Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 8
Kosning alþingis- manns fyrir Vesfur- Skaffafelissýslu ákveðín 13, júlí KOSNING ALÞINGIS- MANNS fyrir Vestur-Skafta fellssýslu í stað Gísla Sveins sonar, sem skipaður hefur verið sendiherra íslands í Oslo frá og með 1. júlí, hefur nú verið ákveðin 13. júlí. Framboðum skal hafa ver ið skifað, eins og lög standa til, fjórum vikum fyrir kjör dag; en samkvæmt auglýs- 'ingu frá dómsmálaráðuneyt inu um kosninguna, skulu aðrir frestir styttir þannig, að kjörskrár séu lagðar fram einnig fjórum vikum fyrir kjördag og þurfi ekki að liggja frammi nema tvær vik ur; skal og kærufrestur stytt ur niður í tvær vikur. 34 flugfarþegar hér fvo daga I 34 FLUGFARÞEGAR og flugmenn dvöldust hér fyrir nokkrum dögum tæpa tvo sólarhringa, vegna smávegis bilunar á einni af Air France Constellation flugvélunum. Flugvélin lenti á Keflavíkur ílugvellinum, og tók þá nokkr ar klukkustundir að útvega bíl frá Reykjavík eftir að út séð varð, að flugvélin yrði að vera hér um hríð. Það var heldur erfitt að gera tveggja sólahringa dvöl þessarra Frakka ánægjulega og reyndi fulltrúi franska ílugfélagsins fyrst að koma þeim burt frá eyðimörkinni við Keflavíkurvöllinn. Þeim var komið fyrir á Hótel Winston, eina staðnum, sem hafði gistirúm. Strax og til Reykjavíkur kom leizt Frökkunum betur á sig, og þegar flugfélagið bauð þeim í ferð til Þingvalla, breyttist viðhorf þeirra til landsins fljótlega, og áður en þeir fóru sögðu þeir allir að þeir hefðu ekki séð eftir þessum tveim dögum á íslandi. Hekluferð Alþýðu- flokksfélagsins ALÞÝÐUFLOKKSFÉ- LAG REYKJAVÍKUR fer skemmtiférð til Heklu næstkomandi laugardag, og verða farseðlar seldir á skrifstofu félagsins á fimmtudag og föstudag og eru allir flokksmenn, sem hafa áhuga á að taka þátt í ferðinni hvattir til að Uyggja sér miða á þeim tíma. Sumarið er komið Vorið var heldur seint á ferð í Danmörku í ár, og var það mönnum léttir eftir hinn harða vetur, er trén byrjuðu að springa út og jörð að grænka. Nú eru hins vegar hitabylgjur þar í landi, svó að skammt er öfganna á milli. Farmiðar á öllum leiðum franska flugfélagsins fyrir íslenzkar krónur FJugvélar Frakka hætta að Jenda í Reyk|avík, koma við í Keflavík AIR FRANCE, franska flugfélagið, mun héðan í frá selja farmiða með flugvélum sínum gegn greiðslum í íslenzkum krónum. Að vísu getur félagið sem stendur ekki tekið farþega milli íslands og Ameríku, en hvar sem er annars staðar á flug- leiðum félagsins geta íslendingar ferðast fyrir íslenzka pen- inga. Er þannig hægt að fara frá Prestwick eða Kaupmanna- höfn allt til Buenös Aires eða Shanghai í Kína, ef miðarnir eru aðeins keyptir í Reykjavík. Frá þessu skýrði fulltrúi franska 'lugfélagsins hér, Marc Noué, í viðtali við blaðamenn í gær. Þá skrýði Noué einnig frá því, að hinar miklu Constell ation flugvélar Frakka myndu 15. júní hætta að nota Reykjavíkurflugvöllinn vegna þess, að brautir hans séu of stuttar, og framvegis koma við í Keflavík. Hefur þungi flugvélanna verið auk inn nokkuð, og var það nóg til að ekki reyndist hægt að nota Reykjavíkurvöllinn Jeng ur. Constellation flugvélar Air France fljúga stöðugt um ís land á leiðinni milli París og New York, en svo mikið af farþegum er nú milli enda- stöðvanna, að litlar líkur eru á að hægt sé að taka farþega hingað eða héðan. Þó eru lík ur á það geti lagazt. Hefur verið töluverð eftirspurn eft ir ferðum frá og til Reykja- víkur. Farmiðar milli París- ar og Reykjavíkur kosta 845 kr., en- milli Prestwick og Parísar 367 krónur. Franska flugfélagið reynir að gera farþegum sínum ferð irnar sem þægilegastar og á lengri leiðum eru franskar máltíðir bornar fram og franskt kampavín veitt með, en Frakkarnir