Alþýðublaðið - 20.05.1947, Side 5

Alþýðublaðið - 20.05.1947, Side 5
Þriðjudagur 20. maí 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Minningarorð: SIGRÍÐUR HALLDÓRS- DÓTTIR lézt í Landakots- spítala 6. þ. m. Hún var fædd 30. september 1880 í Stokkseyrarseli í Stokkseyr- arhreppi. Árið 1907 giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Jóhanni Ögmundi Odds syni, ritara Stórstúku ís- lands. Þeim varð sjö barna auðið, og eru fjögur þeirra á lífi. Það mun hafa verið fyrir um það bil 15 árum síðan, að fundurn okkar Sigríðar bar fyrst saman. Ég var þá ný- genginn í góðtemplarastúku. Hún sótti að staðaldri fundi í þeirri stúku, þótt hún væri ekki meðlimur hennar. Um þær mundir og reyndar síð- ar, sótti hún iðulega fundi hinna ýmsu stúkna hér í bæn um og var alls staðar aufúsu gestur. Hún varð templari 5. janúar 1912 og meðlimur st. Víkings nr. 104 frá því ári til dauðadags. Ég minnist þess, að Sigríð ur lét oft orð falla á þá leið, að sér fyndist góðtemplara- reglan vera sitt annað heim- ili. í fyrstu skildi ég ekki fyllilega, hvað hún meinti, en eftir að mér auðnaðist að kynnast Sigríði nánar, skildi ég betur viðhorf hennar. Störf sín fyrir regluna vann hún með sömu alúðinni og góðviljanum og störfin heima milli fjögurra veggja, og því fannst henni hún vera heima hjá sér, er hún sat fundi í reglunni. Hún var að eðlis- fari hlédræg og bar það ei á torg, er hún afrekaði, en vegna óvenjulegra mann- kosta báru allir traust til hennar, hvort sem þeir höfðu þekkt hana um skemmri eða lengri tíma. Og þess vegna var hún kjörin til mikillar ábyrgðar innan vébanda regl unnar, og því trausti brást hún aldrei. Hugsjón reglunnar var Sigríði svo mikils verð, að hún mátti aldrei vita henni fært neitt minna en það bezta — heilan hug og hjarta. Og ég veit heldur eng an, sem verðskuldar með lík um rétti og hún að vera kall aður góðtemplari. En það heiti geta fáir borið, eins og þeir vita, er hafa eitthvað kynnzt reglunni og tnumið kenningar hennar. Sigríður Halldórsdóttir. Um eitt skeið var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna, Sigríðar og Jóhanns, og naut þar vinsemdar í ríkum mæli. Þær stundir voru ætíð á þann veg, að mér er Ijúft að minnast þeirra. Og þá gafst mér kostur á að kynnast þessum hjónum, heimili þeirra og hugsjónum, og sú kynning varð mér til góðs. Hin síðari ár átti Sigríður við vanheilsu að stríða, en þá raun bar hún með þeirri hugprý'ði og stillingu, er henni var lagin. Henni höfðu áður mætt sorgir, er tóku til hjartans og þungt var að bera. Hún varð að horfa á eftir efnilegum uppkomnum börnum þann veg er hún hefur nú gengið sjálf. En þeg ar syrti að í lífi hennar, vissi hún ætíð bjart framundan, þar sem trú hennar eygði nýjan himin og nýja jörð. Margir eru þeir, sem á- samt ástvinum Sigríðar, munu sakna hennar, og vita, að nú er skarð fyrir skildi. Og jafnframt munum við bakka henni allt, sem hún var okkur, hverjum einum og fyrir það, er hún vann þeirri hugsjón, sem við átt- um sameiginlega. Sigríði reyndi ég að þeim Ikostum, sem hverja konu j prýða. Heiðríkja og fegurð | bjó í svip hennar og fram- komu. Og í heiðríkju vors- ins hvarf hún til nýrra heimkynna. Guðjón Halldórsson. í Reykjavík. Nemendur vitji einkunnabóka og prófskírteina sem hér segir: 1. .belckur,. miðvikudaginn 21. maí kl. 10 árd. 2. bekkur. sama dag kl. 11 árd. 3. bekkur, sama dag. Skólauppsögn fer fram í Iðnó sama dag kl. 8,30 síðdegis. Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum við Lindargötu 31. maí og 1. júní. Fullnaðarprófs- skírteini frá barnaskóla verður að sýna um leið og sótt er. Ingimar Jónsson. Iðr.neminn, blað Iðnnemasambands ís- lands er nýkomið út,- Er ritið fjölbreytt að efni. Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Grettisgöíu, Austurstræti, Lindargötu, Laugavegur neðri. Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðsð, sími 4900 ORÐIÐ HNEFALEIKA- MEISTARAMÓT hljómar vel í eyrum. Að keppa um meistaratign eitt út af fyrir sig, er ekki svo lítið. Og að vera hnefaleikameistari fær- ir einhvern dulinn mátt í blóðið. Eða svo finnst mér að það muni vera, þó að ég sjálfur geti hvorki státað með þá tign eða aðrar. Sjöunda hnefaleikameist- aramóti íslands er nýlokið. íþróttahúsið við Hálogaland var þéttskipað áhorfendum, og sýniir það vel, að Reyk- víkingar fylgjast með hnefa leikamönnum okkar af á- huga. Er þetta vel, því að aldrei verður sá flokkur ungs fólks of stór, sem lærir að skilja gildi íþróttanna. Að þessu sinni var keppt í átta þyngdarflokkum, eða ölllum þeim, sem íþrótta- bandalagið hefur ákveðið. Fluguvigt: í þessum þyngd arflokki kepptu tveir ung- herrar varla eldri en 13—14 ára, Rósmundur Guðmunds- son og Ægir Egilsson. Þeir byrjuðu rólega, eins og þeir hefðu ekki áttað sig á því, að þeir væru ekki komnir þarna til að æfa, heldur til að keppa. En þegar á leið hörn uðu þeir, sérstaklega þó Æg- ir, sem virtist una hið versta við að fá ómild högg frá Rós mundi beint í andlitið. Ægir sótt stöðugt fastar að and- stæðing sínum, sem verst vel. Keppninni ilauk þannig, að Ægi var dæmdur sigur- inn, sem mér virðist hafa verið mjög réttlátur dómur, þax sem hann sýndi óneitan lega meiri röskleik heldur en hinn. Bantamvigt: Keppendur voru Ériðrik Guðnason og Björn Eyþórsson. Sérstak- lega var eftirtektarvert, hve mjúkar líkamshreyfingar- þessir keppendur höfðu. Friðrik gaf stærri högg, enda var athyglisvert, hvern ig hann lék með lausum og óþvinguðum handleggjum. En Björn var aðgætinn og brá sér undan höggunum; hann gaf líka lagleg högg, þegar hann komst í færi. Sóttu þeir sig eftir því, sem á_leið og mátti sjá, hvernig skapið rann út í hnúana. Var Friðrik stöðugt harðari í sókn og réði það vafalaust mestu um að hann hlaut sig urvegaranafnbót. Fjaðurvigt: í þessum flokki kepptu þeir Hallur Sigur- björnsson og Árni Ásmunds son. Það, sem áhorfandi veit ir athygli strax í upphafi leiksins, er hve Hallur fylg- ist nákvæmalega með hverri hreyfingu andstæðingsins. í annarri lotu sótti Árni leik- inn fastar og hélt Halli lengi út við strenginn. Hallur gerði ölu betri íeiki, en Árni sækir keppnina fastar. Árni hefur það lag, að hann beitir vinstri öxl og þar af leið- andi gefur hann sín beztu högg með vinstri hnefa. Geta má þess til, að Hallur sé ekki nægilega skapharður og að hann leifi af þeim kröftum, sem hann