Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 8
jprouior
Elzta sérverzlun: Málning og veggfóður.
Sími 1496.
ŒL 8**J5SN
Símar: 1135 og 4201.
BÚSÁHÖLD
Sunnudagur 8. júní 1947.
Tillaga sáítanefndar, sem borin er
undirailsherjaratkvæði í Dagsbrún
----------------+------
Hún var blrt á Da^sbrúnarfundi í gær.
-----------------------♦--------
TILLAGA SÁTTANEFNDAR til lausnar á Dagsbrún-
ardeilunni var birt á Dagsbrúnarfundinum árdegis í gær,
og allsherjaratkvæðagreiðslan um hana hófst svo klukkan
3 í gær og stóð til klukkan 10 í gærkvöldi, en heldur svo
áfram í dag frá klukkan 10 árdegis, en óvíst var í gær hve
nær henni yrði lokið. Samkvæmt tillögu sáttasemjara
hækkar kaup við uppskipun á saltfiski úr krónum 2,65
í krónur 2,90, og vinna við uppsteypun húsa hækkar um
sama; einnig færast bílstjórar á stórum dráttarbílum upp
um einn flokk, svo og afgreiðslumenn í sandnámi bæjar-
ins og rörsteypumenn. Þá er og ákveðið samkvæmt tillög-
unni, að uppsögn tímakaupsmanna, sem hafa unnið sam-
fleytt eitt ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda, skuli
bundin við mánaðar uppsagnarfrest.
Tillaga sáttanefndarinnar,
sem birt var á Dagsbrúnar-
fundinum í gær, fer orðrétt
hér á eftir:
SAMNINGUR VIÐ VINNU-
VEITENDAFÉLAGIÐ
Samningur deiluaðila frá
1. marz 1946 framlengist með
eftirfarandi breytingum:
1. Við 5. gr. Á eftir orðun-
unum „útskipun á ís” komi:
uppskipun saltfisks, steypu-
vinna við uppsteypun húsa,
vinna við kalk og krít, 25
Gmálestir og þar yfir í sömu
tilfellum og sementsvinna.
2. Við 5 gr. Á eftir orðun-
um: „Fyrir stjórn á vél-
skóflum og ýtum“ komi:
stórum dráttarbifreiðum og
kranabílum, enda stjórni bif
reiðastjóri bæði bifreið og
krana.
3. Við 5 gr. Aftan við 3.
málsgr. komi: Grunnkaup í
eftirvinnu í lægsta flokki
reiknast kr. 3,98.
4. Við 5. gr. Á eftir 4.
málsgr. komi ný málsgr. svo
hljóðandi:
Tímakaupsmenn, er unnið
hafa samfleytt eitt ár eða
lengur hjá sama atvinnu
rekanda, eiga rétt á þeirri
vinnu, sem til fellur hjá hon
um, hafi þeim ekki verið sagt
upp starfi með eins mánaöar
fyrirvara. Sé ekki næg vinna
fyrir alla slíka menn hjá at-
vinnurekandanum, skulu
þeir jafnan ganga fyrir, er
lengst hafa unnið þau störf,
sem um er að ræða. Á sama
hátt er verkamanni, sem þess
ara hlunninda nýtur, skylt
að tilkýnna með mánaðar
fyrirvara, ef hann óskar að
hætta störfurn hjá atvinnu-
irekanda sínum.
5. Við 26. gr. Greinin orð-
:ist svo:
Samningur þessi gildir frá
og með 9. júní 1947 og er
uppsegjanlegur með mánað
ar fyrirvara, þó ekki fyrr en
miðað við 1. október 1947.
Reykjavík, 6 júní 1947.
Torfi Hjartarson, Gunnlaug-
ur Briem. Guðmundur f.
Guðmundsson.
SAMNINGUR VIÐ
REYKJAVÍKURBÆ
Samningur deiluaðila frá
1. marz 1946 framlengist með
eftirfarandi breytingum:
1. Við 5 gr. Orðin: ,,og af-
greiðslumenn í sandnámi“
falli niður þar, sem þau eru
í greininni.
