Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. júní 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÆKUR OGHÖFUNDAR Heyrt og lesið Vandratað er meðaihófið RÚSSNESKI RITHÖFUND- URINN Iván Bunin þykir hafa náð mestum listrænum árangri í smásögum sínum. Nýtt smá- sagnasafn eftir hann, Weins of Love, kemur út í Bandaríkjun um í haust. Bunin fæddist 1870 og lézt 1942 í útlegð, en hann hvarf úr landi eftir bylt inguna. Bunin hlaut nóbels verðlaunin 1933. Nokkf'ar smá sögur hans hafa verið þýddar á íslenzku, þar á meðal frægasta smásaga hans, Maðurinn frá San Francisco. HIÐ NÝJA SMÁSAGNA- SAFN vestur-íslenzku skáld- konunnar Guðrúnar H. Finns- dóttur, Dagshríðar spor, er fyr- ir skömmu komið í bókaverzl- anir í Reykjavík. Það hefur að geyma tólf smásögur og er mjög vandað að öllum frágangi. •fi BREZKI RITHÖFUNDUR- INN Pelham Grenville Wode- house er kunnur íslenzkum les- endum af hinni bráðskemmti- legu skáldsögu, Ráð undir rifi hverju, sem Guðmundur heit- inn Finnbogason íslenzkaði. Wodehouse hefur ekki komið til Bretlands síðan 1932. Hann átti heima á Frakklandi fyrir stríð og var fangi Þjóðverja ó- friðarárin. Nú er hann setztur að í Bandaríkjunum og hefur lokið við fjögurra binda skáld- sögu, sem nefnist Full Moon. Fyrsta bindi hennar kom út 22. maí, en hin þrjú koma út í ár og næsta ár. Wodehouse er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, en smásögur hans þykja þó yfirleitt hafa meira bók- menntagildi. ❖ FÆREYINGAR hafa eignazt nýtt Ijóðskáld, sem líklegt þykir að valdi tímamótum 1 sögu færeyskr’á bókmennta. Er hér um að ræða rúmlega þrítug an mann, Karsten Höydal að nafni, og bók hans heitir Myrkid reyda. Höydal þykir mjög snjall og frumlegur í nátt úrulýsingum sínum og ásta- kvæðum. BRETAR veita sérstök verð- laun fyrir beztu skáldsögu og beztu ævisögu, sem út korna þar í landi ár hvert. Verðlaun- um þessum, The James Tait Black Memorial Prize, hefur nýlega verið úthlutað fyrir síð- asta ár, og hlutu þau að þessu sinni Oliver Onions fyrir skáld- söguna Poor Man‘s Tapestry og Richard Aldington fyrir ævi- sögu Wellingtons. BLÖKKUMENNIRNIR í AMERÍKU hafa eignazt all- mörg skáld og rithöfunda, sem vakið hafa athygli. Frægasta ljóðskáld þeirra er James Langston Hughes, sem einnig hefur skrifað skáldsögu, leikrit og ágætar smásögur. Fimmta Ijóðabók hans, Fields of Wond- er, er nýkomin út vestra. ÞA ER KOMIN UT ný bók eftir Jón H. Guðmundsson rit- stjóra, skáldsaga, sem heitir Snorri Snorrason. Útgefandi bókarinnar er útgáfufélagið Stjörnuskin, og er frágangur vandaður. Jón hefur gefið út tvö smá- sagnasöfn, og eru sumar sög- urnar í þeim söfnum vel gerð- ar — og allar bera þær raun- ar vitni þess, að Jón bafi vilj- að vanda til þeirra. Það er meðal annars auðséð á smá- sögum Jóns, að hann vill vera sem allra stuttorðastur, forðast mælgi eins og heitan eldinn. Hefur mér virzt, að sú dyggð hans hafi stundum valdið því, að hann hafi um of haldið aftur af sér, svo að út- ■koman hafi orðið sú, að nokk- uð skorti á æskilega fyll- ingu, — nokkurs sé á vant um liti og líf. Sagan af Snorra Snorrasyni gerist hér í bænum, fyrri hlut- inn allur á tæpum sólarhring skömmu fyrir upphaf ‘hinnar miklu styrjaldar, sem lauk í hitteðfyrra, en síðari hlutinn á nokkrum árum — eða frá því á að gizka 1938 til 1945. Fyrri hlutinn er 140 bls. — að titil- síðum bókarinnar meðtöldum, en sá siðari einungis 52 síður —- og þar í nokkrar auðar síður og margar minni eyður. Fyrri hluti sögunnar er yf- irleitt vel sagður og þó að sumt virðist þar óþarflega snubbótt, eru þar samt dregn- ar mjög skýrar myndiir. Við könnumst við andrúmsloftið úr Hafnarstræti, gerum okk- ur grein fyrir kaffistofu og húshjalli Jónatans braskara, kjallaráherbergi Jósafats og þvottakonunnar — og sjáum það fólk furðuskýrt, sem við söguna kemur. Við þykjum=t fá allgreinilega mynd af Snorra, og þá ekki síður af systur hans. Við fáum áhuga fyrir ‘Stínu gömlu, sem hefur léð honum herbergi — og okkur finnst Snjóka sér- kennileg og athyglisverð. Jónatan sjáum við Ijóslifandi og sömuleiðis skáldið Jósafat, sem yrkir órímuð Ijóð með löngum ljóðlínum og ætlar að verða maður mikilla straum- ■hvarfa í bókmenntum þjóðar- innar og meiri bógur á því sviði en Snorri Snorrason, sveitungi hans að vestan. Þá er og brugðið upp skýrum myndum af ;Erlu og Böðvari sjómanni, og við fáum nokkra hugmynd um skipstjórafrúna, Rósu, þvottakonuna, systur Jónatans og lagskonu Jósafats — og loks þj ónustustúlkuna í kaffistofunni, Bínu.