Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. júní 1947
AL^ÝByBLAÐSB
5
Kremlmúrinn í Moskva
Á bak' við þennan múr bjuggu Rússakeisarar áður, þegar þeir
dvöldu í Moskva, í höllum sínum; en í dag hefst sovétstjórnin
þar vio, vel að'skilm frá sauðsvörtum almúganum.
ÞAÐ VAR GAMAN að
vera kominn til Moskva aft- '
ur eftir 12 ár, í raun og veru
eftir meira en 20 ár, því að
heimsókn mín þangað 1935
var skammvi’nn, enda átti ég
þá mjög annríkt. Hvaða
breytingar höfðu orðið á
horginni og íbúum hennar á
þessum 20 árum, eftir 30 ára
so vé tsósí ali sma ?
Er ég ók í bifreið frá járn-
brautarstöðinni, tók ég eftir
breiðum götum, er ég kann
aðist ekki við, en það sést
isvo lítið út úr bifreið á mik
illi ferð.
Moskva-hótelið vakti þeg
ar undrun mína. Það er 15
hæðir með á að gizka 500
herbergjum, síðasta afrek
rússneskrar húsagerðarlistar,
fullgert rétt fyrir stríðið.
Meðan á fundi utanríkisráð-
herranna stóð dvöldu sendi-
nefndirnar þar, en venju-
lega ber það meiri einkenni
heimalandsins.
Ég yfirgaf hótelið um
stundarsakir til þess að
sköða mig um á götunum og
athuga fólkið •— almúgafólk
ið í borginni, og veitti því
strax athygli, að bærinn
hafði tekið miklum breyting
um. Þar sem áður stóðu
gamlar og þéttstæðar bygg-
ingar Okhotny Riad torgsins
■var nú breið gata, milli hót-
elsins og stjórnaráðsbygging
anna beint á móti. Og þar,
sem hvítir múrar miðborgar
innar gömlu áður voru, lið-
aðist nú rúmgott stræti upp
eftir hæðinni að' Lubjanka-
fangelsinu. Hin bugðótta
Tverskaya var nú orðin að
hinni breiðu og sléttu Gorky
götu. Alls staðar voru víð
torg og nýjar tígulegar húsa
raðir, breiðar gangstéttiir og
steinlagðar götur, gerólík
hinni gömlu Moskvu.
En - breytingin er ekki
eins mikil og hugsazt gat við
fyrstu sýn. Bregði maður sér
frá nýju strætunum, finnur
hann hina gamalkunnu borg
með þröngum, ósléttum göt-
um og lágkúrulegum húsa-
röðum 19. aldarinnar. Fram
hliðar húsanna eru skreytt
ar súlum og með gulmáluðu
gipsmyndaskráuti á múr-
veggjunum, líkt og tíðkaðist
í London á tímabilinu frá
1810—1820.
Allt er þetta svipað því
sem það var fyrir 20 árum,
aðeins ennþá hrörlegra. Ekki
þó á sama hátt og London
eftir 7 ára stríð. Nei, þessar
byggingar í Moskva, —
hvort heldur urn er að ræða
skrifstofubyggingar eða í-'
búðarhús, virðast vera að
grotna niður, vegna skorts á
viðhaldi, og meira að segja
munu þær verða með öllu
ónothæfar innan skamms,
verði ekki undin bráður bug
ur að viðgerð þeirra.
En það var fremur á mínu
verksviði að athuga fólk en
byggingar, og skjótt varð ég
þess var, að þar höfðu fáar
breytingar á orðið. Alþýða
manna var næstum því eins
W. H Ewer:
GREIN ÞESSI birtist í
danska jafnaðarmannablað-
inu Social-Demokraten, og
er eftir W. N. Ewer utan-
ríMsmálaritstjóra Daily Her
alds í London. Hann dvaldi
í Moskva meðan fundur uí-
anríkismálaráðherranna var
haldinn þar.
og ég hafði búizt við. Alveg
venjulegt verkafólk í venju
legum vetrarfötum, ofurlít-
ið tötralegra en. það ætti að
þurfa að vera, en slíks vænt
ir maður að nýloknu stríði.
Þar næst tók ég eftir öðru,
;sem ég átti.enga von á. Það
voru raðir ótrúlega tötra-
legra götusala á torginu við
Bolshoj-leikhúsið, og margir
þeirra voru börn að aldri,
sem átt hefðu að vera í skóla.
Þeir seldu eldspýtur, snúr-
ur, títuprjóna og nærri því
allt smádót, sem nöfnum
tjáir að nefna. Síðar sá ég
átakanlegar mannverur, er
buðu till sölu dálítið af sykri
og héldu á honum umbúða-
lausum í óhreinum hönd-
um. Vegna þurrkanna í
Ukrainu er nefnilega mik-
ill sykurskortur og þetta
fólk seldi sykurskammtinn
sinn, til þess að geta keypt
öriítið meira brauð.
Þetta og nokkrar konur,
sem betluðu á almannafæri,
voru fyrstu kynni mín af
hinum ömurlegu lífskjörum,
er fátækari hluti íbúanna í
Moskva á við að búa. Þeir
lifa við skort og þeir eru
tötralegir, (ég mun síðar
minnast á húsnæði þeirra).
Þeir eru nú eins og þegar ég
kom fyrst til Rússlands fyr-
i;r 25 árum. Þá var hungurs-
neyð í Volgahéruðunum og
sovétstjórinin átti þá enn í
vök að verjast.