augsýni- lega á til. Leikar fóru þann- ig að Árni vann keppnina, sem ég get fúslega viður- kennt að væri réttlátur dóm ur. Léttvigt: Þar kepptu Mar- teinn Björgvinsson og Hreið ar Hólm. í fyrstu lotunni mátti ekki á milli sjá. Hreið ar var opnari fyrir höggum, en hefur meiri líkamsþunga. Gáfu báðir stór högg og tíð, en Marteinn lék betur, enda voru honum dæmd sigur- launin. Veltivigt: Keppendur voru Arnkell Guðmundsson og Jón Guðmundsson. Það var fljótt augljóst, að Arnkell var vissari og öruggari, enda mun bann hafa meiri þjálfun að baki. Jón gaf þó oft all stór högg. Var þetta harður leikur, enda hrópaði fólkið ákaft. Leiknum lauk með því, að Arnkatli voru dæmd sigurlaunin og mun þar um ráðið hafa leikni hans fram yfir Jón. Millivigt: Keppendur voru Svavar Árnason og Geir Einarsson. Var mjög jafnt á komið með þessum tveim keppendum og sóttu þeir báðir allfast, sérstaklega þeg ar á leikinn leið. Ekki kem- ur mér á óvart, þó að stiga- tala þessara keppenda hafi: verið Jdk. En Svavari var dæmdur sigurinn og má segja, að hann hafi sýnt öllu þróttmeiri leik. Léttþungavigt: Keppendur voru Þorkell Magnússon og Alfons Guðmundsson. Þor- kell var sérlega rólegur og stöðugur, en Álfons hljóp í kring, líkt og hann vær.i hræddur við ímúa Þorkels, en vildi gjarnan komast að baki hans. í öðrum leik sló Þorkell svo til Alfons að. hann féll, en reis þó fljótt upp aftur. Greinilegt var, að Þorkell var betur þjálfaður, enda mun þetta vera fyrsta meistaramót, sem Aifons tek ur þátt í. Þorkatli var dæmd ur sigurinn og virðist mér hann vera vel að honum kominn, þó að Alfons hafi að mörgu leyti sýnt hreysti og dugnað, en Þorkell lék sér lega vel. Þungavigt: Margir áhorf- enda mættu hafa haldið að þessi leikur milii Jens Þórð arsonar og Kristjáns Júlíus- sonar mundi enda fljótlega með „knock out“, þvi að svo geyst byrjaði leikurinn. Strax í upphafi tókst Jens að slá Kristján niður, en Kristján rétti sig fljótt við aftu.r og sótti leikinn fastar eftr því sem á leið. Segja má, að Jens Jrafi sótt fastar að andstæðing sínum, en heldur dró af honum eftir sem á leikinn leið. Virtist það svo að Kristján mundi líklegur 'til að komast upp fyrir Jens i stigatölu ef fleiri lotur hefðu verið kepptar. En úrslitin urðu þau, að eft- ir brjár lotur voru Jens dæmd verðlaunin, og má með sanni segja, að hann hafi verið vel að þeim kom- inn, eins og þá stóð á. Þó að mótið hafi farið að öillu leyti vel fram og marg- ir leikirnir væru gerðir af mestu snilld, fer ekki hjá þvi, að við hljótum að sakna þessv að fleiri íþróttafélög en /.rmann sæju sér ekki fært að senda menn til keppni. Má segja, að hver leikur hafi borið þess merki, að keppendurnir voru sam- æfðir. Má vera að þetta hafi aukið á fegurð íþróttarinn- ar, en hitt er jafn vsít, að keppnin mundi hafa orðið mun harðari og valdið meiri spenningi fyrir áhorfend- urna, ef keppendurnir hefðu verið úr andstæðum félög- um. Andrés Guðnason. ^ÆfNDIK^JIlKYmUGM IÞAKA. Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosnir fulltrúar til umdæmisþings. iarðsláttuvé Stunguskóflur. Stungugaflar. Garðhrífur. Á. Einarsson & Funk.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.