fullyrða, að eitt glas af kampavíni lækni flugveiki á augabragði. Verkamenn á Seyðis- firSi segja nei VERK AMANNAFELAG- IÐ FRAM á Seyðisfirði sam þykkti á fundi fyrir helgina, með 45 atkvæðum gegn 5, að neita tilmælum frá hinni kommúnistísku stjórn Al- þýðusambandsins um samúð Framkvæmdir hefjasí bráðlega Barnaspííalasjóð Hringsins vantar enn þá 3 þúsnnd styrktarmeðlimi 3000 NÝJA STYRKTARMEÐLIMI þarf barnaspítalasjóð- ur Hringsins að fá til þess að takmarkinu með söfnun sjóðsins sé náð, en það eru 3 milljónir 'kréna, áætiað kostnaðarverð barnaspítalabyggingarinnar. Stjórn og fjáröflunarnefnd Hrings- ins fara um þessar mundir á stúfana og ætla nú að 'hrinda þessu merka máli síðasta áfangann, svo að innan skamrns verði hægt -að hefja framkvæmdir við byggingu barnaspítal-ans. Líklegast er talið, að barna* ‘ spítalinn verði viðbygging við landsspítalann, en nú mun skipulagsstjórj bæjarins vera að ganga frá því máli. Nú þeg ar eru í barnaspítalasjóði Hringsins kr. 1 237 000 og lof orð hafa verið fengin fyrir 100 000 kr. til viðbótar. Er þetta talinn vera fram undir helm ingur byggingarkostnaðar- ins. Hringurinn hefur ákveðið að bæta ekki við skemmtan- ir og happdrætti þau, sem hér eru nú, heldur leita beint til manna og reyna að fá styrkt arfélaga. Var síðastliðið ár stjjfnað félag, er nefnist „Styrktarfélagar Hringsins“ og er félagsskapurinn í því fólginn, að hver félagi legg- ln ur til 100 kr. á ári í þrjú ár. Má greiða öll árin fyrirfram ef menn vilja það heldur. í stjórn Hringsins eru nú þessar konur: Ingibjörg C. Þorlákssson, form., Guðrún Geirsdóttir, Anna Briem, Jó hanna Zöega og Margrét Ás- geirsdóttir. í fjáröflunarnefnd eru þess ar konur: Soffía Haralds- dóttir, form., Helga Björns- dóttir, Una Brandsdóttir, Kristjana Einarsdóttir, Sig- ríður Magnússdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Eggrún Arnórs- dóttir og Anna Blöndal. Benedikt Waage á Olympíuráðstefnu í Stokkhólmi BENEDIKT G. WAAGE, forseti í. S. í., er nýlega far- inn til Stokkhólms, þar sem hann mun sitja alþjóða olympiuráðstefnu fyrir hönd íslendinga. Verða þar rædd i ýmis mál varðandi olymp- | isku leikana, svo og hvar halda skuli leikana 1952. Næsta ár verða leikarnir sem kunnugt er haldnir í London og er þegar ákveðið að ís- lendingar taki þátt í þeim. arverkfall eða aðra aðstoð vegna Dagsbrúnarverkfalls- ins. Útför Garðars Þorsteinssonar al- þingismanns fór fram í gær ÚTFÖR GARÐARS ÞOR- STEINSSONAR alþingis- manns, sem fórst við flug slysið í Héðinsfirði, fór fram frá dómkirkjunni í Reykja- vík í gær að viðstöddu fjöl menni. Séra Bjarni Jónsson flutti ræðu við athöfnina í kirkjunni. Kista hins látna var bor- í kirkju af forsetum al- þingis, en úr kirkju af Odd- fellowum. Jarðað var í Foss- vogskirkjugarði, og báru sam stúdentar Garðars heitins k;istuna síðasta spöliinn, að gröfinni. Fjölmenni við jarðar- för Þorgerðar Þorvarðsdóttur JARÐARFÖR Þorgerðan Þorvarðsdóttur húsmæðra- kennara fór fram frá fríkirkj- unni í gær að viðstöddu fjöl- menni, en Þorgerður var með- al farþega í flugvélinni TF-ISJ, sem fórst í Héðinsfirði 29. f. m. í kirkju þáru Ikistuna félag- ar hinnar látnu úr Iþróttafé- lagi kvenna og skólasystur úr kvennaskóla-num, en úr kirkju nánustu ættingjar. I kirkju- garð báru 'kistuna samstarfs- menn hinnar látnu við blaðið Tímann og úr prentsmiðjunni Ed:du. Sír.a Halldór Kolbeins, sóknarprestur í Vestmanna- eyjum, jarðsöng. Leikið kl. 8 í kvöld SIÐASTI LEIKUR Bret- anna verður í kvöld, og hefst hann klukkan 8, en ekki háif- níu eins og venjulega. Munu þeir leika gegn öðru úrvalsliði Reykjavíkurfélaganna og að öllum líkindum ste.rkara éu hinu fyrra. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.