2. Við 5. gr. Á eftir orðun-
um: „og pramma- og slipp-
vinnu“ komi: afgreiðslu-
menn í sandnámi bæjarins
og vinnu í rörsteypu bæjar-
ins.
3. ViS 5. gr. — ViS orðin:
„sigtiS- og kjafthúsvinnu í
grjótnámi“ bætist: og sand-
námi.
4. Við 5 gr, Á eftir orðun-
um „7 tonna vörubifreiðum'‘
komi: stórum dráttarbifreið-
um, steypuvélum í rörsteypu
stöðinríi, tjörublöndunarvél-
um í malbikunarstöð grjót-
námsins.
5. Við 5. gr. Á eftir 1. máls
gr. komi ný málsgr. svo hljóð
andi:
Nætur- og helgidagsvarð-
mönnum skal greiða kr. 34.00
fyrir 12 stunda vörziu. Varð
mennirnir eiga frí 7. hvert
varðtímabil, án kaups, en
gegni þeir þá varðstörfum,
skal greiða vörzluna með tvö
földu kaupi.
6. Við 5. gr. Á eftir 4.
málsgr. komi ný málsgr. svo
hljóðandi:
Tímakaupsmenn, er unnið
hafa samfleytt eitt ár eða
lengur hjá bænum, eiga rétt
á þeirri virtnu, sem til fellur
þar við störf þau, er þeir
hafa unnið að stáðaldri, hafi
þeim ekki verið sagt upp
starfi með 1 mán. fyrirvara.
Sé ekki næg vinna fyrir alla
islíka menn hjá bænum,
,skulu þeir jafnan ganga fyr-
ir, er lengst hafa unnið þau
störf, sem um er að ræða. Á
sama hátt er verkamanni,
sem þessara hlunninda nýt-
ur, skylt að tilkynna með
mánaðar fyrirvara, ef hann
óskar að hætta störfum hjá
bænum.
7. Við 15. gr. Greinin orð-
ist svo:
Þegar Ægir kom hingað.
Mynd þessi sýnir líkkisturnar á þilíari Ægis, er skipið
lagðist að Sprengisandi í fyrrakvöld.
Osamkomulag milli stórveldanna
um heraíla sameinuðu þjóðanna
-------------------♦--------
Miklar umræður í öryggisráðioo eftir
skýrslu Siermáíanefndar UN.
--------------♦-------
ÁSTRALÍUMENN gagnrýndu hermálanefnd samein-
uðu þjóðanna á fundi öryggisráðsins í gær og töldu nefnd-
ina hafa starfað slælega og án fullnægjandi samkomulags
um flest meginatriði. Bentu þeir á, að ekki sé hægt að bú-
ast við að þjóðirnar afvopnist fyrr en öryggisher kemur í
staðinn.
Mál þessi hafa verið mikið rædd í öryggisráðinu und-
anfarið, og hefur þar speglast sama ósamkomulag, sem
var í hermálanefndinni milli stórveldanna fimm, sem þar
eiga sæti. Sáttmáli sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir, að
komið sé á fót öflugum her, sem öryggisráðið geti notað
til þess að brjóta á bak aftur érásarþjóðir.
Eitt meginatriðið, sem her
málanefndin gat komið sér
saman um var, að ekkert
þýddi að miða herstyrk UN
við að honum verði beitt
gegn istórþjóðunum, því að
þær geti hvort sem er hindr-
að, að svo fari, með neitunar-
valdi sínu í öryggisráðinu.
Þetta hafa smáþjóðirnar
gagnrýnt í öryggisráðinu, og
kunna þær því illa, að her
styrkurinn skuli' aðeins mið
ast við að ráða niðurlögum
lítilla og miðlungs stórra
ríkja.
