há og eru þau þegar farin að bera fræ. Á árunum 1937—39 voru um 8000 lerki-plöntur settar á Hallormsstað og er lerkinn nú orðinn 3—5 metrar. Þá hefur og nokkuð verið rækt- að hér af sitkagreni, sem að koma á fót stærstu trjá- fengið hefur verið frá Alaska xæktarstöð landsins að Tuma stöðum í Fljótshlíð, sem get- ið var í blaðinu nýlega. Hingað til, -hefur uppeldi trjáplantnanna aðallega ver- ið miðað við það, að sjá mönnum fyrir trjáplöntum til þess að prýða umhverfi húsa og bæja. En, allar líkur benda til að innan skamms verði lifandi skjólgirðingar taldar nauðsyn við garðrækt og kornrækt. í því sambandi gat skógræktarstjóri þess, að sumarið 1945 hefðu verið gerðar tilraunir með þetta á Sámsstöðum og víðar. Á Sámsstöðum var byggi, höfr um og hveiti: sáð bæði á ber- svæði og í skjóli tveggja metra hárrar limagirðingar úr birki. í skjólinu fékkst 30% meiri uppskera af byggi og 28% af höfrum, en á ber- svæðinu. Hveitið náði: þroska í skjólinu én ekki á bersvæði. , Svipaður árangur fékkst á síðasta sumri. og virðast vera hér mjög góð vaxtarskilyrði fyrir það, einkum hér sunnanlands. Telur skógræktarstjóri, að reynsla sé fengin fyrir því, að minnsta kosti 6 barrviðar tegundir og þrjár lauftrjáa- tegundir megi teljast örugg- ar til ræktunar hér á landb En auk þeirra séu einar 4 barrviðartegundir í Alaska og nokkrar annars staðar, sem komið geti til mála, að rækta hér til nytja. Telur jhann mjög áríðandi að fylgzt sé með möguleikum til að að safna fræi þeirra trjá- tegunda, sem líklegar eru taldar að þrífist hér á landi,* og enn fremur, að reyna að afla nýrra tegunda. Þó að þetta ileiði að sjálfsögðu af sér nokkurn kostniað, telur skógræktarstjóri, að hjá hon um verði ekki komizt, ef skógrækt og lacndgræðsla á að halda áfram á íslandi. Gerir Skógræktin sér von- ir um, að auk þess fjármagns, „Bærinn okkar" Á myndinrii sjást Rurik Haraldsson sem Georg Gibbs og Þorstein Ö. Stephensen sem Webb ritstjóri. Reykjavík—Hafnarfjörður: Hið opinbera hefur fekið í sínar hendur rekstur áætlunarferðanna ■----------------*------ Hefur í förum 10 bifreiðar fyrst um simi; eu fengnir verða nýír hentugir vagnar á næstunni. PÓSTSTJÓRNIN liefiu* riú tekið í sínar hendur rekstur áætlunarferðamia milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en fram að þessu hafa þrír sérleyfishafar annast ferðirnar á þessari leið. Hefur hið opinbera keypt 10 bifreiðar til ferð- anna af þeim aðilum, sem áður héldu ferðunum uppi, en góðar vonir eru um, að á næstunni takist að fá stóra, sterka og heppilega vagna til þessara ferða. I tilkynningu póststjórnar- innar um þessa breytingu segir meðal annars: Um margra ára skeið hafa áætlunarferðir á leiðirmi Reykjávík — Hafnarfjörðux verið reknar af þremur aðil- um, þ. e. helmdgur leiðarinn ar af Áætlunarbílum Hafnar fjarðar h!f. og hinn helming urinn af Bifreiðastöð Stein- dórs og Bifreiðastöð Reykja víkur að jöfnu. Eins og kunnugt er, voru öll sérleyfi til fólksflutninga útrunnin um síðustu mánað- armót. Þegar umósknarfrest ur um sérleyfisleiðirnir fyrir næsta sérleyfistímabil var liðinn, kom í ljós, að enginn sem veitt er árlega í fjárlög- um til skógræktarstarfa, og þess fjármagns, sem lagt er fram