Alþýðublaðið - 15.06.1947, Side 3

Alþýðublaðið - 15.06.1947, Side 3
Sunnudagur 15. júní 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tveggja alda gamalt listaverk Heyrf og 1esið Fýrsta bókin um hernámið TVÆR NÝJAR BÆKUR eftir Ólaf Jóhann Sigíirðsson koma út á þessu ári. Er önnur þeirra smásagnasafn, en hin stutt skáldsaga. Smásagnasafn- ið heitir Speglar og fiðrildi, en skáldsagan Litbrigði jarðarinn- ar. Þetta er þriðja smásagna- safn Ólafs og fjórða skáldsaga hans. FYRRI KONA hins heims- fræga' þýzka rithöfundar Stefans Zweigs, Friderike Zweig, hefur ritað bók, þar sem hún lýsir Zweig sem manni og rithöfundi. Sjálfsævisaga Zweigs, Die Welt von Gestern, er í rauninni saga tímabilsins, sem hann lifði á, fremur en sjálfs hans, því að hann virð- ist forðast að geta sjálfs sín, nema þegar ekki verður hjá þvi komizt. Bók frúarinnar þykir því skemmtileg uppbót og gefa glögga hugmynd um manninn, sem gleymdi sjálfum sér, þeg- ar hann ritaði sjálfsævisögu. BÓK, sem nefnist The Story of Mrs. Murphy og er eftir Natalie Anderson Scott, er ný- lega komin út í Bandríkjunum og vekur mikla athygli. Scott er fædd í Rússlandi, en hefur lengst af dvalizt í Bandaríkj- unum og er til þessa lítt kunr:- ur höfundur. Bók hennar fjall- ar um áfengisvandamálið, og gagnrýnendur, sem um hana skrifa, líkja henni við The Lost Weeltend eftir Charles Jackson, en telja þessa nýju bók öilu betri. HIÐ NÝJA RITGERÐA- SAFN dr. Helga Péturss er nú komið út, en það ber heitið Þónýall og er gefið út. í tilefni af 75 ára afmæli höfundarins. Bókin er yfir 400 blaðsíður að stærð og flytur nær 40 ritgerðir um margvísleg efni. Þetta er sjötta Nýalsbók dr. Helga Pét- urss. EIGI ALLS FYRIR LÖNGU er komið út nýtt ljóðasafn eftir brezka skáldið Stephen Spend- er, en hann er í allra fremstu röð yngri ljóðskálda Bretlands og af ýmsum talinn þeirra snjallastur. Þessi nýja bók Spenders heitir Poems of Dedi- cation og hefur hlotið mikla viðurkenningu meðal brezkra gagnrýnenda. ❖ NÝLEGA er komin út í Nor- egi bók eftir Odd Nansen, son Friðþjófs Nansens. Nefnist hún Fra dag til dag og hefur að geyma dagbók höfundarins frá 40 mánaða dvöl hans í. fanga- buðum Þjóðverja, fyrst að Grini, síðar suður í Sachsen- hausen. Odd Nansen er kunnur myndlistarmaður, og flytur þessi bók hans miklnn fjölda teikninga eftir hann. HERN AMSTIMABILIÐ var eitt viðburðaríkasta og ör- lagaþrungnasta árabil, sem ís- lenzka þjóðin hefur lifað. „At- burðirnir, sem þá gerðust, munu móta örlög einstaklinga og þjóðarinnar í heild um- langa framtíð“, eins og Gunn- ar M. Magnúss segir í eftir- mála að „Virkinu í norðri“. íslendinga hefur aldrei þótt skorta áhuga á sögu sinnif svo að ætla mætti, að slíkt tíma- bil sé hvalreki mikill á fjörur íslenzkrar sagnfræði. Ekki er rannsóknarefnið minna fyrir það, að hér var tvíbýli þessi ár, og við íslendingar vitum harla lítið um margt það, sem átti sér :stað innan herbúð- anna. Það gengur ævintýri næst, hvert verkefni hér bíð- ur sagnfræðinga okkar. Heim- ildir verður fyrst og fremst að sækja í skjalasöfn í London og Washington, og er fu'll á- stæða til að ætla, að nú séu ekki þeir örðugleikar á að komast í slík skjöl, sem áður var um svipað efni. Sem dæmi um spurningar þær, er okkur langar til að fá svör við, má nefna örfáar: Hversu mikil hætta var raunverulega á innrás á Ísland? Hver var viðbúnaður stríðsaðila til sóknar á landið og vamar því? Hv>aða raunverulega þýðingu hafði land okkar fyrir