Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 6
alþýðublaðið Sunnudagur 8, júní 1947. æ nýja Bió ææ gamla bio Kvennastríð („SHADY LADY“) Skemmtileg og vel leikin (Keep Your Powder Dry) mynd. Aðalhlutverk: CHARLES COBURN Amerísk Metro Goldwyn GINNY SIMMS ROBERT PAIGE Mayer-kvikmynd. Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDREI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hveitibrauðsdagar Pjörug og fyndin gaman mjmd, með 5RAD CAMERON DAVID RRUCE. JUNE VINCENT og dansparið fræga: VELOZ og YOLANDA. Sýnd klukkan 3. LANA TURNER LARAINE DAY SUSAN PETERS Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9. Sala hefst klukkan 11. þegar henni varð ekki sval- að á hinn venjulega hátt. Albert hafði næstum slæma samvizku gagnvart Fríðu, það hefði líklega ekki kom- izt upp um hana, ef húsmóð irin hefði ekki haft þörf fyr ir þessa tilbreytingu. Þegar Fríða kom með morg unmatinn til hans einn morgunn, og hann sá svarta baugana undir augum henn- ar, fannst honum hann mega til með að tala við hana. „Þér skuluð ekki taka þetta svona nærri yður! Þér sem eruð svo dugleg, fáið víst einhverja aðra stöðu!“ Eins og allar einfaldar manneskjur var Fríða fljót að tárast. Fárin fóru undir eins að renna. ,,En herra doktor — frúin leyfir mér það ekki!“ Hann var sem þrumu lostinn. „Er ekki frúin búin að segja yður að fara úr vistinni þá?“ „Jú í fyrstunni“, stamaði Fríða „sagði hún að ég skyldi taka mitt dót og fara burt á istundinni, en þegar ég var búin að laga mig til, sagði hún, að ég yrði að vera þangað til hún hefði fengið sér aðra stúlku. Og herra doktor. Alltaf segist hún sakna einhvers, gamallar treyju, skóa, greiðu eða nátt hjóls. Þá fer hún að róta í dótinu mínu og svo verðum við að fara upp á loft og tæma allar töskurnar með draslinu í, og þegar hún loksins finnur það segir hún: „Þarna getið þér séð hvern- ig það er að hafa þjóf á heimilinu. — ég hefi ekki ró lega stund lengur. Ó, herra doktor ég þoli þetta ekki lengur!“ „Það get ég vel skilið“, sagði Albert, „en þá myndi ég heldur segja upp sjálf í yðar sporum.“ „Já, en herra doktor“, grét Fríða, „frúin vill ekki gefa mér meðmæli“. „En sú vitleysa! Þér hafið löglega kröfu til meðmæla.“ Fríða hrissti kollinn. „Það stoðar ekki. Frúrnar eru van ar að spyrja sig fyrir þar, sem vinnustúlkurnar hafa verið áður, og frúin segir, að ef ég neyði hana til að gefa mér meðmæli, þá verði hún að segja öðrum, að ég sé þjófur“. „Ég skal tala við konuna mina“, sagði Albert. Það komu kippir í stórgert andlit hennar. Hvað er að henni? hugsaði Albert. Hún stóð við dyrnar og var að hugsa sig um hvað hún ætti að segja. „Ég skal tala við konuna mína sagði hann aftur. Það kom nýr kiksti og þá loksins gat hún stundið því upp: „Og ég sem hefi alltaf verið svo. vond við yður herra doktor!“ Þetta var' allt sem hún gat komið upp, en svo var mál með vexti að allt var komið á ringulreið í hugarheimi hennar. í sex löng ár hafði hún dýrkað Melaníu og hún hafði alltaf fyrirlitið Albert. Það er ekki svo auðvelt að breyta því. Albert beið þess að Mel- anía færi að tala um Fríðu af sjálfsdáðum. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Þetta sama kveld byrjaði hún aft- ur. „Veiztu hvað það er sem æsir mig mest? Stelpan læt- ur sér ekki detta í hug að iðrast neins. Hún lítur þvert á móti út eins og ég hafi tek ið eitthvað frá henni!“ Albert svaraði mjög hóg- værlega. „Það bezta væri, ef þú bara segir henni upp, þú ert í stöðugu uppnámi henn ar vegna, og það er áreiðan- lega ekki gott fyrir þig. Segðu henni upp og hugs- aðu ekki meira um það!“ „En hvað þetta er líkt karlmönnum að tala svona,“ sagði Melanía. „Þú veizt ekki, hvað það er að fara að kenna nýrri stúlku eftir sex ár. Ég er ekki nógu sterk ennþá —“ „Við getum borðað á veit- ingahúsi í nokkra daga“, á- leit Albert. „Og þar að auki kenni ég í brjósti um strákangann hennar, hann getur ekkért að þessu gert, veslingurinn!“ „Fríða fær sér víst aðra vist.“ Melanía hristi höfuðið: „Nei ég get ekki með góðri samvizku sagt, að hún sé ráðvönd — og það fólk, sem hún biður um vinnu hjá mun auðvitað spyrjast fyrir hjá mér.“ Albert var hálf óþolinmóð ur, en hann hélt áfram, jafn hógvær og áður: „Jú víst get ur þú það! Hún hefur hand- fjallað fötin þín og skart- gripina í sex ár, og þú hefur aldrei saknað nokkurs hlut- ar. Þessum auðvirðilega pylsubita geturðu sleppt.“ „Siðgæðistilfinging þín er veik“, sagði Melanía. Hann reyndi að stijla skap sitt. „Og svo verðurðu ein- hverntíma að hætta að tala um þennan heimskulega at- burð. Ætlarðu að segja henni upp eða ætlarðu ekki að gera það?“ „Ég er fús til að halda henni, ef hún bara vildi iðr- ast af einlægni“, sagði Mel- anía. „Það getur hún ekki leng ur,“ sagði Albert. Hann átti erfitt með að stilla sig. „Þú hefur gert slíkt veður út af þessum pylsubita, að henni finnst sér hafa verið refsað alltof harðlega og óréttlátt. Þú hefur hæft iðrun henn- ar.“ ,,Rifsað!“ Melanía leit æst á hann. „Hver einasta mann eskja hefði í mínum spor- um hringt á lögregluna.“ Hann gafst upp. Það var gjörsamlega vonlaust að hafa áhrif á hana, hún hélt þrjózkulega í þetta allt til þess að hafa tilefni til að komast í æsingu. Úibreiðið Afþýðublaðið Sala hefst kl. 11 f. h. BÆJARBfð æH TJARNARBIO B Hafnarfirði Lifli lávarðurínn (Little Lord Fauntleroy) Amerísk mynd eftir hinni frægu skáldsögu eftir Fran- oes H. Bumett. Freddie Bartholomew C. Aubrey Smith Dolores Costello Barrymore Mickey Rooney 3—5—7—9 Sími 9184. Leikaralíf (A STAR IS BORN) Amerísk litmynd um leik- aralíf í Hollywood.. Janet Gaynor, Fredric March. Sýning kl. 3 — 5 — 7 • Sala hefst kl. 11. 9. TENNIS. Þið, sem ætlið að iðka tennis á vegum félagsins: í sumar, talið við skrifstofuna á mánudag eða þriðjud'ag klubkan 7—9 eftir hádegi. Nefndin. Aðulíundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 11. júní 1947 í Tjarnarkaffi. — Fundarefni: Aðalfundarstörf. Mætið stundvíslega og skilið atkvæðaseðlum. Stjórnin. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ÖRN: Svo nú ætlar þú að reyna ekki detta slíkt í hug. En þess- Það er bezta að halda sér frá að halda virðuleik sínum gagn- að stoppa mig með þessari ístru. ir herrar eru börn náttúrunnar. þeim, hvíti maðuxinn verður vart þeim. . . PÉTUR: Stoppa þig? Láttu þér

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.