En það, sem nú hefur ver
ið sagt, er aðeins önnur hlið
málanna. Ég veitti athygli
hópi drengja á skólaldri, er
voru í snjáðum fötum og
með fölleit andlit. Þá kom
eftir götunni annar meðlim-
ur yngri kynslóðarinnar í
Sovét-Rússlandi. Það var
stúlka, um það bil 11—12
ára að aldri, klædd dýrum
feldi með húfu úr dýru loð-
skinni. Hún rigsaði framhjá
fátæklegum • drengjunum
með þeim „sama drembilega
og stolta svip, er einkennir
eftirlætisbörn auðugra for-
eldra, hvar sem er í heimin-
um.
Á dauða mínum átti ég
von en ekki þessu. Ég hafði
búist við fátækt, en áþreif-
anleg sönnun ríkisdæmis.
kom mér algerlega á óvart.
En ég varð þó vanur því síð-
ar.
Vitanlega eru engar stétt-
ir til í Sovét-Rússlandi'. Rúss
ar hafa fullvissað mig há-
tíðlega um það, og þar eru
engir ríkir og engir fátækir.
En þar eru þó alveg áreið-
anlega hópar manna tötra-
lega til fara og búa við skort
í hryllilega lélegum húsa-
kynnum. Og alveg jafnvíst
er það, að nokkrir ganga um
skrautklæddir og eru vel á
sig komnir. Þeir hafa efni á
að búa í góðu húsnæði. og
láta eftir sér að borða,
drekka og dansa á veitinga-
húsum, þótt verðlagið sé þar
ákaflega hátt. Og hverjir eru
þtjilr, sem þetta geta? Það
eru æðri embættismenn, her
foringjar, rithöfundar, leikar
ar, listdansarar og þeir
menntamenn, sem eru á
réttri línu.
Munur á tekjum er furðu-
lega mikill. Ófaglærðir
verkamenn og þær þrek-
miklu konur, er moka snjó á
götunum, hafa 275 rúblur á
mánuði. En rússneskur blaða
maður færði mér þær fregn-
ir með allmiklu yfiirlæti, að
rithöfundur, læknir eða
málafærsíúmaður, sem góð
einkaviðskipti hefði, gæti
aflað sér allt að 40,000 rúbla
á mánuði, sem er 130 sinn-
um meira en laun ófag-
lærðra verkamanna, og þar
að auki er ekki til nokkur
hækkandi tekjuskattstigi til
þess að jafna metin. Öll hug
sjónin um jöfnuð eir bann-
færð í Rússlandi nú. Ég
vitna í grein í ,,Bolschevik“:
,,Hún er smáborgaralegur
skilningur á sósíalismanum“.
Þeísi m,ikli tekjumunur er
árangur þrauthugsaðrar
stjórnarstefnu, og er hann
réttlættur með því að hann
sé „nauðsynlegt skilyrði fyr (
ir aukningu framleiðsluhrað
ans og framleiðslugetunn-
ar“.
Hins vegar er það víst
aldrei skýrt á hvern hátt
feikilegar launagreiðslur til
dansmeyja geta aukið fram
leiðsluhraðann, en þannig er
það með fjölmargt, að það
er aldrei skýrt. Til dæmis
ísagði rússneskur blaðamað-
ur mér, að venjulegt fæði
kostaði 10—12 rúblur á dag.
Ég spurði hann, hvernig
verkamaður með 275 rúbla
mánaðarlaunum geti borgað
þetta, og harm svaraði:
„Hann verður auðvitað að
hafa aukavinnu". En hvern
ig kona, sem mokar snjó af
götunum í 8 klukkustundir
á dag, getur haft aukavinnu,
er algerjega mínum skilningi
ofvaxið. Þar að auki fær mað
ur iðulega það svar við spurn
ingum af þessu tæi, að það
komist einhvern veginn af.
Það djúp, sem staðfest er
milli hinna ríku og fátæku,
snertir ekki eingöngu tekj-
urnar. Hálaunamennirnir
hafa einnig önnur hlunn-
indi. Þeir fá sama matvæla-
skammt og hinir erfiðisvinn
andi menn, jafnvel þótt þeir
stundi ekki líkamlega vinnu,
þeir eiga heimtingu á betri
íbúðum og þeir aka í „lúxus
bílum“, sem rússneski bif-
reiðaiðnaðurinn er hreykinn
af. Margir eiga líka ,,dacha“-
eða landsetur, og börn þeirra
hafa að sjálfsögðu beztu og
flestu tækiíærin í lífinu.
Kenningin um jafnan rétt til
þess að njóta lífsins og hæfi-
leika sinna er ekki lengur í
tízku. Ég spurði til dæmis:
„Æski einhver drengur að
verða læknir getur hann þá
orðið það?“ „Ef foreldrar
hans hafa efni á því að kosta
(Frh. á 7. síðu.)
NY BÓK:
Skáidsaga eftir Jón H. Guömundsson,
ritstjóra „Heimilisblaðsins Vikunnar“,
er komin í bókaverzlanir.
Þetta er fjórða bók höfu'ndarins, en fyrsta
langa skáldsagan, sem hann hefur sarnið.
Skáldsagan Snorri Snorrason er skemmtileg
aflestrar.
Sagan gerist í Reykjavík fyrir síðasta stríð
og á hernámsárunum. Hún fjallar um ástir og
baráttu ungs Vestfirðings í höfuðborginni.
Verð: í vönduðu bandi kr. 19,50, heft kr. 12,50.
Kaupið og lesið skáldsöguna
r
Ufgefandi.