Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Breytileg átt og hægviðri. Víða léttskýjað. Aiþýðubíaðið vantar börn til að bera út blaðið í nokkur hverfi í bænum. Sími 4900. Umtalsefnið: Ferðiun strætisvagnanna fækkað. Forustugrein: Skáldastyrkur til pólitískra níðskrifa. XXVII. árg. Miðvikudagur II. júní 1947 125. tbl. Þetta er ein af hinum frægu Glouster Meteor þrýstiloftsflugvélum Breta. Þessi vél setti heims- met í hraðflugi 4 leiðinni frá Brússel til Kaupmannahafnar og var myndin tekin í Höfn. Setti heimsmel í hraðflugi Ungverska stjórnin íær leyfi íil að stjórna með valdboði ----------------<.------- Kosningarétturinn takmarkaður til að tryggja stjórninni meirihluta. --------4.------- UNGVERSKA ÞINGIÐ kom saman í gær og hlýddi á xæðu hins nýja forsætisráðherra, þar sem hann lýsti nauðsyn þess, að Urjgverjaland hefði náið samhand við Sovétríkki, en þyrfti einnig að halda vinsamlegum viðskiptum við Bretland og Bandaríkin. í dag kemur þingið aftur saman og mun þá, að því er fréttaritarar herma, ganga frá því að stjórnin fái heimild til að stjórna með valdhoði. Er þá valdi þingsins lokið, er löggjafar- valdið er fengið stjórninni — og hún að heita má einvöld. Ramadier talar í franska þinginu RAMADIER, forsætisráð- lierra Frakklands, gekk í gær fyrir sameinað franska þingið og flutti þar enn áskorun til járnbrautarverkamanna um að hverfa aftur til vinnu sinnar. Mun Ramadier einnig hafa ætlað að athuga, hversu langt þingið mundi stýðja hann í stefnu sinni, og sumir fréttarit- arar áttu jafnvel von á að hann mundi biðja um traustsyfirlýs- ingu. Verkf all j árnhrautarverka- manna hefur æ víðtækari af- leiðingar og er nú að verða hætta á skorti á matvæhim og kolmn í París vegna flutninga- örðugleika. Ramadier heldur enn fast við þá ákvörðun sína að semja efcki við verkamenn- ina, fyrr en þeir fara aftnr til vinnu og vinna nxeðan á samn- ingum stendur. Innanríkisráðherra komm únista er þegar byrjaður að vinna að því að tryggja komm únistum meirihluta í kosn- ingunum, sem eru fyrir dyr um í landinu. Hefur kosninga réttur verið takmarkaður þannig, að andstæðingar stjórnarinnar séu útilokaðir frá þátttöku í kosningunum. Hefur kosningarétturinn ekki aðeins verið tekinn af öllum þeim, sem hafa tekið þátt í ,,samsæri“ gegn stjórn inni, heldur einnig af ætt- ingjum þeirra öllum, svo og þeim, sem búa í sömu húsum og þessir menn. Þá hafa all ir þeir, sem komið hafa frá vestrænum löndum síðan um áramót, verið sviptir kosningarétti. FaSSa alueg mÍEir á surmsm Eeiðum í Hvik ©g fækkar milli ilvíkur @g Hafnarfjarðar -----------------<------ TILKYNNT VAR í gærkveldi, að ferðum strætis- vagna í Reykjavík og milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar yrði fækkað frá og með deginum í dag sökum benzínskorts af völdum Dagsbrúnarverkfallsins. í Reykjavík falla allar stræt- isyagnaferðir fyrst um sinn niður um Njálsgötu, Gunnars- braut og Sólvelli; en á öðrum leiðum verður ekið kl. 7-----10, kl. 12—13.30 og kl. 18—20. Milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar verður ekið á 30, mínútna fresti kl. 7—13 og á 15 mínútna fresti kl. 15—24. Þrátt fyrir þennan undir- búning telja sumir fréttarit- arar það enn alls ekki víst, að kosningarnar verði