- Og höf- undur er búinn að vekja hjá okkur allmikla eftirvæntingu í þessum hluta sögunnar. Svo kemur sá síðari, og þá versnar í því. Þar afgreiðir höfundurinn persónurnar með slíkum hraða, að bærileg mætti hún teljast, afgreiðslan í búðunum, ef hún gengi á- Jón H. Guðmundsson. móta greiðlega. I rauninni er síðari 'hlutinn einungis skýrsla, efniságrip, enda hygg ég, að það væri ekki á með- færi neins höfundar, að gera því fólki'og efni, sem í ljós er komið í fyrri hlutanum, nokk- ur viðunandi skil í jafnstuttu máli og þarna er til þess var- ið. Stína gamla kemur alls ekki við sögu í seinni hlutan- um — og látum það vera, því að hún hefur þegar í upphafi sögunnar lifað sínar örlaga- stundir. En svo er það Snjóka gamla. Um hana er sérstakur kafli í fyrri hlutanum, og hún er svo sérkennileg persóna, að við væntum þess, að benni sé-ætlað hlutverk síðar í sög- unni — annars á hún heldur ekki neitt erindi inn í hana. Eitt efnisatriði fyrri hlutans er kvæði Snorra um Júda og Tamar. Við það er þannig skilið, að vænta má um það einhvers meira, en að því er svo alls ekki vikið aftur. Systir Snorra leggst veik og deyr síðan, Bína giftist Böðv- ari, og þau verða fyrirmynd- armanneskj ur, þvottakonan kemur ekki við sögu í siðari hlutanum, Erna lendir í á- standinu og henni reynist óbjargandi — e>kki til neins fyrir Snorra að bjóða henni að taka hana að sér, þó að hann sé sá drengur að vilja gera það, þá er hún hefur verið árum saman í bransan- um, trúlofast einum af öðr- um, átt barn og síðan haldið áfram á sömu braut. Rósa missir manninn og reynist hinn siðprúðasti kvenmaður, en festir ást á, Snorra Snorra- syni og biður 'hans bréflega, en hann svarar bónorðinu neitandi, en auðvitað af ifullri kurteisi. Jónatan unir lífinu með afbrigðum og græðir á tá og fingri. Hann gefur út blað til þess að tryggja aðstöðu sína til gróða, og Jósafat hirrna órímuðu ljóða er ritstjóri, en Snorri fær atvinnu við blaðið og sér um það að miklu leyti, því að Jósafat hefur komizt upp á að græða á setuliðsviðskiptum. Þegar svo Snorri sér her- mann nokkurn slá hans elsk- uðu Erlu í rot með flösku, fyllist hann föðurlandsást og Kaupið allar íslendingasögurnar Fást aðeins í hinfii nýju útgáfu íslendingasagna. Vitjið bóka yðar í Bókaverzlun Finns Einarsson- ar, Austurstræti 1, Reykjavík. Isíendingasapaúigáfan Pósthólf 73, Reykjavík. Tonlislarfélagsins BUSCH kvarfetiinn 2. Téitieikar í kvöld klukkan 9 í i I r r ■ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í dag í af- greiðslu Morgunblaðsins, sími 1600. Augiýsið í Alþýðublaðinu Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Seltjarnarnesi Höfðahverfi. Talið við afgreiðsluna. skr'ifar grein, þar sem hann heimtar hernámsliðið burt og ísland fyrir íslendinga (Erlu fyrir Snorra Snorrason), en Jónatan er nú ekkj alveg á því, að greinin, sé birt í blað- inu, og þá tekur Snorri saman dót sitt og þeytist vestur yfir Þorskafjarðarheiði — er orð- inn ráðinn kennari norður á Ströndum. 'Allt þetta fáum við að vita í hínum stutta síðari hluta bókarinnar. Mér fyndiðt til- vahð hjá Jóni, að skrifa síð- ari hlutann á ný, þá er þessi útgáfa bókarinnar er uppseld, því að ég sé ekki betur en hann þekki svo vel þær per- sónur, sem hann hefur leitt fram á sjónarsviðið í fyrri hlutammi, að hann ætti að geta sýnt með lífi og litum hvernig örlög þeirra ráðast, og látið koma þar skýrt í Ijós þá vankanta menningar okkar og þjóðfélags, sem honum eru þyrnir í augum. Hann getur blásið lífi í persónur, hann á sér samræman og viðkunnan-,- legan frásagnarstíl ^og er sér þess meðvitandi, að hann má ■ekki vera of margorður. Þarna virðist allmikið vera tili staðar af þeim sikilyrðum, sem nauðsynleg eru til að höfundi takist að ganga sæmi- Iega frá skáldsögu. Og hvað sem þessari sögu líður, þá vænti ég þess, að næst. komi frá Jóni H. Guð- mundssyni saga, þar sem hæfi- leikar hans njóti sín til fulls. i Guðm. Gislason Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.