bandamenn? Þetta er önnur hlið málsins, en hin er svo að meta og vega áhrif hernáms- ins á þjóðfélag okkar og menningu, og mun harla snemmt að reyna slíkt enn um hríð. Gunnar M. Magnúss hefur fyrstur riðið á vaðið og gefið út bók um hernámið. Hann reynir „að skýra frá sem flestu, er lýsir ástandi þessa tímabils“, að því er segir í eft- irmála bókar hans. En Gunn- ar dvelur meira við að lýsa áhrifum hernámsins á daglegt líf landsmanna og virðast megin heimildir hans veya dagblöðin í Reykjavík. Það er vart hægt að sjá, að hann geri tilraun til að kryfja viðburð- ina til mergjar og komast að orsökum og afleiðingum, og auka þannig einhverju við það, sem meðalgreindir 'blaða- lesendur í landinu vita og muna eftir. Þannig fáum við í bókinni að vita, að Gort lávarður heitir fimm nöfnum, og æviferill hans er rakinn, en ekki er orði'minnzt á það, hvernig ftionum leizt á lanidshagi og landvamir (sem vafalaust er rækilega skjaifest í London, auk þess, sem margir muhu enn til frá- sagnar um það). Við fáum að vita það, að „vergjarnar koh- ur“ hafi gengið um „ólæstar dj?r“, þar sem hermenn voru inni fyrir, fyrsta kvöld ber- námsins, en engin tiiraun er gerð til að meta áhrif sam- skipta íslenzkra kvenna við setuliðið á sambúð þjóðarinn- ar við herinn. Þannig mætti- Gunnar M. Magnúss lengi telja dæmi þess, að hér er um að ræða hel.dur yfir- borðskennda dægurbók, en ekki sagnfræðirit. Þá er það galli mikill á 'riti þessu, að heimilda er hvergi getið í textanum, og mælir það ekki með sagnfræðinni. T. d. má nefna, að á bls. 35 er rak- ið samtal milli forsætisráð- herra landsins (1939) og full- trúa Luft-Hansa flugfélagsins þýzka, og þess að en:gu getið, hvaðan höfundur hefur það plagg. Gizka mætti á, að það væri eftir frásögn ráðherrans, og er þá því meiri ástæða til að geta þess, sem skoðanir og stefna hans á þessum tíma eru alls efcki óumdeilt mál, og rýrir það heirfiildargildi frá- sagnarinnar. Mikið er um ógeðfellda ó- nákvæmni í bókinni og smefck leysur margar. Fprnöfn manna vantar, og brezki sendiherrann er t. d. ýmist kallaður Howard Smith eða Hávarður sendi- herra. Loks er það næsta merkilegt, að höfundur, sem tekur sér fyrir hendur að skrifa sögu hernáms ensku- mælandi þjóða á Islandi, skuli ekfci vera betur að sér í ensfcu en að halda að fleirtal- an af „gentleman“ sé „gentle- man.s“! (bls 217). Hér hefur hitt og þetta ver- ið tínt til, er saimað gæti það, að hér er efcki um sagnfræði- legt rit að ræða eða á nokk- urn hátt fullnægjandi lýsingu á „ástandi þ'essa tíxnabils." Frambald á 7. síðu. HELGAFELL hefur nýlega gefið út hið heimsfræga nærri tveggja alda gamla meistara- verk Söguna af .Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux. Er sagan gefin út í bókaflokknum Listamannaþing og þýdd af Guðbrandi Jónssyni. Höfundur skáldsögu þessarar hét fullu nafni Anton Franz Prévost d’Exiles, en er löngum kallaður síra Prévost. Hann fæddist árið 1697 og lézt árið 1763. Ævi hans var viðburða- rík, og hann naut um skeið lystisemda heimsins í ríkum mæli, þótt lengstum dveldist hann innan klausturmúra. Síra Prévost var afkastamikill rit- höfundur og skrifaði alls um 50 skáldsögur, en af þeim varð aðeins einu bindi auðið aldurs og frægðar, sjöunda bindinu af „Mémoires d’un homme de qualité", sem síðan var gefið út sérstaklega og löngu er frægt orðið um allan hinn siðrrfennt- aða heim sem frábært listaverk. Það er Sagan af Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux, sem