af skógræktarfélögun- um, kunni líka á næstunni að bætast nokkur fjárstyrk- ur af ágóðanum, sem varð af sölu setuliðseigna. En því var heitið á sínum tíma, að ágóðinn af sölu setuliðseign- anna skyldi renna til skóg- ræktar og landgræðslu, og yrði starfseminni’ að sjálf- sögðu hinn mesti styrkur ;að þessu fé. Jón Þorsteinsson sótti um sérleyfi um þann hluta leiðarinnar, Reykjavík — Hafnarfjörður, er Áætlun arbílar Hafnarfjarðar höfðu haft. Þegar svo var konoið lagði skipulagsnefnd fólks- flutninga til, að hið opinbera tæki að sér rekstur leiðarinn ar og ákvað samgöngumála- ráðherra, Emil Jónsson, að svo skyldi gert. f - . Undirbúningstími var lítill sem enginn til þess að taka við akstri á leiðinni, því hið opinbera hafði ekki gert ráð fyrir því að taka við rekstri á þessari leið, og varð því að byrja á því að fara þess á leit við þá þrjá sérleyfishafa, er verið hafa á leiðinni, að halda uppi akstri til bráða- birgða, og féllust þeir á að halda uppi ferðum til 20. marz. Var það að samkomu- lagi, að keyptir voru 10 vagn ar af þeim, sem verdð hafa á þessari leið, en jafnframt því var undirbúningur hafinn til þess að fá nýja, stærri og hentugri vagna, með tilliti til framtíðarreksturs, því að þeir vagnar, sem nú er riot- ast við, eru flestir gamlir og ekki tll frambúðar. SKÍÐAKÓNGUR ÍSLANDS 1947 varð Jón Þorsteinsson frá Siglufirði. Hlaut hann samtals 420,20 stig í stökki og göngu samanlagðri. Hann stökk 45 metra og hlaut 222,2 stig í stökkinu og varð einnig íslandsmeistari í skíða stökki. Amiar varð Jónas Ásgeirs- son, Siglufirði; hlaut hann samtals 409,5 stig. Hann stökk 44 metra og hlaut fyrir það 219 stig. Þfiðji varð Ás- grímur Stefánsson frá Siglu- «Srði; hann hlaut samt. 407,5 stig. Hann stökk lengst 46 metra og fékk fyrir það 220 stig. Jón Þorsteinsson vann hann á stíl, þótt hann stykki einum metra styttra. í yngri flokki sigraði Guð- mundur Árnason frá Sigluð- firði; stökk hann 37 metra. - Má því segja að Siglfirð- íngarnir hafi orðið sigur- sælir í stökkunum. Stökkkeppnin hófst við Kolviðarhól um klukkan 4 í gærdag og var henni ekki lokið fyrr en um klukkan 7. Veður var hið ákjósanlegasta og færðin upp á það bezta. Eftir að keppninnl var lok ið héldu keppendur og starfs menn mótsins í þæinn og sátu skilnaðarhóf í Tjarnar- café 4 gærkvöldi, og voru sigurvegurunum á mótinu þar afhent verðlaunin SVIG KARLA í A-FLOKKI Síðdegis á mánudaginn fór fram keppni i svigi í A- flokki karla. Sigurvegari varð Björgvin Júníusson frá Akureyri og vann hann þar með íslandsmeistaratitilinn í svigi karla. Björgvin rann vegalengd- ina á 120,8 sék. Annar varð Jónas Ásgeirsson frá Siglu- firði á 128,4 sek. og þriðji Helgi Óskarsson frá Reykja vik á 132,2 sek í sveitarkeppni í A-flokki vann sveit Skiðaráðs Akur- eyrar á 409,3 sek. Næst varð sveit Siglfirðinga á 419,2 sek. og þriðja sveit Reykvík inga á 425,9 sek. Áður hefur verið greint frá helztu úrslitum i svigi karla í B-flokki svo og öðr- um greinum skíðamótsins. Hljómleikar strengja- hljómsveitarinnar. STRENG JAHLJ ÓMSVEIT Tónlistarfélagsins efndi til hljómleika í' fyrrakvöld í Trípólileikþúsinu, með að- stoð blásara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.