Alþýðublaðið - 10.06.1947, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 10.06.1947, Qupperneq 8
[I I j Elzta sérverzlun: Málning og veggfóður. Sími 1496. JLÍ V M rp Símar: 1135 og 4201. BÚSÁHÖLD Þriðjudagur 10. júní 1947 Endurreisn alþjéða- sambands jafnað- armanna undirbúin ■ Esi Þjóðverjar verSa ekkl meS i bili. Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í gær. ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA JAFNAÐARMANNA, sem haldin var í Ziirich í Sviss á laugardag og sunnudag, sam þykkti ályktun þess efnis, að brýna nauðsyn bæri til að endurreisa alþjóðasamband jafnaðarmanna, sem starf- andi var fyrir stríðið. Hins vegar felldi ráðstefn- an tillögu um að taka þýzka jafnaðarmannaflokkinn í al- þjóðasambandið; greiddu þó níu lönd, þar á meðal Eng- land og Norðuriönd, atkvæði með því, en fimm voru á móti og fimm sátu hjá; og með því að tvo þriðju at- kvæða þurfti til þess að gera gilda samþykkt, var tillagan 'þar með fallin. Aftur á móti var kosin samvinnunefnd til að halda uppi sambandi við þýzka jafnaðarmenn. Ráðstefnan var haldin í Kongresshaus í Zurich og var formaður svissneska j afnaðarmannaflokksins, Hans Oprecht, í forsæti hennar. Á sunnudaginn talaði Kurt Schumacher máli Þýzkalands og sagði, að þýzkir jafnaðar- menn hefðu lært margt af villum Weimarlýðveldisins, og því mætti ekki gléyma, að þeir væru forverðir lýð- iræðisins og mannúðarinnar á þýzkri grund. Það var mikið rætt um þátttöku Þjóðverja í endur- reistu alþjóðasambandi jafn- aðarmanna, og Frakkland var henni mjög hlynnt, auk Englands og Norðurlanda; en Pólland og Tékkóslóvakía voru henni sérstaklega and- víg. Hóf fyrir forsefa {Frh. af 1. síðu.) herrar Dana, Finna, Norð- manna og Bandaríkjanna, læknar forseta, Helleström prófessor og Jóhann Sæ- mundsson, Thulin fyrrv. reg eringsrád, sem í mörg ár var formaður norrænna félaga, Örne fyrrv. póstmálastjóri, dr. Stavenow, sem aðstoðaði við heimilisiðnaðarsýningu í Reykjavík s. 1. sumar, Unnér us, Kommandörkapten frá fé laginu Sverige-Island. Voru hoðsgestir um 20. Jarðarförin á Akureyri Mynd þessi er af jarðarför þeirra Norðlendinga, er fórust með TF—ISI, á Akureyri. Skátar ganga með fremsta bílnum á leið í kirkju. (Ljósm. Edv. Sigurgeirsson.) VerkfaflaaSdan mapaffisl enn á Frakklandð í gær -------4------- Reynt var aé stöðva flutninga á mjjóSk ©g öðr&im lífsnauðsynjum til Parísar. --------<,----- VERKFALLAALDAN Á FRAKKLANDI náði nýju hámarki í gær, begar verkamenn við fimmtíu raforku- og gasstöðvar lögðu niður vinnu, en áður hafði verið lögð nið- ur vinna á öllum járnbaurtarstöðvum landsins. Aðeins örfáar járnbraut- arlestir hafa komið til Parísar síðan á sunnudag með brýnustu lífsnauðsynjar, svo sem mjólk og nokkur önnur matvæli, sem stjórn Ramadiers hefur látið herinn annast flutninga á; en í gær voru gerðar ítrekaðar til- raunir til að stöðva einnig þessa flutninga. Stjórn Rama diers lýsti hins vegar yfir því, að það yrði ekki þolað. Stjórnin sat á fundi síð- degis í gær til að ræða á- stand það, sem skapazt hefur við verkföllin og möguleika á því, að fá enda bundinn á þau. Lét einn taismaður stjórnarinnar svo um mælt opinberlega í því sambandi, að því væri ekki neitað, að járnbrautarstarfsmennirnir væru illa launaðir, en það væru allir launþegar á Frakk landi í dag. Tilkynnt var í gær í París, að Ramadier myndi gera verkföllin að umtalsefni í franska þinginu í dag. Kunn- ugt varð einnig í gær, að tveir af kunnustu mönnum landssambands frönsku verk- lýðsfélaganna, sem verið hafa á ráðstefnu í Prag, ann- ar þeirra hinn þekkti gamli verkalýðsleiðtogi J ouhaux, væru á leið til Parísar vegna hins alvarlega ástands, sem verkföllin