Alþýðublaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 6
ð
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. júní 1947
æ NVJA BIO 86.86
Mimhfausi
maSurinn
Gina Kaus:
EG SLEPPI ÞER ALDREI
(„Somewhere in the
Night“)
Spennandi og viðburðarík
stórmynd.
Aðalhlutverk:
John Hodiak
Nancy Guild
Lloyd Nolan.
Bönnuð börnum yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA Blð 861
Síðasfa vonin
(THE LAST CHANCE)
Svissnesk Metro Goldwyn
Mayer kvikmynd, sem'marg
ir kvikanyndagagnrýnendur
telja einhverja beztu- kvik-
mynd, er gerð hefur verið í
heiminum hin síðari ár. Að-
alhlutverk:
JOHN HOY
RAY REAGAN
LUISA ROSSI o, fl.
Sýnd klukkan 5, 7 og 9.
Börn innan 14 ára fá ekki
aðgang.
læddist inn aftur. Annar
hálftími leið. Ennþá sást ljós.
Hann sat á rúminu sínu í
myrkrinu og reykti hverja
sígarettuna af annarri. Hon-
um varð það æ betur ljóst, að
honum bæri að fara til Mel-
aníu og tala hreinskilnislega
við hana. Hún var vakandi
og í uppnámi. Hann vissi ná-
kvæmlega, hvernig henni var
innanbrjósts nú: Hún hafði
hann undir smásjánni og at-
hugaði gaumgæfilega, hvern
ig hann hafði komið fram
síðustu sex vikurnar. Grun-
urinn, sem Sax hafði getað
þaggað niður um stund,
hafði nú lifnað á ný, hún at-
hugaði hvert orð, hvern dag,
hverja stund, og sannleikur-
inn onyndi áreiðanlega verða
henni ljós að lokum, að
minnsta kosti sem líkur. Og
dytti henni einu sinni í hug
að hann færi út á nóttunni,
liði ekki á löngu, þar til hún
væri komin inn til hans. Hún
myndi víst áreiðanlega reyna
að sannfærast af eigin raun.
Albert drap fljótt í sígar-
ettunni, háttaði sig og lagðist
undir teppið. Það voru ekki
liðnar fimm mínútur, þegar
marraði í hurð og hann
heyrði hægt fótatak nálgast,
og hann heyrði Melaníu
anda hinum megin við dyrn-
ar. Svo var tekið mjög var-
lega í húninn, og undir hálf-
luktum augnlokunum sá
hann móta fyrir henni við
dyragættina í ljósinu frá for-
stofunni. Hún stóð og horfði
á hann langa stund. Hún var
ennþá í isvarta kvöldkjóln-
um.
Loksins var dyrunum lok-
að aftur og fótatakið dó út.
Klukkan var hálftvö. Kann-
ske róast hún og fer að sofa
núna, hugsaði hann. En þeg-
ar hann leit fram í forstof-
una kl. 2, sá hann enn ljósið
í rifunni. Henni hlýtur að
líða ákaflega illa! Nú gat hún
ekki fundið neina sennilega
ástæðu fyrir afbrýði sinni,
og þá fannst henni afskipta-
leysi hans enn meir auðmýkj
andi fyrir sig!
Að lokum varð hann að
horfast í augu við það, að
hann kæmist ekki til Önnu
í nótt. Hann vildi ekki trúa
því samt, þrá hans var þús-
und sinnum meiri í nótt en
fyrstu nóttina, þegar hann
istóð í snjónum fyrir utan hjá
henni. í nótt beið Anna eftir
honum. Hann hafði aldrei
áður komið svona seint, hún
var kannske hrædd um hann.
Honum var orðið kalt, þó
að hann lægi í rúminu. Hon-
um var illt í höfðinu. Ég er
víst með hita, hugsaði hann
hálf utan við sig. Anna var
hrædd um hann, og Melaníu
leið illa hans vegna. Það á
ekki við mig, að tvær konur
þjáist mín vegna, hugsaði
hann. Og hérna ligg ég og
get hvorugri orðið að liði.