Hin meginatriðin, sem her
málanefndin gat ekki komið
sér saman um, eru þessi:
1) Stærð hersveita UN og
hver hlutföll skuli vera
milli landhers, flughers
og flota.
Samningur þessi gildir
frá og með 9. júní 1947 og er
uppsegjanlegur með mánað
ar fyrirvara, þó ekki fyrr en
miðað við 1. október 1947.
Reykjavík, 6 júní 1947.
Torfi Hjartarson. Gunnlaug-
ur Briem. Guðmundur í.
Guðmundsson.
2) Stærð og gerð þeirra her-
deilda, sem hver þjóð
skuli leggja til.
3) Hvernig velja skuli yfir-
foringja herdeildanna.
4) Hvernig skipa skuli hern <
um -um heiminn og hvern
ig fá skuli leyfi hinna
ýmsu þjóða til þess að
nota bækistöðvar þeirra.
Þetta síðastnefnda at-
riði er eitt alvarlegasta
deilumálið. Þar vilja Rúss-
ar einir, að hersveitir
hverrar þjóðar séu í sínu
landi, þar til kallað verð-
ur á þær, eni vesturveldin
og Kína, vilja, að her-
sveitir UN fái bækistöðvar
um allan heim, svo að þær
geti umsvifalaust ráðið
niðurlögum hvaða árásar-
þjóðar sem er.
Þá vilja Russar ennfremur
að hver þjóð leggi til landher
—- flugher og flota í sama
hlutfalli, en vesturveldin
vilja, að hver þjóð leggi til
þær sveitir, sem hún er
sterkust í, hvort sem það er
á landi, í lofti eða á sjó.
Knattspyrnan:
Akurnesingar taka
þátt í íslandsmótinu
. i
KNATTSPYRNUMÓT ís-
lands hefst föstudaginn 13..
júní næstk. og hafa Reykja-
víkurfélÖgin öll þegar til-
kynnt þátttöku í mótinu, og
ennfremur hafa Akurnesing-
ar tilkynnt þátttöku sína.
Samkvæmt upplýsingum
frá formanni knattspyrnu-
ráðs, sfanda einnig vonir til
að Akureyringar taki þátt í
mótinu, en þátttökutilkynn-
ing hafði þó ekki borizt frá
þeim í gær.
í kvöld er útrunninn frest
ur til að skila þátttökutil-
kynningum til Knattspyrnu
ráðs.
Atvinnuliðið keppir
við KR annað kvöld
ÞRIÐJI LEIKURINN,
sem brezka atvinnuknatt-
spyrnuliðið keppir hér fer
fram annað kvöld klukkan
8,30. Að þessu sinni keppir
liðið við Reykjavíkurmeist-
arana, K.R.
Verið getur, að K. R. stvrki
lið sitt eitthvað með m jnn-
um úr öðrum félögum, og
hefur það fengið leyfi til
þess frá Knattspyrnuráði.
Fjórði og síðasti leikur
liðsins hér verður síðar í
vikunni og þá keppir það
aftur við úrvalslið úr Reykja
víkurfélögunum.
Herbergi
til Hallveigarstaða
NÝLEGA hafa frú
Steinunni H. Bjarnason bor-
izt 10 þúsund krónur að
gjöf til Hallveigarstaða. —
Gjöfin er frá systkinum og
systrabörnum frú Elínar
Ragnheiðar Briem, og er
minningargjöf um 90 ára
afmæli hennar, 19. október
1946.
Gefendur ætlast til, að
gjöfinni verði varið til eins
Herbergis í Kvennaheimili
Hallveigarstaða og beri her-
bergið nafn Elínar Briem.
Það skal 'ætlað stúlkum, er
stunda nám við framhalds-
skóla í Reykjavík.
’Ses'tfwr*-; *• ► *<» í't'-i«
Innbrot í Heitt & Kalt.
INNBROT var framið í
Heitt og Kalt í fyrrinótt. —•
Hafði verið farið þar inn
um glugga og stolið nokkr-
um borðdúkum.