Alþýðublaðið - 15.04.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 15.04.1947, Page 3
Þriðjudagur, 15. apríl 1947. ALÞÝÐUBLABIÐ 3 Heyrt og lesið Fróðleg bók og skemmtileg LARS AHLIN er af ýmsum talinn snjallastur hinna yngri rithöfunda í Svíþjóð, en hann fæddist 1915 og gaf út.fyrstu bók sína 1943, svo að hann hef- ur unnið sér skjótan frama. Hann hefur alls sent frá sér þrjár skáldsögur, Tább med manifestet, Min död ar min og Om, svo og smásagnasafnið Inga ögon vántar mig. Ahlin var fyr ir skömmu sæmdur bókmennta verðlaunum Tidens, útgáfufyr- irtækis sænska Alþýðuflokksins, ásamt Gustaf Hedenvind-Eriks- son. Ahlin hefur nýlokið við nýja skáldsögu og vinnur að smásagnasafni. KARL ÍSFELD mun senda frá sér- nýja ljóðabók á þessu ári. Hann hefur einnig smá- sagnasafn í smíðum, en til þessa hafa aðeins birzt eftir hann tvær smásögur á prenti. KOMIN ER ÚT í New York Ijóðabók eftir þýzka skáldið Franz Werfel, höfund skáldsög- unnar Óður Bernadettu, en .Werfel lézt landflótta vestra 1945. Bókin heitir Gedichte aus den Jahren 1908—1945 og flyt- ur 118 kvæði frá þessu áraskeiði. iWerfel hafði sjálfur valið kvæðin í safnið skömmu áður en hann lézt. Magnús Ásgeirs- son hefur þýtt nokkur kvæði eftir Werfel á íslenzku. SVERRIR KRISTJÁNSSON sagnfræðingur vinnur að þýð- ingu á sagnabálkinum Den lange Rejse eftir Johannes V. Jensen, en hann er höfuðrit hins danska nóbelsverðlauna- höfundar og skiptist í 6 bindi á frummálinu: Det tabte Land, Bræen, Norne-Gæst, Cimbrernes Tog, Skibet og Christoffer Col- umbus. Sagnabálkurinn á að heita Löng er leiðin í íslenzku þýðingunni. * KOMIÐ ER ÚT í Svíþjóð safn af bréfum Augusts Strindbergs, og nær það yfir tímabilið 1870 ■—1912. Safnið, sem nefnist Frán fjárdingen till hlá tornet, er tekið saman af Torsten Eldund. •'fi ÖNNUR BÓKIN í Listamanna þingi II er nýkomin út. Er það Sagan af Manon Lescaut og ridd aranum Des Grieux, hin fræga skáldsaga eftir franska höfund- inn Prévost d’Éxiles ábóta, í ís- leifzkri þýðingu Guðbrandar Jónssonar. Sendiherra Frakka í Reykjavík, Henri Voillery, rit- ar formála að bókinni. tjt NORSKI RITHÖFUNDUR- INN Sigurd Christiansen, höf- undur skáldsögunnar Tveir lífs og einn liðinn, hefur nýlega sent frá sér leikrit, sem heitir Aleksander Paulovitsj og fjáli- ar um Alexander fyrsta Rússa- keisara. BÆKUR, sem fjalla um merka menn, líf þeirra og störf, hafa verið vel þegnar af íslenzkum lesndum, og má því merkilegt heita, að ekki skuli hafa verið gefnar hér út fleiri bækur um þau efni en raun ber vitni. Okkur er vant ævisagna afburða- manna annarra þjóða, og fræðimenn okkar og rithöf- undar hafa gert ótrúiega lítið að því að rita ýtarlega um íslenzka brautryðjendur og afreksmenn á ýmsum svið um. Er þó vissulega af miklu að taka, ef efni þetta er kannað, óg fyrirfram vitað, að áhugi íslenzkra lesenda fyrir því er mikill. Forráðamenn Draupnisút- gáfunnar virðast, góðu heilla, hafa hug á því að bæta nokk uð úr þe'ssu. Útgáfa þessi hefur nýlega sent á markað- inn bók, er nefnist Vísinda- menn allra alda og er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, sem ber samheitið Drýgðar dáðir og ætlaður er æsku landsins. Mun bókaflokkur þessi fjalla um hvers konar afrek, íþróttir og ævintýri og lýsa mönnum, er skarað hafa fram úr á ýmsum