látnar fara fram. Forsætisráðherrann lýsti í þingræðu sinni þriggja ára áætlun um endurreisn lands ins og byggist hún meðal annars á þjóðnýtingu bank- anna. Heimta að stjórnin, sem sfudd er af 150 þingmönnumr segS af sérl EFTIR STJÓRNBYLTíNGUNA á Ungverjalandi eru kommunistar í Austurríki nú farnir að hugsa til hreyfings og kröfðust þingmenn þeirra, fjórir taisins, þess í gær, að stjórn kaþólska flokksins og jafnaðarmanna, sem hefur alla þingmenn að baki sér nema þessa f jóra, segði af sér. Figl, forsætisráðherra Austurríkis, hefur nú lýst því yfir, að hann eða stjórn hans muni ekki segja af sér, þótt konurmn- istar heimti það. Kröfur hins fylgislitla kommúnistaflokks komu einnig fram í blaði hans í Vínarborg Die Volkstimme, og var þess þar krafizt, að stjórnin segði öll af sér, en alveg sérstaklega að utanrík isráðherrann, dr. Karl Gru- ber, færi frá. Var Gruber borið á brýn að hafa skýrt frá leynilegum viðræðum Figls við leiðtoga kommún- istanna, Ernst Fischer, eu þær viðræður virðast hafa verið í sambandi við kröfur kommúnista um afsögn stjórnarinnar, sem Figl nú hefur neitað. JAFNAÐARMENN MÓT- MÆLA Jafnaðarmenn hafa af til- efni þessa máls fordæmt leynilegt baktjaldamakk og kafizt þess, að fullkomin rannsókn fari fram á máli þessu. Þeir segja í mótmæl- um sínum, að austurríska þjóðin ein eigi að ráða örlög um sínum, og muni þeir krefjast þess, að kosningar verði látnar fara fram jafn skjótt og tryggt sé, að þær geti sýnt réttan vilja þjóðar innar. (Sem kunnugt er sit- ur rússneskur hér í landinu). Kommúnistar hafa, eins og áður gat, aðeins fjóra þing menn í Austurríki, en ka- þólski flokkurinn, sem þeir Figl og Gruber tilheyra, hef ur yfir 80 þingmenn og jafn aðarmenn milli 70 og 80. Knatfspyrnumóf íslands hefst á fösfud. KNATTSPYRNUMÓT ÍS- LANDS hefst á föstudaginn, og taka Akurnesingar þátt í því auk Reykjavlkurfélag- anna fjögurra. Fyrsti leikur mótsins fer fram á föstudaginn-, og keppa þá Fram og Víkingur. Á sunnudaginn fer ivo fram annar leikur mótsins, og keppa þá Valur o.g Akurnes- ingar. Fangi sírýkur úr fangelsinu við Skólavörðustíg! EINN AF FÖNGUM í fangahúsinu við Skólavörðu stíg strauk fyrir nokkrum nóttum úr fangelsinu. Mun honum hafa tekizt að kom- ast yfir einhvers konar áhald, sem hann notaði til þess að sagá sundur rimlana, sem eru fyrir gluggunum á klefa hans. Mun hann hafa verið þrjár nætur að vinna’ að þessu, án þess að fangaverð ir yrðu varir við það, og þriðju nóttina, er hann hafði náð rimlunum sundur, beygði hánn þá til hliðar og smeygði sér út. Þegar vart varð við flótt- ann, var lö,gregiunni þegar gert aðvart og tekið að leita flóttamannsins. Fannst hann innan skamms í bænum, enda ekki ýkja margt fyrir hann að fara né um marga felu- staði að ræða. Bretar reykja nú 30 af hundraði minna en áður BRETAR HAFA reykt 30 % minna, síðan verðið á tóbaki var hækkað fyrir nokkru. Skýrði Dalton, fjár málaráðherra, frá þessu í gær, og taldi hann þjóðina hafa brugðizt vel við, því að tilætlunin með verðhækkun inni var að minnka neyzlu til að spara dollara. Dalton sagði, að innan skamms mundi .gömlu fólki gert kleift að fá tóbak við vægara verði, til þess að hækkunin kæmi ekki niður á því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.