nú liggur fyrir í íslenzkri þýðingu. Skáldsaga þessi var gefin út í fyrsta sinn í Amsterdam árið 1753, þegar síra Prévost dvald- ist í útlegð í Hollandi. Hún hef- ur náð geysilegri almennings- hyll'I víða um lönd og haft mik- il bókmenntaleg áhrif. Þó verður varla sagt, að efni henn- ar sé sérstaklega rismikið. En bókin þótti ærið nýstárlega á sínum tíma, og það er eins og undiralda hennar sé tilfinning alls hins mannlega. Des Grieux, sem býr sig undir að gerast Jóhannesarriddari og er aðeins seytján ára gamall, kynnist í gistihúsi hinni ungu og fögru Manon Lescaut, er skýrir honum frá því, að það eigi að senda hana nauðuga í klaustur. Þau strjúka brott, en hamingja Des Grieux reynist skammVinn. Foreldrar hans fá vitneskju um samastað hans, og faðir hans tekur hann heim. Des Grieux er sannfærður um, að hér sé um að ræða samsæri, sem Manon eigi aðild í, og hann hverfur aftur að námi sínu. En að átján mánuðum liðnum tekst Manon, sem nú er orðin sextán ára, að hafa upp á bonum, og þau strjúka brott öðru sinni. Þegar fé þeirra er til þurrðar gengið, leggst Des Grieux í fjárhættuspil, og Man- on velur sér hlutskipti gleði- konunnar. Um þetta leyti býðst auðugur maður af háum stigum. til að kvænast henni, en hún vísar honum á bug að Dfe Grieux viðstöddum. Skömmu síðar er þeim báðum varpað í fangelsi. Des Grieux flýr úr fangelsinu, og kostar sá flótti hans mannslíf. Því næst hjálp- ar hann Manon að flýja. En brátt stenzt hún ekki freisting- ar annars manns og yfirgefur hann. Honum tekst þó að hafa upp á henni og er í þann veginn að strjúka brott með henni, þegar þau eru handtekin. Hann er látinn laus fyrir fulltingi. föður síns, en hún er send til Vesturheims. En hann tekur sér far með sama skipi og flyt- ur= hana vestur um haf, og þau leggja leið sína til Louisiana. Landstjórinn þar stendur í þeirri trú, að þau séu hjón. Des Grieux er í þann veginn að kvænast Manon og segir land- stjóranum allan sannleikann. En frændi landstjórans, Synne- let að nafni, hefur fest ást á Manon, og landstjórinn synjar henni og Des Grieux ráðahags- ins. Des Grieux og Synnelet heyja einvígi, og Synnelet sær- ist í þeirri viðureign. Elskend- urnir reyna að komast til land- náms Englendinga, en Manon deyr á leiðinni, og Des Grieux býr henni leg í skógunum, en grúfir sig niður í sandinn yfir gröfinni og ætlar að bíða þar dauða síns. Þar finnst hann og er sakaður um að hafa myrt Manon. En hann er sýknaður og hverfur aftur heim til Frakklands, þar sem nýir harmar bíða hans. Saga þessi mun sarnin út af nokkrum endurminningum frá byljóttri ævi höfundarins, eins og segir í formála sendiherra Frakka, Henri Voillery, fyrir íslenzku þýðingunni. Hér er um að ræða eitt af frægustu og viðurkenndustu úrvalsritum franskra bókmennta, og þegar að því er gætt, hversu viðráð- anleg bókin er að stærð og lík- le'g til almennra vinsælda, rná það heita furðulegt, að íslenzk- ,um lesendum skuli ekki fyrir löngu hafa gefizt kostur á að njóta hennar. Það er vandi að vélja rit til útgáfu í bókaflokki, sem ber jafn yfirlætismikið nafn og Listamannaþing, en þessi skáldsaga á þar tvímæla- laust heima, og ber mjög að fagna útgáfu hennar og þeim ágæta búningi, sem íslenzku þýðingunni hefur verið valinn. Helgi Sæmundsson. fer fram á íþróttavellinum sunnudaginn 15. þ. m. og hefst klukkan .8,30 síðd. Þá keppa Akurnesingar við Val. Spennandi keppni! Tvísýn úrslit!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.