svið- um og unnið afreksverk, sem til heilla horfa. Verði áfram haldið eins ög af stað er farið með þennan bóka- flokk, er viðburður að útgáfu hans. Vísindamenn allra alda fliytur frásagiyir um líf og störf tuttugu og eins vísinda- manns, sem starfað hafa á meira en tvö þúsund ára tíma bili og unnið á sviði stærð- fræði- náttúruvísinda, af- rek, sem löngu hafa aflað þeim frægðar um allan hinn siðmenntaða heim. Þeir hafa með störfum sínum valdið aldahvörfum og gerbreytt högum manna um víða ver- öld. Bókin er fyrst og frémst ævisagnasafn og rnjög stikl- að þar á stóru, en hún er rit- uð í þeim tilgangi að vera við alþýðuhæfi og er hin skemmtilegasta aflestrar, og því fer fróðleikur hennar engan veginn fyrir ofan garð og neðan hjá venjulegum les anda. Hins vegar fer því auð- vitað fjarri, að efni þessu séu gerð full skil í bókinni, enda ekki til þess ætlazt, en efa- laust verður lestur hennar til þess, að ýmsitr fróðleiksfús- ir lesendur afli sér frekari fróðleiks u'm ævi og afrek sumra þeirra manna, sem þar koma við sögu. Bókin er rituð af þrem- ur ungum menntamönnum, Geir Hallgrímssyni, Gunnari Helgasyni og Jóni P. Emils. Heiztu heimildarrit þeirra eru fimm bækur á enskri tungu, sem greina á alþýð- legan hátt frá frægustU upp- finningamönnum, hugsuðum og vísindamönnum heimsins; bók Sverre Amundsens um Edison, sem þýdd hefur verið á íslenzku, og rit Ágústs H. Bjarnasonar pró- fessors um heimsmynd vís- indanna. Bókin er því í senn þýðing og endursögn, og safnendurnir hafa tvímæla- laust lagt allmikla vinnu í að rita hana. Hver ævisögu- þátturinn um sig flytur geysi mikinn fróðleik og gefur glögga heildarmynd af lífi; og starfi hlutaðeigandi vísinda- manns, og þeir eiru allir skemmtilegir og prýðilega læsilegir. Málið á bókinni er gott, og mun þó vandskrifað um þetta efni á íslenzku vegna þess, að hér er um að ræða svo til óplægðan akur í bókmepntum okkar, og prófarkalesturinn er óað- finnanlegur, en það mega teljast tíðindi um þessar mundir. Útgefandi og prent- smiðja hafa vandað vel til ytra útlits og frágangs bók- arinnar, svo að hún ber að allri gerð af welflestum bók- um, sem hér hafa verið gefn- ar út að undanförnu. Vísindamenn allra alda er bók, sem beinir huga les- andans að góðum örlagavöld- um og opnaæ honum heim þróunar, sem miðar til far- sældar og hamingju. Bókin er því hollur lestur öllum þeim, sem hafa þá trú, að mannkynið sé ekki dæmt tdl að úrkynjast og tortímast, héldur eigi sér von aukins þroska og farsælli framtíðar. En sér í lagi hefði ég haldið, að þetta væri bók, sem unga fólkið tæki tveim höndum. Helgi Sæmundsson. en heima setið SÍÐASTA LJÓÐABÓKIN í bókaflokknum ,,Nýir þennar“ heitir Söngvar frá Sælundi og flytur 28 kvæði á 69 blaðsíðum. Höfundur hennar er ungur menntamaður, Hörður Þórhalls son að nafni, og er þetta fyrsta bók hans. Hins vegar hefur hann verið ritstjóri að póli- tísku tímariti og fengizt eitt- livyo við ritstörf, sem slíku starfi fylgja. Kvæði þessi eru ort á heldur góðu máli, og prófarkalestur þeirra er skammlaus. Fyrir- sagnir kvæðanna gætu bent til þess, að þau væru sæmilega fjölbreytt að efni, en vjð lestur bókarinnar kemur í Ijós, að yrkisefnin bera mjög svip hvert af öðru, og tilbrigðum í efnis- meðferð er ekki fyrir að fara. Góðfúsum lesanda dylst ekki, að