hafa skapað. Ofbeldismenn úr óaldar- flbkkum Gyðinga í Palestínu réðust í gær á tvo brezka lögregluþjóna í sundlaug skammt frá Tel Aviv og höfðu þá á brott með sér með valdi. Skáru þeir fyrst sundur allar símalínur á staðnum og hurfu síðan á brott með fangana í bíl. Múhameðdrúar- menn á Indlandl með iiilögum Breta MIÐSTJÓRN BANDA- LAGS MÚHAMEÐSTRÚAR MANNA Á Indlandi sam- þykkti í gær í New Delhi, að Þrír brezkir íónsnillingar komu í gær á Beethoven-hátíðina -------4------- Blástursleikararnir Reginald Kell, Hoi- brooke og McDougal komnir hingað. ------------------«------- ,,ÉG TRÚÐI VARLA mínum eigin eyrum, þegar ég heyrði, að það ætti að halda Beethoven-hátíð á íslandi,“ ; sagði Reginald Kell, frægasti klarinettleikari heimsins, skömmu eftir að hann kom til bæj arin's með Prestwick- flugvélinni í gær. Með honum komu fagottsnillingurinn Gwydion Holbrooke og óbóleikarinn Terence McDougal, en allir munu þessir menn taka þátt í tónlistarhátíð Tón- listarfélagsiiis, sem stendur yfir þessa viku. Hátíðin hófst síðast liðinn laugardag í hinum nýja sam- komusal Austurbæjarbíós og voru yfir 800 manns við staddir. Páll ísólfsson setti hátíðina, en kór Tónlistarfé- lagsins bauð hina erlendu listamenn velkomna með söng. Eftir það lék Busch- kvartettinn þriú fyrstu verk- in á dagskránni, en kvartett- inn mun á sex hljómleikum flytja alla kvartetta Beet- hovens. Hrifning áheyrenda var geysimikil og voru tón- snillingarnir margoft klapp- aðir fram. Aðrir hljómleik- arnir fóru svo fram á sunnu- dagskvöld og hinir þriðju verða í kvöld. HINIR BREZKU SNILLINGAR Hinir brezku snillingar, sem komu í gær, munu koma ■fram á sjöundu hljómleikum hátíðarinnar og þá leika með Busch-kvartettinum og Er- ling Blöndal-Bengtson octett eftir Schubert og sextett eftir Beethoven. Á áttundu og síðustu hljómleikunum munu þeir svo leika með ís- lenzkum hljómlistarmönn- um í hljómsveit, sem flytur verk eftir Beethoven, Haydn og Mozart. Reginald Kell skýrði blað- inu svo frá í gær, að hann hefði trú á því, að tónlistar- menn i Englandi og á megin- landinu mundu hafa mikinn áhuga á að koma til íslands íil.slíkra hátíða sem þessarar. Þá kvað hann tónlistar- áhuga í Bretlandi hafa auk- izt mikið á stríðsárunum, og hefði það meðal annars verið mikið að þakka amerískum hermönnum, sem sóttu hljómleika mikið. En nú væri eftir að sjá hvort sá áhugi héldist. Kell og konu hans leizt vel á Reykjavík við fyrstu sýn, og fannst hér hreinlegt, mið- að við Lundúnaborg. fallast á hinar síðustu brezku tillögur um sjálfstæði Ind- lands og isamveldisstöðu þar til Bretar hafa til fulls af- salað sér völdum í landinu. Flokkur Hindúa hefur þeg ar áður fallizt á tillögurnar. Reginald Kell Rússar netta að leggja skjölin um samsærið á borðið Austræn kosninga- ]ög undirbúin í Búdapest. FREGN FRÁ LONDON í gærkveldi hermir, að Svirid ov, yfirmaður rússneska setuliðsins á Ungverjalandi, hafi nú neitað að verða við kröfu Bandaríkjamanna um að afhenda þeim afrit af öll- um skjölum varðandi þátt Nagys, fyrrverandi forsætis- ráðherra, í samsæri því sem honum hefur verið borið á brýn. Fregn frá brezkum frétta- ritara, sem sendur var til Ungverjalands og nú ier aftur kominn þaðan til Austurrík- is, hermir að hin nýja stjórn í Búdapest sé nú að undirbúa breytingu á kosningalögum landsins, sem koma eigi til framkvæmda við kosning- arnar í haust, og eigi . að svipta fjölda fólks atkvæðis- rétti undir því yfirskini, að það sé andvígt lýðræðinu. Málaferli éru nú að hefjast í Búdapest gegn 40 stjórn- málamönnum, þar á meðal ýmsum ráðherrum fyrrver- andi stjórnar, sem sakaðir eru um fasistískt samsaeri. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.