Allt í einu þoldi hann ekki
við lengur. Hann fór út í for-
istofuna og hringdi í þetta
kunna númer. Síminn
hringdi einu sinni', tvisvar —
svo heyrði hann undrandi
rödd Önnu: „Halló —.“
Hann hafði ekki haldið, að
það yrði svona erfitt að
svara ekki. Hann reyndi svo
á sig við að þegja að hann
gleymdi að anda. Einu sinni
til sagði Anna: „Halló —?“
Hann þrýsti saman vör-
unum. Síðan spurði Anna:
„Ert það þú, elskan mín?“
Og hún flýtti sér að halda
áfram með sinni djúpu, kæru
rödd: „Ég skil. — Kærðu þig
ekkert um, að þú getur ekki
talað. Þakka þér fyrir, að þú
hringdir! — Ég er svo óskap-
lega ástfangin af þér! —
Góða nótt!“
Svo setti Anna heyrnar-
tólið á. Það var eins og hana
grunaði, að hann gat ekki
sjálfur slitið sambandinu, og
eins og hún fyndi á sér, að
Melanía kom út úr svefn-
herberginu einmitt í þessu.
! „Hvert varstu að hringja?“
spurði hún og stóð á öndinni.
Hún var ekki í kvöldkjóln-
um lengur. „Og hvers vegna
leggurðu heyrnartólið á, þeg-
ar ég kem?“
„Ég vaknaði og leit á úrið
mitt og sá, að það stóð,“
sagði hann. „Ég hringdi á
símaklukkuna.“ Hann vissi
ekki, hvernig honum datt
þetta í hug.
„Þú lýgur.“ sagði Melanía.
Hún kom nær, og augu henn-
ar litu rannsakandi á hann
frá hvirfli til ilja. „Þú hríð-
skelfur.“
Hann skalf; það var satt.
Tennurnar glömruðu í munn
inum á honum. „Ég held
bara, að ég hafi svolítinn
hita,“ sagði hann.
,Það er einkennilegt, hvað
hann hefur komið fljótt. Þú
varst alveg heilbrigður fyrir
klukkutíma.“ Hún tók hendi
hans og tók á enninu á hon-
um. „Já, þú ert víst með
hita,“ sagði hún undrandi.
„Ég fann, að ég var ekki
alveg heilbrigður í kvöld; en
ég vildi ekki gera þig
hrædda.“
Hún varð ekkert hrædd,
heldur mjög róleg. Hann sá
það. Andlit hennar var ekki
lengur neitt óeðlilega stfft.
_ „Á ég að hringja á lækni?“
spurði hún.
„Alls ekki. Á morgun er
ég orðinn frískur aftur.“
„Farðu að hátta! Ég skal
koma með aspirín til þín.“
Hann lagði sig og gleypti
tvær töflur, sem Melanía
færði honum. Hún ætlaði að
mæla í honum hitann, en
hann var þrár eins og krakki
og neitaði.
„Ég verð áreiðanlega orð-
inn góður á morgun," full-
yrti hann. „Og nú verð ég
að fara að sofa.“
Hann varð að vera frískur
á morgun; hann gat ekki
æ BÆJARBIÖ æa TJARNARBIO e
Leikaralíf
(A STAR IS BORN)
Amerísk litmynd um leik-
aralíf í Hollywood.
Janet Gaynor,
Fredric March.
Sýning kl. 5 — 7 — 9. 1
Sala hefst kl. 11.
Murerfagforeningen i Reykjavík indbyder
Dexn til fælles Kaffebord og Dans bagefter i
Tjarnarlundur Fredag den 13. Juni Kl. 20,30.
Billetterne bliver udleveret paa Svend-
foreningens Kontor i Kirkjuhvoli paa Torsdag
imellem Kl. 17—19.
. Múrarafélag Reykjavíkur.
Úlbreiðið ALÞÝÐUBLAÐiÐ
Hafnarfirði
Vorljoð
(SPRING SONG)
Skemmtileg ensk söngva-
mynd.
Carol Raye,
Peter Graves,
Leni Lynn,
Lawrence O'Madden.
Aukamynd:
HNEFALEIKAKEPPNIN
mill Baksi og Woodcock
nú í vor.
Sýningar klukkan 7 og 9.
Sími 9184
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING
ÖRN: Nú er ég klæddur til kvöld- og þetta! Ó, — ég var heldur urs komihn á vörð. Það er svona frá hátíðinni! Og nú byrja þeir
verðar með höfðingja hinna inn bjartsýnn! Percy, lífvörður Pét sem sá feiti ætlar að halda mér trmbustláttinn.
fæddu. Ef allt væri eins einfalt RÖDD: Ussss! Örn Elding!