höfundur kvæðanna er menntaður maður og hefur les- ið sitthvað í bókmenntum. En ímyndunarafl hans virðist svo sem ekki auðugt, og honum lætur illa að búa hugsunum sín um þann húning, sem krefjast verður af ljóðskáldi. Hörður Þórhallson hefði varla orðið vinsæll af því, að birta þess kvæði sín í skrifuðu blaði fámenns ungmennafélags í afskekktri sveit. Það væri ekki ástæða til þess að skipta skapi, þótt maður milli tektar og tví- tugs gerði sér það til dundurs, að yrkja ljóð á borð við þessi og léti góðvini sína heyra þau. En hefði hann einhvern hug á því að verða skáld mætti hann ekki falla í þá freistni að gefa þau ut, þótt hann væri svo hund- heppinn að honum byðist ú'tgef- andi og jafnvel nokkrar krónur í ritlaun. Helgi Sæmundsson. SÍÐASTA HEFTI tímaritsins Jarðar af árganginum 1946 er fyrir nokkru komið út, og er það helmingur árgángsins. Flyt ur það margar athyglisverðar greinar, auk margvíslegs ann- ars efnis, en Jörð er í fremstu röð tímarita okkar að fjöl- breytni. Merkasta grein þessa heftis er ritgerð Guðmundar Gísla- sonar Hagalíns um bókmennt- irnar og vandamálin. Sá hluti hennar, sem ritið flytur að þessu sinni, er aðeins þriðjung- ur greinarinnar, og mun fram- haldið birtast í heftum Jarðar af árgangi þessa árs. Ritgerð þessi fjallar um heimsbók- menntirnar, viðhorf rithöfund- anna og menningarleg vanda- mál þjóðanna á tímabilinu frá 1914. Bókmenntayfirlitið í þess- um fyrsta hluta greinarinnar er um Frakkland, Bretland, Þýzka land og Rússland, og er það hið fróðlegasta sem vænta ■mátti, ‘því að Hagalín er áður kunnur að því að-vita mikil og glögg skil á erlendum rithöf- undum og bókmenntum og héf- ur gert mikið að því að veita íslenzkum lesendum fræðslu um þau efni. Nú sem endranær tekst honum prýðisvel að gera þennan fróðleik sinn alþýð- legan, því að grein hans er hin skemmtilegasta aflestrar. Þrótt- mikill og blæbrigðaríkur stíll höfundarins veldur því, að frá- sögn hans og könnun verður lifandi og eftirminnileg. Á Jörð skildar þakkir hugsandi lesenda fyrir að flytja þennan grei.na- flokk, sem er tvímælalaust í tölu merkustu ritgerða, er hér- lend blöð og tímarit hafa lengi flutt. Hagalín á einnig - í heftinu nýja smásögu, er hann nefnir Öllu breyta þeir. Hún ber hin gömlu og góðu einkenni höf- undarins, er skýr þjóðlífsmynd og speglun á sálarlífi sögu- fólksins og sérstæð og mark- viss að gerð og efnismeðferð. % Ljoðin í heftinu eru eftir sera Jakob Kristinsson og Hallgrím heitinn Hallgrímsson. Af öðru efni ritsins ber að nefna grein- arnar Að gleðjast, eftir Krist- mann Guðmundsson, Fyrsta Frakklandsför mín, eftir Thoru Framhald á 7. • síCtL URVALS ermingargjafir Passíusálmar 'iý sérstaklega falleg vasa utgáfa, búin til prentunar eftir handriti höfundar af éra Sigurbirni Einarssyni iósent. Passíusálmana þurfa allir að eiga. I. - III. Þessi heimsfræga skáld- saga er alltaf vegleg o"g cærkomin gjöf. KYRT- ILLINN er ein af þéim skáldsögum, sem allir hafa unun af að lesa. Úrvals barnabækur: SMIÐ JUDREN GURINN eftir Carl Sundby. UNGAR HETJUR eftir Carl Sundby. FLEMMING í HEIMA- YISTARSKÓLA eftir Gunnar Jörgen- sen. JESSIKA eftir Hesbo Stretton JESÚS FRÁ NA^ARET biblíumyndabók. Bókagerðin Lilja. ilWriiiiMlliiuuuniuoiiMiioi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.